Morgunblaðið - 11.12.1997, Side 10

Morgunblaðið - 11.12.1997, Side 10
10 FIMMTUDAGUR 11. DESEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Siv Friðleifsdóttir Framsóknarflokki um sveitarfélagafrumvarpið Samþykkir ekki hug- myndafræðina „ÉG samþykki ekki hugmynda- fræðina sem felst í sveitarfé- lagafrumvarpinu þar sem segir að framlengja eigi mörk sveitarfé- laga inn til innsta punkts miðhálendisins,“ segir Siv Frið- leifsdóttir, þing- maður Framsóknarflokksins. Siv segist telja rangt og óskynsamlegt að skipta miðhálendinu upp í 40 einingar á milli sveitarfélaganna. Aðspurð hvort hún hygðist greiða atkvæði gegn frumvarpinu svaraði Siv að frumvarpið ætti eftir að fara í gegnum nákvæma um- fjöllun og skoðun í þingnefnd og fá þyrfti umsagnir ýmissa aðila um málið. Rangt að skipta miðhálendinu „Ég vil horfa til framtíðar og þá finnst mér eðlilegt að miðhálendið sé eitt heilt og samfellt skipulags- og byggingarsvæði. Það hafa kom- ið fram mörg sjónarmið í þessu máli en það er alrangt, sem sumir hafa viljað núa okkur um nasir, sem viljum ekki skipta þessu upp á milli sveit- arfélaga, að við séum að van- treysta sveitar- félögunum. Svo er ekki, enda hef ég verið sveitarstjórnar- maður sjálf í sjö ár. Þó um væri að ræða mun færri sveitarfélög, til dæmis þrjú eða fimm, sem skiptu miðhálend- inu á milli sín, þá fyndist mér jafn- rangt að skipta því upp. Þarna er um að ræða eitt samfellt lands- lagssvæði," segir hún. Siv segir suma hafa gagnrýnt að í umræddum 40 sveitarfélögum byggju einungis 4% þjóðarinnar. Hún segir að auðvitað væri æski- legast að allur almenningur hefði svipað vægi varðandi skipulag miðhálendisins en það væri ekki aðalatriðið um hversu stóran hlut þjóðarinnar væri að ræða heldur skipti meginmáli að rangt væri að skipta hálendinu upp með þessum hætti. Siv kveðst telja eðlilegt að skipulags- og byggingarmál há- lendisins heyri undir einn aðila, t.d. umhverfismálaráðuneytið. / :&EɱSÍ-..., Á jil i m ISÉIiltS 1 lj§§ - V ■ £ £i r■_ ALÞINGI Morgunblaðið/Kristinn Siv Friðleifsdóttir segist telja rangt og óskynsamlegt að skipta miðhá- lendinu upp í 40 einingar á milli sveitarfélaganna. Frumvarp um auka- tekjur rík- issjóðs FRÁ 1. janúar nk. munu ýmsar aukatekjur ríkissjóðs vaxa talsvert ef lagabreytingar skv. stjómar- frumvarpi sem nú er til umræðu verða samþykktar. Lagðar eru til breytingar á mörgum greinum laganna. Ymsar greiðslur hækka, í fyi-sta lagi dómsmálagjöld, í öðru lagi leyfi fyrir verðbréfafyrirtæki og áfeng- isveitingastaði og loks bætist við kafli, nr. XI, um gjöld fyrir stað- festingu skipulagsskráa og birt- ingu reglugerða lífeyrissjóða. Leyfi fyrir áfengisveitingastað til eins árs mun kosta 100.000 krónur en 200.000 krónur fyrir leyfi lengri tíma. Þessi gjöld eru nú 20 til 100 þúsund krónur eftir tíma- lengd. Nefnd hefur lagt til að víneftirlit verði lagt niður, það falið lögreglu. Segir í athugasemdunum við frum- varpið að sérstakt víneftirlitsgjald sem innheimt hefur verið í Reykja- vík hljóti þá að falla niður, ekki sé venja að taka gjöld fyrir störf lög- reglu. Því sé eðlilegt að hækka leyfisgjöldin og mæta þannig aukn- um kostnaði lögreglunnar vegna eftirlitsins. Dómsmálagjöld eiga að hækka um 15%. I athugasemdunum segir að engin hækkun hafi orðið á þess- um gjöldum frá 1991. Á sama tíma- bili hafi neysluverðsvísitala hækk- að um 13,5% og launavísitala um 24,2%. Spilliefnagjald hækkað fyrir einstaka vöruflokka UMHVERFISRÁÐHERRA, Guðmundur Bjamason, hefur mælt fyrir frumvarpi til laga um breytingu á lögum um spilliefna- gjald. I frumvai-pinu er lagt til að breytt verði ákvæðum um hámark spilliefnagjalds og það hækkað fyrir tiltekna vöruflokka. Til dæm- is er lagt til að hámark spilliefna- gjalds sem heimilt er að leggja á olíuvörur, þ.e. aðra olíu en brennsluolíu, verði ailt að 20 krón- ur á hvert kíló. Lagt er til að á lífræn leysiefni verði heimilt að leggja allt að 3 krónur á hvert kíló og á ísósyanöt allt að 10 krónur á hvert kfló. Þá er gerð tiliaga um að hámark vegna málningar og litarefna verði hækk- að í allt að 16 krónur á hvert kfló. Nýir vöruflokkar með spilliefnagjaldi Einnig er iagt til að bætt verði inn nýjum vöruflokkum sem leggja skal spilliefnagjald á og í þeim flokki er m.a. lagt til að á plöntu- og dýrafeiti og matarolíu verði lagðar allt að 30 krón- ur á hvert kfló. I frumvarpinu er jafnframt lagt til að spilliefnanefnd verði heimilt að greiða fyrir meðhöndlun og fórgun úrgangs sem krefst sérstakrar meðhöndl- unar og tengist við- komandi spilliefnum enda dragi það úr kostnaði við meðhöndl- un og förgun spilliefna. Alvarlegasti meng- unarvaldurinn I greinargerð segir að spilliefni séu alvarlegasti mengunarvaldur- inn í landinu nú um stundir en þeim sé því miður fargað á óviðun- andi hátt. Þeim sé til dæmis hent með almennu sorpi eða niður um niðurföll. í núgildandi lögum er heimilt að leggja á sérstakt gjald, spilli- efnagjald, á vörur sem geta orðið að spilliefn- um, til þess að standa straum af kostnaði við söfnun, móttöku, með- höndlun, endurnýt- ingu eða eyðingu spilliefna. Gjald fyrir tiltekna vöruflokka hækkað Við framkvæmd lag- Guðmundur anna hefur hins vegar Bjarnason komið í ljós að hámark gjaldsins sem kveðið er á um sé ekki í öllum tilvikum nægjanlegt, þannig að þeir sem skila þessum efnum bera enn bein- an kostnað af því að skila þeim til móttökustöðvar. Því er lagt til að gjald fyrir tiltekna vöruflokka verði hækkað. Stjórnarfrumvarp um sjálfstæðan rétt feðra til fæðingarorlofs LAGT hefúr verið fram á Alþingi stjómarfrumvarp þess efnis að feð- ur fái sjálfstæðan rétt tfl fæðingar- orlofs í samtals tvær vikur sem taka má hvenær sem er fyrstu átta vik- umar eftir fæðingu eða heimkomu bams. Greiðslur til feðra þessar tvær vikur verða þær sömu og til mæðra, hlutfallslega. Notfæri faðir sér hins vegar ekki réttinn fellur hann niður. Er í frumvarpinu lagt til að lögin öðlist gildi 1. janúar 1998. í athugasemdum fmmvaipsins segir að þar sem erfitt sé að tryggja að faðir, sem ekki sé í hjú- skap eða sambúð með móðurinni, geti nýtt sér eða nýti sér fæðingar- orlofstímann til samvista við bam- ið, sé gert ráð fyrir að þessi réttur sé háður því skilyrði að faðirinn sé í hjúskap eða skráðri sambúð með móður bamsins við upphaf töku fæðingarorlofs. Alþingi 9,5 milljónir króna til flug- mlnjasafns að Hnjóti MEIRIHLUTI íjárlaganefndar Alþingis leggur til í breytingartil- lögum sínum við fjáraukalagafrumvarp fyrir árið 1997 að varið verði fímm milljónum kr. til flugminjasafns að Hnjóti sem komi til viðbótar 4,5 millj. kr. fjárhæð sem er að fínna í fjárlagafrum- varpi næsta árs vegna þessa verkefnis. Er ætlunin að ljúka upp- setningu á grind og klæðningu svonefnds Vatnagarðaflugskýlis, sem unnið hefur verið að á undanförnum árum. 7 mllljónlr tll bygglngar krufnlngarstofu ð Keldum MEIRIHLUTI nefndarinnar leggur til að sjö milljónum kr. verði varið til byggingar krufningarstofu við Tilraunastöðina að Kcldum, en stofan er ætluð fyrir dýralækna vegna búfjár- sjúkdómavarna. Gerð er tillaga um átta millj. kr. hækkun fjárveitingar til Rannsóknarnámssjóðs en ríkisstjórnin tók ákvörðun um það framlag til rannsóknartengds framhaldsnáms árið 1993. Fjár- veitingin hefur hins vegar ekki verið afgreidd með heimild í fjárlögum eða fjáraukalögum til þessa. 5,3 mílljónlr vegna sJávarútvegsfyHrtækls f Vladlvostok LAGT er til að veitt verði 5,3 millj. kr. auka- framlag til Tækniaðstoðarsjóðs íslands við Endurreisnar- og þróunarbanka Evrópu. í máli Jóns Kristjánssonar, formanns fjárlaganefndar, kom fram við aðra umræðu um frumvarpið, að bankinn hefði gert samning við tvo íslenska rekstrarráðgjafa um gerð frainkvæmdaáætlun- ar við endurskipulagningu öflugs sjávarútvegs- fyrirtækis í Vladivostok í Rússlandi og mun sjóðurinn nota þessa fjármuni til að styrkja það starf. 3 milljónlr vegna strands Eriks Boye ÞRJÁR millj. kr. á að veita vegna kostnaðar af aðgerðum til að koma í veg fyrir umhverfísskaða vegna strands saltflutninga- skipsins Eriks Boye árið 1992. Kostnaður féll á heimamenn en hluti hans fékkst greiddur af útgerð skipsins. Lögð er til 1,5 millj. kr. aukafjárveiting til veiðistjóra vegna refaveiða og sótt er um 1,5 miHj. kr. viðbótarheimild á þessu ári vegna greiðslu Náttúrufræðistofnunar íslands fyrir hugbúnað- arleyfí á landupplýsingakerfí en heildarkostnaður er áætlaður 5,2 millj. kr. Jón Kristjánsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.