Morgunblaðið - 11.12.1997, Síða 26

Morgunblaðið - 11.12.1997, Síða 26
26 FIMMTUDAGUR 11. DESEMBER 1997 UR VERINU MORGUNBLAÐIÐ Mestu landað hjá SR í Siglufírði „Saga sóknar inn á markaði um allan heiminn“ SR-MJÖL í Siglufirði hefur tekið við mestum loðnuafla á sumar- og haustvertíðinni, 66.500 tonnum, en allar fimm verksmiðjur fyrirtækis- ins hafa tekið á móti um 165.000 tonnum. Ekkert hefur ræst úr með síldveiðína og engin loðnuveiði var í fyrrinótt. Kenndu menn um björtu tunglskini. Á hæla SR-Mjöls í Siglufirði kemur Sfldarvinnslan í Neskaup- stað með um 62.000 tonn á sumar- og haustvertíðinni og í þriðja sæti er Haraldur Böðvarsson á Akra- nesi með 53.000 tonn. í fjórða sæti er Hraðfrystihús Eskifjarðar með rúmlega 44.000 tonn og Krossanes á Akureyri í því fimmta með um 41.000 tonn. Hraðfrystistöð Þórs- hafnar er síðan ekki langt undan með um 38.000 tonn. Forðast skipin í björtu Saga Sölumiðstöðvar hraðfrystihús- anna komin út í þremur bindum Saga Sölumiðstöðvar hraðfrysti- húsanna er komin út. Ritið er á annað þúsund síður, mikið mynd- skreytt, í þremur bindum og er það gefíð út af Sölumiðstöðinni og Hinu Islenzka bókmenntafélagi. Höf- undar verksins eru þeir Hjalti Pálsson, Jón Hjaltason og Ólafur Hannibalsson. Saga innanlandsátaka og milliríkjasamninga „Saga Sölumiðstöðvar hrað- frystihúsanna er saga sóknar inn á markaði um allan heim, til Evr- ópu, Bandaríkjanna og nú síðast til Asíu,“ sagði Jón Ingvarsson, formaður stjórnar SH, er útgáfa bókarinnar var kynnt. „Hún er jafnframt saga útgerðar og fisk- vinnslu hér á landi og þeirrar tæknilegu þróunar og framfara, sem átt hafa sér stað í meira en hálfa öld. Hún er jafnframt saga þess efnahagslega umhverfis sem þessum undirstöðuatvinnugrein- um var búið hér heima, og réði af- komu allrar þjóðarinnar. Hún er saga innanlandsátaka og milli- ríkjasamninga," sagði Jón Ingv- arsson. LACOSTE Höfundum þakkað gott verk „Meginþungi ritverksins hefur hvflt á herðum Ólafs Hannibalsson- ar og á hann miklar þakkir skyldar fyrir sitt framlag. Þá verður hlutur þeirra Hjalta og Jóns seint ofmet- inn og óska ég þeim öllum til ham- ingju með þetta glæsilega verk,“ sagði Jón Ingvarsson ennfremur. Hann færði einnig ritnefndar- mönnunum Friðrik Pálssyni, Guð- mundi H. garðarssyni og Jóni Páli Halldórssyni þakkir fyrir ágætt samstarf og Hinu íslenzka bók- menntafélagi og Pretnsmiðjunni Odda fyrir sott starf og vandaða vinnu. Tíðarandinn leiddur fram „SH hefur í áratugi verið í farar- broddi þeirra íslensku fyrirtækja sem lengst hafa náð í sölu á sjávar- afurðum á alþjóðamarkaði," segir í frétt um útkomu ritverksins. „I sögunni er reynt að laða fram tíð- aranda hvers tímabfls og inn í at- burðarrásina fléttast saman pólitík og efnahagsmál. Saga Sölumið- stöðvar hraðfrystihúsanna hlýtur að teljast mikilsyert framlag til út- flutningssögu íslands. Höfundar sögu SH, Ólafur Hannibalsson, Hjalti Einarsson og Jón Hjaltason, byggja mikið á frumheimildum er þeir hafa meðal annars sótt í skjalasafn SH, dagbækur og einka- bréf. Þá hafa þeir rætt við fjöl- marga einstaklinga er hafa á einn eða annan hátt tengst SH Eins og fyrr segir er sagan í þremur bind- um. Ríkuleg myndskreyting í fyrsta bindinu er greint frá öll- um þeim frystihúsum sem hafa starfað innan vébanda SH en alls eru þau u.þ.b. 200. í öðru bindi er saga SH á íslandi reifuð frá stofn- un 1942 og fram til þess dags er fyrirtækið var gert að hlutafélagi í ársbyrjun 1997. Saga dótturfyrir- tækja SH erlendis og forsaga þeirra er svo rakin í þriðja og síð- asta bindi sögunnar. Allar eru bækumar ríkulega myndskreyttar. Hið íslenska bókmenntafélag ann- ast útgáfuna, segir í fréttinni. Fremur lítil loðnuveiði hefur verið síðustu daga, fyrst vegna brælu en síðan vegna tunglskins- bjartra nátta. Er loðnan vön að þétta sig á nóttinni og er þá helst veiðanleg en talið er, að í tungl- skininu sjái hún skuggann af skip- inu og líti á hann sem hval. Þá stingur hún sér strax. Á sfldinni er sami bamingur og verið hefur og þótt sjór hafi nokkuð kólnað fyrir austan þá heldur sfldin sig niðri við botn eða það litla, sem af henni finnst. Aðeins sex skip em á sfld um þessar mundir og í gær var Beitir NK á leið til Neskaup- staðar með um 150 tonn. FORSETA íslands, Ólafi Ragnari Grímssyni, var í gær afhent fyrsta eintakið af sögu Sölumiðstöðvar hrað- frystihúsanna. Honum á hægri hönd eru tveir af höfimdum verksins, þeir Hjalti Einarsson og Jón Hjaltason en á vinstri hönd forsetans eru þeir Friðrik Pálsson, forstjóri SH, Ólafur Hannibalsson, einn höfunda verks- ins, og Jón Ingvarsson, formaður stjómar SH. ________ HÁSKÓLABÍÓ iniimnn SAMmt ALFABAKKA i iiiiiiiiiniii íkvöld milli kl. 19.30 og 22.00 í síma 551 1012. Orator, félag laganema
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.