Morgunblaðið - 11.12.1997, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 11. DESEMBER 1997 33
ERLENT
Reuters
*
I fyrsta sinn
í kjólfötum
DARIO Fo tók í gær á móti
Nóbelsverðlaununum í bók-
menntum úr hendi Svíakon-
ungs. Einnig veittu níu verð-
launahafar í vísindum Nóbels-
verðlaunum viðtöku, auk þess
sem friðarverðlaun Nóbels voru
afhent samtímis í Ósló.
Auk Fos voru það verðlauna-
hafarnir í læknisfræði, efna-
fræði, eðlisfræði, hagfræði og
bókmenntum sem veittu hinum
eftirsóttu verðlaunum móttöku
við hátíðlega athöfn í tónleika-
höllinni í Stokkhólmi. Hinir
1.800 prúðbúnu gestir klöpp-
uðu langmest fyrir leikskáldinu
ítalska Dario Fo er hann tók á
móti verðlaununum í bók-
menntum. Fo, sem ljómaði af
ánægju, sagði þetta hafa verið
í fyrsta sinn sem hann klæddist
kjólfötum.
verið svo einfaldir að gera sér ekki
grein fyrir að þar væri á ferð einn
kunnasti hægriöfgamaður Þýzka-
lands.
Skorti ábyrgð
Riihe sagði að stjórnendur skólans
hefðu sýnt „skort á varkárni og
ábyrgðartilfinningu," en lagði
áherzlu á að ekki lægju fyrir neinar
vísbendingar sem gæfu tilefni til að
þeim væri núið um nasir að vera
laumunýnazistar.
Sagði Rúhe hægriöfgar vera þjóð-
félagslegt vandamál sem snerti her-
inn líka. „Við munum beijast gegn
þessu af meiri einurð og festu en
nokkru sinni fyrr,“ sagði hann. „Ég
mun ekki líða það að grunur falli á
þýzka herinn sem slíkan.“
VOLKER Rúhe, varnarmálaráð-
herra Þýzkalands, viðurkenndi í gær
að í herafla landsins fyndust nýnaz-
istar, en vísaði því á bug að þeir
væru margir.
í skýrslu sem Rúhe flutti varnar-
málanefnd Sambandsþingsins í
Bonn kvað við nýjan tón hjá varnar-
málaráðherranum í þessu sambandi.
Fram að þessu hefur hann staðið
fast á því að uppákomur í hernum
þar sem hægriöfgar koma við sögu
séu einangruð fyrirbæri en í gær
lagði hann til að efnt yrði til sjálf-
stæðrar rannsóknar á atburðum af
því tagi í því skyni að uppræta
vandamálið, en fjölmiðlar hafa gert
sér mat úr slíkum uppákomum að
undanförnu og hefur herinn orðið
fyrir álitshnekki af þeim völdum.
Tilefnið að
skýrslu Rúhes
var síðasta
hneykslismálið,
sem snerist um
að dæmdur
nýnazisti, Manf-
red Roeder að
nafni, hefði feng-
ið að fiytja ávarp
Ruhe í liðsforingja-
skóla hersins í Hamborg fyrir tveim-
ur árum. Roeder hafði þá nýlega
lokið afplánun dóms fyrir að hafa
stýrt nýnazískum sprengjutilræðum.
Þetta mál varð til þess að vekja
raddir sem kröfðust afsagnar Rúhes
og efasemdir um að stjórnendur liðs-
foringjaskólans, sem báru ábyrgð á
að hafa boðið Roeder þangað, hefðu
Branson
reynir aftur
Marrakesh. Reuters.
BRESKI auðkýfingurinn Ric-
hard Branson sagðist í gær von-
góður um að geta gert aðra til-
raun til hnattflugs í loftbelg á
næstu dögum, reynist loftbelg-
urinn sem slitnaði upp í fyrra-
dag óskemmdur. Tjóður belg-
fars Bransons slitnaði er verið
var að tappa helíumi á belginn
í herstöð í Marokkó í fyrradag.
Barst hann í austurátt til Atlas-
fjalla og hvarf fljótt úr augsýn.
I 18.000 feta hæð féll hann
aftur til jarðar í Alsír, 50 km
austan landamæra Marokkós.
Branson sagði að alsírsk yf-
irvöld hefðu sýnt honum lipurð
og her landsins myndi sjá um
að koma belgnum að landa-
mærum Marokkós en þaðan
yrði hann fluttur með herþyrlu
til flugstöðvarinnar við Marra-
kesh. „Við munum skoða belg-
inn og reynist skemmdirnar litl-
ar, eins og okkur skilst, vonum
við að hann verði klár til brott-
ferðar um eða upp úr helgi,“
sagði Branson.
Hægriöfgar í þýzka
hemum rannsakaðar
Bonn. Reuters.
Bretar sækja fast þátt-
tökui
Brussel. Reuters.
BREZKA stjórnin hélt í gær áfram
að reyna sitt ýtrasta til að telja
stjórnir annarra ESB-ríkja á að full-
trúar Bretlands fái að taka fullan
þátt í „Evró-x“-ráðinu svokallaða,
þar sem til stendur að taka ákvarð-
anir um samræmingu efnahags-
stjórnunar í aðildarríkjum Efnahags-
og myntbandalags Evrópu, EMU,
eftir að það verður orðið að veru-
leika 1999.
En þau lönd sem ekki ætla sér
að taka þátt í EMU frá upphafi,
þ.e. Bretland, Danmörk og Svíþjóð,
hafa áhyggjur af því að mikilvægar
efnahagspólitískar ákvarðanir verði
teknar á fundum „Evró-x“-ráðsins
en ekki á reglubundnum fundum
fjármálaráðherra ESB-landanna
allra eins og hingað til.
„Evro-x
Juncker heitir
málamiðlun
Sænska blaðið Dagens Nyheter
greindi frá því í gær, að Jean-Claude
Juncker, forsætisráðherra Lúxem-
borgar sem nú er í forsæti fyrir ráð-
herraráði ESB, hefði fullvissað hinn
sænska starfsbróður sinn Göran
Persson í skyndiheimsókn til Stokk-
hólms í byrjun vikunnar að Svíþjóð
fengi „á einn eða annan hátt“ að
-raði
taka þátt í „Evró-x“-ráðinu. Juncker
er sagður hafa borið Persson þann
boðskap að á leiðtogafundi ESB í
Lúxemborg á morgun, föstudag,
verði samið um málamiðlun sem all-
ir hlutaðeigandi muni geta sætt sig
við.
„Við ættum að fá að taka þátt í
öllum umræðum,“ sagði talsmaður
Tonys Blairs forsætisráðherra.
Blair átti símasamtal við Persson
í fyrrakvöld um málið. Hann talaði
einnig við Romano Prodi, forsætis-
ráðherra Ítalíu og að sögn tals-
mannsins stóð til að hann næði einn-
ig tali af Helmut Kohl Þýzkalands-
kanzlara og Lionel Jospin forsætis-
ráðherra Frakklands áður en leiðtog-
arnir koma saman í Lúxemborg á
morgun.
Lambakjöts-
sala bönnuð?
London. Reuters.
BRESKIR bændur brugðust í gær
ókvæða við nýjum tillögum Evr-
ópusambandsins þess efnis að
bann verði sett á sölu lambakjöts
með beini.
Tillagan á við um kjöt af eldri
en ársgömlum lömbum og er sett
fram í þvi skyni að reyna að hefta
útbreiðslu kúariðu.
„Eg er orðlaus yfir því að fram
skuli komin enn ein tillagan sem
fer langt fram úr því sem virðist
nauðsynlegt," sagði Sir David
Naish, formaður bresku bænda-
samtakanna NFU.
Ekki er þó talið að bann af
þessu tagi muni hafa mikil áhrif
á Bretlandi þar sem 88% iamba-
kjöts sem selt er þar í landi er
af lömbum innan við eins árs.
Einungis vika er síðan sala á
nautakjöti með beini var bönnuð
í Bretlandi.
Kasakstan
Akmola
gerð að
höfuðborg
Akmola. Reuters.
AKMOLA, lítt þekkt borg á hijóstr-
ugri steppu í norðurhluta Kasakst-
ans, var í gær gerð að höfuðborg
landsins í stað Almaty.
„Við, fulltrúar æðstu stofnana rík-
isins, lýsum því nú yfir að Akmola
verður höfuðborg landsins frá og
með deginum í dag,“ sagði Nursult-
an Nazarbajev forseti á sameiginleg-
um fundi stjórnar og þings landsins.
Forsetinn spáði því Akmola ætti
glæsta framtíð fyrir höndum. „Ak-
mola er einn af landfræðilegum mið-
punktum Evrasíu. Efnahags-,
tækni- og upplýsingastraumar meg-
inlands Evrasíu munu fara um þessa
nýju höfuðborg okkar á 21. öldinni.“
Nazarbajev sagði þó að gamla
höfuðborgin, Almaty, yrði áfram
miðstöð fjármála, menningar og vís-
inda í landinu.
Forsetinn ákvað fyrir tveimui
árum að gera Akmola að höfuðborg
landsins þótt nafn hennar geti merkt
„hvít gröf“ á máli Kasaka. Nafnið
getur reyndar einnig þýtt „hvítui
helgidómur" eða „hvít gnótt“.
Akmola er 300.000 manna borg,
um 1.200 km norðan við Almaty.
var stofnuð árið 1832 og hét Tselino-
grad á tímum Sovétríkjanna. Húr
þykir mjög dæmigerð fyrir borgir
sem þöndust út á sovéttímanum, og
einkennast af sviplausum fjölbýlis-
húsum frá sjötta og sjöunda ára-
tugnum.
Nær Rússlandi
Embættismönnum ber ekki samar
um hvers vegna Akmola var gerc
að höfuðborg. Nokkrir þeirra sögði
meginástæðuna þá að talið vær
æskilegt að höfuðborgin yrði flæi
landamærunum að Kína en Almaty
Nokkrir embættismanna sögðu þc
í trúnaði að ákveðið hefði verið ac
flytja valdastofnanirnar til norð-
urhlutans til að festa þær þar í sessi
Slavar eru í meirihluta í þessurr
landshluta -og margir þeirra viljc
nánari tengsl við Rússland.
Nazarbajev sagði að lokið hefð
verið við að reisa opinberar bygging-
ar í Akmola þótt framkvæmdirnai
hefðu ekki hafist fyrr en á liðni
ári. Mörgu er þó enn ólokið, skortui
á íbúðum fyrir þingmenn auk þes;
sem lítið er um símalínur í borginn
og rafmagnsleysi er mjög algengt.
TILBOÐ
RR SKÓR
VANDAÐIR HERRASKOR FRA
ROQTSKR 3.990
Tegund: 214
Svartir og brúnir
stærð 36-46
Kringlunni 12, sími 568 6062,
Skemmuvegi 32L, sími 557 5777
LISTMUNAUPPBOÐ
í KVÖLD KL. 20.30 Á HÓTEL SÖGU
KOMDU OG SKOÐAÐU VERKIN I GALUERÍ FOLD RAUÐARÁRSTÍG
í DAG KL. 10.00 - 18.00, SELD VERÐA UM ÍOO VERK,
ÞAR Á MEÐAL FJÖLMÖRG VERK GÖMLU MEISTARANNA.
Rauðarárstíg
S551 0400