Morgunblaðið - 11.12.1997, Side 38

Morgunblaðið - 11.12.1997, Side 38
tJI? StittF ti'itft*>Ht«t<tt1 F f fiHli JffttHHMiíFHt 38 FIMMTUDAGUR 11. DESEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Óskabam BÆKUR Barnabök ÓSKASTUNDIR eftir Ania Bergmann. Margrét Lax- ness myndskreytti. Útgefandi Mál og menning. Leiðbeinandi verð 1.490 kr. ÁLFHEIMAR eru eins og hver annar bær á Islandi og þar býr fólk eins og í hverjum öðrum bæ á íslandi og þar gerast hlutir eins og í hverjum öðrum bæ á íslandi. Hildur er líka eins og hver annar krakki á ís- landi. Hún á fjöl- skyldu, vinkonu og hund. Allt er svo venjulegt í kringum hana. Allir eru upp- teknir af sínu og í raun er það bara amma sem hefur tíma fyrir hana. Pabbi flækist um allan heiminn í tölvunni, mamma sökkvir sér sífellt í ný áhugamál, Árni Bergmann stóri bróðir á enga samleið með neinum á heimilinu og það er helst að litli bróðir veiti Hildi athygli og það heldur mikla. Hildi leiðist. Hún á allt en samt ekki. Hildur sökkvir sér í heimsfrétt- irnar til að vinna upp tilbreytinga- leysið heima fyrir og vissulega er af nógu að taka af sorglegum at- burðum. Þegar grannt er skoðað er nóg af vandamálum heima fyrir líka. Hildur skilur ekki af hverju til er mikið af vondu fólki og hætt- um af öllu tagi. Mikið vildi hún geta breytt öllu til hins betra. Og kannski getur hún það. Oskadísin vitjar Hildar. Hún fær töluverðan fjölda af óskum með nokkrum skilyrðum. Þau eru að hún getur ekki óskað sér neins né sagt öðrum frá þessu - og ekki gert nein kraftaverk. Óskirnar geta ekki bætt úr öllu heimsins böli. Það er erfitt að geta hjálpað til með eitt en um leið gerist eitt- hvað annað. Til hvers er þá leikur- inn gerður? Ósköp er erfitt að geta ekki sagt neinum og enn erfiðara er að fá aldrei klapp á bakið fyrir hjálpina. Það er þó bót í máli að það er hægt að nota óskirnar til að hrekkja pínulítið. Hversu margar ósk- ir Hildur fær og hvern- ig henni gengur að halda skilmálana kem- ur í ljós við lesturinn en Hildur verður vissu- lega að fylgjast vel með alls staðar. Bara það getur verið erfitt og þreytandi og nauð- synlegt að hvíla sig á milli. Sagan er skemmtileg, blanda af raunsæi og ævintýri, en nútimasaga. Hún sýnir hvernig ólíkir aldurshópar takast á við hið daglega líf og ráða fram úr uppá- komum þess. Einnig er tæpt á vandamálum í íslensku samfélagi og heiminum öllum og hvernig má leysa þau með því að spyija réttra spurninga. Svör eru ekki endilega á reiðum höndum en aðalatriðið er að spyija og leita skilnings. Teikningar tilheyra hveijum kafla, þær eru látlausar og ein- faldar. Persónusköpun er góð, hver persóna tekur framförum og allt er á réttri leið þó vissulega hlaupi stundum snurða á þráðinn í samskiptum Hildar við alla í kringum hana. Örlitlir hnökrar eru á prófarkalestri, sem er enn mikil- vægari þegar um barnabækur er að ræða. Kristín Ólafs Að lifa í sátt við lífið og lög- mál þess BÆKUR Ljóð í SPEGLASAL eftir Onnu S. Snorradóttur. Kápu- mynd: Mússa. Útgefandi: Fjörður. ÁRIN líða, skilja eftir sig gleði og sorg, sár og tár. Það skeljar yfir sárin og lærist að lifa með þeim. Þetta er sjálft lífsferlið. Það veit skáldið Anna S. Snorradóttir: Minn- ingarnar gera okkur fijáls / við förum til baka í tímanum / tín- um upp það / sem við héldum best. Skáldinu er lagið að lýsa listrænni fegurð náttúrunnar: Þann dag sat hjarta mitt / þétt við fegurðina og gleðina / - hin hverf- ulu form sumars - / og óspillt golan söng og andaði / á grann- vaxin puntstrá. Það er eins og skáldið reyni að ráða í gátur lífsins sem verða því áleitnari sem árin líða í mannlífi. Engin fullyrðing, engin ásökun ef eitthvað hefur glatast á vegferð- inni, aðeins spurn í sátt: Áttir Hvers vegna fór ég í þessa átt en ekki einhveija aðra? Er það tilviijun að ég er hér? Hendur mínar á þessu borði, fætur á þessu gólfi? Anna S. Snorradóttir skiptir ljóðum sínum í tvo kafla: I. Meðan grasið sefur, II. í speglasal. Það fagra og góða er í raun undirtónn allra ljóðanna. Unaður felst í stundunum sem skáldið á í faðmi náttúrunnar, hvort heldur er heima eða erlendis. Prönguð sýndarmenning samtímans virðist ekki ná til skáldsins, það lifir og hrærist utan og ofan við hana. Það viður- kennir að lífið er víst óskiljánlegt og horfir til þess af hógværð: í ágústhúminu Sólroðið haf í óskiljanlegum litum og í skapi sem ekki verður skýrt. Allt það sem er en við sjáum ekki allt sem við áttum og skildum ekki. Anna S. Snorradóttir, Ljóð Önnu S. Snorradóttur í þessari bók vitna til vaxandi þroska í skáldskap hennar. Það er óhætt að minnast þess dularfulla fyrirbrigðis er Guðrún Gjúkadóttir dýfði hendi sinni í sjóð- andi vatn og kom upp með gim- steina án þess að skaðast. Samlík- ingin er ekki svo fjarstæð ef grannt er skoðað. Anna S. Snorradóttir hefur dreift og dreifir sínum til afkomenda og annarra. Geðfellt er að horfa á kápumynd eftir Mússu. Hún samræmist inni- haldi ljóðanna. Jenna Jensdóttir Nýjar hljóðbækur • FÓTSPOR á himnum er eftir Einar Má Guðmundsson í lestri höf- undar. Bókin er á fjórum snældum og tekur um 5 klst. í flutningi. Verð 3.680 kr. 0 Vestur í bláinn er skáldsaga eft- ir Kristínu Steinsdóttur. Sagan er lesin af höfundi og Sigrúnu Eddu Björnsdóttur leikkonu. Bókin er á fjórum snældum. Leiðbeinandi verð kr. 1.880. • Eiríks saga rauða og Græniend- inga saga eru í lestri Kristjáns Eld- járns og Vigdísar Finnbogadóttur. Inngangsorð flytur dr. Ólafur Hall- dórsson. Eiríks saga var hljóðrituð hjá Rík- isútvarpinu árið 1961, en Grænlend- inga saga hjá Hljóðbókagerð Blindrafélagsins 1997. Bækurnar eru á tveimur snældum og tekur um tværklst. íflutningi. Verð: 1.490 kr. 0 Harðarsaga ogHólmverja er í flutningi Maríu Sigurðardóttur leik- konu. Hetja sögunnar er Hörður Grím- kelsson, skáld og útilegumaður. Bókin erá tveimur snældum, um þrjárklst. í flutningi Verð: 1.490 kr. 0 Hávarðar saga ísfirðings er Örnólfur Thorsson les. Sagan af Hávarði halta og herför hans til hefnda vestur á fjörðum er hetjusaga. Sagan er á tveimur snældum, um 2:20 klst. að lengd. Verð: 1.490 kr. • Vatnsdæla saga og Gull-Þóris saga er Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur og Guðlaug María Bjarnadóttir leikkona lesa. Vatnsdæla saga er breið ættar- og fjölskyldusaga um fimm kynslóð- ir Gull-Þórs saga (eða Þorskfirðinga saga) er ævisaga með kynjabragði um Þóri og aðra stráka vestur í Þorskafirði. Sögurnar eru á fjórum snældum, um 5 ‘/z klst. í flutningi. Verð: 2.290 kr. Útgefandi þessara hljóðbóka er Hljóðbókaklúbburinn. Ritstjóri er Örnólfur Thorsson. Hlynur Helgason hannar útlit og bókakápur. Sögurnar eru hljóðritaðar og framleiddar í Hljóðbókagerð Blindrafélagsins. Stjórn upptöku annaðist Gísli Helga- í einlægni sagt BÆKUR Endurminningar FRÁ KÚAREKTOR TIL LEIKSTJÓRA eftir Höskuld Skagfjörð. 137 bls. Skákprent. 1997. HÖSKULDUR Skagfjörð má vel teljast til naívista í ritlistinni. Minnir hann ekki stundum á Eirík frá Brúnum? Slíkum hættir til að láta allt flakka. En geta líka verið skemmtilegir. Jafnvel án þess að ætla sér það! Höskuldur skrifar ekki ætíð skipulega. Ekki fer hann heldur troðnar slóðir hvað frásagnartækni varðar. Með bók hans í höndum er oft eins og maður sé að hlýða á munnlega frásögn fremur en að lesa saminn, ritaðan texta. Endur- minningum sínum skiptir Höskuld- ur í marga stutta þætti sem eiga sér ekki endilega formlegt upphaf né gagngerðan endi. Hann hefur margan hitt og mörgum kynnst. Mönnum, sem hann hefur fyrirhitt á lífsleiðinni, lýsir hann gjarnan í fáum en skýrum dráttum, segir til að mynda af þeim eina stutta sögu sem þarf ekki að vera merkileg en getur eigi að síður gefið glögga hugmynd um geðslag og framferði viðkomandi. Þannrg lýsir Höskuld- ur bæði Kjarval og Þórbergi svo dæmi séu tekin. Einneginn ræðir Höldur hispurslaust um karla og konur sem reyndust honum ands- núin. Eitt sinn lenti hann t.d. í málaþrasi við frú nokkra, fræga og mikls metna. Sem hann rifjar upp samskipti þeirra lætur hann sig ekki muna um að kalla hana pakk. Ekki var það nú fallegt! En orð- anna hljóðan fer ekki alltént eftir því hvað sagt er heldur hvernig! Samhengið — sem og talsmátinn almennt — ræður blæbrigðum orðanna. Höskuldur segir líka gamansögur af sjálfum sér. A Kúbu hitti hann til að mynda stássmey eina, dándisfríða. Af frá- sögninni má ætla að hún hafi verið að bjóða seftor að spila við sig tveggja manna alkort svo stuðst sé við orðalag Eiríks. Höskuldur, sem hélt til á lúxushót- eli, gaf henni peninga, og skar það ekki við nögl, bauð henni síð- an inn að íslenskum sveitasið, leyfði henni að fara í bað sem telst til munaðar í þvísa landi, fylgdi henni síðan til dyra og kvaddi hana með handabandi eins og sómakærum sveitamanni sæmdi. Líkt og hann væri að segja vertu sæl við heimasætu af næsta bæ! Og aldeilis óspjölluð hvarf seftoríta af hans fundi. Höskuldur getur líka skemmt lesandanum með frásögnum af dramatískum hrakföllum. Þegar hann var að leika í Tehúsi ágúst- mánans hrundi tehúsið yfir hann. Leikarinn féll í öngvit. En lifði af ósköpin. Ef til vill varð atvikið til þess að hann hvarf af fjölunum — að mestu — en gerðist þess í stað leikstjóri og upplesari og starf- aði sem slíkur vítt og breitt um land; auk þess sem hann fór eitt sinn til Færeyja til að lesa upp fyrir frændur okkar þar. Hann hefur tekið list sína alvar- lega en aldrei lokast inni í leikhúsinu. Heimur daglega lífsins hefur átt hug hans að jöfnu. Höskuldur er Skag- firðingur að ætt og uppruna. Hann stund- aði ýmis störf og kom víða við áður en hann gerðist leik- ari og leikstjóri. Til dæmis æfði hann íþróttir sem er vafalaust góð- ur skóli fyrir þann sem á eftir að teygja sig og beygja á leiksviði. Höskuldur er sem sagt sögu- maður góður og liðtækur húmo- risti. Eitt sinn arkaði hann inn á fæðingardeild til að heimsækja konu sem nýlega hafði alið barn. Þar beið hans hjúkrunarliðið, hvítklætt og alvarlegt, og óskaði honum til hamingju með afkom- andann! Þó texta þessarar bókar hefði sums staðar mátt færa til betri vegar lætur maður hnökrana hvergi spilla fyrir sér ánægjunni af lestrinum. Sá má vera meira en lítið þrúgaður af skammdegi- smyrkrinu ef Höskuldur Skagfjörð getur ekki komið honum í gott skap! Erlendur Jónsson Höskuldur Skagfjörð Ævistríð Helga Hóseassonar BÆKUR Æ v i s a g a MEÐAN EINHVERENNÞÁ ÞORIR Mannréttindabarátta Helga Hóseas- sonar. Einar Björgvinsson. Fjölvaút- gáfa, 1997,176 bls. MARGIR höfuðborgarbúar muna eftir Helga nokkrum Hóseassyni og einkennilegu stríði hans við kirkju og dómsvald. Megnið af þroskaárum sínum hefur það verið honum mest kappsmál að fá ónýttan skírnarsátt- mála sinn og afmáðan úr þjóðskrá. Þetta hef- ur hins vegar ekki ver- ið hægt því að hvoru tveggja er að sáttmáli þessi er einkamál Helga og Guðs almátt- ugs og í það getur eng- inn blandað sér og eins hitt að engin eyðublöð eru til fyrir slíka af- skráningu. Árum eða áratugum saman hefur Helgi reynt að fá málum sínum fram- gengt. Hann fór bónarveg, höfðaði mál, tók sér mótmælastöðu með borða og spjöld, sletti skyri á tignar- menn og makaði tjöru á Stjómarráðs- húsið. Lögreglan hafði vökult auga með Helga. Otal sinnum hefur hann verið tekinn höndum, handjámaður og stungið í svartholið. í geðrannsókn hefur Helgi verið sendur, en alltaf hefur hann haldið áfram baráttu sinni. Að öðru leyti má af þessari frásögn skiljast að Helgi sé hvers- dagslega gæflyndur maður, sam- viskusamur iðnaðarmaður og vellát- inn og góður heimilisfaðir. Langmestur hluti þessarar bókar er nákvæm frásögn af þessu langa stríði. Orðaskipti eru stundum til- greind, býsna spaugileg á köflum, en líklegt er að þau séu eitthvað endursamin. í upphafi bókar er nokkuð sagt frá ætt- erni og uppvexti Helga, en að öðru leyti virðist inntak lífs hans hafa mestmegnis verið þessi styijöld. Bók sem þessa má efiaust skoða frá mörg- um hliðum eða sjónar- hornum. Vel má líta á ástand söguhetjunnar sem afmarkaða geðbil- un og býst ég við að slíkt mat standist. En þá þarf lfka að líta á hina hliðina, afskipti kirkju, dómstóla og lögreglu. Þar er líka sitt hvað að sjá sem manni getur fundist einkennilegt. Kannski var einhver bilun þar líka, óþörf stífni, húmorleysi og skortur á mannúð a.m.k. framan af. Á þetta legg ég þó engan dóm. En bókin er undarleg frásögn af undarlegu máli. Hún lýsir með nokkuð sérstökum hætti inn í einn skrítinn kima íslensks mannlífs. Sigurjón Björnsson Helgi Hóseasson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.