Morgunblaðið - 11.12.1997, Blaðsíða 52
52 FIMMTUDAGUR 11. DESEMBER 1997
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
EINAR MARÍAS
KJARTANSSON
+ Einar Marías
Kjartansson
fæddist í Efri-Miðvík
í Aðalvík (Sléttu-
hreppi) 29. nóvem-
ber 1915. Hann lést á
heimili sínu, Dvalar-
heimilinu Höfða,
Akranesi, 4. desem-
ber síðastliðinn. For-
eldrar hans voru
Kjartan Finnboga-
son, sjómaður og
bóndi, og Magdalena
Sólveig Brynjólfs-
dóttir. Systkini: Guð-
laug, Guðrún, Sigríð-
ur, Jensey, Finney og Brynjólfur.
Þau eru nú öll látin. Eftirlifaudi
eiginkonu sinni, Þórdísi Baldvins-
dóttur (fædd í Öxnadal, Eyjafirði
8. ágúst 1919) kvæntist Einar 22.
september 1939.
Áður hafði Einar eignast dótt-
ur sína, Sonju Huldu, sjúkraliða,
fædd 17. maí 1933, maki: Gísli
Bjarnason, múrari. Þeirra börn
eru Steinar, Börkur og Hilmar.
Börn Einars og Þórdísar:
1) Drengur (óskírður), fæddur 16.
júní 1941, dáinn 26. júní 1941.
2) Sigríður Brynja, hjúkrunar-
fræðingur, fædd 12. september
1942. Maki: Örnólfur Grétar Þor-
leifsson, útibússtjóri. Börn: Þor-
leifur Rúnar, Þórdís Árný og
Þórunn María. 3) Fanney Lára,
verslunarmaður fædd 28. júlí
1946. Börn: Málfríður, Þórdís, og
Birna Sigurðardætur. 4) Sólveig
Elsku afi minn, ég ætla að kveðja
þig með því að minnast einnar
skemmtilegustu utanlandsferðar
sem ég hef farið. Það var þegar ég
fór í sumarhús á Spáni með þér,
ömmu, mömmu, pabba og Þórunni.
Þú varst alltaf svo ánægður að þú
vaknaðir syngjandi á morgnana, ég
vaknaði því hvern morgun við vis-
urnar um Dísu sem endaði með há-
um tónum, „Ó, Dísa kysstu mig!“,
sem var auðvitað beint til ömmu.
Svo fórum við í vatnsrennibrauta-
garðinn og þú varst eins og einn af
unglingunum, 75 ára, fórst í hverja
einustu rennibraut. I einni ferðinni
vorum við búin að plata þig til að
vera eftir niðri hjá fullorðna fólkinu,
en þegar við vorum komin efst í
tröppurnar komst þú hlaupandi á
eftir okkur, ætlaðir sko ekki að
missa af þessari bunu. Afi minn, ég
veit að nú þegar þú ert farinn, þá ert
þú í öðrum heimi hlaupandi og trú-
lega í vatnsrennibrautum með hinum
unglingunum. Við hjálpumst að við
að passa ömmu Dísu fyrir þig.
Þín
Árný.
Elsku afi Einar.
Núna ertu farinn úr þessum heimi
í annan og betri heim, þar sem þú ert
laus við sandinn í höndunum og kuld-
ann á fótunum. Ég sé þig fyrir mér
hlaupa um í himnaríki á móti fólkinu
þínu þar og skreppa svo niðjur til okk-
ar og knúsa okkur líka. Ég er svo
þakklát fyrir tímann sem ég hef átt
með þér og ég sakna þín sárt en veit
samt að þér líður vel núna. Mér
finnst gott hjá þér að skilja hjólastól-
inn eftir, því að nú þarftu hann ekki,
vegna þess að höfðingjar eins og þú
eiga sér hásæti í himnaríki og geta
setið þar þegar þeim dettur í hug. En
elsku afi minn, við sem búum hérna
ætlum að passa hana ömmu Dísu og
hvort annað og geyma og halda
minningum um þig í hjörtum okkar.
En afi minn, ég ætla að halda áfram
að tala við þig, þó svo að ég sjái þig
ekki af því að ég veit að við verðum
alltaf vinir og hlustum hvort á annað.
Ég elska þig afi Einar!
Ástarkveðja, þín
Þórunn María.
Fallinn er í valinn sómadrengurinn
Einar Kjartansson, skipstjóri og
stýrimaður, á Akranesi. Einar var
fæddur í Miðvík í Aðalvík á Vest-
fjörðum og ólst þar upp ásamt systk-
Magdalena, snyrti-
fræðingur, fædd 19.
apríl 1952. Maki:
Kjartan Rafnsson,
tæknifræðingur.
Börn: Einar Mar
Þórðarson, Kristján
Örn Kjartansson og
Maren Kjartansdótt-
ir. 5) Jakob Þór, leik-
ari, fæddur 14. janú-
ar 1957. Maki: Val-
gerður Janusdóttir,
sérkennari. Börn:
Janus Bragi, Þórunn
og Arnaldur Bragi.
Einar byrjaði sjó-
mennsku 14 ára gamall og stund-
aði sjóinn mestalla sína starfsævi,
eða í rúm 40 ár. Hann stundaði
nám við Sjómannaskólann og
lauk þaðan skipstjóraprófi árið
1947.
Fyrstu búskaparár sín bjuggu
Einar og Þórdís á Isafirði, en árið
1948 fluttu þau til Siglufjarðar
og bjuggu þar til ársins 1952 að
þau fluttu til Akraness. Þar var
Einar stýrimaður og skipstjóri á
ýmsum skipum og bátum, en
lengst af stýrimaður hjá Haraldi
Böðvarssyni á Höfrungi II og III.
Einar hætti sjómennsku að mestu
leyti 1972 og hóf þá störf í Sem-
entsverksmiðju ríkisins og vann
þar til ársins 1987 er hann lét af
störfum, þá 72 ára.
títför Einars fer fram frá
Akraneskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 14.
inum sínum sem voru sjö talsins.
Hann var yngstur þeirra og kveður
nú síðastur þennan heim.
Þegar Einar var 9 ára að aldri
missti hann föður sinn og skömmu
síðar er heimilið leyst upp og móðir
hans fer í vinnumennsku. Hún hafði
þó Einar ætíð með sér þar sem hann
var yngstur systkina sinna. Þegar
Einar var 14-15 ára 1930 réðst hann
á togarann Egil Skallagiímsson sem
gerður var út frá Reykjavík. Hann
var þar samfellt í skipsrúmi í þrjú ár.
Árið 1933 flyst hann aftur á Vestfirð-
ina og sest að á ísafirði. Þá réð hann
sig hjá svokölluðum Samvinnubátum
og var á þeirra bátum samfellt í 14
ár að undanskildu árinu 1946 þegar
hann sat í Stýrimannaskólanum.
Fyrstu árin hjá Samvinnubátum var
hann háseti en síðar bæði stýrimað-
ur og skipstjóri.
Á þessum árum kynnist hann eft-
irlifandi eiginkonu sinni, Þórdísi
Baldvinsdóttur, sem einnig er ættuð
að vestan og giftu þau sig 22. sept-
ember 1939. Þau eignuðust fjögur
mannvænleg börn en áður hafði Ein-
ar eignast eina dóttur.
Árið 1948 fluttu þau til Siglufjarð-
ar þar sem þau áttu heima í fjögur
ár. Mestallan þann tíma var Einar
stýrimaður á togaranum Elliða. Þai’
um borð lenti hann í þeim sjávar-
háska að hann tók út af togaranum í
aftakaveðri á Halamiðum um hávet-
ur. Hann bjargaðist giftusamlega
aftur um borð og var þar Guðs hönd
að verki.
Árið 1952 flyst fjölskyldan til
Akraness og hefur átt hér heima síð-
an. Á Akranesi réðst hann í skips-
rúm hjá ýmsum útgerðum en lengst
af var hann stýrimaður hjá Garðari
Finnssyni, sem á þeim tíma var einn
mesti aflamaður landsins. Með Garð-
ari var hann allt til þess að Garðar
flutti frá Akranesi í ki'ingum 1970.
Einar var ávallt stýrimaður hjá út-
gerðum á Akranesi. Hann þótti frá-
bær stýrimaður og umgengni og
snyrtimennska á þeim bátum sem
hann var á þótti slík að ekki varð á
betra kosið. Næstu tvö árin starfaði
Einar á Akraborginni en fer þá í
land og hefur störf hjá Sementsverk-
smiðju ríkisins þar sem hann staif-
aði til 72 ára aldurs þegar hann lét af
störfum.
Góðh' og tryggir vinir þeirra Ein-
ars og Dísu voru hjónin Kristján
Kristjánsson, skipstjóri, og Elín
Frímannsdóttir en Kristján lést fyrr
á þessu ári. Þau voru búin að þekkj-
ast um langt árabil og höfðu þau
byggt sér saman tveggja hæða íbúð-
arhús við Háholt hér á Akranesi, þar
sem þau áttu lengstum heima. Aldrei
féll skuggi á vináttu þeirra og svo
sagði Kristján mér að aldrei hefði
kastast í kekki á milli þeirra.
Fyrii’ nokkrum árum veiktist Ein-
ar mjög hastarlega þannig að hann
var bundinn við hjólastól síðustu' ár-
in. Þau hjónin höfðu fengið vistun á
Dvalai'heimilinu Höfða á Akranesi
og hefur þeim liðið vel þar.
Einar gekk í Oddfellow-regluna
1963 og var alla tíð sérstaklega
traustur og góður félagi og sótti vel
fundi. Um nokkurra ái'a skeið var
hann húsvörður í Oddfellow-húsinu á
Akranesi og það verk leysti hann
frábærlega vel af hendi. Góð um-
gengni og snyrtimennska var honum
í blóð borin. Við bræðurnir í Agli
söknum hans trausta og góða hand-
taks og brosins sem bar svo mikla
hlýju og birtu hvar sem hann kom.
Elsku Dísa mín. Við bræðurnir í
Agli vottum þér okkar dýpstu sam-
úð, börnum, barnabörnum, öðrum
ættingjum og vinum og biðjum góð-
an Guð að styrkja ykkur öll.
Hörður Pálsson.
„Það syrtir að er sumir kveðja.“
Þessi hending úr ljóði flaug mér í
hug þegar ég horfði á tengdafóður
minn látinn. Minningar hrönnuðust
upp frá kynnum okkar síðastliðin 36
ár, en það eru nákvæmlega 36 ár síð-
an við sáumst fyrst, nú á nýrsdag nk.
Ég sem óharnaður ungur maður, ný-
trúlofaður dóttur hans Brynju. Eg
gleymi aldrei þessum degi og þakka
ég honum ævinlega fyrir hvesu vel
hann skildi mig og tilfinningar mínar
þegar ég kom fyrir auglit fjölskyld-
unnar í fyrsta skipti. Ég titrandi
feiminn, verandi að taka stelpuna frá
þeim hjónum Einari og Dísu. Mér
var boðið til stofu og hafði ég á til-
fínningunni að ég væri eitthvert
númer og til að bjarga þessum
feimna strák að vestan bauð Einar
mér uppá gin og tonic enda nýárs-
dagur og hátíð í bæ. Það var ekki
ginið sem var það besta, heldur það
að mér var tekið sem fullorðnum
manni og mér treyst fyrir dótturinni
sem ég met alltaf og mun alltaf
meta. Hann var mannþekkjari og
mjög næmur á hvernig fólki leið sem
í kringum hann vai' hverju sinni.
Við kynntumst svo ekki náið fyrr
en við fluttum búferlum til Akraness
árið 1966 og þá tóku þau okkur inná
heimilið til að byrja með í 4 mánuði.
Það var oft komið saman á báðum
hæðum í Háholti 32 hjá Ellu og
Stjána, haft ljóðakvöld þai' sem Kri-
stján las upp ljóð eftir Davíð með
sinni einstöku röddu og við hlustandi
á og frá þeim tíma heillaðist ég af
Davíð.
Einar var einstakur fjölskyldu-
maður og fylgdist vel með sínum, í
leik og starfi. Enda sagð hann oft í
gríni og alvöru „ég er höfuð fjöl-
skyldunnar“, enda dáðum við hann
öll. Einar var einstakt snyi'timenni.
Bæði með sjálfan sig og sitt um-
hverfi. Hann var ávallt, meðan heils-
an leyfði, að þrífa í kringum sig. Við
kölluðum hann gjarnan „snyrtipinn-
ann“ innan fjölskyldunnar og var
það í jákvæðri merkingu. Það var al-
veg sama hvort um var að ræða
heima fyrir eða á vinnustað. Sóða-
skap þoldi hann ekki. Vinnufélagar
hans bæði til sjós og í landi hafa vitn-
að um það. Það hefur verið, ekki síst,
þess vegna sem félagar hans í Odd-
fellow völdu hann til þess að sjá um
félagsheimili þeirra í mörg ár og
voru þeh' ekki sviknir af þeirri vinnu.
Til sjós var hann mjög gætinn sjó-
maður og skipsfélagar hans hafa tjáð
mér að hann hafi bjargað skipi og
skiphöfn þegar hann skipaði þeim að
skálka lúgur þrátt fyrir logn og fínt
veður. En það var brjálað veður í
Reykjanesröstinni og skipið drekk-
hlaðið af síld úr Meðallandsbugtinni
á leið til Akraness. Þannig var Ein-
ar, hann sá stundum fyi-ir hvað verða
vildi og fór efth' því.
Ég gefc ekki skrifað minningarbrot
um tengdaföður minn án þess að
minnast á söng. Söngur var honum
hjartfólginn. Hann hafði fallega
söngrödd, háan tenór. Þeir hefðu sko
mátt passa sig þeir Kristján Jó-
hannsson og fleiri ef Einar hefði lært
söng. Hann var hafsjór af lögum frá
fyrri tíð. Hann söng oft á stíminu um
borð á Höfrungi II og Höfrungi III
og minnast þeir enn í dag, þeir sem
voru með honum til sjós á þeim tíma,
hve gaman það var þegar Einar hóf
upp rödd sína og söng. Þá var ekki
sjónvarp eða vídeo. Við fjölskyldan
höfum notið þess hve söngelskur
Einar vai'. Enda hefur oft verið
sungið og spilað og ungir og aldnir
haft gaman af.
Ekki er hægt að minnast á fjöl-
skylduna öðruvísi en að hugsa um
samband þeirra Einars og Dísu. Ég
á ekki heitari ósk til nokkurra hjóna
en að þehTa samband væri í svipuð-
um dúr og Einars og Dísu. Virðing
og væntumþykja eru þau orð sem
best lýsa þeirra sambandi og höfum
við bömin þeirra lært mikið af því.
Hann bar alltaf í brjósti umhyggju
fyrir Dísu sinni og var stoltur af
sinni. Nú síðast þegar ég hitti hann á
lífi og hún nýkomin af Oddfell-
owfundi, hefði mátt halda að þar
væri ekki 82 ára unglingur að tala,
heldur 28 ára ástfanginn ungur mað-
ur. Slík var virðing og stoltið hans af
Dísu. Enda var gaman að upplifa
þegar sunginn var Dalakofinn efth'
Davíð. Sérstaklega erindið „ég elska
þig, elska þig og dalinn þinn Dísa“,
þá fór minn á flug.
Einar var ættrækinn og vildi
halda minningu foreldra sinna á lofti
sem sýndi sig best í því þegar hann
lagði á sig ferð norður á Strandir.
Nánar tiltekið í Aðalvík til að setja
ki-oss á leiði föður síns. Einar var þá
orðinn 78 ára gamall og tók hann sig
til að labba og hlaupa til þess eins að
ná upp þreki til að geta labbað á
æskustöðvunum með reisn. Enda
ekki um farartæki nútímans að ræða
á þeim slóðum. Vai' sonur hans Jak-
ob Þór með honum í för og mátti
hann hafa sig allan við að halda í við
föður sinn. Þá var það ekki síður
minningin um móðurina. Á hvei'jum
aðfangadegi fór hann að leiði móður
sinnar og setti á það kross eða ljós.
Jólin gengu ekki í garð fyrr en að því
loknu.
Einar vai' heilsuhraustur allt þar
til hann varð fýrir áfalli fyrir tveimur
og hálfu ári. Þegar hann veiktist af
sjúkdómi sem varð til þess að hann
varð lamaður uppað geirvörtum. Þá
sýndi hann þann „karakter" sem
hann hafði að geyma og gerði hann
alla spádóma lækna að engu. Þvílík
ákveðni „ég skal, sagði hann“ og
ekki var síðri stuðningurinn frá
börnum og eiginkonu. Enda sýndi
hann árangur. Honum tókst að kom-
ast úr hjólastólnum og ganga um
óstuddur. Það var stoltur einstak-
lingur sem labbaði um og sýndi hvað
hann gæti. Þannig var hann. Hlífði
sér í engu, þótt þægilegra hefði verið
að láta hafa fyrir sér og láta þjóna
sér í einu og öllu. Nei, það var ekki
hans „mottó“. Hann var höfðingi
sem ekki var tilbúinn að gefast upp.
Svona að leiðarlokum vil ég þakka
þér, Einar, fyrir samfylgdina. Hún
er í minningunni björt og góð. Eigin-
kona og niðjar ásamt tengdabörnum
eru stolt af þér og vildu gjarnan eiga
eitthvað af þínum eiginleikum. Ég
vona niðjanna vegna, að þau hafi
fengið eitthvað af þeim. Ég kveð þig
ekki eingöngu sem tengdasonur
heldur líka sem vinur og ég er stolt-
ur af þér. Ég bið þér guðs blessunar
á ókunnum slóðum um leið og ég bið
guð að styrkja Dísu og aðra fjöl-
skyldumeðlimi á erfiðum dögum.
Höfum hugfast, stöndum saman og
tíminn læknar öll sár.
Fyrir hönd fjölskyldunnar vil ég
þakka starfsfólki Sjúki'ahúss Akra-
ness og Dvalarheimilisins Höfða fyi'-
ir frábæra aðstoð og ekki síður heim-
ilisfólki á Höfða fyrir samfylgdina.
Ornólfur Þorleifsson.
Vor hinsti dagur er hniginn
afhimniísaltanmar.
Sú stund kemur aldrei aftur,
semeinusinnivar.
(Halldór Laxness)
Elsku Einai- afi, okkur langai' að
kveðja þig með þessum orðum. Nú
þegar þú hefur kvatt þennan heim
koma í hugann ótal margar góðar
minningar frá þeim stundum sem við
áttum saman. Þegar við komum á
Akranes vorum við heilu og hálfu
dagana á Háholtinu hjá ykkur
ömmu. Þá var oft glatt á hjalla hvort
sem tekin voru upp spil eða málin
rædd. Þú varst alltaf tilbúinn að
reyna að svara áleitnum spurningum
barnssálarinnar sem þó getur oft
verið svo erfitt að fá svai' við. Á þess-
um stundum lærðum við margt sem
komið hefur okkur til góða í lífinu.
Þó var það kannski hin síðustu ár
sem þú kenndir okkur og sýndir í
verki að gefast aldrei upp þó á móti
blási - það er veganestið frá þér
sem við munum fara með út í lífið.
Elsku afi, við skulum í sameiningu
faðma hana ömmu og vernda.
Einar Mar, Kristján Orn,
Janus Bragi og Maren.
Þökkum þér fyrir lífið, viskuna,
umhyggjuna, heiðai'leikann, sam-
kenndina og ástina sem við nutum
ætíð hjá þér og mömmu.
Börnin þín,
Brynja, Fanney Lára, Sól-
veig og Jakob Þór.
Elsku afi Einar er dáinn og okkur
systurnar langar til að minnast hans
með nokkrum orðum.
Alltaf var tekið vel á móti okkur
þegar við komum á Háholtið til afa
og ömmu og eftir að afi veiktist og
þau fluttu á Dvalarheimilið Höfða
voru móttökurnar ekki síðri.
Það fyrsta sem kemur upp í hug-
ann þegar við horfum til baka eru
jóladagsboðin á Háholtinu þegar við
vorum litlar. Þá var afi alltaf tilbúinn
að fara með okkur í leiki og syngja
með sinni fallegu rödd með okkur
krökkunum. Eftir að við fluttum frá
Akranesi söknuðum við þess sárt að
komast ekki til afa og ömmu um jól-
in.
Oft fannst okkur afí hafa ákveðnar
skoðanii' á hlutunum þegar við vor-
um börn, en eftir að við urðum full-
orðnar sáum við að hann var rétt-
sýnn og tillitsamur maður og alltaf
var hægt að komast að samkomulagi
við hann.
Elsku afi, við eigum eftir að sakna
þín sárt en við vitum að þér líður vel
þar sem þú ert. Nú er þér ekki kalt á
fótunum og ekki með sand i höndun-
um.
Elsku amma Dísa, við vitum að
missir þinn er mikill og megi góður
guð styrkja þig og okkur öll í þessari
miklu sorg.
Málfríður, Þórdís, Birna
og fjölskyldur.
Einar tengdafaðir minn, sem nú er
látinn, hafði mjög afgerandi og sterk
áhrif á sína nánustu. Vegna hans
stei'ku nærveru var aldrei hægt að
ganga fram hjá persónuleika hans
eða ígrunduðum skoðunum. Gjarnan
er vitnað til gerða hans og orða og
oft fylgja þeim upprifjunum, skoð-
anaskipti og gjarnan bros. Hann
hafði nefnilega sérstakt lag á að
setja fram alvarlegar vangaveltur,
persónulega gagnrýni eða þjóðfé-
lagsgagnrýni á þann hátt að allir
skildu aðalatriðin, en jafnframt á svo
einfaldan og fyndinn hátt. Hann
hafði svo mikinn húmor fyrir sjálfum
sér. Margar eru hans athafnir og orð
orðin fleyg, meira að segja langt út
fyrir nánustu fjölskyldu hans.
Einar fæddist á Hornströndum og
ólst þar upp, í umhverfi sem ein-
kenndist af miklum andstæðum.
Margt svo stórt og ögrandi, annað
svo smátt og undurfagurt. Þannig
var persónuleiki Einars einnig.
Hann kynntist sárum missi á upp-
vaxtarárum sínum en einnig sterkri
móðurlegri hlýju. Öll lífsreynsla
hans á uppvaxtarárum og síðan í sjó-
mennskunni mótaði þann mann sem
hafði mikla réttlætiskennd og djúpa
jafnaðarmannahugsun. Hann skildi
svo vel mikilvægi þess að börn
fengju að alast upp við hlýju og ör-
yggi. Hann skildi vel muninn á réttu
og röngu, yfirborðsmennsku og
djúpri hugsun.
Eg hef átt því láni að fagna að
meira en helming af ævi minni hef ég
notið náinna samvista við þau ágætu
hjón, Einar og Dísu. Á þau samskipti
hefur aldrei borið skugga. Börnum
okkar hafa þau verið afar náin og
borið velferð okkar allra fyi'h'
brjósti.
Einar tengdaföður minn, þann
heiðm'smann, kveð ég með þökk fyr-
ir tryggð og nána vináttu.
Valgerður Jamisdóttir.