Morgunblaðið - 11.12.1997, Qupperneq 56
MORGUNBLAÐIÐ
56 FIMMTUDAGUR 11. DESEMBER 1997
Hlustadu eftir svarinu á FM 957, klipptu auglýsinguna út
og geymdu á vísum stað. Alla virka útgáfudaga
Morgunblaðsins fram til 24. desember birtist ný spurning.
Með síðustu spurningunni 24. desember birtist svarseðill
sem þú fyllir út. heftir hin svörin þín við og sendir inn.
jálfsvíg! ...hvað svo?
Sálgæsla eftir sjálfsvíg.
„Þessi bók mætir áreiðanlega
þörfum margra. Hún fjallar
um sálgæslu eftir sjálfsvíg og
höfðar þannig sérstaklega til
þeirra sem eiga um sárt að
binda vegna þeirrar bitru
reynslu. Um leið er þetta holl
lesning fyrir alla. Brugðið er
ljósi á líðan syrgjenda og
hvað það er, sem helst getur
mætt þörfum þeirra. Þekk-
ing, nærfæmi og skilningur
eru orð, sem koma í hugann
við lestur þessarar bókar. Að
mínu mati er hér um að ræða
dýrmætt framlag til máleínis,
sem snertir alla."
Úr formála sr. Sigfinns Þorleifssonar sjúkrahúsprests á
Sjúkrahúsi Reykjavíkur og kennara í sálgæslu við guðfræði-
deild Háskóla íslands.
/Y%
íslendingasagnaútgáfan
Raftækin
frá okkur eru
góðar jólagjafir
fyrir heimilisvænt
fólk á öllum aldri.
SMITH&
NORLAND
Nóatúni 4 • Sími 5113000
AÐSENDAR GREINAR
Otrúleg svör
Y átryggínga-
eftirlitsins
Á UNDANFÖRNUM
dögum hafa fyrir þakk-
arverðan tilverknað
Hjálmars Jónssonar al-
þingismanns komið
fram opinberlega upp-
lýsingar Um furðulegt
háttemi samtaka vá-
tryggingafélaga (SÍT)
og það sem verra er,
Vátryggingaeftirlitsins,
gagnvart þnggja
manna nefnd sem vinn-
ur að endurskoðun
skaðabótaíaganna frá
1993. Hafa þessir aðilar
báðir neitað nefndinni
um tilteknar upplýsing-
ar um tjónakostnað vá-
tryggingafélaganna í líkamstjóns-
málum, sem nefndin hefur óskað
eftir. Rétt er að rifja upp aðdrag-
anda málsins.
Haustið 1995 komu fram á Al-
þingi tillögur um úrbætur á skaða-
bótalögunum. Fólu þær í sér veru-
lega hækkun á skaðabótum fyrir
h'kamstjón, enda deginum ljósara að
reglur laganna frá 1993 (gildistaka
1/7 1993) voru fjarri því að mæla
fullnægjandi bætur. Samband ís-
lenskra vátryggingafélaga gaf alls-
herjamefnd Alþingis umsögn um
tillögurnar. Með umsögninni fylgdi
könnun sem sambandið kvaðst hafa
látið gera á tjónakostnaði í öllum
„tilkynntum" slysum (921 talsins)
fyrsta hálfa árið í gildistíð laganna,
þ.e. síðari hluta árs 1993. Þar sem
svo stutt var um liðið frá þessu
tjónatímabili og mörgum málum var
ólokið, byggðist útreikningurinn að
langmestu leyti á áætlunum félag-
anna á tjónakostnaði en ekki á
raunverulegum kostnaði. SÍT
byggði síðan umsögn sína til alls-
herjamefndar á niðurstöðum þess-
arar könnunar og taldi að hækka
þyrfti iðgjöld í bílatryggingum stór-
lega ef tillögurnar yrðu lögfestar.
Vom tillöguhöfundar m.a. sakaðir
um að hafa ekki kynnt sér „fjár-
hagsleg áhrif ‘ tillagnanna.
Of háar
áætlanir
Allmiklar umræður urðu á þess-
um tíma á opinberum vettvangi um
þessa könnun SÍT á tjónakostnaði.
Komu fram rökstudd sjónarmið um
að áætlanirnar væru alltof háar, lík-
lega einkum vegna þess að áætlaður
væri tjónakostnaður í
öllum málum, þó að
reynslan segði að innan
við helmingur þeirra
leiddi til einhverra
bótagreiðslna að heitið
gæti (líklega ea. 40%
skv. upplýsingum sem
félögin höfðu birt opin-
berlega skömmu áður).
SÍT neitaði öllum frek-
ari upplýsingum og
skýringum á forsendum
sínum.
Svo var að sjá sem al-
þingismenn hefðu
áhyggjur af hækkun vá-
tryggingaiðgjaldanna.
Varð niðurstaða máls-
ins að því sinni sú að gerð var til
bráðabirgða vorið 1996 lítils háttar
lagfæring á tveimur ranglátustu
ákvæðum laganna, en skipuð
þriggja manna nefnd til að vinna að
heildarendurskoðun þeirra.
Nefndinni neitað um
upplýsingar
Við blasir, að nefnd þessi hlýtur
nú að vilja afla nýrra upplýsinga
um tjónin 921 frá síðari hluta árs
1993, í því skyni að kanna réttmæti
þeirra áætlana á tjónakostnaði
sem þar birtust og hversu hald-
bærar þessar áætlanir félaganna
almennt eru. Nú er liðinn svo lang-
ur tími frá þessu tjónatímabili að
miklum meiri hluta málanna ætti
að vera lokið og því miklu trúverð-
ugri upplýsingar að liggja fyrir. Þá
víkur svo við, að SIT neitar nefnd-
inni um upplýsingarnar! Hér skulu
menn hafa í huga að þetta eru upp-
lýsingar um atriði, sem sambandið
taldi öllu máli skipta, þegar það
reyndi að hindra réttarbæturnar á
þinginu 1995-1996. Og það voru
einmitt þessar upplýsingar félag-
anna um tjónakostnaðinn sem
urðu þess valdandi að réttarbætur
til handa tjónþolum náðu ekki
fram að ganga þá og nefndin var
skipuð.
Eftir synjun SÍT mun nefndin
hafa snúið sér til Vátryggingaeftir-
litsins og óskað eftir atbeina þess
við að afla þessara upplýsinga. Eft-
irlitið neitaði! í frétt í DV 8. desem-
ber er birt orðrétt úr athugasemd
sem Erlendur Lárusson forstöðu-
maður Vátryggingaeftirlitsins er
sagður hafa sent frá sér vegna
Jón Steinar
Gunnlaugsson
SKEIFUNNI 3E-F
SÍMI 581 2333 ■ FAX 568 0215
■ ■ VERKFÆRA
TOSKUR
margar stærðir
málsins: „Vátryggingaeftirlitinu er
það hulin ráðgáta hvernig nefnd
sem hefur með höndum endurskoð-
un skaðabótalaga getur talið það
skipta meginmáli um fyrirkomulag
þeirra laga í landinu hvernig tiltek-
inn fjöldi mála var áætlaður í upp-
hafí og hvernig þau hafa verið gerð
upp af þeim sérfræðingum trygg-
ingafélaganna sem hafa með hönd-
um mat þeirra á hverjum tíma.
Ekki verður séð hvaða gildi spór í
lok 1995 um þessi tilteknu mál hafí.“
Þá segir forstöðumaðurinn enn-
fremur, að stofnun hans sjái enga
ástæðu til að láta þá vinnu fara fram
sem þurfí til að svara erindi nefnd-
arinnar, auk þess sem eftirlitið skilji
ekki tilganginn með þeirri vinnu!
Hroki og
yfirlæti
Þessi svör eru ótrúleg. Forstjór-
inn telur sig þess umkominn að af-
greiða hina stjórnskipuðu nefnd
með hroka og yfírlæti. í reynd er
hann að segja, að nefndin hafi ekk-
ert vit á því verkefni sem henni hef-
ur verið falið. Hún biðji um upplýs-
ingar sem engu máli skipti. Hann
viti þetta allt miklu betur. Ekki er á
því nokkur vafi, að það heyrir undir
starfskyldur Vátryggingaeftirlitsins
Forstjórinn telur sig
þess umkominn, segir
Jón Steinar Gunn-
laugsson, að afgreiða
hina stjórnskipuðu
nefnd með hroka og
yfirlæti.
að kanna hvernig gjaldfærðar
tjónaáætlanir vátryggingafélaga
standast raunveruleikann. Þannig
segir m.a. orðrétt í 2. mgr. 55. gr.
laga um vátryggingastarfsemi nr.
60/1994: „Vátryggingaeftirlitið skal
einnig fylgjast með iðgjaldagrund-
velli vátrygginga með það fyrir aug-
um að iðgjöld, sem í boði eru hér á
landi, séu sanngjörn í garð vátrygg-
ingataka og í samræmi við þá
áhættu sem í vátryggingum felst og
eðlilegan rekstrarkostnað."
Af hrokafullu svari eftirlitsfor-
stjórans til hinnar stjórnskipuðu
nefndar verður auk annars ráðið, að
eftirlitið hefur engan áhuga á að
sinna því verkefni sem lýst er með
framangreindum hætti í lögunum.
Eftirlitið lætur sem sagt nægja að
taka við tjónaáætlunum félaganna,
sem á þessu sviði hafa ljóslega verið
allt of háar undanfarin ár, og telur
sér ekki koma við hvernig þær eru
unnar.
Það er vægast sagt furðulegt að
opinber stofnun skuli á opinberum
vettvangi láta frá sér fara afstöðu
sem þessa. Með því rýrir hún trú-
verðugleika sinn verulega. Hvers
vegna? Spyr sá sem ekki veit.
Viðkomandi ráðherrar hljóta að
veita skaðabótalaganefndinni at-
beina við að afla þeirra upplýsinga
sem hún óskar eftir. Til aðstoðar við
nefndina verður að fá hlutlausan að-
ila. Vátryggingaeftirlitið er ekki
trúverðugur aðili til að afla þessara
upplýsinga eftir það framferði sem
að ofan greinir. Þýðingarmest er að
nefndin fái umbeðnar upplýsingar
og réttmæti þeirra sé hafið yfir all-
an vafa.
Höfundur er hæstaréttnrlögmaður.
LATREÐ
áw efwv
Síðustu ár hefur skátahreyfingin selt sígrcen
eðaltré, í hæsta gœðaflokki og prýða pau nú
mörg hundruð íslensk heimili.
i* 10 ára ábyrgð t* Eldtraust
t*. 10 stærðir, 90 - 370 cm nt Þarf ekki að vökva
tA. Stálfótur fylgir t*. íslenskar leiðbeiningar
>*• Ekkert barr að ryksuga t*. Traustur söluaðili
t*. Truflar ekki stofublómin >*■ Skynsamleg fjárfesting
> íSLENSKRA SKÁTA