Morgunblaðið - 11.12.1997, Side 59
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSENDAR GREINAR
FIMMTUDAGUR 11. DESEMBER 1997
lagasetninguna til glöggvunar í
s.b.v. meintan „gjafakvóta“:
I. Um SÓKNARDAGAKERFI er
að ræða og hafa Bjöm og Páll að-
eins mátt gera skipin út 50 daga á
ári. Hafa þeir að jafnaði fiskað 250
tonn á hvort skip á ári. Bjöm sem
vill hætta auglýsir skipið til sölu
eftir að hafa boðið það Jóni, kunn-
ingja sínum, sem telur sig hafa
mikið vit á útgerð þó svo hann hafí
aldrei verið í útgerð en hann áræðir
ekki að kaupa nú frekar en endra-
nær. Jón þessi er þó ekki alveg úr
sögunni því hann á eftir að gerast
formaður samtaka um ÞJÓÐAR-
EYMD. Svo fer að Páll kaupir skip
Bjöms fyrir 100 milljónir og getur
nú gert út tvö skip samtals í 100
daga á ári og fiskað um 500 tonn.
Enginn fer fram á að söluandvirði
skipsins renni að stærstum hluta til
þjóðarinnar t.d. í formi hlutabréfa
enda fráleitt.
II. Um KVÓTAKERFI er að ræða
og hefur útgerðarmönnum verið
úthlutað framseljanlegri aflaheimild
(kvóta) og tekið mið af aflareynslu
þeirra undanfarin ár.
Bimi og Páli hefur nú verið út-
hlutað 250 tonnum á hvort skip.
Björn sem vill hætta selur nú Páli
„kvótann“ fyrir 90 milljónir og læt-
ur úrelda skipið fyrir 15 milljónir
því enginn vill kaupa það fyrir meira
en 12 milljónir án aflaheimilda.
Þannig fær hann samtals 105 millj-
ónir eða ríflega þá upphæð sem
hann hefði fengið í sóknardagakerf-
inu.
Þess má geta að Björn byijaði á
því að bjóða kunningja sínum Jóni
skipið ásamt aflaheimild á góðum
kjörum en Jón þekktist ekki boðið
frekar en fyrri daginn enda farinn
að gæla við þá hugmynd að næla
sér í bita af söluandvirðinu án þess
að vinna fyrir því.
Páll sem kaupir aflaheimild
Bjöms má nú físka samtals 500
tonn á sitt skip og sér nú fram á
mun minni tilkostnað en ef hann
hefði neyðst til að kaupa skip Bjöms
með og gera þau bæði út. Mun þetta
kallast hagræðing.
Jón, sem nú hefur stofnað samtök
um ÞJÓÐAREYMD, kallar viðskipti
Björns og Páls brask með þjóðareign
og krefst þess í blaðagrein að ríkið
geri allan „kvóta“ Páls upptækan
og setji á uppboð og deili andvirðinu
á landsmenn. Þannig eygir Jón
möguleika á að hann geti farið tvær
sólarlandaferðir á ári í stað einnar
fram til þessa. Krafa Jóns jafngildir
kröfu um að ríkið tæki stóran hlut
í skipum Bjöms og Páls í sóknar-
dagakerfi eignamámi. Þetta virðast
sumir kalla „réttlæti"!
Jón þessi er m.ö.o. að krefjast
ígildi þjóðnýtingar.
Með henni væri verið að svipta
Pál fískveiðíheimild sem ekki hvarfl-
aði að nokkmm þegar hann var í
sóknardagakerfínu. Auk þess væri
verið að gera upptæka þá fjármuni
hans sem liggja í „kvótanum" sem
hann keypti af Bimi. Skylt er að
geta þess að „kvóti“ Páls (og ann-
arra) rýrnaði um helming á nokkr-
um ámm vegna minnkandi heildar-
úthlutunar (sem kemur auðvitað
fram í háu verði á „kvóta" nú) og
hefur því nýst illa.
Um þjóðnýtingaráformin er nú
búið að stofna samtök sem nefnast
Samtök um Þjóðareign. Þjóðnýting-
artillögur þessa efnis hafa raunar
verið að skjóta upp koliinum í öðr-
um samtökum og stjórnmálaflokk-
um.
Tillögumar ganga í raun út á það
að taka veiðiréttinn af íslenska fiski-
skipaflotanum ogjafnvel leigja hann
útlendingum.
Hugmyndin að veiðigjaldi eða
sértækum skatti er hvorki skyn-
samleg né frumleg. Hún er eldgam-
all uppvakningur sóttur í óréttlátt
verðlagskerfi einokunarverslunar
Dana á íslandi en þar fór hluti af
útflutningsverðmæti fiskafurða í
eins konar útflutningsuppbætur
landbúnaðarafurða sem leiddi til
þess að útgerð drabbaðist niður og
eymd þjóðarinnar hélt áfram að
vaxa. Sagan er ólygnust. ‘Hún
kennir að þjóðin tapar á slíku kerfí.
Þeir þingmenn sem reyna nú að
telja sjómönnum trú um að tekjur
þeirra myndu ekki skerðast við til-
komu veiðileyfagjalds virðast hafa
mglað saman trúgirni við hjátrú
sem þekkt er meðal sjómanna.
Áróðurinn er fráleitur og móðgun
við sjómenn.
Með pistli þessum er ekki verið
að taka afstöðu til kvótakerfisins
sem slíks. Vera má að sóknardaga-
kerfið sé heppilegasta kerfíð eða
jafnvel blanda af hvom tveggja.
T.d. að eitt og sama skipið væri 8
mán. á ári í aflamarkskerfi en 4
máh. í sóknarmarkskerfi. Slíkt fyr-
irkomulag myndi hafa í för með sér
lækkun á verði „kvóta“ og mun
auðveldara yrði að afnema leigu-
kvótann sem mesti styrinn hefur
staðið um.
Sjávarútvegsráðherra hefur boð-
að fjölgun sóknardaga smábáta í
dagakerfínu sem er þróun í rétta
átt ekki síst með tilliti til umhverfis-
sjónarmiða. Losna þyrfti alveg við
stórvirk skrapatól af gmnnslóð. Ef
snúa ætti aftur til sóknardagakerfis
yrði að úthluta sóknardögum í réttu
hlutfalli við „kvóta“ skipanna, ann-
að væri mjög ósanngjamt. Þannig
fengi Hafþór sem á skip með 1.000
tonna „kvóta“ tvöfalt fleiri sóknar-
daga en Ægir sem á skip með 500
tonna „kvóta“. Jóni í ÞJÓÐAR-
EYMD ber ekki að fá neitt enda
hefur hann aldrei lagt grænan Qjkt,
í útgerð.
Ef Jón vill reyna að fá beina hlut-
deild í þeim óskaplega arði sem
hann telur vera af útgerð í dag þá
býðst honum að kaupa sér hlutabréf
í útgerðarfélagi á hlutabréfamark-
aði eins og þúsundir landsmanna
hafa þegar gert. Jón þessi hefur
sjálfur sagt að það sé ekkert rétt-
læti í því að menn fái eitthvað fyrir
ekki neitt.
Höfundur er véltæknifræðingur
ogkennari við Vélskóla íslands
\lyjasta
Verð er frá kr. 1.032.129,- án vsk.
Einn vinsælasti fólksbíll allra tfma, VW Golf,
nýtursifellt vaxandi hylli sem sendísveinn.
Verð er frá kr. 951.807,- án vsk.
~
Nýi LT sendibíltinn er sá stærsti i stórri fjölskyldu
atvinnutækja frá Volkswagen.
Verð á lágþekju er frá kr. 2.309.478.- án vsk.
- - -
Þær eru margar góðar stundimar sem
fólk hefur átt í Camvelle hópferðabilnum.
Verð er frá kr. 2.420.000,- með vsk.
Transporter Double Cab eru ódrepandi
vinnuþjarkar sem aldrei gefast upp'.
Verð er frá kr. 1.582.329.- án vsk.
Volkswagen Polo er snöggur og lipur bíll
sem kemur sífellt á óvart.
Verð er frá kr. 793.574,- án vsk.
0
HEKLA
Allargerðir Transporter fást tjórhjóladrifnar.
Verð er frá kr. 1.775.100,- án vsk.
þeim sem
þurfa meira rými fyrír vöwr.
Verð er frá kr. 1.734.137.- án vsk.
Volkswagen
Öruggur ó alla vegu!