Morgunblaðið - 11.12.1997, Síða 62

Morgunblaðið - 11.12.1997, Síða 62
62 FIMMTUDAGUR 11. DESEMBER 1997 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ -fc Verðtryggð grunnlaun og bætur PEIR sem hafa kynnst af eigin raun verðbóta- og vísitölu- svindlinu síðustu ára- tugina eiga e.t.v. erfitt með að átta sig á og tfeysta því, sem er að gerast þegar laun og tryggingabætur eru á víxl aftengd og tengd við mismunandi vísitöl- ur og taxta. Reiknaðar eru margs konar vísitöl- ur til að mæla verð- breytingar, en þær sem oftast eru notaðar nú til viðmiðunar eru launa- og neysluvöruvísitala, auk byggingavísitölu. Þessar þrjár vísitölur voru um tima settar saman og not- aðar sem mæling á verðbótum launa og eftirlauna. (Neysluvöru- vísitalan bar þá annað nafn, ef ég rhan rétt var hún kölluð verðlags- vísitala.) Launavísitalan mælir launabreyt- ingar og er nú að því leyti áreiðan- legri en viðmiðun við taxta, að hún er fengin með upplýsingum frá ákveðnum fjölda fyrirtækja í mis- munandi starfsgreinum. Neyslu- vöruvísitalan mælir breytingar á verðlagi (verðbólgu). Byggingarvísi- talan mælir breytingar á kostnaði við byggingar. Greiðslur úr almennu lífeyris- :ijóðunum og A-deild opinberu sjóð- anna eru miðaðar við neysluvöru- vísitölu, en úr B-deild er greitt hlut- fall af launum í því starfi semeftir- launamaður var í hjá því opinbera - til þess þarf ekki vísitölu. Hvernig er þetta reiknað? Fram til áramótanna 1995-96 voru grunnlífeyrir og bætur reikn- uð eftir breytingum á lægsta taxta verkamanna, sem var raunar svikul viðmiðun sökum þess að taxtanum var haldið niðri, m.a. vegna viðmið- unarinnar. Um framangreind ára- mót voru þessi tengsl afnumin og lögboðið að ráðherra skyldi ákveða í fjárlög- um hvers árs hvort breytingar skuli gera. Með því að tengja þetta nú við launaþróun og neysluvöruvísitölu, með þeim formerkjum að bætur skv. launaþró- un skuli aldrei verða lægri en þær væru skv. neysluvöruvísitölu, virðist vel frá verð- tryggingu gengið. - Á þessu er þó sá galli að breytingin er aðeins einu sinni á ári, hefði þessi breyting verið gerð um síðustu áramót myndum við engar hækkanir fá fyrr en um þessi ára- mót. Þessi tenging núna mun ekki hafa áhrif fyrr en um áramótin 1998-99. Máli skiptir því hvorum megin við áramót hækkanir koma, gæti munað heilu ári. Áframhaldandi viðmiðun við lægsta taxta verkamanna hefði aft- ur á móti gefið meiri hækkun en við höfum fengið í ár eða 23,6% miðað við byggingaverkamenn. Þama kemur fram samspil og mismunur launa og taxta. Verkamenn fengu ekki svona mikla kauphækkun, en taxtahækkunin var svona mikil vegna þess að dulin laun, yfirborg- anir, bónusar o.fl. var tekið inn í taxtana. Þetta, sem nú kom inn í taxtana, var það sem verið var að fela um margra ára skeið til þess að það mældist ekki í viðmiðunartaxta. Ekki láta deigan síga! Tengingin við launa- og verðlags- þróunina, þótt góð sé, kostar ríkis- kassann ekki einn eyri. Við skulum því ekki vera svo þakklát og ánægð að við gleymum að margt er enn óunnið, eins og m.a. þetta: 1. Ríkissjóður skuldar okkur tví- sköttun, sem ekki er enn búið að bæta þeim að fullu, sem greiddu í lífeyrissjóði frá 1988 til 1995 og eru Árni Brynjólfsson nú komin á eftirlaun. 2. Það er enn eftir að tvöfalda grunnlífeyrinn svo hann nái sinni upprunalegu mynd. E.t.v. skipta 15 þús. á mánuði ekki máli fyrir þá sem hæst hafa laun og eftirlaun, en skiptir hina - og mest þá launa- lægstu. 3. Lífeyri að vissu hámarki á að skattleggja eins og fjármagnstekj- ur. 4. Skerðingar- og skattleysis- mörk eftirlaunafólks verði hækkuð til að draga úr jaðaráhrifum. 5. Jafnað verði á milli einstak- linga og hjóna varðandi persónufrá- drátt o.fl. 6. Aldraðir fái áhrif á rekstur eig- in lífeyrissjóða. Launavísitalan mælir launabreytingar, segir Arni Brynjólfsson, og er nú að því leyti áreiðanlegri en viðmiðun við taxta, að hún er fengin með upplýsingum frá ákveðnum fjölda fyrirtækja í mismunandi starfsgreinum. Rosknir rumska Með vaknandi vitund aldraðra um eigin hagsmuni og tilverurétt hefur áhugi á þeim og málefnum þeirra vaxið og er það vel, en teikn eru á lofti varðandi tilgang stjóm- málaflokka og jafnvel verkaiýðsfé- laga. Tilgangurinn virðist vera sá hjá stjómmálaflokkunum, a.m.k. sumum, að skipta okkur niður í máttlausa félagsbúta og verkalýðs- félögin vilja gjarnan geta talað fyrir okkur þegar það hentar. Sem betur fer eru flestir aldraðir vaxnir upp úr skilyrðislausu flokks- fylgi og vinna saman þverpólitískt að eigin málum, - innan eigin ópóli- tísku samtaka. Við skulum vona að svo verði áfram. Höfuadur er félagi f AHA-hópnum. Sameining sjúkrahúsa TIL skamms tíma vom helstu sjúkrahúsin í Reykjavík þrjú, þau sem ætluð em fyrir bráða sjúkdóma, Borg- arspítali, Landakots- spítali og Landspítali. Nú hafa þau fyrst- nefndu sameinast í Sjúkrahúsi Reykjavfk- ur og það er sumra álit, að áfram skuli haldið í samrana og myndað eitt alhliða sjúkrahús fyrir landið. Til gmndvallar sam- runaþróun af þessu tagi er annarsvegar aukið framboð og sérhæfing í lækningum og hinsvegar aukinn kostnaður við þjónustuna. Það hefði einhvemtíma þótt saga til næsta bæjar, að það væri á fárra skurðlækna færi að taka botnlanga með nýtísku hætti, en svo er vegna nýrrar tækni og dýrra tækja. Slík þróun sem þessi reynir á þolrif smáþjóðar, hversu lengi get- ur hún fylgst með? Það er því eink- ar brýnt að samtvinna hagkvæm- ustu og jafnframt sem besta leið í uppbyggingu og rekstri sjúkra- húsa. Það er dýrt að reisa fullkomið sjúkrahús og það er enn dýrara að reka þá stofnun, en það er þó langt- um dýrast að gera þetta tvennt með handahófskenndum hætti. II Ekki þarf ýkja mikla innsýn í þessi eftíi, svo manni bjóði í gmn, að eitt öflugt sjúkrahús dugi fá- mennri þjóð, jafnvel þótt hún næði þriðjungi milljónar. Stærð slíks spítala þætti varla tiltökumál í margmenninu, né teldist hún ein sér hamla góðri einstaklingsþjón- ustu, en vissulega yrði þá ekki í önnur hús að venda. Nú hefur reyndar virtur ráðgjaf- araðili komist að þeirri niðurstöðu, að bestur árangur náist í rekstri með sameiningu Landspítala og Sjúkrahúss Reykjavíkur. Batinn yrði umtalsverður með óbreyttri staðsetningu þessara spítala, en fyllsta rekstrarbata yrði eingöngu náð með samrana á einni lóð. Af þessu skilst manni, að sameining spítalanna er þríein: a) stjómunar- og rekstr- arleg, b) landfræði- eða staðarleg og c) læknis- fræði- eða fagleg. Sé því nú treystandi, að hinn erlendi ráðgjafi fari ekki með fleipur varðandi liðina a) og b), þá er eftir að skoða, hvort fagleg sameining sé álitleg og hvort sérstaða lands og þjóðar hafi afgerandi þýðingu. Nokkur umfjöllun hefur orðið um þessi efni og er ekki unnt að * Agallar eru léttvægir, segir Jón Hilmar Alfreðsson, hjá þeim ávinningi sérhæfíngar og sparnaðar sem er í sjónmáli við sameiningu. rekja öll atriði málsins hér. Niður- staða ræðst af því vægi, sem skoð- andinn gefur kostum og göllum. III Fagleg sameining umræddra tveggja spítala gæti orðið ein sér, án sameiningar á rekstri og staðsetn- ingu. Þá væri um að ræða sam- komulag um verkaskiptingu eða sér- hæfingu. Slík verkaskipting hefur þegar átt sér stað milli spítalanna að vissu marki og ekki veit ég lækna, sem andæfi frekari skrefum í þá átt. I sumum tilfellum er það fæð sjúkdómstilfella, sem ýtir undir einhæfingu í þjónustu. Við það Jón Hilmar Alfreðsson Tölvuvert úrval jólagjafa fiastiy TrtæType 8»T Fonts læknival Skeifunni 17 • 108 Reykjavfk • Simi 550 4000 Reykjavíkurvegi 64 • 220 Hafnarfirði • Sími 550 4020 www.taeknival.is -XJSKl! Coi io£i bá' J/IjCKO?>JOi lr Geisladiska - am-: < * veski mrnt Fyrir 12 diska Hljóðnemi á fæti, Arowana De 790, ‘ Í e
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.