Morgunblaðið - 11.12.1997, Qupperneq 63
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 11. DESEMBER 1997 63
safnast þörf reynsla og þjálfun á
einn stað. Dæmi um það eru þung-
aðar konur með sykursýki. Þær
eru innan við 10 á ári, njóta með-
ferðar sérfræðiteymis með þeim
ágæta árangri, að ekkert bam hef-
ur látist á sl. 15 árum.
I öðrum tilvikum er það kostnað-
urinn sem knýr til einhæfingar og
getur hann orðið svo mikill, að ekki
teljist kleift að veita þjónustuna
innanlands, samanber líffæra-
ígræðslur.
En einnig þar sem um algengari
sjúkdóma er að tefla getur verið
ávinningur af sameiningu vegna
sparnaðar í starfshðun og vakt-
þjónustu. Það gildir sama um fag-
lega sameiningu og þá rekstrar-
legu, að fyllsta árangri verður ein-
ungis náð með sjúkrahúsi á einni
afmarkaðri lóð.
Vissulega má benda á ágalla ein-
okunar, með skertu valfrelsi, minni
samkeppni, hættu á stöðnun og
minni fjölbreytni í þjónustuform-
um og sumir segja ópersónulegri
þjónustu. Svo er það sjónarmið al-
manna öryggis, að eiga fleiri en
einn spítala fullsterkan í landi.
Ágallamir, hversu raunveruleg-
ir, sem þeir nú em, virðast þó létt-
vægir hjá þeim ávinningi sérhæf-
ingar og spamaðar, sem er í sjón-
máli við sameiningu.
IV
Liggi það nú fyrir, hvemig ráð-
stöfunarfé spítalanna nýtist best,
ber þá ekki að vinna að því eftir
mætti að koma á nauðsynlegri upp-
byggingu og hagræðingu. Manni
virðist svo í skugga undangenginna
niðurskurðarára.
Þrír kostir virðast, við staðsetn-
ingu eins sjúkrahúss: Vífilstaðaspít-
ali, með nýrri hönnun, nýbyggingu
og nægu landrými virðist kostnaðar
vegna einber draumsýn. Fossvogs-
spítali með miklum nýbyggingum
við lítinn Borgarspítala á sæmilegu
landrými og loks viðbættur Land-
spítali með landvinningi til suðurs
og vesturs. Þrjátíu ára gömul plön
gera ráð fyrir þeim kosti.
Sum mál em stór og þau þarfn-
ast langtíma áætlanagerðar. Innan
geira heilbrigðismála er bygging
og rekstur helstu sjúkrahúsanna
þeirrar stærðar. Hér eftir skyldi
ekki ráðist í nýbyggingar, nema í
samræmi við endurskoðaða lang-
tímaáætlun.
Höfundur er læknir á Landspítala.
1 ' J 1ɧ|B I-
Vasadiskó m/útvarpi Hræri-og matvinnsluvél • ein með öllu
verð frá kr. 2.990 stgr. verð kr. 17.990 stgr.
Ferðarakvél • 2ja hnífa
verð kr. 2.490 stgr.
240 mín. vídeóspólur frá Philips
60W mattar Ijósaperur frá Philips
24 mynda 200 asa filmur frá Agfa
Urvalið hjá Heimilistækjum er bókstaflega rafmagnað nú fyrir jólin.
Svo ekki sé minnst á verðið sem er sérstakt hátíðarverð. Verslunin er
sneisafull af öllum hugsanlegum tækjum og áhöldum fyrir heimilið sem
henta mjög vel til jólagjafa og annarra tækifærisgjafa.
Heimilistæki hafa löngum verið þekkt fyrir vörur í háum gæðaflokki og
fjölbreytt úrval af tækjum fyrir heimilið. Líttu inn fyrir jólin og kynntu þér
frábært úrval af góðum heimilistækjum á hátíðarverði.
Heimilistæki hf
SÆTÚNI 8 SÍMI 569 15 OO
http.//www.ht.is
umboðsmenn um land allt
© © © © ©