Morgunblaðið - 24.12.1997, Page 4

Morgunblaðið - 24.12.1997, Page 4
4 MIÐVIKUDAGÚR 24. DESEMBER 1997 FRÉTTIR MORGUNBLAÐÍÐ Morgunblaðið/Kristinn , , luuigunu I BLIÐUNNI í miðborginni í gær var farið með borð út á gangstétt og þar gátu gestir tyllt sér niður við veitingar og kertaljós. 15-30% meiri jóla- verslun en í fyrra JÓLAVERSLUNIN í Reykjavík hefur aukist töluvert á milli ára og telja kaupmenn að fólk hafi almennt meira fé á milli handanna en í fyrra. Virðist veltuaukningin víða vera á bilinu 15-30% og telja margir að verslunin hafí aldrei verið meiri. Gott veður er talið hafa haft hveljandi áhrif á jólaverslunina. í gærkvöldi var mikill fjöldi fólks í miðborginni og að sögn kaupmanna hefur miðbærinn tekið betur við sér en í mörg ár. Allan desembermánuð hafa verið annir í verslanakjömum og ( nógu var að snúast þar fram undir miðnætti í gærkvöldi. ■ Akureyri/14 ■Aukningin/16 Starfsmenn samgöngu- fyrirtækja A fjórða hundr- að í verkefnum erlendis Á FJÓRÐA hundrað íslendinga eru í tímabundnum verkefnum erlendis íyrir Atlanta, Flugleiðir, Eimskip og Samskip um jólin. Stærsti hlutinn, eða um 260 manns, eru flugáhafnir og aðrir starfsmenn á vegum Atlanta sem eru staddir í Sádí-Arabíu, á Spáni, Bret- landi og í Dóminíkanska lýðveldinu. Helmingur þeirra er í Sádí-Arabíu. Átta áhafnir flugvéla á vegum Flugleiða verða staddar erlendis í kvöld. Nokkrar þeirra koma heim strax á morgun en ein áhöfn verður í Halifax fram til 27. desember. Sjö manns eru í hverri áhöfn og þær dreifast á borgimar Baltimore, New York, Boston, Orlando, Halifax og Hamborg. Sjö skip á vegum Eimskips; Goða- foss, Lagarfoss, Dettifoss, Stuðla- foss, Bakkafoss, Hanne Sif og Lone Sif, verða í ferðum yfir jólin og á þeim eru 55 íslenskir skipverjar. Eitt skip frá Samskipum er statt í Rott> erdam og á því eru sex íslendingar. Rekstrarfé Sjúkrahúss Reykjavíkur Mat borgarráðs að ríkið bæti það sem á vantar BORGARRÁÐ lítur svo á að ríkis- valdið muni bæta Sjúkrahúsi Reykjavíkur það rekstrarfé sem skortir á fjárlögum eða um 40 milljónir á mánuði þar til tillögur faghóps um stöðu sjúkrahúsanna í Reykjavík liggja fyrir. A fundi borgarráðs í gær var lagt fram bréf heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra vegna bréfs borgarstjóra, þar sem lýst er yfir vilja til að skoða hugmyndir borgarstjóra um endurskoðun á flutningi geðdeildar, enda liggi fyrir tillögur borgarstjóra og Sjúkrahúss Reykjavíkur um hag-. ræðingu er skili svipuðum spam- aði. Jafnframt er lögð áhersla á að aðrir þættir samkomulagsins komi sem fyrst til framkvæmda. Fram kemur að margsinnis hafi verið ítrekað við stofnanir að þeim þáttum sem samið hafi verið um yrði flýtt og að vandséð sé hvemig ráðuneytið geti látið málin meira til sín taka nema tál beinnar stjórnaríhlutunar komi. Hvað varði stjóm Sjúkrahúss Reykja- víkur verði það ekki gert nema með liðsinni borgarstjóra. Faghópur metur stöðu sjúkrahúsanna Ennfremur segir að í upphafi árs 1998 muni faghópur taka til starfa sem meta mun stöðu sjúkra- húsanna í Reykjavík og leggur ráðherra áherslu á að ekki verði teknar ákvarðanir um meiriháttar breytingar á starfsemi Sjúkrahúss Reykjavíkur fyrr en fyrstu tillögur hópsins liggi fyrir. Á fundi borgarráðs var sam- þykkt að verða við við beiðni ráð- herra um að ekki verði teknar ákvarðanir um meiriháttar breyt- ingar á starfsemi Sjúkrahúss Reykjavíkur, sem óhjákvæmilegar væru ef fjárveitingar yrðu ekki auknar, fyrr en að fengnum tillög- um frá faghópnum, sem ráðherr- ann mun skipa. Þá segir: „Þar til væntanlegar til- lögur koma til framkvæmda lítur borgarráð svo á að ríkisvaldið muni bæta Sjúkrahúsi Reykjavík- ur það rekstrarfé sem skortir á fjárlögum, eða um 40 mkr. á mán- uði, til þess að halda megi óbreyttu þjónustustigi á sjúkra- húsum.“ Starfsmenn Samsölubakarís mótmæla ,c/ó'i/Hj/a/i ós/ar /a/a/iaw/aiam ö//am t (j/éj/f'/ejraj'ó/a Óa a//ar/ijrir oák/t/jfi/i á ári/ia xe/a er atJ /itía. ^-W Saka stjórnendur MS um virðingarleysi STARFSFÓLK Samsölubakarís fjölmennti að höfuðstöðvum Mjólk- ursamsölunnar í hádegishléi í gær og mótmælti þeim vinnubrögðum, sem viðhöfð voru við sölu bakarísins til Myllunnar. Við það tækifæri skil- aði það vörum, sem Mjólkursamsal- an hafði sent því í jólagjöf. Hákon Gunnarsson, framkvæmdastjóri Samsölubakarís hf., lítur svo á að eigandi fyrirtækisins, Mjólkursam- salan, hafi sjálfkrafa rift starfs- samningi við sig þegar hún seldi Myllunni hf. Samsölubakarí. Hákon segist líta svo á að starfs- samningi við hann hafi verið rift þegar eigendaskipti áttu sér stað á fyrirtækinu. Hann kýs að tjá sig ekki frekar um málið að svo stöddu að öðru leyti en því að hann eigi í viðræðum við eigendur Myllunnar um sín ráðningarmál. Starfsmannafundur var haldinn hjá Samsölubakaríi í fyrradag og kom þar fram megn óánægja með vinnubrögð Mjólkursamsölunnar við söluna á fyrirtækinu. Gils Matthíasson, trúnaðarmaður starfs- fólks, segir að það saki stjómendur Mjólkursamsölunnar um virðingar- leysi m.a. vegna þess að það fékk fyrst fregnir af sölunni í fjölmiðlum. Gils segir enga reynslu komna á samstarf við stjómendur Myllunnar en tekur fram að starfsfólkinu lítist ekki illa á þá. Kaupverðið 250 milljónir? Gils segir að á umræddum starfs- mannafundi hafi komið fram í fyrir- spum eins yfirmanns fyrirtældsins til stjórnenda Mjólkursamsölunnar að söluverð Samsölubakarís hafi verið 250 milljónir króna á góðum kjömm. Hann segir að hvorki stjórnendur Mjólkursamsölunnar né Myllunnar hafi borið á móti þessari fullyrðingu á fundinum. Sungu ekki Heims um ból HAMRAHLÍÐARKÓRINN söng ekki Heims um ból í lok friðargöngu niður Laugaveg í gær, sem friðarhreyfingar standa fyrir, en gangan hefur verið farin í átján ár. Það var stjórnandi kórsins, Þorgerður Ingólfsdóttir, sem tók ákvörðun þar um, þar sem hún taldi það ekki við hæfi eftir þá ræðu sem flutt var á Ingólfstorgi þar sem göngunni lauk. Þorgerður sagði í samtali við Morgunblaðið að fulltrúi frá friðarhreyfingunum hefði flutt ræðu á torginu og það hefði alls ekki verið við hæfi að syngja Heims um ból eftir að búið hefði verið að að halda því fram í ræðunni að sagan um Krist væri skröksaga og annað í þeim dúr. Hún hefði tekið ákvörðun um þetta sjálf, en kórfélagar fylgt henni eftir í þessari ákvörðun, enda hefðu sumir fé- lagar í kómum þegar verið famir af staðnum þar sem þeim hafi misboðið ræðan. Það væri ekki við hæfi að flytja trúar- söngva eftir svona ávarp, en flestir jólasöngvar væra trúar- legs eðlis. Kristin hátfð „Jólin eru kristin hátíð hversu mikið sem sá kjami hef- ur nú gleymst í daganna amstri. Eftir þessa ræðu sem þama var flutt hefði miklu bet- ur passað að syngja í mesta lagi Jóiasveinar einn og átta, en kannski öllu helst Intema- sjónalinn," sagði Þorgerður ennfremur. Tollstjóri inn- heimtir fast- eignagjöld BORGARRÁÐ hefur sam- þykkt samkomulag sem gert hefur verið milli fjármálaráðu- neytisins, tollstjórans í Reykjavík og Reykjavíkur- borgar um að tollstjórinn í Reykjavík taki að sér inn- heimtu fasteignagjalda fyrir Reykjavíkurborg. Samkvæmt samningnum ber tollstjóra að sjá um inn- heimtu gjaldanna eins og er honum heimilt að ákveða gjaldfrest á fasteignagjöldum í venjulegum tilfellum en ef um afbrigðileg tilvik er að ræða skal haft samráð við Reykja- víkurborg. Ríkisbókhald mun sjá um útsendingu á gíróseðl- um í samráði við Reykjavíkur- borg. Lést í bílslysi á Snæfjalla- strönd MAÐURINN sem beið bana í bflslysinu á sunnan við Naut- eyri í fyrrakvöld hét Gunnar Guðsteinn Óskarsson, til heim- ilis að Melgraseyri. Hann var fæddm" 16. júní 1948. Gunnar heitinn var fráskil- inn og lætur eftir sig móður og tvö uppkomin böm. Sam- kvæmt upplýsingum lögregl- unnar er talið að hann hafi misst stjóm á bfl sínum í lausa- möl þar sem hann var á ferð á Langadalsströnd skammt sunnan Nauteyrar. Hann var einn í bflnum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.