Morgunblaðið - 24.12.1997, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 24.12.1997, Qupperneq 10
10 MIÐVIKUDAGUR 24. DESEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Brúðugerðarmaður Jóladagatals Sjónvarpsins Draumurinn að starfa fyrir Jim Henson Company Dönsk kona leitar hálf- bróður síns á Islandi DÖNSK kona, Hanne Hansen, kom nýlega í íslandsmiðstöðina Islands center á Sjálandi og leitaði þar lið- sinnis húsráðenda, hjónanna Guð- laugs Arasonar og Dóru Diego, til þess að komast í samband við ís- lenskan hálfbróður sinn. Konan kvaðst hafa vitað af til- vist hálfbróður síns um nokkurt skeið en hún veit þó hvorki hvað hann heitir, hvar hann býr, né held- ur hvenær hann er fæddur. Hún telur þó líklegt að hann sé um fer- tugt. Henni er heldur ekki kunnugt um nafn móður hans. Faðir Hanne lést í Kaupmanna- höfn árið 1990 en hann hét Jens Helge Rasmussen og var síðast til heimilis á Parkvej 145 í Tástrup. Viðkvæmt mál í fjölskyldunni Jens Helge mun hafa kynnst barnsmóður sinni þegar hún var að vinna á sveitabæ í Danmörku en meira veit Hanne Hansen ekki um hana. Hanne segir að þetta hafi verið viðkvæmt mál í fjölskyldu sinni og að aldrei hafi mátt tala um það en nú langi hana til að komast í samband við hálfbróður sinn. Það eina sem Hanne hefur í höndunum eru ljósmyndir sem bróð- ir hennar hafði sent föður þeirra, en eitthvað samband hafði verið milli þeirra feðga. Myndirnar fund- ust í dánarbúi föðurins, en eru óljós- ar. Ein myndanna er _af móðurinni og syninum ungum. í dánarbúinu var einnig gömul myndabók um ísland og var þar krossað við mynd frá Siglufirði. Þeir sem kunna að geta gefið Hanne Hansen upplýsingar eru vin- samlegast beðnir um að hafa sam- band við Islands center í Danmörku í síma 59-59-62-43 eða senda sím- bréf í sama númer. EINN af mönnunum bak við brúð- urnar í Jólaalmanaki Sjónvarps- ins er 23 ára heimspekinemi sem á sér þann draum helstan að kom- ast í vinnu hjá Jim Henson Comp- any sem gerir Prúðuleikarana. Guðmundur Þór Kárason á að baki meira en fjögurra ára starfs- reynslu við brúðugerð þótt ungur sé. Hann er sjálflærður í grein- inni en hefur gert brúður fyrir ýmsa þætti á báðum sjónvarps- stöðvunum og í auglýsingar. Með- al annars gerði hann brúður í líki stjórnmálamanna fyrir kosninga- sjónvarp Sjónvarpsins. „Helsta viðurkenningin sem ég hef fengið var þó þegar mér var boðið i prufur hjá Jim Henson Company. Ég hafði sentþeim myndband með þvi sem ég hef verið að gera og þeir báðu mig að koma til New York í framhaldi af því. Það gekk ágætlega, þeir voru hrifnir af því sem ég var að gera og vildu fá að fylgjast með áfram. Það er að sjálfsögðu draumurinn að komast út og vinna hjá þeim.“ Leikur Klæng Guðmundur býr til flestar brúð- urnar í Jóladagatali Sjónvarpsins og leikur að auki Klæng og nokkr- ar aukapersónur. „Davíð Þór og Steinn Armann semja söguna í Jólaalmanakinu en það koma margir aðrir að verkinu. Snorri Freyr, sem sér um leikmyndina og útlitið að þættinum, skissaði grunninn að flestum brúðunum og ég smíðaði eftir því,“ segir Guðmundur. Það tekur mjög mislangan tíma að gera hverja brúðu, allt frá ein- um degi og upp í margar vikur. „Þetta fer eftir því hversu skýra hugmynd ég hef í kollinum og hversu flóknar brúðurnar eru tæknilega." Guðmundur hefur sérhæft sig í gerð brúða fyrir sjónvarpið. Um þessar mundir vinnur hann meðal annars að því að gera fjarstýrðar brúður, en slíkar brúður eru mik- ið notaðar í kvikmyndum. Borgarráð Ellilíf- eyrisþegar fái gjald- frest BORGARRÁÐ hefur samþykkt með þremur atkvæðum að fela borgarritara, borgarlögmanni og fjárreiðustjóra að kanna möguleika á að taka upp kerfi sem geri ellilíf- eyrisþegum kleift að sækja um gjaldfrest á fasteignagjöldum. Gert er ráð fyrir að gjaldfrestur- inn yrði veittur gegn veði í hlutað- eigandi fasteign og að fasteigna- gjöldin kæmu til greiðslu við skipti dánarbús eða sölu fasteignar af öðrum ástæðum. Lagt er til að könnunin taki annars vegar til lagaskilyrða þess að taka slíkt kerfi upp og hins vegar til fjár- hagslegra forsendna. Jólahátíð fyrir út- lendinga Á JÓLADAG mun Hótel ís- land efna til jólahátíðar fyrir þá útlendinga sem staddir eru hér yfir hátíðarnar. Þarna verða samankomnir þeir útlendingar, sem dvelja á hótelum borgarinnar um jólin, alls 300 manns. Eru aðrir út- lendingar svo og íslendingar velkomnir á hátíðina, segir í frétt frá Hótel íslandi. Boðið verður upp á jólahlað- borð, Söngsystur skemmta og Ómar Ragnarsson kemur fram við undirleik Hauks Heiðars. Þá verður gengið í kringum jólatréð. Deila ungra lækna leysist ekki fyrir jól Akureyrarsamkomulag- ið leysir ekki deiluna Yfirlýsing frá Félagi ungra lækna ÞORVALDUR Veigar Guðmunds- son, lækningaforstjóri á Ríkisspí- tölunum, segist ekki sjá fram á að samkomulagið við unga lækna á Pjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri, geti orðið grundvöllur að samkomu- lagi við unga lækna í Reykjavík. Hann segir að svigrúm spítalanna til að greiða ungum læknum hærri laun sé ákaflega lítið. Þorvaldur Veigar og Jóhannes Gunnarsson, lækningaforstjóri á Sjúkrahúsi Reykjavíkur, áttu í gær fund með Davíð Á. Gunnarssyni, ráðuneytisstjóra í heilbrigðisráðu- neytinu. Þeir ræddu m.a. um deilu ungra lækna og hvaða leiðir væru færar til að leysa hana. Þorvaldur Veigar var spurður eft- ir fundinn hvort samkomulagið á Akureyri gæti orðið til að ieysa deiluna. „Eg sé ekki að við núver- andi aðstæður geti þetta orðið grundvöllur að samkomulagi. Við erum ekki samningsaðilar í þessari deilu. Það er fjármálaráðuneytisins að semja um laun og koma með fjár- muni til þess. Spítalamir hafa enga peninga til að láta í þetta. í reynd getum við ekki samið um eitt eða neitt, aðeins verið milligöngumenn eða gefíð álit á deiluefnum," sagði Þorvaldur Veigar. Þorvaldur Veigar sagði að það væri ofsagt að formlegar viðræður væru hafnar milli Landspítalans og ungra lækna. Nokkrir læknar hefðu rætt við stjórnendur spítalans, en þeir hefðu ekki farið með umboð frá Félagi ungra lækna og því ekki um formlegar viðræður að ræða. Hann sagði að Landspítalinn og SHR myndu hafa með sér samráð um næstu skref í málinu, en óvíst væri hver þau yrðu. Davíð Á. Gunnarsson sagði að formlega séð væri engin kjaradeila í gangi við unga lækna. Það væri kominn á kjarasamningur við sjúkra- húslækna. Læknamir hefðu sagt upp störfum og kynnt uppsagnimar eins og um einstaklingsbundnar uppsagn- ir væri að ræða. Sér hefði skilist að ýmsar ástæður lægju að baki, s.s. óánægja með kjör og starfsum- hverfí, læknar væru að skipta um vinnustað og fara ti) náms. Ekki hreyft við yfirvinnupró- DavíðSsag<Vi hins vegar ljóst að spítalarnir þyrftu á þessum starfs- krafti að halda. „Spítalarnir verða að reyna að finna leiðir til að endur- skipuleggja vinnuna þannig að þeim haldist betur á sínu ágæta starfs- fólki. Það er tilgangurinn með þess- um kjarasamningi að opna fyrir það að vinna aðstoðarlækna verði end- urskipulögð, þannig að spítalarnir verði betur hæfír til að mennta sitt starfsfólk og bjóða því manneskju- legra starfsumhverfi. Það liggur fyrir að yfirvinna sem ungir læknar hafa þurft að vinna hefur verið allt of mikil. Ég vona að spítulunum takist að finna betra vinnufyrir- komulag á nýju ári.“ Samkomulagið sem gert var við unga lækna á Akureyri fól í sér að vinna, sem læknar hafa unnið um- fram dagvinnu og unnin er að jafn- aði daglega, var skilgreind og fyrir hana greitt með yfirvinnu. Til við- bótar fengu deildarlæknar eins þreps hækkun, sem þýðir 3% hækk- un, en þetta er gert með vísan í samninginn þar sem segir að heim- ilt sé að hækka deildarlækni um eitt launaþrep hafí hann umsjón með vinnu aðstoðarlækna. í þriðja Iagi var húsaleiga hjá ungum lækn- um lækkuð um 15%, en sjúkrahúsið útvegar læknum húsnæði og hafa þeir borgað um 12.000 kr. á mán- uði fyrir tveggja herbergja íbúð. Haildór Jónsson, framkvæmda- stjóri Fjórðungssjúkrahúss Akur- eyrar, sagði að breyting á yfirvinnu- prósentu hefði ekki verið rædd í viðræðum sínum við ungu læknana enda hefði spítalinn enga heimiid til að breyta henni. Hann tók jafn- framt fram að læknarnir hefðu ekki fengið öllum kröfum sínum fram- gengt. Halldór sagðist ekki hafa tekið saman hvað samkomulagið kostaði sjúkrahúsið mikið á ári. Almennt væri spítaiinn að bjóða læknum svip- uð kjör og læknar á öðrum sjúkra- húsum hefðu. Starfsaðstæður, álag og vinnufyrirkomulag væri hins vegar breytilegt milli stofnana og það ætti kannski mestan þátt í að Fjórðungssjúkrahúsinu hefði gengið vei að fá lækna til starfa. VEGNA mikillar fjölmiðlaumíjöil- unar um nýgerða kjarasamninga sjúkrahúslækna og deilu ungra lækna við vinnuveitendur sína um vinnuaðstöðu, vinnutíma og fleira vill Félag ungra lækna koma eftir- farandi á framfæri. Undanfarið ár hafa sjúkrahús- læknar staðið í kjaraviðræðum við vinnuveitendur sína. Þrátt fyrir samfellu í viðræðum sögðu ung- læknar upp störfum í október sl. Helstu ástæður þessa voru óánægja vegna skilnings- og virðingarleysis viðsemjenda okkar við störf þeirra og úrræðaleysi varðandi vinnutíma, starfsaðstöðu og samsetningu launa. Uppsagnir þessar taka gildi á tímabilinu 13.-31. desember. Í desember var gerður nýr kjara- samningur við Læknafélag íslands og Læknafélag Reykjavíkur og tek- ur sá kjarasamningur til allra sjúkrahúslækna og vinnuveitenda og þ.m.t. unglækna. Grunnhug- mynd í samningnum var að hækka laun unglækna og sérfræðinga sem eingöngu starfa á sjúkrahúsum. í samningunum var farin sú leið að hækka grunnkaup en lækka yfír- vinnuprósentu. Vegna þessa sömdu sérfræðingar um ákveðna fasta yfirvinnu allt árið. Þessi leið var ekki fær fyrir unglækna vegna breytilegs vinnufyrirkomulags og mikillar yfírvinnuskyldu. Því gerðu fulltrúar unglækna í samninga- nefnd sér og öðrum grein fyrir því að unglæknar mynd seint sætta sig við bessa lækkun á vfirvinnuDró- sentu. Við undirskrift gerðu þeir viðsemjendum ljóst að þeir gætu ekki ábyrgst að uppsagnirnar yrðu dregnar til baka. Þegar kjarasamningar lágu fyrir var ljóst að stór hópur unglækna taldi sér ekki fært að vinna eftir þessum samningi að óbreyttu og drógu þeir því ekki uppsagnir sínar til baka. Vegna þessa hefur skapast erfítt ástand á mörgum sjúkrahús- um. Á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri hafa tekist vinnustaða- samningar við þá unglækna sem starfa þar og hafa þeir snúið aftur til fyrri starfa. Enn er vandinn óleystur á sjúkrahúsunum í Reykja- vík. Félag ungra lækna hefur séð sig knúið til að koma að þessari deilu milli þeirra unglækna sem sagt hafa upp og vinnuveitenda þeirra. Félagið hefur ekki samningsrétt enda eru allir unglæknar einnig félagar í Læknafélagi íslands sem fer með samningsumboð þeirra. Félag ungra lækna er þannig ekki í formlegum kjarasamningsviðræð- um enda er gildandi kjarasamning- ur milli læknafélaganna og við- semjenda þeirra. Félagið telur sig hins vegar í fullum rétti til þess að reyna að koma á viðræðum milli stjórna spítalanna og þeirra unglækna sem sagt hafa upp störf- um enda allra hagur að unglæknar fáist til starfa hér á landi. F.h. FUL, Brynhildur Eyjólfsdóttir formaður.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.