Morgunblaðið - 24.12.1997, Qupperneq 12
12 MIÐVIKUDAGUR 24. DESEMBER 1997
FRETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
BÓKSÖLULISTI
Rðð Var Tmil/Hö<undur/Úlge(andi
1 2 NOKKRIR GÓÐIR DAGAR ÁN GUÐNÝJAR/ Davíð Oddsson/Vaka-Helgafell
2 3 FÓTSPOR Á HIMNUM/ Einar Már Guðmundsson/Mál og menning
3 1 BERT OG BAÐSTRANDAGELLURNAR/Sðren Olsson og Anders Jacobsson/Skjaldborg
4 4 PAÐ VAR ROSALEGT/HákonAðalsteinsson/Hörpuútgáfan
5 8 ÚTKALL TF-LÍF/ÓttarSveinsson/lslenska bókaútgáfan
6 7 EINAR BENEDIKTSSON/ Guðjón Friðriksson/lðunn
7 9 MEÐ BROS í BLAND - MINNINGABROT/ Magnús Óskarsson/Bókafélagið
8 - NÝJA ISLAND/Guðjón Arngrímsson/Mál og menning
9 10 MARGT BÝR í MYRKRINU/Þorgrímur Þráinsson/Vaka-Helgafell
10 - LATIBÆR I VANDRÆÐUM/Magnús Scheving/Æskan
Einstakir flokkar: ÍSLENSK OG ÞÝDD SKÁLDVERK
1 1 NOKKRIR GÓÐIR DAGAR ÁN GUÐNÝJAR/ Davíð Oddsson/Vaka-Helgafell
2 2 FÓTSPOR Á HIMNUM/ Einar Már Guðmundsson/Mál og menning
3 3 FAÐIR OG MÓÐIR OG DULMAGN BERNSKUNNAR/GuðbergurBergsson/Forlagið
4 9 í DAG VARÐ ÉG KONA/ Gunnar Dal/Bókaútgáfan Vöxtur
5 6 HEFND/Sidney Sheldon/Skjaldborg
6 5 BETRUN/ Stephen King/Fróði
7 4 MÁNADÍS í MYRKRI GRAFAR/ Mary Higgins Clark/Skjaldborg
8 7 HÍBÝLIVINDANNA/LÍFSINS TRÉ/ Böðvar Guðmundsson/Mál og menning
9 10 LÍFIÐ EFTIR LÍFIÐ/ Gunnar Dal/islenska bókaútgáfan
10 8 AF RÁÐNUM HUG/ Danielle Steel/Setberg
ÍSLENSK OG ÞÝDD LJÓÐ
1 1 SKAGFIRSK SKEMMTILJÓÐ/Bjarni Stefán Konráðsson tóksaman/Hólar
2 3 ÓMAR FRÁ HÖRPU HALLGRÍMS/sigurbjörn Einarsson valdi efni/Setberg
3 9-10 NEI/ Ari Jósefsson/Mál og menning
4 7 OG HUGLEIÐA STEINA/Sigfús Daðason/Forlagið
5-6 - FAGRA VERÖLD/ Tómas Guðmundsson/Mál og menning
5-6 9-10 SPÁMAÐURINN/ Kahlil Gibran/islendingasagnaútgáfan, Muninn bókaútgáfa
7- 8 - HRAÐSKEYTLUR OG FRÉTTALJÓÐ/ Hjalti Þórarinsson/Alma Þórarinsson
8- 8 4-5 ÚNGLINGURINN í SKÓGINUM/ Halldór Laxness/Vaka-Helgafell
9 2 I FJORUM LINUM/ Auðunn Bragi Sveinsson tók saman/Vestfirska forlagið
10 8 HEILYNDI/ErlingurSigurðarson/Málog menning
ÆVISÖGUR QG ENDURMINNINGAR
1 1 ÞAÐ VAR ROSALEGT/ Hákon Aðalsteinsson/Hörpuútgáfan
2 3 ÚTKALL TF-LÍF/ÓttarSveinsson/lslenskabókaútgáfan
3 2 EINAR BENEDIKTSSON/Guðjón Friðriksson/lðunn
4 4 MEÐ BROS í BLAND - MINNINGARBROT/ Magnús Óskarsson/Bókafélagið
5 5 KÍNVERSKIR SKUGGAR/ Oddný Sen/lðunn
6 6 SÁLUMESSA SYNDARA/ Ingólfur Margeirsson/Hrísey
7 8 DÍANA - ÆVI HENNAR OG ARFLEIFÐ/ Anthony Holden tók saman/Bókaútgáfan Vöxtur
8 7 GÓÐRA VINA FUNDUR/ Páll Kristinn Pálsson/Forlagið
9 - BRESKA KONUNGSFJÖLSKYLDAN/ Kitty Keiiey/HKÁ
1010 KÆRI KEITH/ Jóhanna Kristjónsdóttir/Fróði
ÍSLENSKAR OG ÞÝDDAR BARNA- OG UNGLINGABÆKUR
1 1 BERT OG BAÐSTRANDAGELLURNAR/ Sören Olsson og Anders Jacobsson/Skjaldborg
2 3 MARGTBÝRÍMYRKRINU/Þorgrímur Þráinsson/Vaka-Helgafell
3 5 LATIBÆR í VANDRÆÐUM/ Magnús Scheving/Æskan
4 2 STAFAKARLARNIR/Bergljót Arnalds/Skjaldborg
5 4 ENGLAJÓL/Guðrún Helgadóttir/Vaka-Helgafell
6 6 SUNDUR OG SAMAN/Helgi Jónsson/BókaútgáfanTindur
7 - ELSKU BESTA BINNA MÍN/ Kristín Helga Gunnarsdóttir/Mál og menning
8 8-8 GÆSAHÚÐ/ Helgi Jónsson/Bókaútgáfan Tindur
9 8-8 BAKKABRÆÐUR/KristínArngrímsdóttirmyndskreytti/Málogmynd
10 10 TÓTA OG TÍMINN/BergljótArnalds/Skjaldborg
ALMENNT EFNI OG HANDBÆKUR
1 2 NYJA ISLAND/ Guðjón Arngrimsson/Mál og menning
2 1 VEISLUBÓK HAGKAUPS/ Matreiðslumeistarar Argentínu-steikhúss/Hagkaup
3 3 EVEREST - ÍSLENDINGAR Á HÆSTA FJALU HEIMS/ Hörður Magnússon/Mál og menning
4 7 AGGAGAGG/ Páll Hersteinsson/Ritverk
5 4 OSTALYST 3/ Dómhildur A, Sigfúsdóttir/Osta- og smjörsalan
6 6 HVERJIR ERU BESTIR?/ Ritstj. Guðjón Ingi Eiriksson og Jón Hjaltason/Bókaútgáfan Hólar
7 - VÍGDREKAR OG VOPNAGNÝR/ Friðþór Eydal/Bláskeggur
8 8 ÖLDIN OKKAR - MINNISVERÐ TÍÐIND11991-1995//iðunn
9 5 KÖKUBÓK HAGKAUPS/ Jóhannes Felixson/Hagkauþ
1010 LITLA BRANDARABÓKIN/ /Steinegg
Bókabúðir sem tóku þátt í könnuninni
Höfuðborgarsvæðið:
Bókabúð Máls og menningar, Laugavegí
Bókabúð Máls og menningar, Síðumúla
Bókabúðin Mjódd
Bókabúðin Hlemmi
Bóksala stúdenta v/Hringbraut
Bónus, Holtagörðum
Penninn-Eymundsson, Austurstræti
Eymundsson, Kringlunni
Hagkaup Reykjavík
Penninn, Hallarmúla
Penninn, Kringlunni
Hagkaup Garðabæ
Hagkaup Seltjarnarnesi
Hagkaup Mosfellsbæ
Penninn, Hafnarfirði
Utan höfuðborgarsvæðisins:
Bókabúð Keflavíkur, Keflavík
Bókaskemman, Akranesi
Bókaverslun JónasarTómassonar, ísafirði
Bókaverslun Þórarins Stefánssonar, Húsavík
Bókval, Akureyri
Hagkaup Akureyri
Hagkaup Njarðvík
Kaupfélag Héraðsbúa, Egilsstöðum
Tónspil, Neskaupstað
Samantekt Félagsvísíndastofnunar á sölu bóka 18.-21. desember 1997.
Unnið fyrir Morgunblaðið, Félag íslenskra bókaútgefenda og Félag bóka- og ritfangaverslana.
Forstjóri Þjóðhagsstofnunar um áhrif fjárlaga næsta árs
Æskilegt að hafa meiri
afgang á ríkissjóði
ÞÓRÐIJR Friðjónsson, forstjóri
Þjóðhagsstofnunar, segir að í ljósi
efnahagslegra sjónarmiða hefði verið
æskilegt að hafa meiri afgang á rík-
issjóði á næsta ári, eins og nú horfí í
þjóðarbúskapnum, en niðurstaðan
varð við afgreiðslu fjárlaga ársins
1998 á Alþingi. Skv. þeim verður rík-
issjóður rekinn með 100 milljóna kr.
afgangi á rekstrargrunni.
„Það er góðæri ríkjandi og við
slíkar aðstæður er mikilvægt að rík-
isfjármálin gegni með öruggum
hætti því hlutverki að spoma við
þenslu, ekki síst þegar litið er til
þess að árið 1998 verður fimmta góð-
ærisárið í röð. Því er alveg Ijóst að
við erum nálægt þeim mörkum í nýt-
ingu framleiðsluþátta, sem samrým-
ast stöðugleika og jafnvægi í efna-
hagslífinu," segir Þórður. Hann
bendir einnig á að þjóðhagslegur
sparnaður sé lítill hér á landi sem
leitt hafi til viðskiptahalla. Stjórn-
völd geti stuðlað að afgangi á við-
skiptajöfnuði og lækkun erlendra
skulda með því að bæta afkomu hins
opinbera. Lækkun erlendra skulda í
góðæri sé eitt brýnasta hagstjórnar-
verkefni Islendinga.
Afgangur árið 1999 verði
1-2% af landsframleiðslu
Þá segir Þórður að aukin alþjóða-
væðing, m.a. fyrirhuguð sameining
gjaldmiðla og fleiri atriði muni hafa
vaxandi þýðingu í næstu framtíð og
gera auknar kröfur til hagstjórnar.
Þessi þróun feli í sér að svigrúm fyr-
ir stjórn peningamála fari minnk-
andi. „Til að mæta þessari þróun
blasir við að efla þarf hagstjómar-
hlutverk ríkisfjármálanna. Eg tel því
að það sé alls ekki nægjanlegt að
horfa til þess hvort það sé jafnvægi
eða ekki í ríkisfjármálunum, heldur
Opinberu fjármálin
þensluvaki á næsta
ári, segir fram-
kvæmdastjóri VSÍ
þurfi að meta ríkisfjármálin í því
ljósi að þau skili sem best hagstjórn-
arhlutverki sínu,“ segir Þórður.
Hann segir jákvætt að fjárlögin
hafi verið afgreidd með afgangi en
segir mjög mikilvægt að ná meiri ár-
angri í opinberum fjái-málum á
næstu árum þar á eftir. „Miðað við
horfurnar eins og þær eru nú metn-
ar til næstu ára, þá teldi ég skyn-
samlegt að stefna að því að afgang-
urinn eftir næsta ár yrði á bilinu 1-
2% af landsframleiðslu," segir hann.
Gagnrýnt að ná eigi
jöfnuði með sölu eigna
Þórarinn V. Þórarinsson, fram-
kvæmdastjóri VSI, segir það fagnað-
arefni að ríkið skuli draga saman
lántökur sínar og stuðla með þeim
hætti að vaxtalækkun. „Hins vegar
er það áhyggjuefni og veldur von-
brigðum að endum skuli náð saman
með eignasölu. Til þess að ná jöfnuði
í fjárlagafrumvarpinu er matið
hækkað á tilteknum eignarhlutum
sem ríkið ætlar að selja, það hefði
einhvers staðar verið kallað bók-
haldsbrella,“ segir Þórarinn.
,A-ðalatriðið er að opinberu fjár-
málin eru þensluvaki á næsta ári, á
tíma þegar þörf væri á að ríkið
drægi saman vegna mikilla umsvifa í
atvinnurekstrinum almennt. Þetta
sést berlega af því að ríkið er að
eyða 2,7 milljörðum meira en það afl-
ar. Þó seldii' séu 2,7 milljarðar af
fjölskyldusilfrinu, gera menn það
ekki oft,“ segir hann.
„Við gagnrýnum fjárlögin. Þau
eru okkur vonbrigði að þessu leyti.
Það er afar mikilvægt að ríkið selji
stóra hluta ríkiseigna og það er eðli-
legt að nota þá fjármuni til að greiða
niður skuldir og lækka þannig vaxta-
útgjöld ríkissjóðs en það er óeðlilegt
að íslenski ríkissjóðurinn sé kominn í
svipaða stöðu og sá rússneski, að
honum sé haldið ofan við strikið með
sölu ríkiseigna,“ segir Þórarinn.
Vaxandi áhyggjur vegna
heilbrigðismálanna
Forsvai’smenn ASÍ eru ekki þeirr-
ar skoðunar að niðurstaða fjárlag-
anna ógni stöðugleikanum á næsta
ári, að sögn Grétars Þorsteinssonar,
forseta ASÍ. Allir séu þó sammála
um að þegar vel árar þurfi að hafa
ríkt í huga að nýta þá stöðu til að
geta mætt mögru árunum.
Grétar segir það hins vegar mikið
áhyggjuefni að viðhorf í verðlags-
málum gætu verið að breytast. Nefn-
ir hann breytingar á gjaldskrám
Pósts og síma og Landsvirkjunar
sem dæmi um hækkanir sem ekki
séu í takt við verðlagsþróunina að
öðru leyti. Þessar hækkanir valdi
áhyggjum því hugsanlega leiði þær
til þess að aðrir aðilar í samfélaginu
fylgi fordæminu og grípi til verð-
hækkana.
„Fjárlögin eru með þessu hefð-
bundna yfn-bragði. Það eiga sér eng-
ar grunvallarbreytingar stað. Það er
hins vegar ekkert launungarmál að í
okkar herbúðum eru vaxandi
áhyggjur vegna heilbrigðismálanna.
Við óttumst að þar séu hlutir að fara
alvarlega úr böndunum," segir Grét-
ar og bætir við að hugsanlega sé þörf
á heildarendurskoðun á þeim mála-
flokki.
Aðalskipulag Hafnarfjarðarbæjar 1995-2015
Morgunblaðið/Kristinn
GUÐMUNDUR Bjarnason umhverfisráðherra og Magnús Jóhannesson ráðuneytisstjóri undirrita staðfest-
ingu á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 1995-2015.
Aukin áhersla lögð
á umhverjBsmál
GUÐMUNDUR Bjarnason um-
hverfísráðherra hefur staðfest nýtt
aðalskipulag fyrir Hafnarfjarðarbæ
frá 1995 til 2015. Að sögn Jóhannes-
ar Kjarval, skipulagsstjóra Hafnar-
fjarðar, er rík áhersla lögð á um-
hverfísmál í nýja skipulaginu.
„Það má segja að höfuðbreyting-
arnar frá fyrra skipulagi frá 1983 séu
kröftug áhersla á umhvei'fíð og skýr-
ari umhverfisstefna,“ sagði Jóhann-
es. „Verulegt framfaraspor er tekið í
allri umgengni við náttúruna í skipu-
laginu en jafnframt bent á óleyst
verkefni á þeim vettvangi. I því tilliti
er um byrjun á ferli að ræða með ná-
kvæmum náttúrufarsúttektum, land-
kostaathugunum, búsetulandslagi og
menningarminjum."
Ný hverfí við Ásfjall
í nýju aðalskipulagi er gert ráð
fyrir stórum nýbyggingarsvæðum
umhvei’fis Ásfjall og Grísanes eða
beggja vegna Ástjarnar en hún er
friðlýst svæði. „Þetta verða tvö
skólahverfi með um 7.500-8.000
íbúum,“ sagði Jóhannes. „Þarna
verður byggt út fyrir Reykjanes-
brautina til suðurs og lagður grunn-
ur að nýjum bæjarhluta, því gert er
ráð fyrir miðhverfum sem eiga að
þjóna stærri heildum til lengri fram-
tíðar. Þarna eru því tekin íyrstu
ski-efin í tvöfóldun íbúðarbyggðar í
Hafnarfírði fram yfir skipulagstíma-
bilið.“
Jóhannes sagði að frestað hefði
verið ákvörðun um legu Reykjanes-
brautar frá Garðabæ að Kaldársels-
vegi í götustæði Reykjanesbrautar.
„Það þai'f að vinna það mál frekar og
í samvinnu við Garðabæ, Skipulag
ríkisins og Vegagerðina,“ sagði
hann. Löggjöfín gerir ráð fyrir að
frestunin geti varað í allt að tíu ár en
Jóhannes sagði að leysa þyrfti þenn-
an vanda mun fyrr.