Morgunblaðið - 24.12.1997, Page 16
16 MIÐVIKUDAGUR 24. DESEMBER 1997
VIÐSKIPTI
MORGUNBLAÐIÐ
rr
Mikill vöxtur 1 verslun í Reykjavík fyrir jólin
Þróunarfélagið kaupir 10,5% í Netverki
Aukningin nemur
15-30% milli ára
JÓLAVERSLUNIN í Reykjavík
hefur aukist töluvert á milli ára og
telja kaupmenn að fólk hafi almennt
mema fé á milli handanna en í fyrra.
Virðist veltuaukningin víða vera á
bilinu 15-30% og telja margir að
verslunin hafi aldrei verið meiri. Pá
hefur gott veður haft hvetjandi áhrif
á jólaverslunina. Landsbyggðarfólk
flykkist til höfuðborgarinnar í versl-
unarerindum og miðbærinn hefur
tekið betur við sér en í mörg ár.
Bolli Kristinsson, kaupmaður
verslunarinnar 17 við Laugaveg og í
Kringlunni, segh- að jólaverslunin sé
tvímælalaust meiri í ár en í fyrra.
„Veltuaukningin hjá 17 verslununum
er ekki undir 15% milli ára og líklega
um 30% hjá öðrum verslunum fyrir-
tækisins. Mér heyrist aðrir verslun-
areigendur hafa svipaða sögu að
segja og það er greinilegt að fólk
hefur meiri peninga á milli handanna
en í fyrra. T.d. er mun minna um það
núna að fólk biðji okkur að skipta
greiðslum á milli tímabila."
Góða veðrið hefur áhrif
Bolli segir að gott veður hafi mikla
þýðingu fyrir jólaverslun í höfuð-
borginni því greinilegt sé að lands-
byggðarfólk þyrpist til Reykjavíkur í
verslunarerindum. „Færðin er með
eindæmum góð og við höfum tekið á
móti fólki hvaðanæva að af landinu
en fólk af Vesturlandi, Suðurlandi og
Snæfellsnesi hefur verið sérstaklega
áberandi. Gott veður hefur mikla
þýðingu fyrir gamla bæinn, hann
hefur tekið betur við sér en í mörg
ár og aukningin hefur orðið meiri
þar en í Rringlunni. Gott veður leiðir
líka til þess að fólk er meira á ferð-
inni, ekki síst eldra fólk, og það hef-
ur allt sín áhrif.“
Lengri afgreiðslutími til góðs
Afgreiðslutími verslana er sígilt
þrætuepli kaupmanna og finnst ýms-
um hann hafa verið of langur fyrir
þessi jól. Bolli er ósammála þessu.
„Langur afgreiðslutími hefur leitt til
þess að fólk gefur sér meiri tíma í
jólainnkaupin. Það er því almennt
ekki jafn stressað og áður og hefur
nógan tíma. Allt gengur betur fyrh-
sig, jafnt í umferðinni og í verslun-
inni. Þegar afgreiðslutíminn var
styttri gekk þetta ekki eins vel og við
náðum ekki að veita jafn góða þjón-
ustu. Oft er talað um að jólavelta
verslana standi í um tvo mánuði og
það er ekki hægt að anna því svo vel
sé nema á svo löngum tíma ef þjón-
ustan á að vera fullnægjandi. Ég finn
það að viðskiptavinir eru almennt af-
slappaðri og hressari en áður og ég
held því að þessi langi afgi-eiðslutími
sé eina vitið. Mér finnst góð heilsa og
vellíðan landsmanna vera áberandi
og ég óska þeim öllum gleðilegra
jóla,“ segir Bolli.
Verslunin hófst snemma
Erla Friðriksdóttir, framkvæmda-
stjóri Kringlunnar, segir að jóla-
verslun hafi farið nokkuð snemma af
stað í Kringlunni í ár. Hún segir
erfitt að henda reiður á hversu mikil
verslunin sé að umfangi í ár saman-
borið við síðustu ár fyrr en að jólun-
um loknum en almennt séu kaup-
menn mjög ánægðir með verslunina
og telji hana talsvert meiri en á sama
tíma í fyrra. „Nokkrir kaupmenn
sem ég talaði við á mánudag sögðu
verslunina þá t.d. hafa verið meiri en
á Þorláksmessu í fyrra.“
______________________________________________________________________________________________________________■
/ hvaúa kvikmyndahúsum er
,Tomnrraw IMever Oies“ sýnd7
Bond leikurinn
t*ú getur unnið
glæsilegan BMW 31Ei frá B&L
Spurnlng 10
Þetta var sídasta spurningin í leiknum. Hlustaðu eftir svarinu á Ff/i 957 og fylltu
út svarseðilinn. Heftaðu hin svörin þín við og sendu inn merkt: „FIVI957 - Bond
leikurinn“, Aðalstræti 6, 101 Reykjavík, fyrir 30. desember og þú átt möguleika!
HEHVll LISFANG
HASKOLABIO
ALFABAKKA
Erlendir aðilar
íhuga hlutafjárkaup
ÞRÓUNARFÉLAG íslands hf. hef-
ur keypt 10,5% hlut í hugbúnaðar-
fyrirtækinu Netverki ehf. Kaupin
eru liður í hlutafjáraukningu hjá
Netverki og á fyrirtækið nú í viðræð-
um við innlenda og erlenda aðila um
enn frekari aukningu hlutafjár, sem
áformað er að ganga frá eigi síðar en
í febrúar næstkomandi. I tengslum
við kaupin hefur Andri Teitsson,
framkvæmdastjóri Þróunarfélags-
ins, tekið sæti í stjóm Netverks ehf.
Netverk vinnur að smíði hugbún-
aðar og verkefnum tengdum þeim
fyrir símafyrirtæki, sjávarútveg,
skipafélög o.fl. Aðaláherslan er á
skeytakerfi eða tölvupóst, t.d. papp-
írslaus viðskipti og tölvusamskipti
um gervihnetti.
Holberg Másson, framkvæmda-
stjóri Netverks, segir að það sé mik-
ill fengur að fá Þróunarfélagið í hóp
hluthafa. Netverk hafi náð miklum
árangri í þróun hugbúnaðar að und-
anförnu og ákveðin skref hafi verið
stigin í markaðssetningu og verk-
efnavinnslu erlendis sem lofi góðu en
nú sé kominn tími til að fylgja þess-
um árangri betur eftir. „Við höfum
orðið varir við mikla eftirspurn er-
lendis en við þurfum aukið rekstrai'-
fé til að nýta okkur vaxtarmöguleik-
ana og styrkja fyrirtækið með ýms-
um hætti. Þróunai-félagið hefur
mikla reynslu af því að byggja upp
fyrirtæki og samstarf við það mun
því styrkja Netverk í sókninni á er-
lenda markaði."
FIS semur um lægri
farmtryggingar
SAMTÖK Verslunarinnar - FÍS
hafa gert samning við vátrygg-
ingamiðlunarfyrirtækið Alþjóð-
lega miðlun fyrir hönd vátryggj-
enda á Evrópumarkaði. Vegna
stærðar samningsins verða iðgjöld
allmiklu lægri en áður hefur sést
hérlendis að sögn Stefáns Guðjóns-
sonar, framkvæmdasijóra FÍS.
Með samningnum breikkar Al-
þjóðleg miðlun þjónustusvið sitt í
tryggingum en hún sér einnig um
bifreiðatryggingar fyrir Félag ís-
lenskra bifreiðaeigenda og vá-
tryggingar smábáta fyrir Lands-
samband smábátaeigenda.
Samningurinn gildir eingöngu
fyrir félagsmenn FÍS og segir
Stefán að skilmálarnir séu sérstak-
lega gerðir með tilliti til hagsmuna
þeirra fyrirtækja sem eiga aðild að
FIS. „Auk íjölmargra atriða sem
koma innflytjendum og útflytjend-
um til góða má nefna að vörur eru
tryggðar frá þeim tíma er fyrir-
tækin taka við þeim af seljendum
og þar til þær eru komnar í hend-
ur kaupenda, hvort sem þær eru í
flutningi eða í vöruhúsum. Upp-
gjör tjóna og önnur þjónusta við
aðildarfyrirtæki Samtaka verslun-
arinnar - FIS verður í höndum Al-
þjóðlegrar miðlunar.
Meðfylgjandi mynd var tekin
þegar samningurinn var undirrit-
aður og handsalaður í gær. Frá
vinstri: Gísli Maack og Halldór
Sigurðsson frá Alþjóðlegri miðlun
og Jón Ásbjörnsson, formaður
Samtaka verslunarinnar - FÍS, og
Stefán Guðjónsson, framkvæmda-
stjóri samtakanna. Við sama tæki-
færi undirritaði Jón Ásbjörnsson
samning við Alþjóðlega miðlun um
allar fartryggingar fyrir útflutn-
ingsfyrirtæki sitt og er hann því
handhafi vátryggingaskírteinis
númer eitt.
Þakkarávarp
Hér með sendi ég elskulegum afkomendum
mínum svo og venslafólki ágœtu, líka kœrum
œttingjum og góðvinum nær og fjœr, innilegar
þakkirfyrir mér auðsýnda vináttu og virðingu
á 90 ára afmœli mínu 3. júní sl.
Og kveðið var
Leikur við mig lífið sjálfi,
lánið besta nefni:
Afkomendur 100 hálft,
hér er gott í efrii.
Þakklæti mitt vil ég að nái til ykkar allra, sem
hrærðu hjarta mitt með heillaóskum, skeytum,
blómum og fleiri góðum gjöfum. Öllum óska
ég gæfu og gengis á komandi ári og umfram-
tíð alla.
Kveð svo með eftirfarandi jólaóskum:
Með helgum degi hœkkar sól,
hugur fyllist birtu og yl.
Gefi ykkur Guð sín jól
og gleðji þá sem best er til.
Leifur Eiríksson,
Fannborg 1,
Kópavogi.
\
i
I
>
\
i
:
i
>
i
i
\