Morgunblaðið - 24.12.1997, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 24.12.1997, Qupperneq 20
20 MIÐVIKUDAGUR 24. DESEMBER 1997 ERLENT MORGUNB LADIÐ Reuters Brugðið á leik með jólamatinn TÉKKNESKUR fisksali bregður á Ieik með vatnakarfa á útimarkaði í miðborg Prag. Vatnakarfi er hefðbundinn jólamatur Tékka og Pólverja, sem geyma hann yfirleitt lifandi þar til hann er matreiddur á aðfangadag jóla til að tryggja að hann sé eins ferskur og kostur er þegar hann er sr.æddur. Setningu nýs þjóðþings Bosníu-Serba frestað Harðlínumenn bjóða SÞ og Clinton birginn Sarajevo. Reuters. LEIÐTOGAR serbneskra harðlínu- manna í Bosníu buðu Sameinuðu þjóðunum birginn í gær, tæpum sól- arhring eftir að Bill Clinton Banda- ríkjaforseti réð þeim frá því að snið- ganga friðarsamningana í Bosníu. Forystumenn Serbneska lýðræð- isflokksins (SDS) og Róttæka flokksins (SRS-RS) ákváðu í gær að nýtt þing Bosníu-Serba yrði ekki sett fyrr en 12. janúar, rúmum hálf- um mánuði síðar en gert er ráð íýrir í stjómarskrá landsins. Carlos Westendorp, fulltrúi Sameinuðu þjóðanna í Bosníu, hafði krafist þess að þingið yrði sett ekki síðar en 27. desember eins og gert er ráð fyrir í stjórnarskránni. Clinton ræddi við Mamcilo Kra- jisnik, fulltrúa Serba í þriggja manna forsætisráði Bosníu, í Sara- jevo á mánudag og hvatti hann til að hætta að hindra framkvæmd friðar- samninga. Clinton sagði m.a. að þeir sem stæðu í vegi fyrir því að friðarsamningunum yrði framfylgt myndu „einangra sjálfa sig“. Bandaríski forsetinn ávarpaði fulltrúa bosníska forsætisráðsins á mánudag og þakkaði fulltrúum múslima og Króata, Alija Izet- begovic og Kresimir Zubak, fyrir að hafa virt friðarsamningana. Hann nefndi þá ekki Krajisnik, sem hefur verið sakaður um að hindra starf forsætisráðsins og er dyggur bandamaður Radovans Karadzic, fyrrverandi leiðtoga Bosníu-Serba, sem hefur verið ákærður fyrir stríðsglæpi. Hyggjast mynda nýja stjórn Bandamenn Karadzic í Pale, ná- lægt Sarajevo, hafa átt í harðvítugri valdabaráttu við Biljana Plavsic, forseta lýðveldis Bosníu-Serba, sem starfar í Banja Luka og hefur sakað harðlínumennina í Pale um spill- ingu. Hún leysti upp þing Bosníu- Serba, þar sem SDS var í meiri- hluta, og boðaði til kosninga í nóv- ember. SDS og Róttæki flokkurinn töpuðu fylgi í kosningunum og skorti þrjú þingsæti til að geta myndað meirihlutastjórn. Þetta gerði Plavsic kleift að til- nefna hófsaman og óháðan stjórn- málamann, Mladen Ivanic, í emb- ætti forsætisráðherra. Búist var við að hann myndaði þjóðstjórn og skipaði sérfræðinga í ráðherraemb- ættin. Vestrænir stjórnarerindrekar segja að Slobodan Milosevic, forseti Júgóslavíu, styðji þessi áform og hafi fengið Krajisnik til að fallast á þau á fundi í Belgrad í vikunni sem leið. Krajisnik og bandamönnum hans snerist hins vegar hugur og sögðu að SDS og Róttæki flokkur- inn hefðu ákveðið að mynda nýja stjórn. Stjórnarerindrekar segja að slík stjórn verði ekki langlíf en gefi harðlínumönnunum ráðrúm til að styrkja stöðu sína og ná aftur yfir- ráðum yfir ríkisfjölmiðlunum, sem eru nú undir stjórn Plavsic. Reuters Giftusamleg nauðlending FOKKER-þota Biman Bangladesh Airlines, af gerðinni Fokker 28, nauðlenti í niðdimmri þoku í Bangladesh seint í fyrrakvöld. Vél- in liðaðist í sundur að hluta við lendinguna en allir sem í henni voru, 89 manns, komust lífs af. Að minnsta kosti 55 slösuðust en eng- inn alvarlega og er það talið krafta- verki líkast. Vélin var að koma frá Lundúnum og voru farþegarnir flestir á Ieið í jólafrí. Verið er að rannsaka tildrög slyssins nánar. Geislavirkt efni frá Sellafield við Noreg UNDAN ströndum Vestur-Noregs hefur mælzt stóraukin geislavirkni í sjónum. Geislavamir norska ríkis- ins greindu frá því rétt fyrir jól að í sýnum sem var safnað úr sjónum í nóvember hefði greinzt geislavirka efnið teknesíum, en það er efni sem fellur til við endurvinnslu úrgangs- efna frá kjamorkuverum. Samfara endurbótum á vinnuaðferðum end- urvinnslustöðvarinnar í Sellafíeld á Skotlandi leyfðu brezk stjórnvöld 1994 að sjö sinnum meira magni af teknesíumi yrði sleppt í sjóinn en áður hafði verið leyfilegt. Styrkur geislavirkninnar sem mældist við Noreg nú var allt að 8 bequerel á rúmmetra sjávar, sem er 10-20 sinnum meiri styrkur en mældist á sömu slóðum fyrir þrem- ur árum og helmingur af því sem mælist í írlandshafi, þar sem krabbadýr og skelfiskur hafa safnað í sig svo mikilli geislavirkni að hún hefur farið yfir þau mörk sem Evr- ópusambandið setur sem hámark svo þessar sjávarafurðir geti talizt neyzluhæfar, 1.250 bequerel á kíló. Það var einmitt vegna hinnar háu geislavirkni sem mælzt hafði í ír- landshafi sem ráðist var í breyting- ar á vinnsluaðferðum í Sellafield. Heilsu fólks ekki hætta búin Per Strand, sérfræðingur hjá norsku geislavörnunum, segir þó í' viðtali við Aftenposten að engin ástæða væri að svo stöddu til að ráða fólki frá því að neyta sjávar- fangs sem veitt er við Noregs- strendur, en magnið af teknesíumi sé þó áhyggjuefni. Skelfískur, humar, rækja og þang úr sjónum á ýmsum stöðum með- fram strönd Nöregs eru nú til nán- ari athugunar í rannsóknastofu norsku geislavarnastofnunarinnar. Með þessum athugunum mun fást úr því skorið hvort heilsu fólks geti verið hætta búin af völdum teknesíums í sjónum, en niður- staðna er fyrst að vænta í kring um áramótin. Sigurður Magnússon hjá Geisla- vörnum ríkisins í Reykjavík sagði í samtali vð Morgunblaðið að gera megi ráð fyrir að hinar geislavirku teknesíumagnir muni berast áfram með hafstraumum norður eftir Nor- egi. Hluti þeirra muni síðan halda áfram norðaustur fyrir Skandinavíu en annar hluti muni berast í vestur frá Norður-Noregi, framhjá Sval- barða og berast suður aftur með Austur-Grænlandsstraumnum. Að íslandsströndum muni agnirnar ná að líkindum í kring um aldamótin. Sigurður segir svo litla geislun ekki hafa í fór með sér neitt heilsu- farslegt vandamál. En málið snertir þó íslenzka hagsmuni mjög að mati Sigurðar og með ítarlegum mæling- um við íslandsstrendur geti þetta mál kennt mönnum ýmislegt. „Þarna er um að ræða einstakt tækifæri til rannsókna. Það er vitað hve mikið af geislavirku efni fór í írlandshaf á skömmum tíma [1994] og nú eru menn að fylgjast með því hvernig þetta dreifist og flyzt norð- ur eftir,“ segir Sigurður. „Þarna fá menn einstakt tækifæri til að sann- reyna þau reiknilíkön sem eru not- uð til að spá fyrir um flutninga og dreifingu á geislavirkum efnum í hafinu á norðurslóðum. Þetta hefur til dæmis mikla þýðingu ef kjam- orkuslys verður og mikið af geisla- virkum efnum fer í hafið,“ segir Sig- urður. Allt þetta varði íslenzka hagsmuni og því sé nauðsynlegt fyr- ir okkur að taka virkan þátt í nor- rænum og alþjóðlegum rannsóknar- verkefnum sem miða að því að fylgj- ast með því hvernig teknesíum flyzt hingað. I r > \ i I j i
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.