Morgunblaðið - 24.12.1997, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 24.12.1997, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. DESEMBER 1997 23 ERLENT Reuters Hanukkah hófst í gær Lipponen gagnrýnir ESB-stefnu Svía og Dana Helsinki. Morgunbladið. ' TONY Blair, forsætisráðherra Bretlands, kveikir á fyrstu Hanukkah kertunum ásamt tveim- ur forsvarsmönnum breska gyð- ingasamfélagsins. Gyðingar um allan heim héldu í gær hátíðlegan FULLTRUAR Rauða kross-félag- anna í Kóreuríkjunum tveimur komu saman í Peking í gær en náðu ekki samkomulagi í deilu ríkjanna um eftirlit með matvælasendingum til Norður-Kóreu. Ráðgert er að halda viðræðunum áfram í dag. Þetta er í fyrsta sinn sem fulltrú- arnir koma saman frá forsetakosn- ingunum í Suður-Kóreu í vikunni sem fyrsta dag Hanukkah, sem haldinn er til minningar um vel heppnaða uppreisn gyðinga gegn grískum yfirráðum og því hvernig olía til helgiathafna, sem aðeins átti að duga í einn dag, entist í átta daga. leið. Þeir ræddu m.a. sigur Kims Dae-jungs í kosningunum og tillögu hans um að ríkin efndu til leiðtoga- fundar á næsta ári. Talið var að auðvelt yrði að ganga frá samkomulagi um matvælaaðstoð við Norður-Kóreu ef hægt yrði að leysa deiluna um hvernig hátta bæri eftirlitinu með matvælasendingun- um. FARIÐ er að hitna i kolunum á milli Finna annars vegar og Svía og Dana hins vegar varðandi stefnumótun Evrópusambandsins (ESB). Gagnrýndi Paavo Lipponen, forsætisráðherra Finna, harkalega stefnu Svía og Dana í fjölmiðlum um síðustu helgi. Forsætisráðherrann fjallaði um þessi mál annars vegar í viðtáli sem birtist á sunnudaginn í Helsingin Sano- mat, stærsta dagblaði Finna, og hins vegar í útvarpsþætti finnska ríkisút- varpsins. Lipponen segist líta svo á að Svíar og Danir hafi tekið upp þann sið að vera ekki nema með annan fótinn í ESB. Finnar taki hins vegar þátt í starfi sambands- ins af heilum hug. Það eru einkum tvö mál sem Lipponen hefur í huga: Annars vegar afstaða ESB til þeirra ríkja í Austur-Evrópu sem sækjast eftir aðild að sambandinu í næstu lotu og hins vegar afstaða Svía og Dana til Efnahags- og myntbandalags Evrópu (EMU). Eftir síðasta leið- togafund ESB-ríkja varð augljóst að norræn samstaða innan banda- lagsins er af skornum skammti. Gagnrýna stefnuna varðandi stækkun ESB Danir og Svíar hafa kosið að gerast talsmenn þess að Litháen og Lettland komist í hóp þeirra ríkja sem fyrst hefja aðildarviðræð- ur við ESB. Finnar hafa hins vegar stutt stefnu meirihluta ESB-ríkja sem gerir ráð fyrir því að Eistland eitt Eystrasaltsríkja verði í þessum hópi. Þykir það álitamál hvort Eistland sé komið lengra á veg í lýðræðis- átt en hin tvö ríkin. Hins vegar eru menn sammála um að efna- hagslega séu Eistlendingar nær Vestur- Evrópu en ná- grannaþjóðir þeirra í suðri. Finnar og Eistlendingar eru frændþjóðir en það þykir að vissu leyti skýra stefnu Finna. Lipponen segist fagna því að ná- frændur hans skuli vera komnir þetta nálægt ESB-aðild en segir að sú stefna Finna að mæla með þátttöku Eistlands en ekki hinna tveggja ríkjanna sé aðeins byggð á raunsæi. Meiri EMU-umræða en í Svíþjóð? Lipponen segist ætla að ræða nánar við Göran Persson forsætis- ráðherra um gagnrýni Svía á stefnu Finna í þessu rnáli. Forsætisráð- herra Finna bendir á að meirihluti ESB-ríkja hafi hafnað tillögu Svía og Dana um að hefja nú þegar aðildarviðræður við Litháa og Letta. Það hefðu Svíar átt að sætta sig við. Hitt málið sem grannþjóðirnar greinir á um er afstaðan til EMU. Finnar hafa ávallt verið jákvæð- astir Norðurlandaþjóða gagnvart sameiginlegum gjaldmiðli Evrópu. Telur Lipponen að jákvæð afstaða Finna jafnt til ESB og EMU stafi af því að umræðan hafi verið ýtar- legri en í Svíþjóð. Segir Lipponen að Svíar hafi orðið sárir út af því að ríkisstjórn þeirra hafi ákveðið að sækjast eft- ir inngöngu í ESB með allt of stutt- um fyrirvara. Ekki einu sinni með- limir í sænska Jafnaðarmanna- flokknum hafi fengið að ræða málið til hlítar. Þetta hljómar ef til vill einkennilega í eyrum Svía en hingað til hefur vaninn verið sá að þjóðmálaumræða í Finnlandi sé mun minni en í Svíþjóð. Lipponen harmar það að Finnar, Danir og Svíar skuli ekki ná að koma sameiginlegum málefnum sínum á framfæri í ESB áður en sambandið verði stækkað. Telur hann að nú sé kjörið tækifæri til að reka norræn málefni áður en Austur-Evrópuþjóðirnar bætast í hópinn. FLÍSASKERAR OG FLÍSASAGIR - - -- ifi 10 J□ \\ ir 1- IV Stórhöfða 17, við Gullinbrú, sími 567 4844 Viðræður Kóreu- Peking. Reuters. ríkjanna Listatöfrar Ítalíu við Gardavatn LANDSBRÉF HF. árshátíð í London. ODDFELLOWSTÚKAN ÞORGEIR — sigling og dvöl, Karíbahaf. LÍFFRÆÐINEMAR HÁSKÓLA ÍSLANDS, ferð til Singapore, Indónesíu, Ástralíu. KÓR ÍSLENSKU ÓPERUNNAR, rómuð söngferð til Ítalíu í júní. HAMRAHLÍÐARKÓRINN, frægar söngferðir, síðast Europa Cantat, Austurríki. NÁMS- OG SKEMMTIFERÐ KENNARA TIL THAILANDS í tengslum við Nýbúa. LISTUNNENDUR í ferð til TOSCANA, í tengslum við Endurmenntunarstofnun H.í. SIGLINGAHÓPUR Á DESTINY í janúar. SIGLINGAHÓPUR Á IMAGINATION um páska. SIGLINGAHÓPUR Á INSPIRATION í nóv. ÖLLUM GESTUM OKKAR á draumaeyjunni DOMINIKANA árið um kring. HEIMSKLÚBBUR INGÓLFS ÓSKAR FARÞEGUM SÍNUM TIL HAMINGJU MEÐ VELHEPPNAÐAR FERÐIR UNDANFARINNA ÁRA OG ÞAKKAR VIÐSKIPTIN. ÁRIÐ SEM ER AÐ KVEÐJA VAR ÞAÐ UMSVIFAMESTA, MEÐ 40% AUKNINGU FRÁ FYRRA ÁRI. FYRIR SÍAUKIÐ TRAUST OG VELVILD ÞAKKAR HEIMSKLÚBBUR INGÓLFS AF HEILUM HUG, TILBÚINN AÐ NOTA REYNSLU SÍNA OG BESTU VIÐSKIPTASAMBÖND í YKKAR ÞÁGU Á KOMANDI ÁRI. AUK ÓTALINS FJÖLDA EINSTAKLINGA Á FERÐ UM ALLAR ÁLFUR HEIMSINS, SEM PÖNTUÐU FERÐ SÍNA HJÁ HEIMSKLÚBBNUM, -ÞÖKKUM VIÐ EFTIRFARANDI SÉRHÓPUM ÁNÆGJULEGT SAMSTARF: SÉRSTAKAR ÞAKKIR FYRIR ÞÁTTTÖKU OG ÓGLEYMANLEGA SAMVERU í „BETRI FERÐUNUM“ TÖFRAR ÍTALÍU - ágúst TÖFRAR 1001 NÆTUR í AUSTURLÖNDUM - okt. HNATTREISA UMHVERFIS JÖRÐINA nóv.-des. Hnattreisa Heimsklúbbsins á Góðravonarhöfða „Betri ferðirnar“ verða endurteknar með smábreytingum á sama árstíma 1998. GLEÐILEG JÓL — FARSÆLT KOMANDI FERÐAÁR 1998 FERÐASKRIFSTOFAN PRIMA? HEIMSKLUBBUR INGOLFS Austurstræti 17,4. hæð 101 Reykjavík, sími 56 20 400, fax 562 6564
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.