Morgunblaðið - 24.12.1997, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 24. DESEMBER 1997 23
ERLENT
Reuters
Hanukkah hófst í gær
Lipponen gagnrýnir
ESB-stefnu Svía og Dana
Helsinki. Morgunbladið. '
TONY Blair, forsætisráðherra
Bretlands, kveikir á fyrstu
Hanukkah kertunum ásamt tveim-
ur forsvarsmönnum breska gyð-
ingasamfélagsins. Gyðingar um
allan heim héldu í gær hátíðlegan
FULLTRUAR Rauða kross-félag-
anna í Kóreuríkjunum tveimur komu
saman í Peking í gær en náðu ekki
samkomulagi í deilu ríkjanna um
eftirlit með matvælasendingum til
Norður-Kóreu. Ráðgert er að halda
viðræðunum áfram í dag.
Þetta er í fyrsta sinn sem fulltrú-
arnir koma saman frá forsetakosn-
ingunum í Suður-Kóreu í vikunni sem
fyrsta dag Hanukkah, sem haldinn
er til minningar um vel heppnaða
uppreisn gyðinga gegn grískum
yfirráðum og því hvernig olía til
helgiathafna, sem aðeins átti að
duga í einn dag, entist í átta daga.
leið. Þeir ræddu m.a. sigur Kims
Dae-jungs í kosningunum og tillögu
hans um að ríkin efndu til leiðtoga-
fundar á næsta ári.
Talið var að auðvelt yrði að ganga
frá samkomulagi um matvælaaðstoð
við Norður-Kóreu ef hægt yrði að
leysa deiluna um hvernig hátta bæri
eftirlitinu með matvælasendingun-
um.
FARIÐ er að hitna i kolunum á
milli Finna annars vegar og Svía
og Dana hins vegar varðandi
stefnumótun Evrópusambandsins
(ESB). Gagnrýndi Paavo Lipponen,
forsætisráðherra Finna, harkalega
stefnu Svía og Dana í fjölmiðlum
um síðustu helgi.
Forsætisráðherrann fjallaði um
þessi mál annars
vegar í viðtáli
sem birtist á
sunnudaginn í
Helsingin Sano-
mat, stærsta
dagblaði Finna,
og hins vegar í
útvarpsþætti
finnska ríkisút-
varpsins. Lipponen segist líta svo
á að Svíar og Danir hafi tekið upp
þann sið að vera ekki nema með
annan fótinn í ESB. Finnar taki
hins vegar þátt í starfi sambands-
ins af heilum hug.
Það eru einkum tvö mál sem
Lipponen hefur í huga: Annars
vegar afstaða ESB til þeirra ríkja
í Austur-Evrópu sem sækjast eftir
aðild að sambandinu í næstu lotu
og hins vegar afstaða Svía og Dana
til Efnahags- og myntbandalags
Evrópu (EMU). Eftir síðasta leið-
togafund ESB-ríkja varð augljóst
að norræn samstaða innan banda-
lagsins er af skornum skammti.
Gagnrýna stefnuna varðandi
stækkun ESB
Danir og Svíar hafa kosið að
gerast talsmenn þess að Litháen
og Lettland komist í hóp þeirra
ríkja sem fyrst hefja aðildarviðræð-
ur við ESB. Finnar hafa hins vegar
stutt stefnu meirihluta ESB-ríkja
sem gerir ráð fyrir því að Eistland
eitt Eystrasaltsríkja verði í þessum
hópi.
Þykir það álitamál hvort Eistland
sé komið lengra á veg í lýðræðis-
átt en hin tvö ríkin. Hins vegar eru
menn sammála
um að efna-
hagslega séu
Eistlendingar
nær Vestur-
Evrópu en ná-
grannaþjóðir
þeirra í suðri.
Finnar og
Eistlendingar
eru frændþjóðir en það þykir að
vissu leyti skýra stefnu Finna.
Lipponen segist fagna því að ná-
frændur hans skuli vera komnir
þetta nálægt ESB-aðild en segir
að sú stefna Finna að mæla með
þátttöku Eistlands en ekki hinna
tveggja ríkjanna sé aðeins byggð
á raunsæi.
Meiri EMU-umræða en í
Svíþjóð?
Lipponen segist ætla að ræða
nánar við Göran Persson forsætis-
ráðherra um gagnrýni Svía á stefnu
Finna í þessu rnáli. Forsætisráð-
herra Finna bendir á að meirihluti
ESB-ríkja hafi hafnað tillögu Svía
og Dana um að hefja nú þegar
aðildarviðræður við Litháa og
Letta. Það hefðu Svíar átt að sætta
sig við.
Hitt málið sem grannþjóðirnar
greinir á um er afstaðan til EMU.
Finnar hafa ávallt verið jákvæð-
astir Norðurlandaþjóða gagnvart
sameiginlegum gjaldmiðli Evrópu.
Telur Lipponen að jákvæð afstaða
Finna jafnt til ESB og EMU stafi
af því að umræðan hafi verið ýtar-
legri en í Svíþjóð.
Segir Lipponen að Svíar hafi
orðið sárir út af því að ríkisstjórn
þeirra hafi ákveðið að sækjast eft-
ir inngöngu í ESB með allt of stutt-
um fyrirvara. Ekki einu sinni með-
limir í sænska Jafnaðarmanna-
flokknum hafi fengið að ræða
málið til hlítar. Þetta hljómar ef
til vill einkennilega í eyrum Svía
en hingað til hefur vaninn verið
sá að þjóðmálaumræða í Finnlandi
sé mun minni en í Svíþjóð.
Lipponen harmar það að Finnar,
Danir og Svíar skuli ekki ná að
koma sameiginlegum málefnum
sínum á framfæri í ESB áður en
sambandið verði stækkað. Telur
hann að nú sé kjörið tækifæri til
að reka norræn málefni áður en
Austur-Evrópuþjóðirnar bætast í
hópinn.
FLÍSASKERAR
OG FLÍSASAGIR
- - -- ifi
10 J□ \\ ir
1- IV
Stórhöfða 17, við Gullinbrú,
sími 567 4844
Viðræður Kóreu-
Peking. Reuters.
ríkjanna
Listatöfrar Ítalíu við Gardavatn
LANDSBRÉF HF. árshátíð í London.
ODDFELLOWSTÚKAN ÞORGEIR — sigling og dvöl, Karíbahaf.
LÍFFRÆÐINEMAR HÁSKÓLA ÍSLANDS, ferð til Singapore, Indónesíu, Ástralíu.
KÓR ÍSLENSKU ÓPERUNNAR, rómuð söngferð til Ítalíu í júní.
HAMRAHLÍÐARKÓRINN, frægar söngferðir, síðast Europa Cantat, Austurríki.
NÁMS- OG SKEMMTIFERÐ KENNARA TIL THAILANDS í tengslum við Nýbúa.
LISTUNNENDUR í ferð til TOSCANA, í tengslum við Endurmenntunarstofnun H.í.
SIGLINGAHÓPUR Á DESTINY í janúar.
SIGLINGAHÓPUR Á IMAGINATION um páska.
SIGLINGAHÓPUR Á INSPIRATION í nóv.
ÖLLUM GESTUM OKKAR á draumaeyjunni DOMINIKANA árið um kring.
HEIMSKLÚBBUR INGÓLFS ÓSKAR FARÞEGUM SÍNUM TIL HAMINGJU
MEÐ VELHEPPNAÐAR FERÐIR UNDANFARINNA ÁRA OG ÞAKKAR
VIÐSKIPTIN. ÁRIÐ SEM ER AÐ KVEÐJA VAR ÞAÐ UMSVIFAMESTA, MEÐ
40% AUKNINGU FRÁ FYRRA ÁRI. FYRIR SÍAUKIÐ TRAUST OG VELVILD
ÞAKKAR HEIMSKLÚBBUR INGÓLFS AF HEILUM HUG, TILBÚINN AÐ
NOTA REYNSLU SÍNA OG BESTU VIÐSKIPTASAMBÖND í YKKAR ÞÁGU Á
KOMANDI ÁRI. AUK ÓTALINS FJÖLDA EINSTAKLINGA Á FERÐ UM
ALLAR ÁLFUR HEIMSINS, SEM PÖNTUÐU FERÐ SÍNA HJÁ
HEIMSKLÚBBNUM, -ÞÖKKUM VIÐ EFTIRFARANDI SÉRHÓPUM
ÁNÆGJULEGT SAMSTARF:
SÉRSTAKAR ÞAKKIR FYRIR ÞÁTTTÖKU OG
ÓGLEYMANLEGA SAMVERU í „BETRI FERÐUNUM“
TÖFRAR ÍTALÍU - ágúst
TÖFRAR 1001 NÆTUR
í AUSTURLÖNDUM - okt.
HNATTREISA UMHVERFIS JÖRÐINA nóv.-des.
Hnattreisa Heimsklúbbsins á Góðravonarhöfða
„Betri ferðirnar“ verða
endurteknar með smábreytingum á
sama árstíma 1998.
GLEÐILEG JÓL — FARSÆLT
KOMANDI FERÐAÁR 1998
FERÐASKRIFSTOFAN
PRIMA?
HEIMSKLUBBUR
INGOLFS
Austurstræti 17,4. hæð 101 Reykjavík,
sími 56 20 400, fax 562 6564