Morgunblaðið - 24.12.1997, Síða 39
38 MIÐVIKUDAGUR 24. DESEMBER 1997
MORGUNB LAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 24. DESEMBER 1997 39
STOFNAÐ 1913
ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík.
FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson.
RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
HÁTÍÐ BARNANNA
JOLIN eru oft kölluð hátíð barnanna. Gleði barnanna
yfir ljósadýrðinni, gjöfunum og hátíðarbragnum er
mest og einlægust. Þeir, sem eiga böm, gera sitt bezta til
að gleðja þau á jólunum og flestir foreldrar vilja eyða há-
tíðisdögunum með bömum sínum.
Jólin em líka hátíð bamanna í annairi og dýpri merk-
ingu. Fagnaðarerindið birtist mannkyninu í litlu bami.
Þannig tilkynnti engillinn, sem birtist íjárhirðum í hag-
lendum Betlehems, fæðingu þess: „Verið óhræddir, því
sjá, ég boða yður mikinn íognuð, sem veitast mun öllum
lýðnum: Yðm' er í dag frelsari fæddur, sem er Kristur
Drottinn, í borg Davíðs. Og hafið þetta til marks: Þér
munuð finna ungbarn reifað og lagt í jötu.“
Sérhver barnsfæðing er yfirleitt fagnaðarefni. í sak-
leysi sínu og einlægni em bömin fulltrúar þess bezta í
manninum, enda lagði Kristur áherzlu á að maðurinn
varðveitti bamið í sjálfum sér. Er lærisveinar hans
spurðu hann hver væri mestur í himnaríki, kallaði hann á
lítið bam, setti það á meðal þeirra og sagði: „Sannlega
segi ég yður: Nema þér snúið við og verðið eins og börn,
komist þér aldrei í himnaríki. Hver sem auðmýkir sjálfan
sig eins og bam þetta, sá er mestur í himnaríki. Hver
sem tekur við einu slíku bami í mínu nafni, tekur við
mér.“
Að taka við bömunum í nafni Krists er að taka á móti
Kristi, taka á móti boðskap hans. En hvemig tökum við á
móti bömunum okkar, sem einstaklingar og sem samfé-
lag? Islendingar eignast hlutfallslega fleiri böm en flest-
ar aðrar iðnvæddar þjóðir. Heilbrigðiskerfið stendur sig
vel; óvíða er ungbamadauði minni en á Islandi. í alþjóð-
legum viðhorfskönnunum kemur sömuleiðis fram að Is-
lendingar em sú vestræna þjóð, sem vill eignast flest
böm og telur þau jafnvel forsendu lífsfyllingar.
Þótt böm séu samkvæmt þessu velkomin í íslenzku
samfélagi er engu að síður margt sem bendir til að það sé
ekki að öllu leyti bamvænt. Stutt er síðan fréttir birtust
af ofbeldi fullorðinna gegn vamarlausum bömum; nokk-
uð sem vissulega er ekkert einsdæmi, en engu að síður
smánarblettur á samfélaginu.
Afleiðingar vanrækslu á uppeldi og umönnun bama
geta verið skelfilegar; þannig var ungur maður fyrir
stuttu dæmdur fyrir á fjórða tug afbrota, sem hann
framdi sextán ára gamall. Hann var í reiðileysi á heimili,
þar sem fullorðinna naut ekki við, hafði ekki fengið þá
væntumþykju, leiðsögn og aga, sem öllum er nauðsynleg.
Framangreind dæmi eiga auðvitað aðeins við um lítinn
minnihluta bama og unglinga. Flest íslenzk böm eiga
foreldra, sem gera sitt bezta til að búa vel að þeim. Engu
að síður er pottur brotinn á sumum sviðum, sem snúa að
stærri hópum íslenzkra bama. Undanfarið hefur til
dæmis verið bent áþað æ oftar að ótrúlega mörg íslenzk
böm eiga þess ekki kost að umgangast báða foreldra
sína, ýmist vegna þess að foreldrar, sem ekki hafa forsjá
bama sinna, vanrækja skyldur sínar eða þá að forsjár-
lausir foreldrar em beinlínis hindraðir í að nota um-
gengnisrétt sinn. Hvort tveggja bitnar jafnilla á bömun-
um. Öll böm eiga að fá að umgangast báða foreldra sína
eftir því sem kostur er og sækja til þeirra hlýju og leið-
sögn.
Enn eitt, sem snýr að flestum heimilum á Islandi, er að
við gefum okkur almennt lítinn tíma fyrir fjölskyldulífið.
Islenzkir foreldrar vinna einhvem lengsta vinnudag í
iðnríkjunum og það bitnar óhjákvæmilega á bömum
þeirra, hvort sem okkur líkar betur eða verr. Bæði for-
eldrar sjálfir og vinnuveitendur þeirra þurfa að átta sig á
ábyrgð sinni í þessu efni.
Rétt framkoma við upprennandi kynslóð skiptir sköp-
um um framtíð þjóðarinnar. Við eigum að taka ábyrgð á
bömunum okkar, taka á móti þeim í nafni Krists. Við eig-
um að koma fram við þau í anda hinnar gullnu reglu sem
hann setti okkur; leitast við að búa þeim þá æsku, sem
við hefðum sjálf helzt kosið að eiga. Um leið og við opn-
um hjarta okkar fyrir fagnaðarerindi jólanna ættum við
að strengja þess heit að sérhver dagur verði hátíðisdagur
bamanna okkar, þótt við leggjum okkur kannski enn
meira fram á jólunum en ella.
Morgunblaðið óskar lesendum sínum og landsmönnum
öllum gleðilegrar jólahátíðar.
Á LEIÐ Á SUÐURPÓLINN
Reyna að ná
sambandi á að-
fangadagskvöld
INGÞÓR Bjarnason, Haraldur Örn
Ólafsson og Ólafur Örn Haraldsson
eiga eiginkonur og fjölskyldur heima á
íslandi. Una Björk Ómarsdóttir, sam-
býliskona Haralds Arnar Ólafssonar,
og Sigrún Richter, eiginkona Ólafs
Haraldssonar, halda jólin saman í
Reykjavík í fjarveru þeirra feðga,
ásamt Hauki Steini og Örvari Þór,
sonum Ólafs. Eiginkona Ingþórs,
Ragna Finnsdóttir, býr á Akureyri.
Una Björk sagði í samtali við Morg-
unblaðið að þær væru að leggja drög
að því að ná sambandi við þá á að-
fangadagskvöld. „Við erum búnar að
tala við þá einu sinni í síma frá því að
þeir lögðu af stað en við höfum fengið
fréttir af ferðinni á hverjum degi og
vitum að þeir eru við góða heilsu og í
góðu skapi,“ sagði Una Björk.
„Undirbúningurinn snerist mikið
um að undirbúa þá andlega og þeir
eru mjög kappsfullir og ákveðnir. Það
er ekki síst andlega hliðin sem skiptir
máli til þess að þeir geti haldið þetta
út.“
En hvaða augum líta konur pólfar-
anna þessa tveggja mánaða gönguferð
um ísfrerann hinum megin á hnettin-
um? „Mér fmnst frábært að þeir skuli
hafa komist þetta og ég styð þá heils
hugar. En auðvitað er þetta stundum
einmanalegt og biðin er löng,“ segir
Una Björk.
Sambandi er þannig komið á að þær
hringja í tjaldbúðirnar í Patriot Hills
við ísjaðarinn á Suðurskautinu á þeim
tíma þegar þremenningarnir hafa
þangað talstöðvarsamband að láta
heyra í sér.
Ragna Finnsdóttir, eiginkona Ing-
þórs, býr á Akureyri. Hún sagðist í
samtali við Morgunblaðið ekki koma
Morgunblaðið/Björn Gíslason
RAGNA Finnsdóttir, eiginkona
Ingþórs Bjarnasonar.
til með að hafa beint samband við eig-
inmann sinn, Ingþór Bjarnason, um
jólin en þó ætli konur Suðurskautsfar-
anna að reyna að senda þeim kveðju á
aðfangadag. „Við ætlum að hringja í
rannsóknarstöðina á Suðurskauts-
landinu og reyna að senda kveðjuna í
gegnum þá sem þar eru.“
Ragna sagði það ekki þjóna neinum
tilgangi að vera með í maganum yfir
ferðalagi þremenninganna. „Eg veit
hvað þeir geta og þeir eru í mjög góðu
líkamlegu og andlegu formi. Áuðvitað
er slæmt að hafa Ingþór ekki heima á
jólunum en þetta er öruggasti tími
ársins og ég er því alveg sátt við að
hann fari á þessum tíma, öryggisins
vegna.“
Morgunblaðið/Golli ^
FJÖLSKYLDA feðganna Haralds Arnar og Ólafs Arnar Haraldssonar. í
þessum liópi eru tvær eiginkonur, tveir synir, móðir, tveir bræður, og
tengdadóttir Suðurpdlsfara. Frá hægri: Haukur Steinn Ólafsson, Sigrún
Richter, eiginkona Ólafs Arnar og móðir Haralds Arnar, Örvar Þór Olafs-
son og Una Björk Ómarsdóttir, sambýliskona Haralds Arnar.
Morgunblaðið/Þorkell
Suðurskautsfararnir borða
um 7.000 kaloríur á dag
Frostþurrkað-
ur kjúklingur
og fleira lostæti
SUÐURSKAUTSFARARNIR þrír eru
að jafnaði á gangi í 10 klukkustundir
á dag og þurfa staðgóðan mat til að
fylla sig orku. Tómas Bjarnason í
Utilífi sem aðstoðaði þá við að útbúa
sig og er einn tengiliða þeirra hér á
landi segist áætla að næringargildi
þess sem þeir borða sé um það bil
7.000 kaloríur á dag en kyrrsetumað-
ur þarf 2.000-2.500 kaloríur á dag.
Matseðillinn er sá sami og þre-
menningarnir studdust við á ferð
sinni yfir Grænlandsjökul. í lok dags-
ins þegar tjaldið hefúr verið sett upp
er kveikt á bensínprímus, en
gasprímus er ekki hægt að nota
vegna frostsins. Siðan er eldaður sér-
stakur frostþurrkaður matur, sem
nefnist Mountain House, og eru til
ýmsar bragðtegundir, t.d. lasagne,
austurlenskur kjúklingur og ýmislegt
fleira. Orkuríkasti maturinn er hins
vegar svokallað pemmikani, sem er
þurrkaður kjötgrautur sem hefur
verið notaður frá upphafi heim-
skautaferða. Einnig er reykt svína-
síða í farangrinum ásamt íslensku
smjöri og salami-pylsu, þorskalifur,
múslí, hrökkbrauði og einnig kexi og
súkkulaði. Samtals bræða suður-
skautsfararnir snjó í 15 lítra af vatni
sér til drykkjar á dag og blanda sér
m.a. kakódrykki og te.
Komirnar á íslandi en karlarnir á Suðurskautslandinu
Morgunblaðið/Kristinn
SIGURBORG Borgþórsdóttir og Kristjana Harðardóttir, sem er með 11 mánaða son sinn og
Freys, Jón Snævar, í fanginu. Freyr átti erfitt með að kveðja soninn áður en hann lagði af stað í
leiðangurinn, enda missir hann af fyrstu jólum hans.
Fengu jólahangikjötið í nóvember
„ VIÐ héldum jólaboð áður en Freyr og Jón
lögðu af stað til Suðurskautslandsins, svo þeir
fengu jólahangikjötið sitt. Svo tóku þeir með
sér harðfisk og hákarl, en þeir ætla að borða
sænska skinku á jólununi þarna niður frá,“
segja þær Kristjana Harðardóttir og Sigur-
borg Borgþórsdóttir.
Krisljana er kona Freys Jónssonar og Sigur-
borg kona Jóns Svanþórssonar, en þeir eru full-
trúar Islands í rannsóknarleiðangri Sænsku
pólstofnunarinnar á Suðurskautslandinu. Þeir
lögðu af stað suður á bóginn í lok nóvember og
koma ekki heim fyrr en 6. mars. Konur þeirra
halda því jólin án þeirra að þessu sinni.
„Þetta var svo frábært tækifæri, að þeir
urðu að fara,“ segja þær Krisfjana og Sigur-
borg. „Við treystum því að þeir fari varlega,
enda eru þeir báðir reyndir. Það er því engin
ástæða til að óttast."
Kristjana segir að Freyr hafi tekið jólagjafir
með sér á Suöurskautslandið og skilið eftir
pakka heima. Sigurborg hefur sömu sögu að
segja, en bætir því við að þótt hún haldi jólin
samkvæmt hefð, þá verði það aldrei eins þegar
Jón sé ekki heima. „Undirbúningurinn hefur
líka verið óvenjulegur. Jón var til dæmis ekki
búinn að setja upp útiljósaseríurnar þegar
hann fór!“
Sigurborg lét ekki nokkrar ljósaseríur veíj-
ast fyrir sér og Krisljana tekur undir að þær
verði bara að gera hlutina sjálfar þegar karl-
arnir séu í burtu, reyndar gætu þeir vart verið
fjær.
Þær fá fréttir af mönnum sfnum reglulega.
Þeir geta hringt af og til um gervihnattasíma
og gera það í kvöld, aðfangadagskvöld. Þá
geta þau skipst á tölvu- og símbréfum.
„Ferðin hefur gengið mjög vel hingað til og
frábært hvað jepparnir tveir hafa reynst vel,“
segja þær. „Þeir Jón og Freyr þekktust ekkert
áður en þeir fóru að undirbúa ferðina. Sá und-
irbúningur hófst fyrir tveimur árum og stóð
óslitið allt þetta ár. Til allrar hamingju kemur
þeim alveg ágætlega saman."
I tölvubréfi, sem Freyr og Jón sendu frá sér
á mánudag, kemur fram að þeir hafi fengið að
sofa út þann dag, enda hafi sunnudagurinn
verið langur og erfiður. „Við erum fimm eftir
hér í stöðinni og er mjög rúmt um okkur í fjór-
um herbergjum með 12 kojum, klósetti, gufu-
baði, sturtu, stóru eldunarrými, stofu og borð-
stofu. 220 v rafstöð o.fl. Svo eru menn að tala
um harðræði í leiðöngrum. Það gildir ekki á
þessum bæ né þeim næsta, sem er finnska
stöðin Aboa. Þar hafa þeir sjónvarp og vídeó!“
segja þeir.
Suðurskautsfararnir skreyta tjaldið sitt í kvöld
Sjóða hamborg-
arhrygg í
bráðnum snjó
ÞEGAR Suðurskautsfararnir þrír tjalda í
kvöld, við lok 43. dags göngunnar í átt að
Suðurpólnum, munu þeir skreyta tjaldið sitt
með rauðum borða. „Jólin okkar verða ein-
föld en ánægjuleg. Tjaldið verður heimili
okkar. Við munum kveikja á kerti, reisa
jólatréð okkar, hengja upp skraut og syngja
jólalög," segir í skilaboðum sem bárust frá
þeim í gær.
Þremenningarnir munu Iáta þurrkaða
heimskautafaramatinn liggja úti á sleðanum
í kvöld en þess í stað gæða þeir sér á úrbein-
uðum hamborgarhrygg sem þeir sjóða upp
úr bráðnum snjó yfir loga frá bensínprímus.
Eftir matinn opna þeir jólakortin frá ástvin-
urn súium.
í dag hafa Ingþór, Haraldur Örn og Ólaf-
ur Örn lagt undir fót um það bil 900 kíló-
metra af hjarni á göngu sinni í átt að Suður-
pólnum. I boðunum sem bárust í gær sagði
að þeir væru í 297 km fjarlægð frá Pólnum
og í 2.300 metra hæð uppi á jöklinum.
„Við erum nú á leiðinni í gegnum stórt
rifskaflasvæði en við verðum að mestu leyti
komnir í gegnum það um jólin,“ sagði í boð-
unum. Gangi þeim áfram allt að óskum er
ljóst að þeir ljúka göngunni á undan áætlun
og ekki er loku fyrir það skotið að þeir nái í
bækistöðvar Bandarflcjamanna á pólnum á
gamlárskvöld.
Sleðarnir, sem hver vó ríflega 100 kfló
þegar lagt var af stað 7. nóvember, eru nú
meira en þriðjungi léttari en í upphafi ferð-
ar. Ferðaáætlunin gerði ráð fyrir því að þeir
kæmu á pólinn þann 10. janúar en þegar
blaðamaður Morgunblaðsins talaði við Ólaf
Örn Haraldsson í Patriot Hills, daginn áður
en þremenningarnir gengu af stað sagði
hann að ef allt gengi að óskum væri draum-
urinn sá að ná í áramótagleði Bandaríkja-
mannanna í bækistöðinni á Pólnum.
43 dagar í sunnanbyl
Kannski verður jólaveðrið á Suðurskauts-
Iandinu jafnmilLog á íslandi en síðast þegar
INGÞÓR Bjarnason, Ólafur Örn Haraldsson
og Haraldur Örn Ólafsson á Suðurskauts-
landinu. Myndin var tekin utan við Patriot
Hills tjaldbúðirnar 12. nóvember, daginn
sem þeir lögðu af stað frá ísröndinni áleiðis
að Pólnurn.
fréttist var það býsna hefðbundið; 20-30 stiga
frost og linnulaus mótvindur, 6 vindstig og
þar yfir, með skafrenningi. Að teknu tilliti til
vindkælingar jafngildir það a.m.k. 47 stiga
frosti. Við þessar aðstæður hafa þremenning-
arnir lagt undir fót um 25 km á hverjum
degi. Það má því segja að þeir hafi eytt síð-
ustu 43 dögunum í sunnanbyl.
Tómas Bjarnason, tengiliður þremenning-
anna hér á landi, segir að í því roki sem oft-
ast er á Suðurskautslandinu, séu menn
stöðugt með eins og suð fyrir eyrunum og því
geti menn lítið haft samband sin á milli á
göngunni, samskipti bíði þess að menn séu
búnir að koma yfir sig tjaldi á kvöldin. Hver
þremenninganna er með vasadiskó meðferðis
til þess að hlusta á tónlist þegar færi gefst.
Fáeinir aðrir leiðangrar eru á Suður-
skautslandinu og í skilaboðunum sem bárust
frá leiðangursmönnum í gær segir að á að-
fangadagskvöld verði næstu nágrannar
þeirra ástralskur leiðangur í 150 kflómetra
fjarlægð.
Hugmyndir um kennslu á háskólastigi á Austurlandi
Ný hugsun í
háskólastarfí
Tillaga fjárlaganefndar
um að veita átta millj-
ónum króna til undir-
búnings háskólastarfi á
Austurlandi hefur vak-
ið athygli. Karl Blöndal
kynnti sér hugmyndir
um kennslu á háskóla-
stigi á Austfjörðum.
Fjárlaganefnd Al-
þingis lagði til fyrir nokkru
að átta milljónum króna
yrði varið til undirbúnings
háskólakennslu á Austurlandi á
næsta ári. Hugmyndin er sú að
leggja áherslu á fjarkennslu og end-
urmenntun og lagði Jón Kristjáns-
son, formaður fjárlaganefndarinnar,
áherslu á það í samtali við Morgun-
blaðið að ætlunin væri ekki að koma
upp nýrri háskólastofnun. Emil
Björnsson, aðstoðarskólameistari
Menntaskólans á Egilsstöðum, hef-
ur stýrt nefnd, sem fjallað hefur um
þessar hugmyndir, og sagði hann að
hér væri á ferð ný hugsun í háskóla-
starfi.
Jón sagði að lagt hefði verið til að
átta milljónum yrði varið til undir-
búnings þessa máls að beiðni Há-
skólanefndar Sambands sveitarfé-
laga í Austurlandskjördæmi. Þessi
fjárveiting var samþykkt við
fjárlagaafgreiðslu á laugardag.
„Hugsunin að baki var að Aust-
firðingar gætu undirbúið málið,“
sagði Jón. „Þeirra umsókn var rök-
studd og málið á því stigi að þótti
rétt að verða við hluta af þeirra
beiðni."
Jón sagði að það kæmi í hlut
menntamálaráðuneytis að ákveða
hvernig féð yrði notað. Væntanlega
yrði gert einhvers konar samkomu-
lag um að kanna forsendur íyrir
fjarkennslu og endurmenntun.
Fylgst með málinu í mennta-
málaráðuneyti
Björn Bjamason menntamálaráð-
herra sagði að fylgst hefði verið með
þessum hugmyndum í menntamála-
ráðuneytinu og þyrfti ráðuneytið að
taka ákvörðun um það hvernig þess-
ir fjármunir yrðu nýttir.
Emil Bjömsson er formaður Há-
skólanefndar Sambands sveitarfé-
laga í Austuriandskjördæmi, sem
var skipuð í febrúar. Hann sagði að
nefndin hefði lagt tillögur sínar fyrir
aðalfund Sambands sveitarfélaga í
Austurlandskjördæmi í ágúst og þar
hefði henni verið falið að halda starfi
sínu áfram.
„Hugmyndirnar ganga út frá að
það verði stofnuð miðstöð háskóla-
náms og endurmenntunar á Austur-
landi,“ sagði Emil. „Formið á mið-
stöðinni hefur ekki verið ákveðið, en
auðvitað munum við ræða við há-
skóla í landinu. Það er þó ekki ljóst á
þessu stigi hvort um verður að ræða
útibú frá ákveðnum háskóla eða
sjálfstæða miðstöð, sem yrði ein-
hvers konar sameignarfyriríæki."
Kennslunni dreift
Hann sagði að hér væri á ferð ný
hugsun í háskólastarfi.
„Hún felst í því að dreifa kennsl-
unni þar sem nemendurnir eru,“
sagði hann. „Þess vegna leggjum við
mikla áherslu á að tengja saman
framhaldsskólana á Austurlandi því
að við lítum á þá sem ákveðinn
grunn fyrir háskólamenntun og sí-
menntun. Þetta eru sterkustu
menntastofnanirnar á hverjum stað
og með þessu reynum við að byggja
á því sem fyrir er. Við leggjum
mikla áherslu á að þeir verði tengdir
saman með þvf, sem nefnist gagn-
virkt sjónvarp eða fjarfundabúnað-
ur.“
Hann sagði að þar með opnaðist
möguleiki á að tengjast hvaða há-
skóla, sem væri.
Vilji fyrirtækja kannaður
Að sögn Emils var gerð könnun á
því meðal fyrirtækja á Austuriandi
hvaða menntun skorti helst á vinnu-
markaðnum.
„Þar var talað um fjórþætta
menntun," sagði formaður Háskóla-
nefndarinnar. „Tungumál, gæðamál
og stjórnun, tölvuþekking og sölu-
og markaðsmál. Eftir þessari þekk-
ingu kalla austfirsk fyrirtæki. Því
má bæta við að þessa dagana stend-
ur yfir könnun á vegum Rannsókna-
stofnunar Háskólans á
Akureyri meðal almenn-
ings á Austurlandi á því
hvaða nám hann kjósi
helst að verði í boði.“
Hann kvað nefndina
hafa reynt að finna hvem-
ig háskólastarf hentaði aðstæðum á
Austfjörðum best.
„Hér eru mjög dreifðar byggðir,"
sagði hann um Austfirði. „Eg skoð-
aði þriggja ára gamlan háskóla í Pr-
ince George í Kanada, frekar litlum
stað með 70 þúsund íbúa. Hann
þjónustar gríðarlega stórt svæði í
hinum dreifðu byggðum í gegnum
sjö framhaldsskóla og geta verið allt
að 300 kílómetrar milli skóla. Þar
var strax lögð mikil áhersla á að
hækka menntunarstigið á því svæði
sem svar við miklum þjóðfélags-
breytingum og byggðaþróun. Við
höfum hug á að nýta tæknina til að
skapa nýjar forsendur fyrir kennslu
á háskólastigi á Austurlandi."
Hann sagði að nefndin hefði farið
fram á 16,4 milljónir króna. Ætlunin
hefði verið launa starfsmann í eitt ár
til að undirbúa stofnunina og tengja
saman framhaldsskólana með fjar-
skiptabúnaðinum með þessu fé.“
Fjárlaganefnd lagði eins og áður
kom fram til að átta milljónum yrði
varið til að undirbúa háskólastarf á
Austurlandi.
„Auðvitað náum við einhverjum
árangri með þessu þótt þetta sé ekki
öll upphæðin," sagði Emil. „Skrefin
verða þá bara styttri og fleiri."
Ekki ný huginynd
Hugmyndin um háskólastarf á
Austuriandi er ekki ný af nálinni.
Sveinbjörn Bjömsson, fyrrverandi
háskólarektor, var með þeim fyrstu,
sem vöktu máls á henni
og ræddi hana meðal ann-
ars í ræðu, sem hann
flutti við rektorsskipti í
Háskólanum í september.
Þar sagði Sveinbjöm að
hvatt hefði verið til þess
að i „öllum landshlutum [yrði] efnt
til miðstöðva endurmenntunar,
skemmra starfsnáms og byrjunar
háskólanáms við bestu framhalds-
skóla“. Bætti hann við að stuðningi
hefði verið heitið við undirbúning að
slíku námi á háskólastigi á Austur-
landi og Vestfjörðum.
Jón Kristjánsson sagði að Vest-
fírðingar hefðu gert grein fyrir hug-
myndum um svipað fyrirkomulag.
Þar hefði nefnd unnið að undirbún-
ingi málsins í tvö ár og hún hefði
sent fjárlaganefndinni greinargerð
um stöðu undirbúnings, en bæði
hefði hann verið of skammt kominn
og beiðni um fjárframlag borist of
seint til að bregðast mætti við henni
þar sem afgreiðsla fjárlaga hefði
verið á lokastigi.
Hann kvaðst telja að aukna
menntun vantaði á Áustfjörðum til
að efla atvinnulífið.
Atvinnulífi
hvatning
„Ef einhvers konar háskólaum-
hverfi væri innan seilingar fyrir
austan gæti það orðið at-
vinnulífinu hvatning,“
sagði Jón. „Það myndi
meðal annars ýta undir
það að fé bærist frá at-
vinnulífinu til rannsókna
og þróunar ef menn væru
í meiri snertingu við háskólastarfið."
Hann sagði að eins og málum
væri nú komið kæmi tiltölulega lítið
fé frá fyriríækjum til rannsókna og
þróunar. Ein ástæðan væri reyndar
sú að flest fyrirtæki á Austfjörðum
væru fremur smá, en það segði ekki
alla söguna.
Jón kvaðst telja eðlilegt að í þess-
ari umræðu væri spurt hvort Há-
skólinn væri ekki nógu aðþrengdur
um þessar mundir þótt ekki væri
verið að leggja á hann auknar byrð-
ar. Hér væri hins vegar ekki verið
að tala um skólastarf með mikilli yf-
irbyggingu, heldur að stofna til
tengsla við bæði Háskóla íslands og
aðrar stofnanir með tiltölulega ódýr-
um hætti.
Bjöm Bjarnason sagði að skoða
yrði hvað í þessum hugmyndum
fælist. Meðal annars væri talað um
að kaupa fjarkennslubúnað.
Ekki verið að tala um að stofna
háskóla á Austurlandi
„Það er alls ekki verið að tala um
að stofna háskóla á Austurlandi,"
sagði Björn. „Hins vegar er verið að
tala um endurmenntun og samstarf í
tengslum við framhaldsskólana. Við
höfum til dæmis stofnað miðstöð sí-
menntunar á Suðurnesjum. Endur-
menntunarstofnun Háskólans kem-
ur að henni með óbeinum hætti og
það er hægt að hugsa sér ýmiss kon-
ar endurmenntun á Austurlandi eins
og annars staðar. Kennaraháskólinn
hefur verið með fjar-
kennslu á háskólastigi á
Austurlandi."
Menntamálaráðherra
sagði að spurningin væri
meðal annars sú hvort
þyrfti sérstakan búnað til
að slíkt háskólastarf gæti farið fram,
en hann sæi enga ástæðu til að
leggjast gegn þvi að menn skoðuðu
alla möguleika þarna fremur en ann-
ars staðar til að nýta sér nýjustu
tækni til að endurmennta menn. En
það væri skilyrði að slíkt starf yrði í
tengslum við Háskóla Islands og
Háskólann á Akureyri.
„Samstarf við
háskóla lands-
ins er skilyrði
Vestfirðingar
vilja svipað
fyrirkomulag