Morgunblaðið - 24.12.1997, Page 47
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
MIÐVIKUDAGUR 24. DESEMBER 1997 47
BLÓMEY
STEFÁNSDÓTTIR
+ Blómey Stefáns-
dóttir fæddist
19. nóvember 1914
á Seyðisfirði. Hún
lést á Hrafnistu í
Reykjavík 18. des-
ember síðastliðinn.
Blómey giftist
Óskari Magnússyni.
Börn hennar eru: 1)
Sigríður Síverts-
dóttir Hjelm, f. 30.
ágúst 1939, og
Hallmar Stálöld
Óskarsson, f. 1. júní
1941, en hann lést
árið 1964.
Útför Blómeyjar
fór fram frá Áskirkju 23. desem-
ber.
Flestar hetjur í lífi okkar hafa
orðið til í kvikmyndum eða í sögu-
bókum. Oft eru þetta einsleitar hetj-
ur sem allt geta og í flestum tilvikum
karlmenn. Líf þeirra einkennist
gjarnan af töfraljóma Hollywood og
ungt fólk um allan heim gerir þær
að fyrirmyndum sínum.
Sem betur, fer eru líka til annars
konar hetjur og fyrirmyndir. Ég var
svo heppin að kynnast einni slíkri
en það var amma mín Blómey Stef-
ánsdóttir. Amma var íslensk kven-
hetja. Sterk, ákveðin, hreinskiptin
og vel gefin. Hún gat líka verið blíð
og skemmtileg en hart umhverfið
og erfíð ævi stuðlaði að því að það
var oft erfiðara að kalia fram þá
eiginleika hennar.
Amma var fámál um fortíðina við
mig og Heiðu systur mína sem þó
gerðum okkar besta til að fá hana
til að segja okkur sögur úr hennar
eigin lífi. Þegar vil eltumst áttuðum
við okkur þó á því að ævi ömmu
hafði verið erfíðari en flestra ann-
arra. Hún eignaðist móður okkar
utan hjónabands 25 ára gömul.
Amma var vinnukona og fátæk ein-
stæð móðir þegar hún síðan kynnt-
ist Óskari Magnússyni manninum
sem hún eyddi stórum hluta ævinnar
með. Þeim fæddist sonur skömmu
síðar. Með tvö ung börn veiktist
amma mikið af berklum. Vegna er-
fíðra veikinda þurfti hún að láta
bömin frá sér en tók soninn aftur
þegar henni skánaði.
Litla fjölskyldan, Blómey, Óskar
og sonurinn Hallmar Stálöld, bjó
lengst af í Blesugrófínni í híbýlum
sem Óskar sjálfur hafði byggt og
nefnt Garðstungu. Mikill harmleikur
átti sér stað þegar Hallmar lést af
slysförum rúmlega tvítugur að aldri.
Foreldrarnir tóku andlát Hallmars
mjög nærri sér og sömuleiðis móðir
mín sem missti bróður sinn og þann
ættingja sem hafði staðið henni
næst þó að þau hefðu aðeins alist
upp saman að hluta.
Ákveðin kaflaskil urðu í lífí ömmu
þegar afí tók þá ákvörðun að þau
flyttu á Hellisheiði. Hann var reiður
og bitur yfir þeirri ákvörðun borgar-
yfírvalda að lagður skyldi vegur,
Breiðholtsbraut, þar sem hús þeirra
lá. Garðstunga, sem Óskar hafði
byggt með eigin hendi, þurfti að rífa.
Ákvörðun um næstu híbýli var tekin
á þeirri forsendu að ekki yrði lögð
meiri vinna í húsbyggingar sem
þyrfti að rífa vegna vegafram-
kvæmda. Afi byggði nýtt „hús“ á
Hellisheiði, burstabæ með torfþaki
sem féll saman við náttúruna á heið-
inni.
Minning mín um ömmu er um
konuna sterku sem bjó á ljallinu.
Konuna sem óð snjó og krap á vet-
urna til að komast heim til sín. Kon-
una sem naut sín í gönguferðum um
hlíðar íjallsins á góðum sumardög-
um. Lágvaxin, grönn og veðurbarin
með flaksandi sítt hárið var hún
tignarleg úti í náttúrunni. Á þessu
tímabili kynntumst við amma sem
einstaklingar í oft viðburðaríkum
heimsóknum þegar við systurnar
fórum með mömmu og pabba upp á
Hellisheiði til að heimsækja ömmu
og Óskar, sem við alltaf kölluðum
afa vegna mikillar væntumþykju
okkar í hans garð. Þegar afi hélt
ræðurnar sínar miklu um ágæti Stal-
íns og fyrirsjáanlegan
heimsendi blikkaði
amma okkur systumar
og með látbragði sínu
sagði hún okkur að taka
orð hans ekki of alvar-
lega. Hún tók okkur
afsíðis og laumaði
hundraðkalli í lófa okk-
ar en gaf jafnframt í
skyn að við mættum
engum segja frá því að
hún væri að taka skerf
af litlum fjárráðum
heimilisins. Með sínum
hætti fannst mér hún
oft vera að reyna að
bæta okkur systrunum
upp það að hún skyldi hafa látið
dóttur sína og móður okkar frá sér.
Innan um mikil listaverk, vegg-
teppin sem amma og afí ófu, hring-
uðu kettirnir sig í hveiju homi kof-
ans á fjallinu. Oftar en ekki voru
nýkomnir í heiminn kettlingar sem
við systumar lékum okkur við. Katt-
arlyktin blandaðist saman við lyktina
af koiaofninum og olíuluktunum sem
lýstu upp rýmið. Inni var hlýtt og
notalegt þó frumstætt væri.
Amma og afí komu einnig í heim-
sókn til okkar í Ólafsvík. Sérstaklega
er mér minnisstæður 8 eða 9 ára
afmælisdagurinn minn þegar við
gengum á fjall allan daginn. Það var
heitt í veðri og við drakkum úr lækj-
um á leiðinni. Afmælisveislan, sem
haldin var við rætur Snæfellsjökuls,
var nokkurs konar sögustund af álf-
um og tröllum sem áttu að búa í
hinum og þessum klettum og stein-
um í næsta nágrenni. Við systurnar
voram orðnar fáklæddar en amma
og afi tóku ekki af sér loðhúfurnar
sem voru nokkurs konar einkennis-
merki þeirra. Sjálfsagt hefur álfun-
um fundist þetta sérkennileg hersing
sem arkaði um, hló og grínaðist en
afí var upp á sitt allra besta þegar
við fórum í þessi litlu ferðalög. Þetta
voru ómetanlegar stundir sem gáfu
okkur öllum mjög mikið.
Þegar afí dó fór amma á Hrafn-
istu í Reykjavík þar sem hún naut
sín vel og starfsfólkið þar á miklar
þakkir skildar fyrir allt sem það gaf
henni. Hún var sjálfstæð og gat sinnt
listsköpun þó að vissulega hefði hún
ekki jafnmikla starfsorku og áður.
í bókinni Mannlífsstiklur eftir Ómar
Ragnarsson, sem kom út fyrir síð-
ustu jól, lýsti hún draumum sínum
sem ungrar stúlku og skoðunum sín-
um og vinkvenna sinna á karlmönn-
um: „Það var ekkert jafnrétti til í
landinu; misrétti og ofríki karlanna
blasti alls staðar við. Þeir réðu öllu
og áttu allt. Við hétum því að breyta
þessu, ráða okkur sjálfar og láta
ekki kúga okkur. Eg var alveg
ákveðin: Draumur minn var að verða
ein og fijáls, engum háð, úti á eyju.“
Opinskáar lýsingar hennar komu
mér á óvart vegna þess að ég hafði
aldrei gert mér grein fyrir því hve
óánægð hún var að mörgu leyti við
hlutskipti sitt í lífinu. Þegar hún
gifti sig gaf hún manni sínum það
loforð að ekkert skildi þau að nema
dauðinn, hún stóð við það þó að
hann tæki ákvarðanir um líf þeirra
sem hún var mjög ósátt við. Hún
hafði engan áhuga á að búa í kofum
á fjöllum, hún vildi ferðast um heim-
inn og njóta frelsisins.
Amma mín var fulltrúi þeirrar
kynslóðar kvenna sem stóðu við sitt
þó að oft kostaði það svita og tár.
Hún lærði af mistökunum og miðl-
aði áfram til næstu kynslóða. Hún
brýndi fyrir okkur systrunum að
vera sjálfstæðar, ákveðnar og sjálf-
um okkur samkvæmar. Fyrir það
er ég þakklát.
Þó að um Óskar Magnússon og
Blómey Stefánsdóttur væri ritað hér
voru því miður allt of fáir sem fengu
tækifæri til að kynnast þeim raun-
verulega. Eftirlifandi afkomendur
ömmu eru einungis móðir mín, þijú
barnabörn á lífí og sex barnabarna-
börn.
Amma mín varð aldrei fræg hetja
en okkur er hún mikilvæg fyrir-
mynd. Við varðveitum stolt minn-
ingu hennar, kvenhetjunnar, sem ef
til vill hefur fundið Paradís hinum
megin grafar.
Ásdís Halla Bragadóttir.
Fyrstu minningarnar sem ég hef
af Blómey ömmu eru þegar hún og
Óskar afi komu til okkar til Ólafsvík-
ur þar sem ég bjó sem barn. Þau
voru dugleg að fara í göngutúra
með okkur. Ég leiddi afa þó að ég
næði honum einungis upp í mitti. Á
þessum tíma var ég stundum hálf-
smeyk við ömmu. Hún var ekki þessi
hefðbundna amma heldur var hún
ólík öllum þeim ömmum sem vinir
mínir áttu. Hár hennar var sítt, oft-
ast fléttað og húfan og gleraugun á
sínum stað.
Blómey var mikið náttúrubarn.
Eftir að hún og afi fluttu á Hellis-
heiði vora þau með geitur og hænsni
auk þess sem þau ræktuðu græn-
meti. Amma mátti ekkert aumt sjá
og laðaði til sín ketti sem aðrir höfðu
yfírgefíð. Húsið var fullt af köttum
sem höfðu meðal annars það hlut-
verk að elta uppi mýs í kofanum á
Hellisheiði.
Mikil eftirvænting einkenndi
ferðalögin til ömmu og afa upp á
heiði. Afí kom niður á veg og ég
og systir mín hlupum upp á fjallið
og inn til ömmu sem beið okkar.
Alltaf tók hún mjög vel á móti okk-
ur, hafði sérstaklega keypt kex og
kók, sem oft var orðið goslaust og
rykfallið eftir Ianga geymslu í búrinu
enda komu ekki margir í heimsókn.
Þeir fáu sem lögðu leið sína að kof-
anum vora líka iðulega fældir í burtu
þar sem afí og amma höfðu ekki
gaman af forvitnu fólki sem átti
ekkert erindi til þeirra.
Vegna aldurs þeirra varð ekki hjá
öðru komist en að flytja í stórborg-
ina aftur. Þau vora ekki sátt við að
skilja allt það eftir sem þau byggðu
nánast með sínum eigin höndum, en
lífíð hafði ekki verið þeim réttlátt,
svo þau tóku því sem verða skyldi.
Þau fluttust í Árbæinn í lítið hús,
en þau voru nægjusöm. Það sem
amma gat ekki skilið eftir uppi á
heiði voru kettirnir. Aðsetur katt-
anna í nýja húsinu var baðherberg-
ið, þar sem þeir borðuðu og sváfu.
Áfi var ekki ánægður með að ég
skyldi eignast mitt fyrsta barn utan
hjónabands svo að ferðir mínar í
Árbæinn vora örfáar. Ég og amma
gerðum með okkur það samkomulag
að ég kæmi bara þegar afi væri
ekki heima. Fyrstu kynni ömmu af
eldri dóttur minni vora á þennan veg
þegar ég læddist í heimsókn þegar
tryggt var að hún væri ein heima
með köttunum.
Fyrir nokkrum árum dó afi minn
og dvaldi þá amma hjá mér og for-
eldrum mínum, þar til hún flutti á
Hrafnistu. Ég mun aldrei gleyma
því þegar amma var að læra að vara-
lita sig áður en hún flutti þangað.
Hún hafði aldrei varalitað sig áður
og sat langtímum saman og æfði
sig. Amma blómstraði á Hrafnistu
og eins og hennar var vaninn þá tók
hún að sér að hjálpa þeim sem
bjuggu þar. Hún eignaðist góða vin-
konu þar sem þjáðist af Alzheimer
og amma passaði alltaf upp á að
vinkona hennar færi á réttum tíma
í mat o.s.frv. Amma var því alltaf í
því hlutverki að hjálpa öðrum.
Kannski var það af því að henni leið
illa yfir því að hafa látið móður mína
frá sér en ég gat til dæmis alltaf
beðið hana að passa dóttur mína
þegar ég var í vandræðum.
Mikil breyting varð á ömmu þegar
hún flutti á Hrafnistu, hún klippti
síða hárið og setti í sig permanent.
í útliti var hún allt í einu orðin eins
og allar hinar ömmurnar og ég fór
að sakna sérkennilega útlitsins sem
ég hræddist sem krakki.
Þeir sem kynntust ömmu eru mjög
heppnir. Ég efast um að slíkri dugn-
aðarkonu eigi ég eftir að kynnast
aftur. Sögumar af ömmu og afa eiga
alltaf eftir að lifa því ég mun segja
fólki frá þeim með stolti og kær-
leika, eins og vinir mínir hafa fengið
að kynnast, ekkert fínnst mér eins
skemmtilegt og að segja frá þeim.
Elsku mamma, amma tók öllum
áföllum með stóískri ró. Það er okk-
ar að gera slíkt hið sama nú þegar
hún er farin. Látum minninguna um
sterka formóður styrkja okkur í
sorginni.
Aðalheiður Þóra Bragadóttir.
+
Faðir okkar,
KARL SVEINSSON
bifreiðastjóri,
dvalarheimílinu Felli,
áður Njörvasundi 9,
lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur sunnudaginn 21. desember.
Fyrir hönd aðstandenda,
Sveina Karlsdóttir,
Páll Karlsson,
Ingibjörg Karlsdóttir,
Ómar Karlsson.
Faðir okkar og sonur minn,
GUNNAR GUÐSTEINN ÓSKARSSON
húsasmíðameistari
á Nauteyri v/ísafjarðardjúp,
lést af slysförum mánudaginn 22. desember.
Fyrir hönd annarra vandamanna,
Ólöf Gunnarsdóttir,
Óskar Gunnarsson,
Vilborg Guðsteinsdóttir.
+
SVEINN KRISTJÁNSSON,
Efra-Langholti,
Hrunamannahreppi,
lést á heimili sínu þriðjudaginn 23. desember.
Aðstandendur.
+
Hjartanlegar þakkir sendum við öllum, er
sýndu samúð og hlýju við andlát og útför ást-
kærs eiginmanns míns, föður okkar, tengda-
föður og afa,
KETILS HLÍÐDALS JÓNASSONAR
bifvélavirkjameistari,
Kleppsvegi 42,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir til lækna og hjúkrunarfólks á hjartadeild Sjúkrahúss
Reykjavíkur.
Margrét Ingunn Ólafsdóttir,
Unnur Gréta Ketilsdóttir, Hrólfur S. Gunnarsson,
Ólöf Guðrún Ketilsdóttir, Haraldur Á. Bjarnason,
Jónas Ingi Ketilsson, Eggert Ketilsson
og barnabörn.
Einlægar þakkir mínar fyrir hluttekningu,
stuðning og vinarhug vegna sviplegs andláts
míns ástkæra eiginmanns og vinar,
SIGURSTEINS GUNNARSSONAR
tannlæknis,
Bragagötu 24,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir færi ég samstarfsfólki mínu á
Félagsmáiastofnun Reykjavíkurborgar fyrir einstakan stuðning.
Megi Ijós og friður jólanna vera með ykkur öllum og gæfa og farsæld
fylgja hækkandi sól á nýju ári.
Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir.
+
Öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og kær-
leik við andlát og útför
SIGURLAUGAR JÓNSDÓTTUR,
Nýlendugötu 23,
færum við okkar innilegustu þakkir.
Guð blessi ykkur öll og gefi ykkur gleðiríka
jólahátíð og farsæld á komandi ári.
Guðrún Ema Narfadóttir, Jón Sturla Ásmundsson,
Siguriaug Jónsdóttir, Hilmar Sigurðsson,
Svava Jónsdóttir, Egill Rafn Sigurgeirsson,
Erna Björk Jónsdóttir, Magnús Birgisson
og langömmubörn.