Morgunblaðið - 24.12.1997, Síða 48

Morgunblaðið - 24.12.1997, Síða 48
48 MIÐVIKUDAGUR 24. DESEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR HANNA SIGRÍÐUR JÓHANNSDÓTTIR tHanna Sigríður Jóhannsdótt- ir fæddist á Akranesi 30. maí 1946. Hún lést á Sjúkrahúsi Akraness 29. október síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Akraneskirkju 7. nóvember. Mikið er búið að skrifa um þessa elskulegu látnu konu, sem öllum þótti vænt um sem hana þekktu, en fengu þó ekki að njóta hennar leng- ur en fimmtíu og eitt ár og þar af sjö síðustu árin er hún barðist við voðalegan sjúkdóm og það hetju- legi'i baráttu. Eg þekkti vel Sigi-íði Sigurðar- dóttur móður hennar. Við vorum saman í Reykholtsskóla fyrsta vet- urinn sem skólinn var þar. Hún var mikil sómastúlka frá Hjarðarbóli á Akranesi. Síðan eignaðist ég ná- frænda hennar fyrir eiginmann, Gísla Þórðarson, og voru þau bræðrabörn. Vináttan hélst því áfram og alla tíð. Það var sorglegt hvað hún dó ung frá börnunum að- eins fjörutíu og eins árs. Þá var Hanna Sigga ekki nema sjö ára, en níu ára mun hún hafa verið þegar hún kom til okkar hingað að Mýrdal til sumardvalar og var hjá okkur öll sumrin þangað til sumarið eftir að hún fermdist. Það var alltaf sama dýrðin að fá að hafa hana Hönnu Siggu. Það var eins og hún væri ómissandi. Hún var snemma vel verki farin með afbrigðum sama hvað það var, heimilishald, bakstur, saumaskapur svo var einnig um alla framkomu við eldri og yngri og minnast þau hennar áreiðanlega með hlýju yngri börnin sem komu jafnóðum á heimilið að sumrinu til svo sem Ágúst, Ingibjörg og Pétur. Hún var öllum góð. Eg minnist hve vel hún umgekkst tengdaföður sinn enda taldi hann hana kærleiksríka konu. Þá var aðdáunarvert hvernig hún leit alla tíð til með Gísla frænda sínum eins og hún nefndi hann enda var hann móðurbróðir hennar og hún honum eins og besta dóttir. Kæri Gústi, þakkir frá okkur öll- um sem söknum okkar látnu vinu íyrir alla þína alúð við hana. Guðrún Guðjónsdóttir, Mýrdal. BJORGVIN JÓNSSON + Björgvin Jónsson fæddist á Hofi á Eyrarbakka 15. nóv- ember 1925. Hann lést á Kanarí- eyjum 23. nóvember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Hall- grímskirkju 9. desember. Björgvin Jónsson var engum lík- ur. Hann var framsóknarmaður án þess að hugsa i sauðalitunum. Ut- gerðarmaður án þess að verða sæ- greifi. Heimsborgari þrátt fyrir að vera fæddur í sveit. Honum var at- hafnasemin í blóð borin og lifði í at- höfn til síðasta dags. Björgvini Jónssyni leið hvergi betur en í miðri hringiðunni og naut þess að leysa erííð verk af hendi. Gekk vasklega fram í hverju máli og geislaði bæði af lífsorku og lífsgleði. Og Björgvin var miklu meira. Björgvin Jónsson var óvenju rausnarlegur maður og lifði eftir lífsspekinni að engum líður vel í landi þar sem öðrum líður illa. Hon- um var eðiilegt að rétta fólki hjálp- arhönd og verja minni máttar. Björgvin Jónsson var bæði vin- margur og vinfastur og hann naut þess að gefa vinum og vandamönn- um fallega og vandaða hiuti af engu sérstöku tilefni. Leið hvergi betur en við daglegt spjall í góðum vina- hópi nema í faðmi fjölskyldunnar. Og Björgvin er nú fallinn í valinn. Björgvini Jónssyni er hér þakkað fyrir samferðina síðustu áratugi. Þakkað fyrir einlæga vináttu og vel- gjörðir. Olínu vinkonu minni og fjöl- skyidu þeirra bið ég alföður að styrkja og ljóslifandi minningarnar um glaðværan athafnamann létti þeim lund á erfiðum tíma. Björgvin Jónsson er áfram stórt nafn í mínu húsi. Ásgeir Hannes. * KRISTRÚN STEINUNN BENEDIKTSDÓTTIR + Kristrún Steinunn Bene- diktsdóttir fæddist í Vigur, Ögurhreppi, Norður-ísaljarðar- sýslu, 26. júní 1927. Hún varð bráðkvödd á heimili dóttur sinn- ar í Bolungarvík 5. desember síð- astliðinn og fór útfór hennar fram frá Hólskirkju í Bolungar- vík 13. desember. Persónuleg, alhliða útfararþjónusta. Áralöng reynsla. Sverrir Einarsson, útfararstjóri Sverrir Olsen, útfararstjóri Útfararstofa íslands Suðurhlíð 35 ♦ Sími 581 3300 Allan sólarhringinn. Legg ég nú bæúi líf og önd, ljúfi Jesú í þína hönd. Síðast þegar ég sofna fer sitji Guús englar yfir mér. Elsku amma, hafðu þökk fyrir allt og allt. Baldur Guðmundur, Helga Salóme, Soffía Ásrún, Karítas Sigurlaug og Anna Ingrún. Erfidrykkia í Glæsibæ Vl-isl IJSMIDJAN Veitingar og veislusalur, Álfheimum 74, Glæsibæ, Rvík, sími 588-7400 Athugið að tekið er á móti andlátstilkynningum til birtingar í sunnudagsblaðinu 28. desember, laugardaginn 27. desember frá kl. 9 — 11. Sími 569 1100, 569 1135. GUÐRUN OLSEN + Guðrún Olsen fæddist í Reykja- vík 20. mars 1914. Hún lést á sjúkrahúsi t Gladsaxe í útjaðri Kaupmannahafnar 15. nóvember síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru Helgi Guðmundsson, tré- smíðameistari, ættað- ur frá Gerðakoti í Flóa, og Ólafía Sig- ríður Hjartardóttir, ættuð frá Krossi í Ölfusi. Guðrún átti fjögur systkini: Loft- ur, látinn, Sigfríður, látin, Gróa Svava, húsmóðir í Reykja- vík, og Guðmundur Ingvi, látinn. Guðrún giftist 1938 Harrý Olsen, járnsmíðameistara í Kaupmannahöfn. Kjörsonur þeirra er Vagn Olsen, búsettur í Kaupmannahöfn. Utför Guðrúnar fór fram 21. nóvem- ber sl. Mig langar að minnast Dúnu föð- ursystur minnar með nokkrum orð- um, en margar minningar koma upp í hugann þegar litið er til baka. Dúna, en svo var Guðrún ætíð köll- uð, bjó mestan hluta ævi sinnar í Kaupmannahöfn á Daltoftevej 42 í Söborg. Sem lítill drengur hér uppi á Fróni, á þeim árum sem utan- landsferðir voru ekki tíðar, voru það forréttindi að geta sagt frá því að maður ætti frænku sem ætti heima í Danmörku, og ekki bara eina heldur tvær, en systir Dúnu, hún Sigfríður, sem nú er látin, gift- ist líka til Danmerkur og bjó í ná- grenni við Dúnu. Það var ævintýra- ljómi yfir heimsóknum systranna hingað „heim“ til Islands, ég man alltaf eftir kjólunum sem þær voru í, mér fannst þær alltaf svo fínar. Dúna var sérstök kona, hún hafði svo sérstakt yfirbragð, var svo dönsk í sér og hafði greinilega kunnað vel við sig í kóngsins Köbenhavn. Heimsóknir systranna til Islands voru iðulegar endur- goldnar til Danmerkur af foreldr- um mínum og var siglt með Gull- fossi á þeim árum og var alltaf sjai-mi yfir þeim ferðamáta. Nú er öldin önnur. Ég var 15 ára gamall þegar ég fór mína fyrstu ferð til Danmerkur í keppnisferð með 3. flokki Vals í knattspyrnu og var siglt með Dronning Alexanderina. Og þá var notað tækifærið og farið í heimsókn til frænku í Söborg og gleymi ég aldrei þeim móttökum, en þá fékk maður að kynnast dönsku heimili, en þó með íslensk- um blæ. Nær undantekningarlaust í ferðum mínum til Danmerkur, var komið í smá heimsókn til systranna og alltaf var það jafn spennandi. Heimili þeirra stóðu öllum fjöl- skyldumeðlimum opin og var það óspart notað. Dúna varð ekkja fyrir allmörg- um árum, og eftir það flutti hún sig frá Söborg til Gladsaxe, en þar býr sonur hennar. Dúna fór allar sínar ferðir um Kaupmannahöfn á hjóli, eins og flestir Danir gera og hélt sér þannig vel og fannst mér Dúna alltaf vera eins, létt á fæti og létt í lund, en það var reyndar einkenni allra systkinanna. Oll eru þau nú farin yfir móðuna miklu nema Gróa sem komin er á níræðisaldur. Það verður tómlegt að fara til Danmerkur og geta ekki farið í heimsókn og sagt fréttir að heiman og spjallað á íslensku í Danmörku. Margar góðar minningar á ég frá þeim heimsóknum mínum til Sö- borg og kem ég til með að sakna þess að geta ekki komið við hjá Dúnu og fengið „gron Tuborg“. Ég vil þakka Dúnu fyrir þær móttökur sem hún veitti mér og öll- um þeim fjölskyldumeðlimum sem nutu gestrisni hennar. Öll söknum við Dúnu sem var svo hlý og góð. Syni hennar og systur og öðrum ættingjum votta ég samúð mína. Blessuð sé minning hennar. Lárus Loftsson. OLAVIA GUÐRIÐUR NIELSEN + Ólavía Guðríður Nielsen var fædd í Reykjavík 25. des- ember 1908. Hún lést 26. nóvember síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru Sigríðð- ur Ólafsdóttir Niel- sen, húsmóðir, og Martin Cr. Peter Niel- sen, bakarameistari. Systkini hennar voru þrjú, en eru öll látin. Eiginmaður: Pétur Ketilsson, húsasmiða- meistari, f. 17.9. 1907, d. 15.4. 1981. Börn: Ketill, Sigríður og Marteinn. Barnabörn og barnabarnabörn eru átta. Utför Ólavíu hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Sérfræðingar í blómaskreytingum við öll tækifæri Skólavörðustíg 12, á horni Hergstaðastrætis, sími 551 0090 í sambandi við neytendur frá morgni til kvölds! - kjarni málsins! Er fuglar hefja flug og morgunsöng og fagna því, aú ljómar dagur nýr, þá koma öll hin ungu dýr aú uppsprettunnar silfurtæru lind öll nema þessi eina hvíta hind. (Davíú Stefánsson.) Elsku amma! Mér finnst svo skrítið að þú sért farin frá okkur. Samt fannst mér, þegar ég kom og kvaddi þig í sumar, að ég væri að sjá þig í síðasta sinn. Þú varst mikil handverkskona, og ég var ekki stór þegar þú kendnir mér að sauma út. Það var svo skemmtilegt þegar við sátum saman fyi-ir jólin, saumuðum út og spjölluðum um alla heima og geima. Það var alltaf mikið tilhlökkunarefni að koma til þín í afmælið þitt á jóladag og það verður afskaplega skrítið að halda jól án þín. Kostir þínir voru margir og ég dáðist alltaf að hugrekki þínu og bjartsýni. Þú reyndir alltaf að sjá björtu hhðamar á öllu, alveg sama á hverju gekk, og hversu veik þú varst, þá sagði þú að það hlyti að fara batnandi. Þú hafðir alltaf trú á mér og hvattir mig til að halda mínu striki og það er mér mikils virði. Mér þótti svo leitt að geta ekki verið heima hjá þér undir það síðasta. Ég vissi að þú varst hrædd við að deyja en ég veit líka að þú þurftir ekkert að hræðast. Elsku amma, ég sakna þín en ég veit að þú ert á góðum stað og að nú líður þér vel. Við sjáumst síðar, trúi ég. Þín Kristín Elfa. Birting afmælis- og minningargreina MORGUNBLAÐIÐ tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í Kr- inglunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Kaupvangsstræti 1, Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið grein- ina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Um hvern látinn einstakling birtist ein uppistöðugrein af hæfilegi'i lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar grein- ar um fólk sem er 70 ára og eldra. Hins vegar eru birtar afmælisfréttir ásamt mynd í Dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprent- uninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverkn- að. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa sem í daglegu tali eru nefndar DOS-textaskrár. Þá eru ritvinnslukerfin Word og Wordperfect einnig auðveld í úrvinnslu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.