Morgunblaðið - 24.12.1997, Page 51

Morgunblaðið - 24.12.1997, Page 51
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. DESEMBER 1997 51 JÓLABRIDS Skref fyrir skref RICHARD Pavlicek er atvinnu- spilari og bridskennari í Banda- ríkjunum, sem hefur komið sér upp heimasíðu á alnetinu. Þar kennir ýmissa grasa, m.a. eru spil, sem „lesandinn" er leiddur í gegnum, skref af skrefi. Hér er eitt þeirra. Lesandinn er í suður og þarf að svara spumingum eft- ir því sem spilinu vindur fram. Rétt svar kemur strax í kjölfar hverrar spurningar, svo lesandinn þarf að gæta sín vel að „kíkja ekki“ óvart á svarið: Norður gefur; allir á hættu. Suður ♦ KDG1096 ¥6543 ♦ 54 ♦ Á Vestur Noröur Austur Suður 1 lauí Pass 1 spaði Pass 2 lauf Pass 7C! Spurning: Hvað á suður að segja við tveimur laufum: (a) Tvö hjörtu? (b) Tvo spaða? (c) Þijá spaða? Svar: Það tekur því ekki að melda þennan lélega hjartafjórlit, því jafnvel þótt makker sé með fjögur hjörtu er betra að spila spaðasamning. Það er of lítið að segja tvo spaða, en þrír spaðar er mátulegt. Sögnin er ekki krafa, en mjög áskorandi. Makker hark- ar af sér og lyftir þremur spöðum í fjóra: Norður ♦ 87 ¥Á2 ♦ Á32 ♦ K109543 III! Suður ♦ KDG1096 ¥6543 ♦ 54 ♦ Á Útspilið er laufátta. Spurning: Er laufáttan: (a) Einspil? (b) Hærra frá tvíspili? (c) „Toppur af engu“? Svar: Að öllum líkindum ein- spil, því menn spila ógjarnan út í tvísögðum lit blinds nema hafa ríka ástæðu til. Spurning: Hvaða lauf læturðu úr borði í fyrsta slag? (a) Tíuna? (b) Þristinn? Svar: Þristinn. Austur er með stöðuna á hreinu og lætur ekki blekkja sig til að setja mannspil á tíuna. Spurning: Hvað gerirðu í öðr- um slag: (a) Spilar hjartaás og meira hjarta? (b) Spilar litlu hjarta frá báðum höndum? (c) Ferð í trompið? Svar: Þú átt níu slagi og besti möguleikinn á þeim tíunda að sinni er að reyna að trompa hjarta í borði. En það væri ógætilegt að opna hjartalitinn, svo best er að spila litlu hjarta frá báðum hönd- um og sjá hvað vörnin gerir. Austur tekur slaginn og er ekki höndum seinni að spila spaðaás og meiri spaða. Spuming: Hvar tekurðu slag- inn: (a) Tekurðu slaginn heima og aftrompar mótherjana? (b) Tekurðu slaginn í blindum og trompar lauf? Svar: Það er sjálfsagt að kanna laufstöðuna. Þú tekur slaginn í borðinu og trompar lauf. Ef út- spil vesturs var þrátt fyrir allt frá tvílit, má fria laufið. En þú hafðir reiknað dæmið rétt; vestur átti eitt lauf og hend- ir tígli þegar þú trompar lauf. Þú tekur eitt tromp í viðbót og vestur fylgir lit, en austur hendir tígli. Þú mátt missa eitt lauf úr borði. Spurning: Hvað gerirðu svo: (a) Spilar trompi áfram? (b) Spilar Iitlum tígli frá báðum höndum? (c) Spilar hjarta á ásinn? Svar: Þú þjarmar að þeim með trompi og hendir tígli úr borðinu. Báðir henda tígli. Staðan er nú þessi: Norður ♦ ~ ¥ Á ♦ Á3 ♦ K109 Suður ♦ G ¥654 ♦ 54 ♦ ~ Upprifjun: Austur átti DG fimmta í laufi í upphafi og tvö tromp. Hann hefur nú hent tveim- ur tíglum í spaða, svo hann á eft- ir DG þriðja í laufi og þijú rauð spil. Spurning: Hvað gerirðu nú: (a) Spilar hjarta á ásinn? (b) Spilar trompi og hendir hjartaás? (c) Spilar trompi og hendir tígli? Svar: Þú spilar síðasta tromp- inu og kastar tígulhundi úr borði. Austur hendir tíguldrottningu. Norður ♦ ~ ¥ Á ♦ Á ♦ K109 III Suður ♦ ~ ¥654 ♦ 54 ♦ -- Spurning: Er næsta skref að spila: (a) Tígli á ásinn? (b) Hjarta á ásinn? Svar: Lokastaðan er farin að skýrast. Austur má aldrei henda laufi, svo tilgangur þinn er að ná upp þriggja spila endastöðu þar sem austur á eftir DGx í laufi en blindur K109. Síðan hyggstu spila laufníu úr borði og láta austur spila upp í gaffalinn. En til að þetta takist, verður að strípa aust- ur af rauðu spilunum. Austur virð- ist ætla að halda í hjörtun sín, og á sennilega engan tígul eftir. Þú verður því að spila tígli og neyða austur til að fækka við sig hjört- um. Þá geturðu tekið á hjartaás og sent austur inn á lauf. Allt spilið: Norður ♦ 87 ¥ Á2 ♦ Á32 ♦ K109543 Vestur Austur ♦ 432 ♦ Á5 ¥ K987 ¥ DGIO ♦ KG1098 ♦ D76 ♦ 8 ♦ DG762 Suður ♦ KDG1096 ¥6543 ♦ 54 ♦ Á Fimmþraut Hér á eftir eru fimm snúnar þrautir til að glíma við yfir jólin, en svörin verða í blaðinu milli jóla og nyárs. Hver þraut ijallar um eitt afmarkað svið íþróttarinnar: (1) SAGNIR Suður gefur; allir á hættu. Les- andinn er með þessi spil í suður: Suður ♦ ÁDG94 ¥ 43 ♦ ÁDG986 ♦ -- Vestur Norður Austur Suður 1 tígull 4 hjörtu 4 spaðar 5 hjörtu ??? Hver er sögnin? (2) ÚTSPIL Suður gefur; enginn á hættu. Lesandinn er með þessi spil í vest- ur: Vestur ♦ K943 ¥ 10987 ♦ 84 ♦ DG7 Sagnir ganga: Vestur Norður Austur Suður - - - 1 hjarta Pass 2 lauf Pass 2 tíglar Pass 2 spaðar*Pass 3 lauf Pass 3 hjörtu. Pass 4 hjörtu Pass Pass Pass * Fjórði liturinn. Hvert er útspilið? (3) ÚRSPIL Norður ♦ Á2 ¥ K32 ♦ KD2 ♦ ÁG863 III I Suður ♦ K9 ¥ ÁD754 ♦ ÁG1093 ♦ 2 Lesandinn er í suður og spilar sjö tígla með smáum spaða út. Ándstæðingarnir höfðu sig ekkert í frammi í sögnum. Hver er áætlunin? (4) VÖRN Suður gefur; enginn á hættu. Norður ♦ 876 ¥43 ♦ ÁD76 ♦ ÁD62 Austur ♦ G103 ¥ DG109 ♦ KG4 ♦ G97 Vestur Norður Austur Suður 1 hjarta Pass 2 lauf Pass 2 hjörtu Pass 4 hjörtu Allir pass Nú er lesandinn í austur, í vörn gegn fjórum hjörtum suðurs. Makker spilar út spaðafjarka, þriðja eða fimmta hæsta, og suður tekur tíu þína með ás. Hann legg- ur niður hjartaás í öðrum slag og makker fylgir lit. Síðan spilar sagnhafi tígli á drottningu blinds. Makker sýnir jafna tölu spila. Þú færð slaginn á tígulkóng og ... hvað svo? (5) TEIKNIVINNA Loks er það óvenjuleg þraut. Tvær hendur eru gefnar og loka- sögnin, sem er sjö lauf. Verkefnið er svo að komast að því hvernig hendur AV líta út til að hægt sé að vinna spilið. Aðeins er um eina legu að ræða þar sem hveiju spili er komið fyrir á réttum stað: Norður ♦ ÁK7 ¥ D106 ♦ D9742 ♦ Á8 Suður ♦ 953 ¥ Á84 ♦ Á6 ♦ DG1063 Suður getur unnið sjö lauf með hvaða útspili sem er. Hvernig líta spil AV út? Góða skemmtun og gleðilega hátíð. Guðmundur Páll Amarson. *. Oskar landsmönnum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári LYFJA I Opiö alla hátíöardagana sem og alla daga ársins frá 9:00-24:00 l£b LYFJA i. I Lágmúla 5 Lágr S: 533 2300 < 4

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.