Morgunblaðið - 24.12.1997, Side 54

Morgunblaðið - 24.12.1997, Side 54
54 MIÐVIKUDAGUR 24. DESEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ Enn og aftur einn heimavið; Alex í framhaldsmyndinni Aleinn heima 3. REGNBOGINN 16' Kryddstelpur og Aleinn heima 3 KRYDDSTELPURNAR eða „Spice Girls“ hafa gert um sig heila bíómynd sem er ein af jólamyndum Regnbog- ans, frumsýnd hinn 26. desember. Mel B., Gery, Emma, Mel C. og Victoria eru meðlimir einhverrar umtöluðustu hljóm- sveitar veraldar sem nýtur óhemju vinsælda á meðal krakka og það var aðeins spursmál hvenær en ekki hvort þær lékju sjálfar sig í kvikmynd. Myndin segir frá fimm ákaflega annasömum dögum í lífi ''stúlknanna áður en kemur að mikilvægum tónleikum en auk meðlima hljómsveitarinnar fer Richard E. Grant með stórt hlutverk sem umboðsmaður stúlknanna. Hann hélt dagbók á tökutímanum og skrifaði daginn áður en tökur hófust: „Ég hef verið ginntur til þess að leika Brian Epstein í eftirlíkingu af „A Hard Days Night“ ungu kynslóðarinnar." Þess hefur einmitt verið getið að myndin sé eins konar bítlamynd Kryddstelpnanna en nokkuð af frægðarfólki kemur fram í henni, þ.á m. Elton John og Roger Moore. í Regnboganum er einnig sýnd framhaldsmyndin Aleinn heima 3 (hún er líka sýnd í Sambíóunum) um unga drenginn sem leikur óheppna innbrotsþjófa grátt. Nema núna er ungi drengur fyrri myndanna tveggja, Macauley Culkin, orðinn táningur svo nýr strákur var fenginn í aðalhlutverkið. Hann heitir Alex D. Linz og leikur snaggaralegan snáða með misl- inga sem kemst fyrir tilviljun yfir tölvukubb er alþjóðlegur óþjóðalýður er á höttunum eftir; kubburinn er í nýjasta leik- >fangabílnum hans og þegar þrjótamir reyna að ná honum af stráksa fá þeir að finna fyrir því. Alex þessi er ekld óvanur kvikmyndavélunum. Hann lék í „One Fine Day“. Aleinn heima myndirnar urðu óhemju vinsælar jólamynd- ir, sérstaklega sú fyrri. Höfundur þeirra, John Hughes, framleiðir nýju myndina og skrifar handrit hennar. Hughes sérhæfði sig í gerð unglingamynda á níunda áratugnum sem nutu talsverðra vinsælda meðal yngri kynslóðarinnar. Hann hefur ekki notið sömu velgengninnar hin síðari ár nema þess- ar myndir hans hafa haldið nafni hans á lofti. Næsta óþekktir leikarar fara með öll helstu hlutverkin í þriðju myndinni og má þar nefna Haviland Morris, Olek Krupa, Rya Kihlstedt, David Thornton og Lenny Von Dohlen en hinir fjórir síðastnefndu leika óþokkana sem verða . fyrir barðinu á hinum uppfinningasama Alex. Hvort drengur- inn ungi eigi eftir að njóta eins mikillar frægðar og fyrirrenn- ari hans í hlutverkinu á eftir að koma í ljós. Þá sýnir Regnboginn myndina „Slingblade" yfir hátíðarn- ar en hún var tilnefnd til Oskarsverðlauna í fyrra og er gerð af Billy Bob Thomton, sem einnig fer með aðalhlutverkið. Segir myndin af einfeldningi, leiknum af Thomton, sem sleppt er af geðveikraspítala eftir að hafa ungur framið morð en fortíðin fylgir honum þar sem hann finnur sér nýtt heim- ' ■'Ui. Myndin var útnefnd til Óskarsverðlauna í fyrra og var sýnd á Kvikmyndahátíð í Reykjavík í haust. JOLKVIKMYNDIR STJÖRNUBÍÓ Stikkfrf eftír Ara Kristinsson JÓLAMYND Stjörnubíós er íslenska barna- og fjölskyldu- myndin Stikkfrí eftir Ara Kristinsson en hún er einnig sýnd í Háskólabíói. Hún verður frumsýnd á annan í jólum. Með aðalhlutverkin í henni fara Bergþóra Aradóttir, sem er 11 ára, Freydís Kristófersdóttir, 12 ára, og Bryndís Sæunn Sigríður Gunnlaugsdóttir, sem aðeins er tveggja ára. Myndin er kynnt sem íslensk gamanmynd fyrir alla fjöl- skylduna og sagt að hún fjalli á gamansaman hátt um fjöl- skyldulíf á tímum svokallaðs „raðkvænis“ og segir frá leit ungrar stúlku að föður sínum. Hún ratar í margvísleg ævin- týri á leiðinni og inn i söguþráðinn fléttast „pabbar, mömmur, hálfsystur, hálfbræður, hálfpabbar, hálfmömmur, næstum- þvífrænkur, gamlir pabbar og nýjar mömmur“. Stikkfrí er fyrsta bíómynd Ara Kristinssonar en áður gerði hann sjónvarpsþættina um Pappírs Pésa sem klipptir voru saman fyrir sýningar í kvikmyndahúsum. Ari er framleiðandi myndarinnar ásamt Friðriki Þór Friðrikssyni, hann skrifar handritið, sem byggt er á hugmynd Hrafns Gunnlaugssonar, og hann leikstýrir. Ari er einn fremsti kvikmyndatökumaður Islendinga en hann lætur Halldóri Gunnarssyni eftir tökuna á Stikkfrí. Valgeir Guðjónsson sér um tónlist, Dóra Einars Bergman um búninga og Steingrímur Karlsson um klipping- una. Aðrir leikarar í myndinni eru Halldóra Björnsdóttir, Ingvar Sigurðsson, María Ellingsen, Egill Ólafsson, Krist- björg Kjeld o.fl. Ari sagði í samtali við Morgunblaðið að hugmyndin að Stikkfrí væri nokkurra ára gömul. Tökur hófust f júlí í sumar og þeim var lokið í október. „Þetta er gamansöm, spennandi fjölskyldumynd," sagði Ari aðspurður hvernig hann mundi sjálfur lýsa mynd sinni. „Hluti af sögunni höfðar til barna og annar hluti er fyrir fullorðna svo myndin ætti að henta vel allri fjölskyldunni. I sögunni er bæði spenna og léttur húmor við allra hæfi.“ Ari sagði að myndin hefði þegar fengið mjög góðar viðtökur erlendis þar sem hún hefði verið sýnd dreifingaraðilum í gróf- klipptri útgáfu. „Myndin er þegar búin að fá bíódreifingu í STÖLLURNAR Freydís Kristófersdóttir og Bergþóra Aradóttir sem fara með aðalhlutverkin í íslensku gaman- myndinni Stikkfrí. Þýskalandi og á Norðurlöndunum og í Bretlandi," sagði Ari. Eins og fram hefur komið er Ari ekki óvanur að gera barnamyndir. „Það er gaman að segja börnum sögur,“ segir hann. „Það er skemmtilegt af því þau hafa svo ákveðnar og vafningalausar skoðanir. Þau hafa bara gaman af því sem er skemmtilegt og engu öðru. Þannig er það mjög þroskandi að fást við að segja börnum sögur. Það var líka spennandi ögrun að eiga við tveggja ára gamla stjörnu eins og Bryndísi Sæ- unni. Það er merkilegt að sjá hvað börn eru snemma orðin mótaðar persónur." Önnur aðalleikkonan í Stikkfrí, Bergþóra, er dóttir Ara en þau unnu fyrst saman við kvikmyndagerð þegar hún var að- eins fjögurra ára. Ari sagði handrit Stikkfrí vera skrifað með Bergþóru í huga. ,Ástæðan fyrir því að ég dreif í því að gera myndina var að ljúka henni áður en hún verður unglingur." Önnur jólamynd Stjörnubíós er nýjasta mynd Ridley Scotts, „G.I. Jane“, en hún er einnig í Laugarásbíói. STRÍÐ við risavaxnar pödd SAMBÍÓIN Geimpöddur og stórslysa- myndin Titanic JÓLAMYNDIR Sambíóanna eru geimævintýrið og stríðs-: myndin „Starship Troopers“ eftfr Paul Verhoeven, „Ge- orge of the Jungle" og Herkúles með íslensku tali en auk þess sýna Sambíóin í samvinnu við aðra myndirnar „Tomoirow Never Dies“, Aleinn heima 3 og loks stórmynd James Camer- ons, Titanic, sem frumsýnd verður um áramótin og er einnig í Háskólabíói og Laugarásbíói. „Starship Tí-oopers“ verður frumsýnd á annan í jólum en hún geríst í framtíðinni og segir af því þegar mannkynið kemst í tæri við ákaflega árásargjarnar pöddur utan úr geimnum, risastórar og banvænar. Myndin kostaði um 100 milljónir dollara og inniheldur ógrynnin öll af tölvubrellum en kannski má líta á hana sem nokkurs konar afturhvarf til skor- dýramynda fjórða og fimmta áratugarins í BandaiTkjunum. Handritshöfundurinn er Ed Neumeier, sem einnig skrifaði handritið að „RoboCop", átti hugmyndina og ræddi hana við Sonyfyrii-tældð árið 1991 og þar var lagt til að sagan yrði lög- uð að sögu vísindaskáldskaparhöfundarins Robert A. Heinleins um svipað efni og gerði Neumeier það. Þegar Verhoeven heyrði af hugmyndinni leist honum strax vel á. Hann var sem ungur drengur mjög áhugasamur um Innrásina frá Mars eftir H.G. Wells og hafði sérstaklega mik- inn áhuga á styrjöldum eftir að hafa alist upp í Amsterdam í seinni heimsstyrjöldinni. Það var töluvert snúið fyrir Verhoeven að kvikmynda „Starship Troopers“ því hver einasta upptaka sem hann skil- aði frá sér af tökustað vai'ð að falla nákvæmlega inn í tölvu- teikningamar sem búið var að hanna inn í myndina. Um 100 manna hópur sá um tölvubrellumar og gætti þess að þær féllu nákvæmlega að upptökunum sem sýndu leikarana taka til fótanna eða þeir skutu látlaust út í loftið á ímyndaðan óvin. Öllu var þessu splæst saman í tölvuveri. Alls óþekktir leikarar fara með helstu hlutverkin í myndinni. Sagt er að Disneyteiknimyndin Herkúles sé dýrasta teikni- myndin sem fyrirtækið hefur látið gera en aldrei hafa fleiri teiknarar unnið saman að gerð einnar teiknimyndar. Teiknar- ar beggja vegna Atlantsála, í Frakklandi og Kalífomíu, unnu við mjmdina en alls ríflega 900 listamenn komu að gerð henn- ar. Þeir unnu undir leikstjóm tveggja manna sem eiga ekki hvað minnstan þátt í því að færa teiknimyndir aftur til vegs og virðingar á undanfómum áratug en þeir eru John Musker og Ron Clements. Á meðal mynda sem þeir hafa stýrt áður má nefna Litlu hafmeyjuna og Aladdín. Nýja Disneymyndin byggist á grísku goðsögnunum en þær era færðar í Disneybúning. Þegar Herkúles fæðist reynir Hades að hrifsa völdin af Seifi, föður Herkúlesar, og lætur ræna syninuni og tlytja í mannheima og gera úr honum dauð- legan mann. I mannheimum verður hann auðvitað sterkasti maður sem til er og reynir að finna aftur leiðina upp til guð- anna. Margir frægir leikarar fara með helstu leikraddir í bandaiísku talsetningunni og má þar nefna m.a. Danny De Vito, James Woods, Rip Tom og Charlton gamla Heston. Bandaríska gamanmyndin „George of the Jungle“ byggist að einhverju leyti á sömu hugmynd og Krókódíla-Dundee. Brendan Fraser fer með aðalhlutverkið og leikur nokkurs konar nútíma Tarzan sem fluttur er úr svörtustu framskógum Afríku til siðmenningarinnar í San Francisco þar sem hann upplifir mörg ævintýri. Fraser þessi sem fer með aðlhlutverk- ið hefur leikið í ófáum myndum og er talinn með efnilegri leik- uram af yngri kynslóðinni í Hollywood. Myndin verður fram-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.