Morgunblaðið - 24.12.1997, Qupperneq 58

Morgunblaðið - 24.12.1997, Qupperneq 58
MORGUNB LAÐIÐ i 58 MIÐVIKUDAGUR 24. DESEMBER 1997 Morgunblaðia/Kristinn ALFREÐ Árnason í A-sal Sagabíós. Aðalsalur Sagabíós opnaður á ný SAMBÍÓIN hafa tekið aðaisal Sagabíós í Mjóddinni aftur í notkun eftir gagngerar breytingar. Breyt- ingarnar miða að því að auka þæg- indi áhorfenda, bæta aðgengi fatl- aðra og ná fram betri nýtingu á salnum. Sæti í salnum eru nú 260 og hef- ur verið fækkað í því skyni að bet- ur fari um áhorfendur. Gólf salar- ins hefur verið hækkað umtalsvert, þannig að það hallast meira en áð- ur og gestir þurfa því ekki að hafa áhyggjur af næstu sætaröð fyrir framan. „Þá er nú rými fyrir hjóla- stóia en með byggingu Kringlubíós hófst átak Sambíóanna í auknu að- gengi fyrir fatlaða kvikmynda- húsagesti og eru endurbætur Saga- bíós enn frekari skref í þá átt. Eftir endurbætumar er salur A í Saga- bíó því einn glæsilegasti kvik- myndasýningarsalur landsins, bæði hvað varðar gæði hljóðs og myndar og einnig ( almennum þægindum," segir í fréttatilkynningu. FRÉTTIR Handteiknað yfírlitskort af miðbæ Reykjavíkur FYRIRTÆKIÐ Nótt & Dagur gaf á dögunum út handteiknað yfirlit- skort af Miðbæ Reykjavíkur. Kortið þjónar þeim tilgangi að auðvelda ís- lendingum og erlendum ferðamönn- um að átta sig á staðsetningu helstu fyrirtækja miðbæjarins, segir í fréttatilkynningu. Kortinu er dreift án endurgjalds í 30.000 eintökum. Kortið verður endumýjað í byrjun júní ár hvert. Teiknari Miðborgarkortsins er Jóhannes Níels Sigurðsson. ----- Jólatrés- skemmtun Greiningar- stöðvarinnar JÓLATRÉSSKEMMTUN For- eldra- og styrktarfélags Greiningar- stöðvarinnar verður haldin laugar- daginn 27. desember kl. 15 í safnað- arheimili Digraneskirkju í Kópa- vogi. Jólasveinninn kemur í heim- sókn. Allir skjólstæðingar Greiningar- stöðvar velkomnir. Fjölmennið og takið með ykkur gesti. UNNUR Jónasdóttir tók við styrk ÍSAL frá Rannveigu Rist, forstjóra ÍSAL. ÍSAL styrkir Mæðrastyrksnefnd ÍSLENSKA álfélagið hf. í Straums- vík veitti sl. mánudag sinn árlega jólastyrk. í ár ákvað ÍSAL að veita Mæðra- styrksnefnd styrkinn sem hljóðar upp á 800.000 kr. Mæðrastyrks- nefnd ver upphæðinni til kaupa á matarmiðum fyrir skjólstæðinga sína í verslunum á höfuðborgar- svæðinu. Mæðrastyrksnefnd veitti 1.400 heimilum aðstoð á síðasta ári og hefur nefndin sem stofnuð var 20. apríl 1928 staðið fyrir jólasöfnun til hjálpar bágstöddum heimilum síðan 1929. Með þessu framlagi vill ÍSAL styðja starfsemi Mæðrastyrks- nefndar til hagsbóta þeim sem minna mega sín. Gönguferð á aðfangadag- Hafiiargönguhópurinn bregð- ur út af venju sinni í dag og fer í daggöngu í stað kvöldgöngu. Farið verður frá Hafnar- húsinu kl. 11 og gengið suður í Fossvog. Þar verður val um að ganga til baka eða fara með SVR eða AV. ÓLAFUR Ragnar Grimsson og Bengt Lindqvist. Umboðsmaður SÞ um málefni fatlaðra BENGT Lindqvist, umboðsmaður Sameinuðu þjóðanna í málefnum fatlaðra var í heimsókn á íslandi dagana 8.-11. desember sl. Bengt hitti að máli m.a. forseta Is- lands, hr. Ólaf Ragnar Grímsson, Pál Pétursson, félagsmálaráðherra og Ólaf G. Einarsson, forseta Alþingis. Auk þess tók hann þátt í ráðstefnu um grundvallarreglur Sameinuðu þjóðanna í málefhum fatlaðra og fundaði með forsvarsmönnum hags- munasamtaka fatlaðra. ,A- fundi Bengt Lindqvist með Ólafi Ragnar Grímssyni kom fram að hann teldi að sú nána samvinna sem væri meðal hagsmunasamtaka fatlaðra og Mannréttindaskrifstofu íslands gæti orðið öðrum þjóðum til eftirbreytni. Bengt Lindqvist kom þeirri hugmynd jafnframt á fram- færi á fundinum að Islendingar tækju að sér að halda alþjóðlega ráðstefnu um mannréttindi fatl- aðra,“ segir í fréttatilkynningu. Þeir sem stóðu að komu Bengt Lindqvist til íslands voru Blindra- félagið, Landssamtökin Þroska- hjálp, Mannréttindaskrifstofa Is- lands og Öryrkjabandalag íslands. LEIÐRÉTT íslands þúsund ár í DAGSKRÁRBLAÐINU í gær varð sú meinlega villa að þátturinn íslands þúsund ár, sem er á Stöð 2 kl. 19.50 á jóladag, var sagður um Erlend Sveinsson og endurtekinn. Hið rétta er að íslands þúsund ár er eftir Erlend Sveinsson og er ekki endursýning. Þijú bresk fyrirtæki NOKKURRAR ónákvæmni gætti í frétt Morgunblaðsins í gær um fyr- irhugaðar sjávarútvegssýningar hér á landi. Þar var sagt að breska fyr- irtækið Nexus Media hefði staðið fyrir sjávarútvegssýningum í Laug- ardalshöll á þriggja ára fresti frá árinu 1984. Rétt er að þrjú bresk fyrirtæki hafa staðið fyrir þessum sýningum, en mikil tengsl eru milli þeirra allra. Nexus Media stóð í raun aðeins fyrir síðustu sýning- unni, sem var í fyrra. í upphafi stóð Industrial and Trade Fairs Ltd. fyrir sýningunni, sem haldin var 1984. Næstu þrjár sýningar voru svo haldnar af Reed Exhibitions. Það er hins vegar sama fólkið, sem að mestu leyti hefur verið í forystu fyrir sýningunum öUum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.