Morgunblaðið - 24.12.1997, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 24.12.1997, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. DESEMBER 1997 61 FRÉTTIR Landslag fortíðar í ljósmyndum frá Andalúsíu HALDINN verður fyrirlestur þriðjudaginn 30. desember kl. 20.30 í Ljósmyndasafni Reykjavíkur, Borgartúni 1. Fyrirlesari verður dr. Katrín Anna Lund mannfræðingur. Fyrirlesturinn fjallar um hvernig fortíð staðar endurspeglast í lands- lagsljósmyndum. Fylgst verður með írskum ljósmyndara sem tekur ljós- myndir af þeim fortíðarímyndum staðarins sem hann telur vera að hverfa og séu jafnvel horfnar í iðu nútíma lífshátta. A hinn bóginn virðist sem innfæddir íbúar staðar- ins hafi ekki sýn inní þessa fortíð Ijósmyndarans heldur aðra fortíð sem tengist reynslu þeirra sem af- komendur kynslóða sem hafa alið manninn í þessu landslagi, segir í fréttatilkynningu. í fyrirlestrinum verður því haldið fram að það sé ekki nóg að líta á staðsetningu ljósmyndara eða þess sem virðir fyrir sér ljósmynd, í tengslum við skynjun í rúmi heldur verði einnig að líta á þessi sömu tengsl í samhengi við hvernig ein- staklingurinn staðsetur sig í tíma. Katrín gerði vettvangsrannsókn í Granada-héraði í Andalúsíu á Spáni og varði doktorsritgerð sína „Landscape, memory and tourism in Southern Spain“ síðastliðið vor. Katrín er stundakennari við mann- fræðideild háskólans í Manchester, Englandi. I ! Rauðakrosshúsið - neyðarathvarf fyrir börn og unglinga Opið allan sólar- hringinn um jól og áramót | RAUÐAKROSSHÚSIÐ, neyðarat- hvarf Rauða kross íslands, fyrir börn og unglinga er opið ailan sólarhring- inn um hátíðirnar eins og aðra daga ársins. Hið sama gildir um trúnaðar- símann - 800 5151. Reynslan sýnir að jólin eru ekki tími gleði og ham- ingju hjá öllum og því er full þörf fyrir þá þjónustu sem Rauðakross- húsið veitir nú þegar jólin ganga í garð, segir í fréttatilkynningu. Ungmenni sem eiga um sárt að binda geta komið í neyðarathvarfið við Tjarnargötu 35 og starfsmenn þess munu leggja sig fram um að aðstoða. Þeir sem hringja í trúnað- arsímann geta rætt viðkvæm mál við starfsmenn án þess að segja til nafns. Annasamt hefur verið í Rauða- krosshúsinu nú í desember, bæði í athvarfinu og trúnaðarsímanum. Þúsundir einstaklinga og fyrirtækja hafa stutt við rekstur Rauðakross- hússins á árinu og vilja Rauði kross íslands og starfsfólk Rauðakross- hússins færa þessum aðilum bestu þakkir fyrir, segir í fréttinni. Lokaganga ársins hjá Útivist FERÐAFÉLAGIÐ Útivist stendur fyrir tveimur dags- ferðum sunnudaginn 28. des- ember. Fyrri ferðin fer frá BSÍ kl. 10.30. Ekið er að Selfjalli og gengið þaðan niður Heiðmörk um Elliðaárdal, Fossvogsdal um Öskjuhlíð. Seinni ferðin hefst kl. 13. Þátttakendur geta mætt við BSÍ og farið með rútu upp á Arbæjarsafn en þar hefst gangan. Einnig er hægt að mæta við Árbæjar- safn. Frá Árbæjarsafni er gengið um Elliðaárdal, Foss- vogsdal og Öskjuhlíð. Göngurnar enda við skrif- stofu Utivistar, Hallveigarstíg 1, þar sem boðið er upp á kakó og piparkökur. Minntust látinna Fáskrúðsfirði - Fyrir einu ári var helgaður reitur í Kirkjugarði Fáskrúðsfjarðar þar sem fólk getur komið saman í kyrrð- arstund til að minnast látinna ættingja og vina. Síðastliðinn sunnudag kom fólk þar saman og tendruð voru ljós við skilti sem þar hefur verið komið upp. Sóknarpresturinn sr. Carlos A. Ferrer flutti hugvekju og bæn. Kirkjukórinn söng og tvær konur lásu sálm og bæn. Allmargt fólk kom í reitinn og tendraði þar ljós en það er orðinn siður hér að fólk komi og tendri ljós á leiðum ættingja og hefur það færst í vöxt síðustu ár. ? I í J I i í íl 7 ?! WiM- 5 ~75 ALVÖRUBÍÓ! onpolby =:_____ ___ STAFRÆNT stæbstatjaldbmb) HLJ0ÐKERFII ÖLLUM SÖLUM! HX Lokað í dag, aðfangadag og jóladag Opið á annan og þriðja í jólum (26. og 27. des) HOST WANTEl) Hasar ofl spnnna Ira upphafi lil enrla. bíómynd Duchovny (X-Files) SPILLING EITURLYF LEIKRADOIR: ÁLFRUN ÖRNÓLFSDÓTTIR, EDDA HEIÐRÚN BACKMAN, ÓRN ÁRNAS0N, ÞÓRHALLUR SIGURÐSSON, FINNUR GUÐMUNDSSON, MIST HÁLFDÁNARDÓTTIR, ÞRÖSTUR LEÓ GUNNARSSON, SIGURÐUR SIGURJÓNSSON, JÓHANN SIGURDARSON, GUÐFINNA RÚNARSDÓTTIR, JAK0B ÞÓR EINARSSON, BERGLJÓT ARNALDS, RÓSA GUÐNÝ ÞÓRSDÓTTIR, SIGRÚN WAAGE, HRÓLFUR SÆMUHDSSON. Sýnd kl. 1,3, 5 og 7 Leeioooer G.I3ÍJANE G.l. Jane sló rækilega í gegn i Bandaríkjunum og sat 2 uikur á toppnum. Hasargellan Demi Moore hefur aldrei verið flottari. Leikstjóri Ridley Scott (Alien, Blade Runner, Thelma & Louise) DEflI ÍIOORE STUNDUWl V/ERÐUR ÞU AÐ TRUA Á SJÁLFAiXI ÞiG Sýnd kl. 4.30, 6.45, 9 og 11.30. <• „ Laugarásbíó óskar landsmönnum öllum gleðilegra jóla
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.