Morgunblaðið - 24.12.1997, Side 64

Morgunblaðið - 24.12.1997, Side 64
'54 MIÐVIKUDAGUR 24. DESEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ Heilögjól í þessari jólahugvekju segir sr. Heimir Steinsson m.a.: Oft hefur Guð talað til þín, boðið þér návist sína. En aidrei er hann nær þér en nú. ÞÁ ER á enda eftirvænting og aðdragandi jólanna. Upp er runninn aðfangadagur. Jólin koma í kvöld. Næstu daga verð- ur hún hjá oss, hin „hæsta há- tíð“, sem vér syngjum um í sálmi séra Björns Halldórssonar í Laufási, „Sjá himins opnast hlið“. Hátíð er ofar öðrum tíðum. Það er sem vér nálgumst sjálft Guðs ríki slíkum stundum, - ellegar sem himnaríki stígi niður á jörðina til vor. Undirbúningur jólanna er margvíslegur og varðar ekki all- ur jólaboðskapinn. En þegar sjálf jólin ganga í garð, stíga jólaguðsjöllin og aðrir ritningar- textar hátíðarinnar fram á svið- ið, taka til máls og hasla sér völl í hugskoti voru. Þessa gæt- ir í hugvekju dagsins. Hún fjall- ar um fagnaðarerindi fæðing- arhátíðar Drottins vors Jesú Krists. „Barn er oss fætt, sonur er oss gefinn“ Mörgum öldum fyrir fæðingu Jesú höfðu spámenn boðað komu hans í heiminn. Meðal þeirra var Jesaja, en í níunda kapítula spádómsbókar hans er að finna fyrirheitið um friðar- höfðingjann. Spámanninum fa- rast orð á þessa leið: „Sú þjóð, sem í myrkri geng- ur, sér mikið Ijós. Yfir þá, sem búa í landi náttmyrkranna, skín ljós. - Því að barn er oss fætt, sonur er oss gefínn. Á hans herðum skal höfðingjadómurinn hvíla. Nafn hans skal kallað Undraráðgjafi, Guðhetja, Eilífð- arfaðir, Friðarhöfðingi. Mikill skal höfðingjadómurinn verða og friðurinn engan enda taka á hásæti Davíðs og í ríki hans. Hann mun reisa það og efla með réttvísi og réttlæti héðan í frá og að eilífu." Fyrirheitið um fæðingu Mess- íasar, Drottins smurða, sem menn höfðu vænzt i ísrael kyn- slóð eftir kynslóð, rættist við til- komu Jesú. Hann færði mönnun- um frið, jólafrið. Allt frá burði Krists í heiminn á mannkynið þess kost að rækta með sér guð- dómlegan frið, heilagt jafnvægi, himneska sálarró, - á jörðu. „Dýrð sé Guði í upphæðum og friður á jörðu“ Friðarstef helgra jóla kveður við víðar en hjá spámanninum Jesaja. Það hljómar meðal ann- ars í söng englanna yfir Betle- hemsvöllum. Þeir syngja Guði í upphæðum dýrð og kunngjöra samtímis frið á jörðu. Dýrðar- söngurinn og friðarboðskap- urinn haldast í hendur í jólaguð- spjalli Lúkasar og eru óað- skiljanlegir hið innra með kristn- um mönnum æ síðan, verða ekki sundur greindir til efsta dags. Þar sem Guð er lofaður ríkir friður. Þetta hafa kristnir menn haft til fyrirmyndar á öllum öld- um: Þeir lofa Guð. Meðan lof- gjörðin fer fram, er friðurinn allsráðandi. Til eru Kristsmenn sem lofa Guð nær allar vöku- stundir sínar. Það getum vér gjört á jólum, umfram það sem að vanda Iætur. Jólaguðspjall Lúkasar greinir frá fæðingu barnsins í Betle- hem. Sú saga er einhver hin hugnæmasta, sehi vér þekkjum. Börn að aldri heyrðum vér þessa frásögn og æ síðan á jólum. Hún umvefur allar vorar fegurstu minningar. í huganum fylgjum vér þeim Jósep og Maríu frá Nazaret upp til Júdeu til borgar Davíðs, sem heitir Betlehem. Jafnvel Ágústus keisari er jóla- vinur vor frá fyrsta fari. Hann er heldur ekki framandi í þessu föruneyti jólanna. Hann er hér að „skrásetja heimsbyggðina", koma reglu og friði á í Róma- veldi. Keisarinn ætlar m.a. að fara að láta leggja greiðfæra og örugga vegi landa á milli, vegi sem postularnir síðar munu ganga og arftakar þeirra, þegar þeir hefjast handa um að breiða út fagnaðarerindið um Jesúm Krist. Þannig er öll þessi saga þrungin helgi: Fæðing Jesú- barnsins, engill Drottins og dýrð hans kringum fjárhirðana á Betlehemsvöllum, orðin stærstu, jólatíðindin sjálf: „Yður er í dag frelsari fæddur.“ Umskiptin mestu í mannheimi boðuð og veitt mér og þér, sem hér sitjum nú og íhugum hina einstæðu fregn. „Og Orðið varð hold, hann bjó með oss“ Þessa fregn flytur einnig guð- spjallamaðurinn Jóhannes. Inn- gangsorð guðspjallsins tilgreina sömu tíðindi og jólaguðspjall Lúkasar. En Jóhannes seilist miklum mun lengra um öxl: „í upphafi var Orðið,“ segir hann, „og Orðið var hjá Guði, og orðið var Guð.“ - Þegar Jóhannes talar um „Orðið“, á hann við Krist. Kristur er Orð Guðs. Kristur var Guð fyrir upphaf aldanna og er Guð að eilífu. - Þannig byijar Jóhannes boðskap sinn. Síðan heldur hann áfram: „Og Orðið varð hold, hann bjó með oss, fullur náðar og sannleika, og vér sáum dýrð hans, dýrð, sem sonurinn eini á frá föðurnum." Kristur, sem er Guð frá upphafi, og verður Guð um aldir, gjörðist maðurinn Jes- ús, gekk fram á foldu og sýndi mönnunum, hver Guð er, kvaddi þá til að fylgja sér heim þangað sem Guð býr, bauðst til að end- urleysa oss, gjöra oss öll að Guðs börnum. Þetta er fagnaðarerindi helgra jóla. Fyrir meðalgöngu frelsarans gjörist maðurinn eitt með Guði, honum sem var „í upphafi". Viðburður jólanna er það gullna hlið, sem oss er ætl- að um að ganga inn í dýrð himn- anna. Jólin eru þannig endur- fæðingarhátíð mín og þín og allra þeirra, sem í Kristi lifa. Jólagleði Friður jólanna er ekki kyrr- staða eða köld upphafning. Frið- ur jólanna er fijósamur og gjö- full, eins og allt það, sem Jesús Kristur færir oss mönnunum. Friður jólanna er gleði, jólagleði. í dag eigum vér þess kost að ganga til móts við Guð í hug- skoti voru. Jatan stendur við hjartarætur þínar. Þar hvílir barnið Jesús í leyndardómi trúar og tilbeiðslu. Eilífur Guð allra hnatta og heima verður í kvöld „hold á jörð“ og tekur sér ból- festu í bijósti þínu. Oft hefur Guð talað til þín, boðið þér ná- vist sína. En aldrei er hann nær þér en nú. Héðan í frá vill hann og hveija stund hjá þér vera. - Jólagleði manna er af mörg- um toga. Guð gefi, að þú njótir samvista við annað fólk á þess- um jólum, ættingja eða aðra förunauta. Hitt varðar þó mestu, að návist þín við frelsara heims- ins farist ekki fyrir. Ljúktu upp dyrum hjarta þíns fyrir honum. Þá muntu eignast það, sem vér öll þráum og lengi höfum hlakk- að til: Gleðileg jól. I DAG VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Jólahugleiðing NÚ FER sú hátíð í hönd er við vitjum leiða ættingja okkar venju fremur. Ég og mín fjölskylda vitjum leiðis föður og lítils drengs í Foss- vogskirkjugarði. Þar eigum við okkar helgistund í þann mund er kirkjuklukkur klingja í upphafí jólahátíð- ar. Það er yndislegt að rölta um garðinn upptendraðan af ljósum á fallega skreytt- um leiðum. Þar ríkir mikil kyrrð og friður. Þá er gott að staldra við, hverfa frá erli dagsins og hugleiða með sjálfum sér. Að þessu sinni er hugur minn upptekinn af dapur- legri reynslu er við urðum fyrir, fyrir ári síðan, er styttu af ofangreindu leiði var stolið. Faðir minn, Axel Helgason, bjó sjálfur ti nokkrar styttur sem und- anfama áratugi hafa prýtt lóðir Nestis hf. og margir vegfarendur eflaust minn- ast. Styttan „Á bæn“ við leiði hans var ein þeirra og hafði verið þar í tugi ára. Styttan hafði mikið tilfinn- ingalegt gildi fyrir fjöl- skylduna. Má þessum missi líkja við að sjálfur Ieg- steinninn hafi verið fjar- lægður. Það er með ólík- indum hvað fólk tekur sér fyrir hendur, að fjarlægja um 50 kg þunga styttu af leiði, á milli jóla og nýárs 1996. Þrátt fyrir eftirgrer.nsl- an og umflöllun í sjónvarpi sl. vor hefur ekkert til styttunnar spurst. Ég og mín fjölskylda væri þakklát ef samferðafólk hefðu aug- un opin gagnvart styttunni „Á bæn“ og hefðu sam- band við skrifstofu Foss- vogskirkjugarða eða Guðf- inn í talhólf 883 0010. Besta jólagjöfin væri ef hlutaðeigandi skilaði stytt- unni á leiðið. Með jólakveðju, Ósk Axelsdóttir. Tapað/fundið FJALLAHJÓL fannst laugardaginn 20. desem- ber í Háaleitishverfi. Uppl. í síma 553 3553. Frakki týndist SVARTUR, hálfsíður frakki, týndist laugardag- inn 20. desember á veit- ingastaðnum írlandi. Skil- vís finnandi hafi samband í síma 581 4288. Gullúr týndist GULLÚR, kvenmanns, týndist miðvikudaginn 17. desember á leiðinni frá Kleppsvegi með leið 4 niður á Hlemm og þaðan á Rauða kross hótelið. Þeir sem hafa orðið varir við úrið hafi samband í síma 553 7158. Bíllyklar í óskilum BÍLLYKLAR gleymdust í versluninni hjá Hrafnhildi. Uppl. í síma 581 2141. Veski týndist LÍTIÐ, brúnt, þríbrotið peningaveski með skilríkj- um og peningum týndist aðfaranótt sl. laugardags, líklega á leiðinni frá Hraunbæ niður í Miðbæ. Aðrir staðir í Reykjavík koma einnig til greina. Finnandi er vinsamlega beðinn að hringja í símboða 845 4481 eða síma 567 4495. Fundarlaun. Skór af útigalla týndist í Garðabænum APPELSÍNUGULUR skór af útigalla týndist í síðustu viku fyrir utan leikskóla í Garðabænum. Uppl. í síma 567 1142. Dýrahald Týndur köttur í Kópavogi GRÁBRÚNN sex mánaða fressköttur, með svörtum „tígrisröndum" týndist frá Brekkuhjalla 5 í Kópavogi sl. föstudagskvöld. Hann er eyrnamerktur með merkinu Y-7031. Hafí ein- hver orðið ferða hans var er hann vinsamlega beðinn að hringja í síma 564 1881. Týndur köttur í Blönduhlíð ÓVENJU gæfur og góður svartur síðhærður fress- köttur hvarf frá Blönduhlíð í Reykjavík. Hann var ómerktur. Hafi einhver orðið ferða hans var er hann beðinn að hringja í síma 551 2252. HÖGNIIIREKKVÍSI SKÁK Umsjón Margelr Pctursson STAÐAN kom upp á heims- meistaramótinu í Groning- en í Hollandi. Ungveijinn Zoltan Almasi (2.615) hafði hvítt og átti leik gegn Artúr Júsupov (2.640), sem nú teflir fyrir Þýska- land. 40. Hf5! - Rf7 (Lætur drottninguna af hendi. 40. — Rxf5 41. gxf5 var ennþá verra og svartur tapar einn- ig liði eftir 40. — Dg6 41. g5!) 41. Hxg5+ — Rxg5 42. Kg2 - e4 43. Bc2 - Hf4 44. Bdl - H8f6 45. Dxh4 - Rf7 46. Dg3 - Re5 47. Be2 - Rg6 48. h4 - e3 49. Dxe3 — Rxh4+ 50. Kg3 - Rg6 51. Bd3 - Re5 52. Bf5 og svartur gafst upp. JOLAHRAÐSKÁK- MÓT: Taflfélag Kópavogs: 2. Jóladag kl. 14 í fé- lagsheimilinu Hamra- borg 5, 3. hæð. Skákfélag Akur- eyrar: Sunnudaginn 28. desember kl. 14 í félags- heimili S.A. Taflfélag Reykjavíkur: Jólahraðskákmótið fer fram 29. og 30. desember og hefst taflið báða dagana kl. 20. GLEÐILEG JÓL Víkveiji skrifar... TÓNLISTARLÍF er ávallt með blómlegasta móti á aðventu jóla. Það er gömul saga og ný. Kórar halda tónleika, einsöngvarar, hljómsveitir og nemendur tónlistar- skóla og í lifandi flutningi öðlast jólalögin ávallt nýtt líf. Víkveiji hafði gaman af því að vera gestur á myndarlegum tónfundi eins tón- listarskólans nú fyrir jólin, þar sem foreldrum, systkinum, öfum, ömm- um og vinum var boðið til skemmti- legrar og hátíðlegrar kvöldstundar. Þessi fundur var haldinn í nýjum húsakynnum Tónskóla Sigursveins við Engjateig og börn og unglingar léku af hjartans lyst fyrir þakkláta gesti. Sum börnin eru að feta sín fyrstu spor á tónlistarbrautinni og varð þess að sjálfsögðu áþreifan- lega vart, en önnur eru komin svo vel á veg í náminu, að hrein unun er að hlýða á leik þeirra. xxx SÉRSTAKLEGA hafði Víkveiji gaman af frásögn kennarans, sem stjórnaði tónfundinum, þegar hún lýsti framförunum sem nem- endur, sem eru að hefja tónlist- arnám, taka ár hvert, þegar að- venta jóla nálgast. Hún sagði að fyrstu vikumar, jafnvel tvo til þijá mánuði, væru framfarimar afar litl- ar, og börnin kynnu þetta sjö til átta tóna. En um leið og byijað væri að æfa jólalögin, fjölgaði tón- unum sem börnin hefðu á valdi sínu allsnarlega og þau tækju stórstíg- um framförum. Skýringin væri að sjálfsögðu sú, að þegar þau færu að leika jólalögin, sem þau kynnu og hefðu sungið, yrði tónlistarnám- ið svo skemmtilegt, áhuginn við að spila og æfa sig ykist og árangur- inn eftir því. XXX EKKI veit Víkveiji hvort ÁTVR í Holtagörðum býður að jafn- aði upp á meiri þjónustu við við- skiptavini sína, en gengur og gerist í verslunum ÁTVR, en núna í jóla- önnunum fékk Víkveiji að njóta ánægjulegrar þjónustu í þeirri verslun, þjónustu sem hann á ekki að venjast alla jafna. Hugðist Vík- veiji kaupa rauðvin og hvítvín og var eitthvað að vandræðast við hill- urnar þar sem þær víntegundir standa. Afgreiðslumaður vatt sér að Víkveija og spurði hvort hann gæti aðstoðað, hvað Víkveiji þáði með þökkum. Eftir nokkrar bolla- leggingar fékkst niðurstaða í inn- kaupin og Víkveiji taldi að afskipt- um starfsfólks væri lokið um leið og greitt hafði verið fyrir mjöðinn. En það var nú öðru nær. Annar starfsmaður stóð við afgreiðslu- kassann og spurði hvort hann mætti bera aðföngin út í bil fyrir Víkveija. Þetta kostaboð var þegið og starfsmaðurinn rölti við hlið Víkveija að bíl hans og sagði ekki skilið við hann fyrr en vinið var tryggilega geymt í skottinu. Kvaddi hann því næst Víkveija með bros á vör og óskaði honum gleðilegra jóla. Það er ekki síst svona viðmót og þjónusta sem getur komið manni í gott jólaskap, í öllum erlinum, ysn- um og þysnum fyrir jólin, þegar flestir virðast vera að ganga af göflunum í innkaupaæði, stressi og látum. Víkveiji kann þessum starfs- manni hinar bestu þakkir og óskar honum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.