Morgunblaðið - 24.12.1997, Blaðsíða 70

Morgunblaðið - 24.12.1997, Blaðsíða 70
70 MIÐVIKUDAGUR 24. DESEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM FOSTUDAGSMYNDIR SJONVARPSSTÖÐVANNA Stöð 2 ► 11.45 Tónaflóð - Sound of Music Sjá umfjöllun í ramma. Stöð 2 ►l 7.15 Rikki ríki (Richie Rich, ‘95). Barnastjörnur hverfa yfirleitt af tjaldinu þegar þær komast í mútur. Svo fór um Macauley Culkin (Home Alone). Rikki ríki er ein síðasta myndin hans (sem bamastjama, að minnsta kosti). Myndin er í klass- ískum dæmisögu-ævintýrastíl um ríka drenginn sem á allt sem er falt fyrir peninga en kemst að því að ýmislegt það eftirsóknarverð- asta í lífinu er ekki falt þó öll heimsins verðmæti séu í boði. Betri en á horfist. ★★ Stöð 2 ►20.45 Allir þeir sem ætla að horfa á sjónvarp £ kvöld eiga að stilla tæki sín á Bréfber- ann (II Postino, ‘96), sem er sann- kallaður gullmoli þar sem gaman og alvara blandast saman í ljóð- ’ rænni frásögn á sérstæðri vináttu ítalska bréfberans Marios og chileska ljóðskáldsins Pablo Nemda. Hvemig hún þroskar og styrkir almúgamanninn, fyllir hann sjálfstrausti og hvetur til dáða í ljóðagerð og kvennamálum. Fyrst og fremst mynd Troisi, sem auk þess að fara ógleymanlega með aðalhlutverkið, var einnig einn af handritshöfundum. Troisi var heltekinn af ólæknandi sjúk- dómi meðan á tökum Bréfberans stóð, kvikmyndagerðarmennirnir færa sér það í nyt með nærmynda- tökum af tjáningarríku og oft þjáðu andliti leikarans. Yfirbragð hans er allt ósvikið. Sýn ►21.00 Geimskip og riddar- ar á 14. öld er inntak gamanmynd- arinnar Krossferðarinnar miklu (The High Cmsade, ‘95), sem er þeirrar slæmu náttúm að finnast hvergi á prenti né á ljósvakamiðl- um. Það boðar ekki gott, frekar en að John Rhys-Davies er treyst fyr- ir aðallhutverkinu. Stöð 2 ► 22.35 Robert De Niro leikur klókan fjárhættuspilara sem fær starí' hjá Mafíunni í Las Veg- as. Gerir þrjár skyssur: Gerir vin sinn (Joe Pesci), sem reynist ótínt varmenni, að sinni hægri hönd, giftist gleðikonu (Sharon Stone) og síðast en ekki síst reynir hann að vera heiðarlegur. Scorsese hefur aldrei verið jafn ofbeldisfullur og er þá mikið sagt. Spilavítið (Casino, ‘95) ★★★'/2 er því alls ekki við hæfi barna né viðkvæmra. Aðrir ættu að hafa ósvikið gaman af þessari áframhaldandi rannsókn ■v TT16Ö ftöYÖ6\íÚS6S0SU, POTYI. GðtCSU Heímalagaðurmyntim meðheitrisúkkulaðisóíu vtril kr. (yrirnatm^1 ^ Borðapantanir í símar Tónaflóð Stöð 2 ► 11.45 Það þarf ekki að hafa mörg orð um Tónaflóð - (The Sound of Music, ‘65). Hún fæddist sígild íharðan heim kvik- myndanna og vann fljótlega það afrek að verða langvinsælasta mynd sögunnai- um hríð ogýta sjálfri Á hverfanda hveli úr heið- urssætinu. Tónaflóð ★★★V2 olli straumhvörfum á sínum tíma, allir fengust við söngleiki næstu árin. Hún er kvikmyndagerð frægs söngleiks eftir Rogers og Hammerstein, með fjölda áheyri- legra og heimskunnra laga. Sögu- þráðurinn er byggður á sönnum atburðum um flótta hinnar músík- ölsku Von Trapp fjölskyldu frá Austurríki nasista. Tekin í ægifeg- urð Alpanna, með Julie Andrews í aðalhlutverkinu og er hlý og falleg í alla staði. Sannkölluð jólamynd. Martins Scorsese á blóðidrifnum undirheimum Bandaríkjanna og myrkum persónum þeirra, sem passa ekki inní hversdagslífið og þola illa dagsljósið. Þetta mannlífs- svið skoðar enginn af meira innsæi og kunnáttu en meistari Scorsese. Sýn ►23.20 Fyrir örfáum árum komu tvær myndir um Hróa hött (Robin Hood, ‘91) ★‘/2. Þessi varð undir Kostner og félögum. Bætir engu við sögnina um hetjuna í Skírisskógi og hina glaðværu fé- laga hans. Eitt af því sem vantar er einmitt gleði, einkum hjá aðal- leikaranum, Patrick Bergin. Stöð 2 ►0.20 Shirley MacLaine og Nicholas Cage eru góðir leikar- ar sem gera annars ómerkilega gamanmynd, Tess í pössun (Guarding Tess, ‘94), um viðskipti forsetafrúar Bandaríkjanna og líf- varðar hennar, að bærilegri skemmtun. ★★ Sjónvarpið ►0.20 Þeir sem enn eru á fótum fá tækifæri til að sjá býsna góða gamanmynd, Skipti- mynt Quick Change, ‘90), sem fór framhjá alltof mörgum á sínum tíma. Hún segir af vellukkuðu bankaráni undir stjórn Bills Murray, en allt fer úrskeiðis á flóttanum. Howard Franklin leik- stýrir og skrifar af góðu skopskyni og fínni keyrslu, leikhópurinn óað- finnanlegur, með Murray i sínu ill- skeyttasta formi, lúðanum Randy Quaid og Geenu Davis, að ógleymdum Jason Robards, Jr. Fyrir alla muni missið ekki af mý- grút annarra afbragðsleikara í litl- um og örhlutverkum; Philip Bosco, Stanley Tucci, Tony Shalhoub (The Big Night), sem svo skiln- ingssljór (arabískur) leigubílstjóri að hann skilur ekki liti (!) o.fl. o.fl. ★★★ Stöð 2^1.55 Michael Douglas og Andy Garcia eru fínt löggutvíeyki - sá fyrrnefndi harðsoðinn og óvandur að meðöl- um, hinn gætnari en námfús - sem sendir eru til Japan með þar- lendan stórglæpamann. Þeir eru ekki fyrr lentir en þeir missa hann út úr höndunum og verða að kljást við hann á heimaslóðum. Spenn- andi, vel leikstýrt af Ridley Scott, en alltof löng. ★★'/2 Sæbjörn Valdimarsson Pantana- og skilatími fyrir fullunnar auglýsingar um jól og áramót Sfmbréf: 569 1110 • Netfang: augl@mbl.is I Birting Pantanatími Skilatími Miðvikudagur 24. des. Mánud. 22.12 kl. 16.00 Þriðjud. 23.12 kl. 12.00 Sunnudagur 28. des. Mánud. 22.12 kl. 16.00 Þriðjud. 23.12 kl. 16.00 Þriðjudagur 30. des. Þriðjud. 23.12 kl. 16.00 Mánud. 29.12 kl. 12.00 Miðvikudagur 31. des. Mánud. 29.12 kl. 16.00 Þriðjud. 30.12 kl. 12.00 Laugardagur 3. jan. Þriðjud. 30.12 kl. 16.00 Föstud. 2.1 kl. 12.00 Sunnudagur 4. jan. Þriðjud. 30.12 kl. 16.00 Föstud. 2.1 kl. 16.00
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.