Morgunblaðið - 08.01.1998, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 08.01.1998, Blaðsíða 1
80 SÍÐUR B/C STOFNAÐ 1913 5. TBL. 86. ÁRG. FIMMTUDAGUR 8. JANÚAR 1998 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Botha sóttur til saka Höfðaborg. Reuters. P.W. Botha, fyrrverandi forseti Suður-Afríku, verður sóttur til saka fyrir að neita að koma fyrir Sann- leiksnefndina svokölluðu og virða stefnur hennar að vettugi. Frank Kahn, saksóknari í Höfða- borg, sagði að Botha hefði verið stefnt fyrir rétt í heimabæ sínum, George, fostudaginn 23. janúar. Botha hefur hunsað þrjár stefnur Sannleiksnefndarínnar, sem vill yf- irheyra hann um störf öryggisráðs Suður-Afríku, sem lýsti yfir neyðar- ástandi á síðasta áratug til að kveða niður andstöðu blökkumanna við stjóm hvíta minnihlutans. Þúsundir blökkumanna biðu bana í átökum við lögreglu og hermenn á þessum tíma og tugþúsundir manna voru hnepptar í fangelsi án ákæru. Botha er á 82. aldursári og var við völd frá 1978 og þar til F.W. de Klerk tók við forsetaembættinu 1989. De Klerk aflétti síðar banni við starfsemi samtaka blökkumanna og batt enda á aðskilnaðarstefnuna. Botha sagði í viðtali á dögunum að hann hygðist ekki koma fyrir sannleiksnefndina og lýsti yfir- heyrslum hennar sem „skrípaleik“. Hann kvaðst ekki hafa fyrirskipað morð og vera stoltur af baráttu sinni gegn samtökum blökkumanna sem hann sakaði um kommúnisma. Botha á yfir höfði sér allt að tveggja ára fangelsisdóm fyrir að virða stefnur sannleiksnefndarinnar að vettugi. ----------------- * Forseti Irans í sögulegu viðtali Vili efla tengsl Irana og Banda- ríkjamanna Teheran. Reuters. í SÖGULEGU sjónvarpsviðtali hvatti Mohammad Khatami, forseti frans, í gær til þess að þjóðir Bandaríkjanna og írans efldu tengsl sín í milli, en sagðist hins vegar ekki sjá neinn flöt á því að svo stöddu að ríkisstjórnir landanna tveggja tækju upp bein samskipti. Með viðtalinu, sem bandaríska sjónvarpsstöðin Central New Network, CNN, sendi út í gær- kvöldi, .gerðist það í fyrsta sinn í tvo áratugi að íranskur leiðtogi ávarp- aði Bandaríkjamenn. Khatami sagð- ist bera virðingu fyrir bandarísku þjóðinni en Bandaríkjastjórn ætti að biðja eigin þjóð afsökunar á ut- anríkisstefnu sinni, sem hann sagði hafa skapað gjá vantrausts milli Bandaríkjanna og ríkja þriðja heimsins. Khatami neitaði því ennfremur í viðtalinu, að íran styddi hryðju- verkastarfsemi. „Hryðjuverk ber að fordæma, hvernig sem þau birtast," sagði hann. Heimsókn danska forsætisráðherrans Poul Nyrup Rasmussen til Færeyja lokið Segir Dani hafa sýnt full heilindi Þórshöfn. Morgnnbladið. Nordfoto POUL Nyrup Rasmussen, for- sætisráðherra Danmerkur, stóð í ströngu í Færeyjum í gær. Hér skundar hann af einum fundin- um á annan. POUL Nyrup Rasmussen, forsætis- ráðherra Danmerkur, lét engan bil- bug á sér finna á meðan á tveggja daga dvöl hans í Færeyjum stóð, þar sem hann reyndi að skýra að- gerðir dönsku stjómarinnar í tengslum við hina alvarlegu efna- hagskreppu og bankahneyksli sem skók eyjarnar fyrir nokkrum ámm. Þvert á móti lét Nyrup engan vafa leika á því í viðræðum sínum við færeysku landsstjómina að óháð því hver niðurstaða rannsóknar á færeyska bankahneykslinu verður, hafi dönsk stjórnvöld sýnt Færey- ingum full heilindi. „Danir gerðu það sem þeim bar, þegar Færeyjar rötuðu í sína erfiðu efnahagskreppu," sagði Nymp í gær að loknum fundi sínum með færeysku landsstjóminni og Ed- mund Joensen lögmanni. „Sameig- inlegt framlag okkar, meðal annars í formi lánafyrirgreiðslu, hefur komið því til leiðar að kreppan í Færeyjum er að baki. Nú em upp- gangstímar í Færeyjum og það er okkar hjálp að þakka. Danir vom þeir einu sem gátu hjálpað þegar kreppan í Færeyjum hófst, og við höfum uppfyllt skyldur okkar,“ sagði forsætisráðherrann. Neituðu að hitta Nyrup Tveir af sjö ráðherrum í lands- stjórninni kusu að vera ekki við- staddir fundinn með danska forsæt- isráðherranum í mótmælaskyni við að hann skyldi leggja leið sína til eyjanna níu dögum áður en niður- stöður rannsóknarinnar á banka- hneykslinu verða gerðar opinberar. Það vora Anfinn Kallsberg fjár- málaráðherra og John Petersen sjávarútvegsráðherra sem ekki létu sjá sig á fundinum með Nyrap Rasmussen, en þeir tilheyra báðir Fólkaflokknum. Þingmenn fjögurra annarra flokka sýndu Nyrap álíka kaldar móttökur er hann ávarpaði lögþingið, en þetta varð honum tilefni til að láta þau orð falla, að danska þjóðin undraðist slíka hegðan. „Eg tek höfnunina ekki persónu- lega. Eg er fulltrúi Danmerkur og dönsku ríkisstjórnarinnar og sem slíkur tel ég að danskur almenning- ur sé undrandi. Það má ekki gleyma því að Danir hafa veitt milljarða í lán til Færeyja,“ sagði Nyrup Rasmussen. ■ Samningar/20 , Reuters ITALSKIR löggæslumenn tóku á móti tæplega þrjátíu kúrdískum flóttamönnum sem komu á land á Frassanito-strönd á Suður-ftalíu í gær. Þeir sem fluttu fólkið létu það synda síðasta spöliun til að komast fram hjá strandgæslunni en ársgamalt barn var í hópnum. Lyktandi „Svía- hjálp“ Morgunblaðið. Óslð. STARFSMÖNNUM póstúti- búsins á eynni Tjnme í Suð- ur-Noregi er ekki skemmt. Okunnur spéfugl reyndi að senda hráar rauðsprettur í pósti merktar utanáskrift- inni „Svíahjálp frá Olíu- Noregi". í sjö póstsekkjum á Nott- eroy og Tjome fundust fisk- ar í umslögum. Samkvæmt frásögn Tonsberg Bkid er Sverre Skogbakke póst- meistari óánægður með það hvort tveggja, að fiskurinn hefur útbíað annan póst og að burðargjöld voru ógreidd. Evrópskir leiðtogar deila hart er fleiri kúrdískir flóttamenn streyma til ftalíu ESB til varnar Schengen Róm, Brussel. Reuters. NOKKRIR tugir kúrdískra flóttamanna komust til Ítalíu í gær og kom fólkið ýmist á sundi eða í litlum bátkænum. Er koma þeirra til marks um að flóttamannastrauminum til Ítalíu hefur ekki linnt en Italir hafa sætt harðri gagnrýni aðildar- landa Schengen-samkomulags Evrópusambands- ríkja, fyrir að segja flóttamennina velkomna. Romano Prodi, forsætisráðherra Ítalíu, lýsti því yfir í gær að Kúrdamir væru pólitískir flóttamenn og að vandann yrði að nálgast með það í huga. Manfred Kanther, innanríkisráðherra Þýska- lands, var ómyrkur í máli er hann tjáði sig um málið á blaðamannafundi í Bonn í gær. Þýsk stjórnvöld óttast að Kúrdarnir stefni allir á að sækja um hæh í Þýskalandi, þar sem hálf milljón þeirra dvelur nú þegar. Um 1.200 kúrdískir flóttamenn komu til Italíu í síðustu viku. Mót- mæltu nokkur Evrópusambandsríki yfirlýsingum ítalskra ráðamanna um að flóttafólkið væri „ávallt velkomið" og í kjölfarið hertu ítalir eftirlit á landamærum og við strandlengjuna. Talið er fullvíst að ítalska mafían standi að baki komu flóttafólksins og hefur hún breytt starfsað- ferðum sínum, sendir fólk á smákænum eða læt- ur það synda síðasta spölinn til að komast fram hjá strandgæslunni. Mál kúrdísku flóttamannanna hefur dregið fram ókosti Schengen-samkomulagsins, sem kveður á um að landamæraeftirlit skuli fellt niður á milli aðildarlanda. Hafa nokkur aðildarríki Schengen, fyrst og fremst Þjóðverjar, gagnrýnt Itali fyrir að standa ekki við ákvæði samkomu- lagsins um gæslu á ytri landamærum Schengen- svæðisins. Sagt kalla á samræmda flóttamannastefnu ESB Málið var tekið fyrir á fundi framkvæmda- stjómar Evrópusambandsins (ESB) í gær og varði talsmaður framkvæmdastjórnarinnar Schengen-samkomulagið. Sagði hann að það kæmi ekki í veg fyrir straum flóttamanna til og á milli aðildarlanda og lagði á það áherslu að ESB yrði að samræma stefnu aðildarríkjanna í mál- efnum flóttamanna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.