Morgunblaðið - 08.01.1998, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 08.01.1998, Blaðsíða 44
*"$4 FIMMTUDAGUR 8. JANÚAR 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ t Ástkær eiginmaöur, mágur, faðir okkar, teng- dafaöir, afi og langafi, BJÖRN MAGNÚS MAGNÚSSON, Hofi, Bíldudai, lést á Landspítalanum sunnudaginn 4. janúar. Minningarathöfn verður í Langholtskirkju í dag, fimmtudaginn 8. janúar, kl. 13.30. Útför fer fram frá Bíldudalskirkju laugardaginn 10. janúar kl. 14.00. Guðrún Ólafsdóttir, Jóhannes Ólafsson, Ólafía Björnsdóttir, Jón Ingimarsson, Magnús Björnsson, Helga Friðriksdóttir, Sindri Björnsson, Sif Svavarsdóttir, Hlynur Björnsson Guðbjörg Klara Harðardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, LAUFEY TRYGGVADÓTTIR frá Meyjarhóli, dvalarheimilinu Hlíð, Akureyri, lést sunnudaginn 28. desember sl. Útför hennar fer fram frá Akureyrarkirkju föstu- daginn 9. janúar kl. 13.30. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Náttúrulækningafélag Akur- eyrar. Brynjar Skarphéðinsson, Guðlaug Hermannsdóttir, Birkir Skarphéðinsson, María Einarsdóttir, Kristján Skarphéðinsson, Marta Þórðardóttir, börn okkar og barnabörn. t Elskuleg móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, KRISTÍN VIGDÍS KRISTINSDÓTTIR, Tjarnargötu 40, Keflavík, sem andaðist þriðjudaginn 30. desember, verður jarðsungin frá Keflavíkurkirkju á morg- un, föstudaginn 9. janúar, kl. 14.00. Erla María Andrésdóttir, Hjalti Guðmundsson, Andrés Kristinn Hjaltason, Jóhanna María Einarsdóttir, G. Brynja Hjaitadóttir, Leifur Gunnar Leifsson, Guðmundur Hjaltason, Helena Svavarsdóttir, Steinþóra Eir Hjaltadóttir, Kristinn Óskarsson og barnabarnabörn. t Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, KRISTÍN SIGFÚSDÓTTIR, Hólavangi 14, Hellu, Rangárvöllum, verður jarðsungin frá Oddakirkju laugardaginn 10. janúar kl. 14.00. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Krabbameinsfélagið. Sigfús Þórðarson, Þóra Björg Þórarinsdóttir, Bogi Vignir Þórðarson, Gunnhildur S. Helgadóttir, Unnur Þórðardóttir, Bragi Gunnarsson, Ragnheiður Þórðardóttir, Jón Ólafur Sigurðsson, Sigrún Þórðardóttir, Þorgeir Hjörtur Níelsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, JÓN BJÖRN HELGASON, Þinghólsbraut 17, Kópavogi, sem lést á heimili sínu 30. desember sl., verður jarðsunginn frá Hallgrímskirkju á morgun, föstudaginn 9. janúar, kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Heimahlynningu Krabbameinsfélagsins. Kolbrún Gunnlaugsdóttir, Þorbjörg Jónsdóttir, Ólafur E. Ólafsson, Kristín Anna Jónsdóttir, René Sedney, Ásdís Ýr Ólafsdóttir, Kolbrún Ólafsdóttir, Jón Karel Sedney. JÓNÍNA MAGNÚSDÓTTIR JU Jónína Magnúsdóttir, hús- I freyja, fæddist í Reynisdal í Mýrdal 23. janúar 1907. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur, Landakoti, 30. desember síð- astliðinn oja; fór útför hennar fram frá Askirkju 5. janúar. Á næstsíðasta degi liðins árs hvarf úr samferðahópi okkar há- öldruð kona og náfrænka mín, Jónína Magnúsdóttir, sem mér finnst einsætt að minnast með nokkrum orðum, er leiðir skilur. Hún var síðust til að kveðja úr stórri fjölskyldu, sem bjó á Giljum í Mýrdal á árunum 1882 til 1943 og setti mjög svipmót sitt á mann- líf í Mýrdalnum um sína daga. Jónína eða Jóna, eins og hún vildi helzt láta kalla sig, var komin af traustum mýrdælskum ættum. Faðir hennar, Magnús V. Finn- bogason í Reynisdal, var ættaður frá Þórisholti, en móðirin, Guðrún, frá Giljum og lengra að frá Brekk- um og undan Eyjafjöllum. Urðu systkinin fjögur, Sigríður, Finn- bogi á Lágafelli í Austur-Landeyj- um, Áslaug í Sólheimahjáleigu og Jóna, sem var yngst þeirra. Enn Iifir elzta systirin, Sigríður, sem fylgir næstum öldinni að aldri til og býr ein í sínu húsi í Hafnarfirði. Móðir þeirra systkina féll frá, þegar Jóna var aðeins nokkurra vikna gömul. Var hún þá tekin í fóstur af ömmu sinni og afa á Giljum, þeim heiðurshjónum Sig- ríði Jakobsdóttur og Jóni Jóns- syni. Þar var þá fyrir kornung sonardóttir þeirra Gilnahjóna, Hulda Ragnheiður, sem hafði einnig misst móður sína í frum- bernsku. Ólust þær frænkur svo upp á Giljum með skyldmennum sínum til fullorðinsára eða þar til þær giftust og héldu að heiman. Ég minnist þessara náfrænkna minna allt frá bemskudögum mín- um, því að ég dvaldist meira og minna í návist við þær bæði á Gilj- um á sumrin og síðar hér í Reykja- vík með móður minni, en hún var föður- og móðursystir þeirra og jafnframt uppeldissystir. Ekki verða þær mörgu ánægjustundir, sem ég átti með öllu þessu góða Gilnafólki, riíjaðar upp hér. Vel man ég þann sólbjarta júlí- dag árið 1930, þegar Jóna frænka gekk að eiga mann sinn, Jón Páls- son á Litlu-Heiði í Mýrdal, og þá dýrðlegu veizlu, sem þar var hald- in. Þessi mætu hjón höfðu þannig búið saman í rúm 67 ár, þegar Jón kveður konu sína, kominn vel á tíræðisaldur. Ungu hjónin settu fljótlega saman bú í Vík í Mýrdal, og þar fæddust börn þeirra fjögur, en fjórða barn þeirra og hið yngsta lézt nokkurra vikna gamalt. Jón fékkst við margs konar störf, sem til féllu, enda veitti ekki af, því að kreppan svo- nefnda reið í garð, þegar þau hófu búskap sinn í Víkinni. Árið 1945 fluttust þau til Reykjavíkur, enda þar allt auðveld- ara um vinnu en í Mýrdalnum. Þá voru börnin líka að vaxa úr grasi og því þægilegra um alla skóla- göngu hér syðra en þar austur frá. Engu að síður slitnaði taugin aldr- ei við heimahagana. Um það ber órækast vitni sumarbústaður, sem þau reistu við Deildará á land- spildu, sem Markús frændi okkar hélt eftir, þegar hann seldi Giljurn- ar 1943. Þannig varð Jóna í nánd við bernskustöðvar sínar á sumrin og Jón ekki langt frá Heiðarvatni, þar sem hann hafði oft unað marg- ar stundir við veiðiskap. Á þessum slóðum dvöldust þau fjölmörg sum- ur og nutu þess að hvíla sig þar og ylja sér jafnframt við minningar löngu liðinna sumra. Þá höfðu þau mikla ánægju af að taka á móti frænd- og vinafólki, sem að garði bar, því að þau hjón voru gestrisin með afbrigðum. Þegar Jóna og Jón settust að hér í Reykjavík fékk húsbóndinn nóg að starfa, enda lagtækur vel. Fljót- lega gerðist hann húsvörður við Landsbankann, og bjó fjölskyldan þá á efstu hæð Ingólfshvols í Hafn- arstræti. Minnast áreiðanlega margir Mýrdælingar og aðrir vinir þeirra þess, hversu notalegt var að heimsækja þau þar. Svo var og á öðrum þeim stöðum, sem þau bjuggu á, þegar Jón hætti hús- vörzlu sinni í bankanum og gerðist mælingafulltrúi hjá málarameistur- um. Allt var hið sama, hvort sem það var á Grenimelnum, suður í Skeijafírði, í Safamýri og síðast á Dalbrautinni, þar sem J>au hafa dvalizt síðustu tíu árin. Eg og mín fjölskylda gleymir t.d. aldrei þeim ágætu jólaboðum, sem við áttum á heimili þeirra um mörg ár. Síðustu ár voru Jónu frænku erfið á marga lund, þegar aldur og þróttleysi sóttu að. Þá var aðdáun- arvert, hversu vel Jón hlúði að henni á alla lund, enda þótt Elli kerling sé vissulega farin að heimsækja hann h'ka. Jóna hélt allt til enda- dægurs óskertu minni, bæði um löngu liðna tíð og eins líðandi stund. Um það get ég borið vitni eftir heimsóknir að sjúkrabeði hennar. Slíkt er vissulega lofsvert. En svo fór, að Jóna frænka varð að lúta því lögmáli, sem bíður okkar allra. Hún lézt á Landakotsspítala að jöfnu báðu hádegis og nóns 30. desember síðastliðinn, nær 91 árs að aldri. Að endingu sendi ég Jóni og fjöl- skyldu hans samúðarkveðjur mínar og fjölskyldu minnar ásamt beztu nýársóskum. Jón Aðalsteinn Jónsson. JÓHANNA STEFÁNSDÓTTIR + Jóhanna Stefánsdóttir var fædd á Fossi í Suðurfjörð- um við Bíldudal 13. mars 1996. Hún lést á Hrafnistu I Reykja- vík 23. desember síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Dómkirkjunni 5. janúar. Elsku amma. Undanfarna daga hafa óhjákvæmilega riíjast upp alls kyns minningar um allar þær samverustundir sem við áttum saman. í mínum huga varst þú ekki bara hin hefðbundna amma því þú varst líka góður félagi og vinur. Til dæmis er það nánast óskiljanlegt hvernig þú hafðir þol- inmæði í að spila við okkur bræð- urna á Bárugötunni. En við spila- mennsku gátum við skemmt okkur allan daginn og langt fram á næt- ur. Og sama var hvernig við ærsl- uðumst í stiganum, hlupum um, börðum á hurðir og létum öllum illum látum eins og sannir óþekkt- arangar, öllu tekið með stóískri ró. Toppurinn var svo þegar búið var að ærslast allan daginn gaukaðirðu að okkur smápening til að kaupa Spur, og síðan byrjuðum við að spila aftur. Sannarlega eru minn- ingarnar af Bárugötunni margar og manni hlýnar um hjartaræturn- ar þegar þær rifjast upp. Einnig man ég vel þegar þú passaðir okk- ur bræðurna. Já foreldrarnir í fríi og við bræðurnir lifðum í vellyst- ingum á Hótel Ömmu. Pönnukök- ur, fiskibollur og annað góðgæti á borðum á hveijum degi. Ef mamma og pabbi hefðu vitað af þessu hefðu þau aldrei farið í frí. Þá gafst góð- ur tími til að kynnast betur og hafði ég mjög gaman af sögum þínum af afa, Jón Birni, sem ég kynntist aldrei en sá hann fyrir mér ljóslifandi í þinum skemmti- legu frásögnum. Hin seinni ár voru ekki minna minnisstæð. Sannarlega hafðir þú gaman af því að skemmta þér, ekki minna en aðrir ijölskyldumeð- limir. Margar á ég minningarnar af þeim stundum og efast ég um að margir hafi dansað við ömmu sína undir dúndrandi músik langt fram á nótt eins og við gerðum á 85 ára afmælinu þínu. Slík kvöld voru nokkur og á slíkum kvöldum kynntust félagar mínir nýrri hlið á ömmum þegar þú tókst þátt í gleði- stundum með okkur, og eru þær ógleymalegar í minningu okkar allra. Já, það var alltaf gaman að vera með þér enda gleðigjafi mikill. Ég á eftir að sakna þeirra samveru- stunda mikið en á í staðinn ótal- margar skemmtilegar minningar og sögur um þig sem ég mun segja strákunum mínum frá í komandi framtíð. Bless, elsku amma. Jón Björn Skúlason. Á Þorláksmessu lést á Hrafnistu sómakonan Jóhanna Stefánsdóttir, er hátíð Ijóss og friðar var að ganga í garð. Kynni okkar Jóhönnu hófust fyrir 20 árum. Þá var ég kosin í Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur. Þremur árum síðar var ég kosinn formaður, Jóhanna var þá varafor- maður, búin að gegna því starfi í mörg ár og var öllu málum kunn- ug. Stuðningur Jóhönnu var mér ómetanlegur. Gott var að leita til hennar með ýmis mál og geta treyst á hennar miklu þekkingu og reynslu. Hún var glögg og fljót að koma auga á það sem betur mátti fara. Jóhanna var glæsileg kona í útliti og klæðaburði. Bar hún ávallt af á fundum í nefndinni. Ég minn- ist afmælisveislu Jóhönnu þegar hún varð áttræð. Þá bauð hún til stórveislu á sínu fallega heimili á Bárugötu 15, þar sem hún bjó í 50 ár. Á 90 ára afmæli hennar var okkur aftur boðið í veislu á heim- ili hennar. Þá hélt afmælisbarnið skörulega ræðu og þakkaði gestum fyrir heimsóknina og ræður sem þar voru fiuttar henni til heiðurs. Einnig þakkaði hún dætrum sínum fyrir veisluhátíðina. Þessum há- tíðisdegi gleymi ég seint. Aldurinn bar hún vel enda lánsöm að halda góðri heilsu á sinni löngu ævi. Fyrir hönd Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur vil ég setja fram þakk- læti fyrir störf hennar í nefndinni. Guð blessi minningu hennar. Við vottum börnum hennar og öðrum ættingjum innilega samúð. Unnur Jónasdóttir. Ókeypis lögfræðiaðstoð íkvöld milli kl. 19.30 og 22.00 í síma 551 1012. Orator, félag laganema
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.