Morgunblaðið - 08.01.1998, Blaðsíða 41
b
FIMMTUDAGUR 8. JANÚAR 1998 41*
I
)
:
i
l
.
i
i
:
»
i
.
i
i
I
l
b
MORGUNBLAÐIÐ_____________________________________
MINNINGAR
RANNVEIG SESSELJA
SIGURÐARDÓTTIR
Rannveig
Sesselja Sigurð-
ardóttir fæddist í
Tungu í Skutulsfirði
21. desember 1900.
Hún lést í Landspít-
alanum hinn 30. des-
ember síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru Sigurður Hin-
rik Jónsson, fæddur
á Kirkjubóli í Skut-
ulsfirði 30. nóvem-
ber 1870, og kona
hans, Sólveig Sigur-
borg Guðmundsdótt-
ir, f. 19. maí 1872.
Faðir Sólveigar var Guðmundur
Jónsson frá Hrafhseyrarhúsum í
Amarfirði, Jóns Ásgeirssonar
prests á Hrafnseyri. Þau Sigurð-
ur og Sólveig eignuðust fjögur
böra, en tvö þeirra létust skömmu
eftir fæðingu. Bróðir Rannveigar
sem upp komst var Jón Bjarni,
fæddur 5. nóvember 1902, dáinn
19. janúar 1978. Jón var ógiftur
og barnlaus. Hann var sjómaður
mestan hluta ævi sinnar, fyrst á
mótorbátum og síðar á togurum.
Síðustu ár ævi sinnar vann hann
sem vaktmaður hjá Landsbankan-
um og Seðlabankan-
um. Rannveig ólst
upp í Skutulsfirði og
síðar í Súgandafirði,
en móðir hennar
giftist öðru sinni ár-
ið 1913 Guðmundi
Pálmasyni bónda í
Botni í Súgandafirði.
Árið 1922 var
Rannveig við nám í
Húsmæðraskólanum
á ísafirði og réðst að
því loknu, árið 1923,
sem ráðskona til Jó-
hanns Eyfirðings og
seinni konu hans,
Sigríðar Jónsdóttur, kaupkonu í
Dagsbrún á ísafirði. Rannveig sá
upp frá því um heimilishald þar
og var heimilinu og fjölskyldu og
afkomendum Jóhanns stoð og
stytta. Fluttist hún til Reykjavík-
ur, ásamt Sigríði, árið 1969.
Héldu þær heimili í Reykjavík
þar til Sigríður lést árið 1972.
Rannveig flutti í Dvalarheimilið á
Dalbraut 27 árið 1979, þar sem
hún bjó þar til yfir lauk.
_ títför Rannveigar fer fram frá
Áskirkju í dag og hefst athöfnin
klukkan 10.30.
Langri ævi lokið er, hún Veiga
mín blessuð hefur fengið hvíldina
sem hún hafði óskað eftir um
nokkum tíma. Hún yfírgaf þennan
heim sátt við guð og menn, fullviss
um að hinum megin yrði henni vel
tekið og að þar myndu bíða hennar
áður gengnir ættingjar og vinir. Ef
lífsferill manna ræður einhverju
um örlög þeirra eftir að þeir kveðja
þennan heim, þarf ekki að hafa
^hyggjur af henni Veigu núna. Ég
er viss um að hún situr í öndvegi
hinum megin og heldur sjálfsagt
áfram að láta gott af sér leiða, eins
og hún var vön að gera í þessu lífi.
Veiga missti fóður sinn aðeins
þriggja ára gömul og má nærri
geta að lífsbaráttan hefur verið
móður hennar örðug, á fyrstu ámm
aldarinnar. Veiga ólst að nokkm
upp hjá frændfólki sínu í Súganda-
firði, en Sólveig móðir hennar var í
ýmsum vistum næstu árin, enda
dugnaðar- og myndarkona. Hún
giftist aftur árið 1913, Guðmundi
Pálmasyni, og bjuggu þau ásamt
börnum Sólveigar að Botni í Súg-
andafirði. Veiga fór í Húsmæðra-
skólann Ósk á ísafirði árið 1922 og
réðst að því loknu til afa míns Jó-
hanns Eyfirðings og seinni konu
hans Sigríðar Jónsdóttur, kaup-
konu, til þess að sjá um heimilið.
Afi hafði misst konu sína, Salóme
Gísladóttur, árið 1920, frá sex ung-
um bömum og leystist heimilið þá
upp. Hann giftist Sigríði árið 1922
og eftir að Veiga kom á heimilið
vom þrjú bamanna tekin þangað
aftur, þau Ragnar, Sigurlaug og
Unnur. Reyndist Veiga þeim af-
skaplega vel í uppvextinum og alla
tíð síðan.
Afi minn og fósturamma ráku
umsvifamikil viðskipti og útgerð og
var lengst af mikill erill og gesta-
gangur á heimilinu. Var oft langur
vinnudagurinn hjá Veigu, að sjá um
heimilishaldið, matseld, þrif og
þvotta. Húsið að Bmnngötu 21 var
tvær hæðir, auk kjallara og háa-
lofts og voru oftast mikil hlaup upp
og niður bratta stiga. Þvotturinn
þveginn í kjallaranum og þurrkað-
ur uppi á háalofti. En alltaf virtist
tími til að sinna okkur krökkunum.
Er mér minnisstætt að á barna-
skólaámnum á ísafirði kom ég
reglulega inn til Veigu, gjarnan
með skólafélaga með mér, og vor-
um við trakteraðir á kakó og kök-
um. Eða hátíðamaturinn sem hún
gat galdrað fram, stundum með litl-
um fyrirvara þegar gesti bar að
garði.
I mínum huga var Veiga alla tíð
sem hluti af fjölskyldunni og trúi ég
að henni hafi verið líkt farið. Trú-
mennska og ræktarsemi var henni í
blóð borin og er skemmst að minn-
ast hvemig hún annaðist afa minn í
langvinnum veikindum hans er elli
kerling barði að dyrum. Þegar fram
liðu tímar færðist umhyggjan og
ræktarsemin yfir á næstu kynslóðir
og fylgdist hún alla tíð með vexti og
viðgangi bama og bamabarna okk-
ar frændsystkinanna og lét sér af
einlægni annt um þau. Hún var
lengst af vel em og hélt afbragðs
góðu minni sínu og eðlisgreind til
hins síðasta. Mundi nöfn og afmæl-
isdaga, kunni skil á mökum og ætt-
artengslum, fylgdist með almenn-
um fréttum utanlands og innan og
náði því að halda ótrúlega góðu og
lifandi sambandi við mikinn fjölda
fólks, utanlands og innan. Það gerði
hún vegna einlægs áhuga á velferð
viðkomandi og reyndi hún ávallt
með ráðum og dáð að styrkja og
styðja alla vini sína.
En fyrst og síðast minnumst við
Veigu vegna mannkosta hennar,
velvilja til alls þess sem lífsanda
dró. Hún var alltaf tilbúin að fyrir-
gefa eða afsaka mistök eða ávirð-
ingar. Og hún var trúuð kona og
trúði einlæglega á það góða í heim-
inum og á framhaldslíf að þessu
loknu. Eg og mín fjölskylda eigum
Veigu mildð að þakka. Það var
mannbætandi að fá að kynnast
henni. Fyrir það þökkum við og
óskum þess að nú líði henni vel, í
góðum félagsskap foreldra og bróð-
ur og annarra vina.
Bragi Ragnarsson.
Mig langar að setja nokkur
kveðjuorð á blað frá okkur systkin-
unum. Kveðjuorð vegna þess að
núna hefur Veiga kvatt okkur í
hinsta sinn. Eiginlega er erfitt að
hugsa sér tilveruna án Veigu og
skrítið að eiga ekki eftir að koma
aftur inn á Dalbraut til hennar. Það
var alltaf svo notalegt að sitja með
henni og tala saman.
Heyra hana segja frá árunum á
ísafirði, þegar hún sá um heimilið
fyrir afa okkar og stjórnaði öllu af
mikilli röggsemi. Og hvemig hún
annaðist hann í veikindum hans og
síðar konu hans. Eftir að Veiga
kom hingað suður var hún einhvers
konar tengiliður fyrir skyldmenni
afa okkar. Því þó að við skyldfólkið
hittumst sárasjaldan var alltaf
nokkuð öruggt að maður rækist á
einhvern úr ættinni heima hjá
Veigu. Og hún var með öll fjöl-
skyldutengsl alveg á hreinu og rak
okkur unga fólkið alveg á gat, alveg
fram á síðasta dag furðaði maður
sig á hvað hugurinn hélst skýr. Ég
fór til Veigu á afmælisdaginn henn-
ar, rétt fyrir jól og hún vissi alveg
að nú væri kallið að koma. Hún
hafði verið reiðubúin í svolítinn
tíma og víst er að hvfldin var kær-
komin. Núna, þegar kveðjustundin
er runnin upp, erum við angurvær í
huga og minnumst liðinna stunda
með Veigu með þakklæti.
Heiðbjört Dröfn, Helena Mjöll,
Ásta Sif, Sveinbjörn Orri og
Óttarr Magni Jóhannsböra.
Mér barst sú fregn á gamlársdag
er Jón bróðir minn hringdi í mig og
sagði mér að hún Veiga okkar væri
nú látin. Og hún hafði kvatt þennan
heim daginn fyrir gamlársdag. Mig
setti hjóða, ég sem ætlaði að fara að
hringja í hana á nýju ári en það
verður víst ekkert af því. En okkur
systkinin langar að minnast þín,
elsku Veiga, með nokkrum orðum
um hvað þú reyndist henni henni
mömmu okkar vel þegar hún var að
eiga okkur bömin sín og alla þá
tryggð og vinskap sem þú sýndir
henni og okkur alla tíð. Þú hafðir
alltaf samband við okkur systldnin
og mundir líka eftir afmælum okkar
og hringdir til okkar. Við munum
sakna þess að heyra eða sjá þig ekki
lengur meðal okkar. Við þökkum
þér allt sem þú gerðir fyrir okkur á
meðan þú lifðir. Hvfl þú í friði. Og
guð blessi minningu þína. Við systk-
inin vottum vinum og vandamönn-
um samúðarkveðjur okkar.
„Far þú í ffiði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og aUt.“
(V. Briem.)
Soffia Jónsdóttir,
Jón Salómon Jónsson
Árið var komið að fótum fram og
endalokin skammt undan. Þetta ár,
sem landsfeður segja að hafi verið
þjóðinni betra og gjöfulla en flest
önnur ár. Það var því nokkuð til
samræmis að hún Veiga skyldi
kveðja jarðlífið um sama leyti því
hjartahreinni og betri manneskjur
hafa enn ekki orðið á vegi undirrit-
aðs. Hún var orðin skelfing þreytt,
enda árin æði mörg, sjónin að
mestu farin og gigtin slæm. Heil-
inn var þó enn í hinu besta lagi,
minnið óbrenglað og húmorinn enn
til staðar. Hún átti von á fagnaðar-
fundum við vini og ættingja hinum
megin og upp á síðkastið var ekki
laust við að henni hálfgremdist við
hann Guð sinn að Hann léti jarð-
vistina hennar dragast svona lengi.
En svo kom kallið og Veiga fékk
hægt og fallegt andlát og dó sátt
við Guð og menn.
Minningarnar eru margar og all-
ar góðar. Þær hefjast fyrir rúmri
hálfri öld, þegar lítill drengur er
sendur vestur á Isafjörð til afa síns
og ömmu, Jóhanns Eyfirðings og
Sigríðar Jónsdóttur, oftast kennd
við Dagsbrún. Veiga var ráðskona
á heimilinu að Brunngötu 21 og
hafði verið það frá örófi alda eftir
því sem snáðinn komst næst.
A.m.k. var hún aðalmanneskjan, sú
sem bakaði kökumar, hitaði kakóið
og bjó til rabarbarasultuna auk
ýmissa síður vinsælla athafna eins
og að hátta mann á kvöldin og
reyna að lesa bænir með vesalings
heiðingjanum, sem hún reyndar sá
um nokkrum árum síðar að var
skírður, þá 8 ára gamall, í stofunni
að Brunngötu, föður hans fyrir
sunnan til mjög takmarkaðrar
ánægju. í stuttu máli, hún varð
fljótlega ein af ömmum þessa litla
drengs og ein mikilvægasta per-
sónan í hans lífi, fyrsta áratuginn
a.m.k. Ræktarsemi hennar og um-
hyggja hélst óskert alla tíð þótt
drengurinn hafi vaxið úr grasi og
ekki alltaf endurgoldið sem skyldi
með heimsóknum eða annarri eftir-
grennslan. Hún hringdi jafnan á
afmælisdögum allra í fjölskyldunni,
niður í 3. ættlið og þóttu nokkur
stói-merki hvernig hún gat haft
þetta allt á hreinu, ekkert síður
eftir að sjóndepra hindraði lestur.
Eigin hagur var jafnan í bak-
grunni, en annarra í forgrunni, hún
var stöðugt að gefa öðrum, bæði af
sínum fáu jarðnesku eigum en þó
miklu fremur af gnægtabrunni
mannkosta sinna. Hún var vel
greind, minnug, áhugasöm um fólk,
en heyrðist þó aldrei tala illa um
nokkurn mann. Börnin löðuðust að
Veigu og með tímanum urðu þau
ansi mörg, drengirnir og stúlkurn-
ar, sem eignuðust þar við-
bótarömmu. Afkomendur Jóhanns
Eyfirðings hafa flestallir átt því
láni að fagna að telja Veigu til sinn-
ar nánustu fjölskyldu og orðið rík-
ari af. Veiga giftist alrei og fæddi
ekki börn sjálf. Samt átti hún stór-
an barnahóp og sá hópur kveður
Veigu í dag með djúpu þakklæti
fyrir allt það sem hún gaf. Hvort
eða hvernig henni gekk að kristna
áðumefndan sveinstaula skal ósagt
látið, en henni tókst a.m.k., með
sínu lífi og fordæmi, að auka hon-
um trú á manneskjuna. Fyrir það
sem og hálfrar aldar ræktun og
kærleik er henni Veigu innilega
þakkað í dag og henni árnað farar-
heilla þangað sem burtgengnir vinir
bíða.
Leifur N. Dungal.
Frænka mín, Rannveig Sigurðar-
dóttir, síðast vistmaður á Dalbraut
27, Reykjavík, andaðist 30. desem-
ber sl. Hún var fædd aldamótaárið
1900 og því sannkallað aldamóta-
barn í orðsins fyllstu merkingu.
Móðir hennar var Sólveig Sigur-
borg Guðmundsdóttir, afasystir
mín, og faðir hennar var Sigurður
Hinrik Jónsson, Kirkjubóli, Skut-
ulsfirði. Frænka mín varð fyrir
þeirri sáru lífsreynslu að missa
kornung, aðeins 3ja ára gömul, föð-
ur sinn langt um aldur fram. Þá
átti hún bróður, Jón Bjarna, rúm-
lega ársgamlan. Var þarna kveðinn
þungur harmur að Sólveigu móður
þeirra að standa ein uppi með tvö
komabörn. Nokkru seinna var
Rannveigu komið fyrir hjá frænku
sinni, Vigdísi Kristjánsdóttur, Suð-
ureyri, Súgandafirði, og Magnúsi
Jónssyni, manni hennar. Hjá þess-
um ágætu hjónum átti hún góða
vist þar til móðir hennar giftist
Guðmundi . Pálmasyni, bónda í
Botni í Súgandafirði. Fór hún þá í
Botn til þeirra, en Jón bróðir henn-
ar fylgdi alltaf móður sinni. Var
hún með móður sinni og stjúpa þar
til hún fór á Húsmæðraskólann á
ísafirði 22 ára gömul.
Við dvöl hennar á húsmæðra-
skólanum urðu mikil þáttaskil í lífi
hennar, en þá var hún beðin um að
taka að sér ráðskonustörf á heimili
kaupsýsluhjónanna Sigríðar Jóns-
dóttur, sem rak verslunina Dags-
brún, og Jóhanns J. Eyfirðings,
kaupmanns, en heimili þeirra var
að Brunngötu 21, ísafirði. Tók hún
þessu boði. Fylgdi hún þeim hjón-
um æ síðan. Skömmu eftir andlát
Jóhanns, leggur Sigríður niðu^,
kaupsýslustörfin og flyst til
Reykjavíkur 1969 og Veiga frænka
með henni. Bjuggu þær á Kjart-
ansgötu 9. Sigríður lést 1973, en
Veiga bjó þar áfram til 1979, er
hún flyst að Dalbraut 27 í þjón-‘
ustuíbúð þar. Átti hún þar góða
vist. Bar hún stjórnendum þar og
öðru starfsfólki hið besta orð fyrir
gott viðmót og ágæta umönnun.
Alla tíð frá því ég var barn hafði
ég mikið saman að sælda við þessa
elskulegu frænku og svo var einnig
með móður mína, Lovísu Krist-
jánsdóttur, og systkini mín, en ^
móðir mín og hún voru systkina-
börn. Frænka mín var afar ætt-
rækin og fylgdist náið með öllu
sínu nánasta frændfólki og afkom-
endum þeirra. Ættrækni hennar
var við brugðið. Minni hennar var
svo mikið að það var óbilað fram til
þess síðasta. Hún var hafsjór af
fróðleik um menn og málefni og
sagði vel frá. Það var unun að
spjalla við frænku mína og heyra
hana tala um liðna atburði af ætt-
ingjum og vinum. Það geislaði af
henni frásagnargleðin, er hún
minntist fyrri tíma. Ég fór ætíð
glöð af hennar fundi, því hún var
hinn sanni gefandi en ég þiggjand-
inn. Frænka mín var alla tíð vel á '**'
sig komin og björt yfirlitum. Það
geislaði af henni góðvildin til alls og •
allra og átti hún aldrei illt orð í ann-
arra garð, enda var hún einstaklega
vinmörg. En fyrst og síðast var það
fjölskylda Jóhanns og Sigríðar og
þeirra afkomendur sem áttu hug
hennar og hjarta alla tíð og þau
sýndu það í verki, að þau kunnu að
meta þetta. Ávallt litu þau á hana
sem sitt nánasta skyldmenni og
komu fram við hana sem slíka.
Frænka mín var einlæg trúkona.fe
Hún hafði alltaf verið heilsuhraust,
en undir hið síðasta kenndi hún oft
mikils lasleika og var farin að þrá
vistaskiptin, því að hún trúði á
ódauðleikann. Henni varð að ósk
sinni að fá hægt og rólegt andlát.
Hún andaðist 30. desember sl. Af
einlægum huga kveð ég Veigu
frænku mína. Er hennar sárt sakn-
að af mér og minni fjölskyldu. Við
þökkum henni alla þá hlýju og góð-
vild, sem hún auðsýndi okkur alla
tíð. Guðs blessun fylgi þér, kæra
frænka mín.
Lovísa Ibsen frá Súgandafirði.
Ástkær móðir okkar og dóttir mín,
ÞÓRUNN HARALDSDÓTTIR,
Kringlunni 61,
ReyKjavík,
lést á Landspítalanum aðfaranótt þriðjudags-
ins 6. janúar.
Útförin fer fram frá Dómkirkjunni miðviku-
daginn 14. janúar kl. 15.00.
Ásgeir Guðnason,
Anna Sigrfður Guðnadóttir,
Bima Guðmundsdóttir.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
JÓHANNA JÓNSDÓTTIR,
Víðihvammí 13,
Kópavogi,
er lést á Landspítalanum föstudaginn 2. janúar,
verður jarðsungin frá Kópavogskirkju föstu-
daginn 9. janúar kl. 13.30.
Ólöf Stefánsdóttir,
Þórunn Stefánsdóttir,
Olga Stefánsdóttir, Gylfi Hauksson,
Bima Stefánsdóttir, Hólmgrímur Heiðreksson,
Sigríður Stefánsdóttir,
Jón Stefánsson, Bryndís Hilmarsdóttir,
Bjöm Stefánsson,
barnabörn og barnabarnabörn.