Morgunblaðið - 08.01.1998, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 8. JANÚAR 1998
AKUREYRI
MORGUNBLAÐIÐ
Til leigu (efiri haeð)
Á besta stað á Akureyri er til leigu
260 m2 í Kaupvangsstræti 4.
Upplýsingar í símum
462 7466 - 892 7766 (Pétur) - 462 5400 (Jón)
Akuryrkja
Eyjafjarðarsveit. Morgunblaðið.
TIÐARFARIÐ gerir það ekki
endasleppt við eyfirska bændur.
Jarðvinnsla er ekki algeng í jan-
úarmánuði en Benedikt Hjaltason
á Hrafnagili í Eyjafjarðarsveit
notaði sér þessa mildu tíð og tók
til við að plægja byggakur sinn í
gærdag. Gekk það verk ljómandi
vel þrátt fyrir örlitia, eða um 5
sentímetra frostskel í jörðu. Bene-
dikt var með fjögurra skera vendi-
plóg aftan í öflugri dráttarvél.
Benedikt sagði að hann væri að
flýta vorverkunum, en hugmyndin
væri að sá grasfræi í landið, sem
hann er nýlega búinn að selja
Eyjafjarðarsveit.
-----♦ ♦ ♦----
Söngskemmt-
un Karlakórs
Eyjafjarðar
KARLAKÓR Eyjafjarðar heldur
söngskemmtun í félagsheimilinu
Laugaborg í Eyjafjarðarsveit næst-
komandi laugardag, 10. janúar og
hefst hún kl. 21.
Á efnisskrá eru lög úr ýmsum
áttum, en flestir textarnir eftir ey-
firska höfunda. Karlakórinn er nú á
öðru starfsári sínu og eru félagar
um 40 talsins og koma þeir víða að
úr Eyjafirði. Einsöngvarar úr röðum
kórfélaga eru þeir Jóhannes Gíslason
og Stefán Birgisson en undirleik
annast Birgir Karlsson, Eiríkur
Bóasson og Guðjón Pálsson. Stjórn-
andi kórsins er Atli Guðlaugsson.
Jeppa-,
vélsleða-
og útilífs-
sýning
FÉLAG vélsleðamanna í Eyjafirði
hefur um árabil staðið fyrir veg-
legri útilífssýningu um miðjan jan-
úar og svo verður einnig nú. Sýn-
ingin Vetrarsport ’98 verður haldin
í Iþróttahöllinni á Akureyri dagana
10.-11. janúar nk. og verður mikið
um dýrðir að venju.
Markmið sýningarinnar er ekki
síst að opna augu fólks fyrir þeim
fjölmörgu möguleikum sem það
hefur til að njóta íslenska vetrarins
í stað þess að hírast inni og bíða
eftir sumrinu.
Á sýningunni má á einum stað
sjá allt sem viðkemur vélsleða-
mennsku, jeppasporti og almennri
útivist að vetrarlagi. Auk ökutækj-
anna verður þar allt það nýjasta í
fatnaði, fjarskiptabúnaði, siglinga-
tækjum, öyggisbúnaði og fleira.
Þetta er ein af fáum árlegum fag-
sýningum á Akureyri og dregur hún
fjölda fólks til bæjarins.
Öll vélsleðaumboð landsins verða
á meðal sýnenda og flest jeppaum-
boð. Þetta er annað árið í röð sem
jepparnir eru með á sýningunni. Þá
má geta þess að ferðaþjónustuaðilar
í Eyjafirði koma nú að sýningunni.
íþróttahöllin á Akureyri er
stærsta sýningarhús bæjarins og
er aðstaða fyrir sýnendur og gesti
eins og best verður á kosið. Á úti-
svæði verður markaður með notaða
vélsleða og þar má búast við að
verði handagangur í öskjunni að
vanda. Mikil vinna liggur að baki
sýningu sem þessari og er hún að
stærstum hluta sjálfboðavinna vél-
sleðafólks. Einnig leggja fjölmargir
einstaklingar og fyrirtæki lóð sín á
vogarskálarnar til að sýningin verði
að veruleika.
Sýningin er opin frá kl. 10-17
laugardaginn 10. janúar og kl.
13-17 á sunnudag. Árshátíð norð-
lenskra vélsleðamanna verður í
Sjallanum á laugardagskvöldið kl.
20 og er öllum heimill aðgangur.
Morgunblaðið/Benjamín Baldursson
Gísli Bragi Hjartarson úr bæjarstjórn eftir 12 ára starf
Vel tekist til með margt
GlSLI Bragi Hjartarson, sem verið
hefur bæjarfulltrúi Alþýðuflokksins
í bæjarstjórn Akureyrar síðustu 12
ár, hyggst hætta afskiptum af stjóm-
málum þegar kjörtímabilinu lýkur í
vor. Hann settist fyrst í bæjarstjórn
eftir kosningar vorið 1986, en hafði
áður „verið að stússast í ýmsum
nefndum og ráðum á vegum flokks-
ins frá því árið 1961 eða 2,“ eins
og hann orðaði það.
„Þetta var ekki erfið ákvörðun,
það er eðlilegt að endurnýjun eigi
sér stað í bæjarmálapólitíkinni, ef
maður er of lengi í þessu er hætta
á að maður verði hluti af því kerfi
sem maður á að stjórna. Það er held-
ur engum hollt að vera of lengi í
svona starfi," sagði Gísli Bragi.
Hann starfar nú hjá Trygginga-
miðstöðinni, tók við af syni sínum,
Alfreð Gíslasyni, þegar hann hélt í
fyrrasumar út til Þýskalands þar sem
hann sem hann starfar við þjálfun.
„Ég geri ráð fyrir að þegar þessu
lýkur í vor muni ég sinna áhugamál-
um mínum af meiri krafti en tóm
hefur gefist til fram til þessa og þá
gefst líka meiri tími til að vera með
fjölskylunni en verið hefur,“ sagði
Gísli Bragi, en áhugamálin liggja
m.a. á sviði íþróttanna. „Ég segi
kannski ekki að ég ætli að gerast
atvinnumaður í golfi en hlakka til
að geta stundað það meira en á síð-
ustu árum.“
Gísli Bragi er eini fulltrúi Alþýðu-
flokks í bæjarstjórn og situr í meiri-
Gísli Bragi Hjartarson.
Morgunblaðið/Kristján
hluta með Framsóknarflokki, síðasta
kjörtímabil var hann í minnihluta en
þar áður í meirihluta með Sjálfstæð-
isflokki. „Þegar ég lít yfir þessi ár
þá finnst mér að ágætlega hafi til
tekist á yfirstandandi kjörtímabili,
enda höfum við verið í ágætri að-
stöðu til að vinna að góðum mál-
um,“ sagði hann en á tímabilinu
1986 til 1990 þegar hann sat áður
í meirihluta voru aðstæður allt aðr-
ar, samdráttur í þjóðfélaginu og lítið
svigrúm.
Hann sagði margs að minnast og
þátttaka í stjórnmálum væri yfirleitt
gefandi, menn kynntust mörgu góðu
fólki og mæti hann það mikils. „Ég
hefði alls ekki viljað missa af þessu
en er efst í huga fólkið í mínum flokki
sem staðið hefur á bakið við mig
gegnum súrt og sætt,“ sagði Gísli
Bragi.
Forstöðumaður Skíðastaða bjartsýnn þrátt fyrir rigningu
EIN góð snjógusa og þá geta Akur-
eyringar farið á skíði í Hlíðarfjalli.
Það er mat ívars Sigmundssonar,
forstöðumanns Skíðastaða í Hlíðar-
(jaili, sem er langt í frá svartsýnn
á skíðatíðina framundan þótt úr-
hellisrigningar hafi einkennt veður-
farið í bænum síðustu daga. Það
er nokkru kaldara í fjallinu og úr-
koman því verið í snjóformi.
„Það er enn ekki kominn nægur
skíðasnjór í Hlíðarfjalli en það er
ekki stórmál, hann kemur,“ sagði
ívar. Þegar hefur verið opnuð um
eins kílómetra löng göngubraut
sem menn hafa nýtt sér, en hún
er upplýst.
„Við þurfum ekki nema eina
góða snjógusu og þá ættum við að
geta opnað eina eða tvær lyftur til
að byija með. Útlitið hefur oft ver-
ið verra en núna,“ sagði ívar, en
þónokkur snjór er í fjallinu þegar,
Snjórínn
kemur
ansi blautur samt. Miklar breyting-
ar hafa verið gerðar á gjaldskrá,
lyftukort lækkað um 36% frá því
á síðasta ári. „Lækkunin er fyrst
og fremst tilkomin í kjölfar þess
að við heyrðum margt fólk tala um
að það væri of dýrt að fara á skíði.
Með því að lækka gjöldin viljum
við freista þess að fá fleira fólk til
okkar,“ sagði ívar.
Á síðasta ári kostaði dagskort
fyrir fullorðna 950 krónur og hálf-
ur dagur 750 krónur. Nú verður
einungis eitt gjald, 600 krónur.
Dagskort fyrir börn kostar nú 300
Morgunblaðið/Kristján
krónur. Ókeypis verður fyrir börn
og unglinga á grunnskólaaldri í
barnalyftuna og ókeypis verður
fyrir börn yngri en 6 ára í allar
Iyftur. Vetrarkort fyrir fullorðna
kostar nú 9.000 krónur og 4.500
fyrir börn en engir hópafslættir
verða gefnir nú eins og áður tíðkað-
ist.
Þá verður sú nýbreytni tekin upp
að á þriðjudags-, miðvikudags- og
fimmtudagskvöldum verður opið til
kl. 21. Á mánudögum og föstudög-
um er opið frá kl. 13 til 18.45 og
um helgar frá kl. 10 til 17.
Unnið hefur verið að ýmsum
endurbótum í Hlíðarfjalli í sumar,
flóðljósum komið upp við göngu-
braut og einnig má nefna að bíla-
stæði við Skíðahótelið hafa verið
stækkuð um helming. Þá verður
nýr snjótroðari tekin í notkun um
miðjan janúar.
Námskeið um meðferð
persónuupplýsinga
NÁMSKEIÐ um meðferð persónu-
upplýsinga í rannsóknum á heil-
brigðis- og félagsvísindasviði verður
haldið á Akureyri laugardaginn 17.
janúar næstkomandi á vegum End-
urmenntunarstofnunar Háskóla Is-
lands og stendur það frá kl. 9 til
14.30.
Á námskeiðinu verður farið yfir
helstu lög og reglur sem varða með-
ferð persónuupplýsinga í vísinda-
rannsóknum, m.a. ákvæði stjórnar-
skrárinnar um friðhelgi einkalífs og
tengsl þess við agareglur um skrán-
ingu og meðferð persónuupplýsinga,
lög um skráningu og meðferð per-
sónuupplýsinga, lög um réttindi
sjúklinga og reglugerðir settar sam-
kvæmt þeim, helstu ákvæði lækna-
laga og fyrirhugaðar breytingar á
íslenskri löggjöf um skráningu og
meðferð persónuupplýsinga í sam-
ræmi við tilskipun ESB um gagna-
vernd. Fyrirlesarar verða Þorgeir
Örlygsson prófessor, formaður
tölvunefndar, Sigrún Jóhannesdóttir
lögfræðingur, framkvæmdastjóri
tölvunefndar, Sigurður Guðmunds-
son læknir, formaður vísindaráðs,
og Haraldur Briem læknir.