Morgunblaðið - 08.01.1998, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 08.01.1998, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. JANÚAR 1998 23 ERLENT Einstæð söfnunarherferð meðal almennings í Suður-Kóreu Reuters YUN Jung-ae fylgist með er gullið hennar er vegið í Húsnæðis- og verslunarbankanum í Seoul í gær. 17 tonn af gulli á þrem dögum Seoul. Reuters. EINSTÆÐ gullsöfnunarherferð meðal almennings í Suður-Kóreu er miðar að því að auka forða er- lends gjaldeyris í fjárhirslum rík- isins skilaði sjö tonnum í gær og hafa alls safnast 17 tonn frá því herferðin hófst á mánudag, að því er kóreska ríkisútvarpið greindi frá. Verðgildi gullsins er alls um tólf hundruð milljónir íslenskra króna. Frá því á mánudag hafa Suður- Kóreubúar staðið í röðum til þess að selja hringa, hálsfestar, hár- pijóna, lykla, mynt og skjaldbök- ur, en gullskjaldbökur eru vinsæl- ar meðal Kóreubúa. Gullið verður hreinsað og flutt út af fyrirtækj- um sem veita söfnuninni lið og selt fyrir Bandaríkjadali, en mikill skortur er á erlendum gjaldeyri í landinu. Þeir sem taka þátt í söfn- uninni munu fá greitt fyrir gullið síðarmeir í s-kóreskum gjaldmiðli. „Almenningur hefur sýnt her- ferðinni mikinn stuðning hingað til,“ sagði Lee Jun-woo, fram- kvæmdastjóri Daewoo-fyrirtækis- ins, sem tekur þátt í söfnuninni og sér um að flytja gullið út. Herferð- in hefur gengið það vel, að sett hafa verið takmörk á við hvaða gullmunum er tekið og þurfa þeir að vera a.m.k. úr 97% hreinu gulli. Sérfræðingar í gullviðskiptum vara þó við því að herferðin gæti haft öfug áhrif á gull- og skart- gripaiðnaðinn í landinu. Reynt að ná samkomu- lagi um hvalveiðar ÍRINN Michael Canny, sem tók fyrir skemmstu við formennsku í Alþjóðahvalveiðiráðinu (IWC), gerir nú allt sem í hans valdi stendur til að ná samkomulagi innan ráðsins, sem er klofíð. Von- ast hann til þess það takist á lok- uðum fundi í Antigua í Karíbahafi í næsta mánuði. Canny tók við á fundi IWC 1 Mónakó í haust en áður en hann varð formaður lagði hann fram málamiðlunartillögu um að leyfð- ar yrðu takmarkaðar veiðar á hval við strendur nokkurra ríkja en algert bann yrði hins vegar lagt við veiðum á úthöfum. Canny hefur unnið hörðum höndum að því að þessi tillaga verði samþykkt á ársfundi IWC í Oman í maí. Heldur hann því fram að þetta sé eina leiðin til bjargar samtökunum en hann óttast að fleiri hvalveiðiþjóðir muni segja sig úr ráðinu, verði ekki komið til móts við þær. 1 V
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.