Morgunblaðið - 08.01.1998, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 08.01.1998, Blaðsíða 46
46 FIMMTUDAGUR 8. JANÚAR 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ JÓN KRISTINSSON + Jón Kristján Krístínsson fæddist á Húsavík í Suður-Þingeyjar- sýslu 17. maí 1925. Hann Iést að morgni aðfanga- dags síðastliðins og fór útför hans fram frá Fella- og Hóla- kirkju 2. janúar. Það var á haustdög- úm 1947 að ungur kennari réðst til starfa við Reynis- og Deildar- árskóla í Mýrdal. Kennslu var þannig háttað að kennt var annan daginn við Deildará, um klukkustundar gang og hinn við Reynisskóla, um stundarfjórðungs- gang frá Reyni. Á þeim tíma þótti ekki tiltökumál að byija daginn með klukkustundar göngu, hvemig sem viðraði. Þetta haust markaði jafnframt upphaf skólagöngu fyrir þann, er þessar línur ritar og var því tilefni nokkurrar eftirvæntingar og kvíða. Framundan var fjögurra vetra skólaseta, tilvera í skorðum skóla- töflu. Eftir fyrsta dag var öllum skólakvíða á burtu svipt, ekki sízt fyrir tilverknað kennarans, þess sem nú er kvaddur. Jón kennari, fáskiptinn, hógvær og knálegur, bar með sér ferskan andblæ framandi menningar, hafði þá nýlega útskrifazt úr virtri menntastofnun en fyndni hans og hnyttið orðalag með norðlenskum áherslum stakk í stúf við málfar þessarar syðstu sveitar landsins, þar sem harðmælgi var ekki aðals- merki. Fyrsti dagurinn hófst með lestri og reikningi og lauk með teikningu. Hér birtist okkur nýr heimur, heim- ur listamannsins, sem hafði áður en varði breytt skólatöflunni í eitt sam- fellt breiðtjaldsmálverk, okkar vel þekkta nátturusmíð, Dyrhólaey .neð Ósinn í forgrunni og Hálsanefíð gægðist framundan Tjamarhausn- um og Setanum. Nú var það svo að nokkrir læri- sveinanna voru meiri að vexti og líkhamsburðum en kennarinn og höfðu auk þess sín áhugamál og skoðanir, sem ekki voru alltaf í sam- ræmi við boðaða kennsluskrá. Engu að síður vann hann strax í fyrstu 'tímunum traust og virðingu þeirra. í frítímum tók hann af miklum þrótti þátt í fábrotnum útileikjum okkar krakkanna, kýlubolta og útilegu- mannaleik og oft féll það í hans hlut að halda uppi lögum og skikk í þessum hópi tíu til tólf bama með mismunandi sérþarfír frá sjö til fjórt- án ára aldurs. Þetta var löngu fyrir þann tíma sem hugtakið einelti færðist yfir af hjarðgæzlu inn á leik- velli grunnskólastigs. Áhrif Jóns kennara á uppvaxandi æsku verða seint fullmetin, en nemendur hans skipta líklega þúsund- um, ekki aðeins á Suð- urlandi heldur einnig á Súgandafirði, Snæ- fellsnesi og í Borgar- fírði. Hann var listaskrif- ari og í tímum töfraði hann fram skrautbúinn texta forskriftar, venjulega kvæði eða gullkom úr fórum íslenzkra bókmennta, sem meitluðust inn í vitund nemend- anna, sem reyndu af veikum mætti að líkja eftir rithönd hans. Eftirminnilegastir voru þó teikni- tímamir; hann gæddi myndimar dýpt og hreyfingu og túlkaði nær- tækar fyrirmyndir mýrdælskrar náttúm, heiðríkju himinsins, þver- hnýpi bjargsins og hamfarir sjávar- rótsins með einföldum blýantsstrik- um, sem engum tókst að leika eft- ir. Okkar myndir vom alltaf flatar, strikin jafnþykk, svörgulsleg og líf- vana. Fyrsta veturinn var kennarinn einn og hélt til á efsta loftinu á Reyni hjá þeim heiðurshjónum Sveini Einarssyni og Þómýju Jóns- dóttur, sem nú em löngu látin. Þar í húsinu bjuggu einnig háöldmð systkini, Vigfús Brandsson og Kristín systir hans. Vigfús var margfróður og skrafhreyfínn og hafði frá mörgu að segja frá öld- inni sem leið. Jón kennari kunni vel að meta frásagnargleði Vigfúsar og var orðkynngi hans og fróðleikur margvíslegur sá sagnasjóður, sem hann vitjaði oft og vitnaði til, þegar við hittumst á ný nokkmm áratug- um síðar. Enda þótt kennarinn hefði næg hugðareftii í tónlist, teikningu og skrautritun heima fyrir fór því fjarri að hann einangraðist í þessu samfé- lagi bænda og búaliðs. Á Lækjar- bakka, næsta bæ við Reyni, bjó myndarbúi Gísli Skaftason og tókst með þeim Jóni vinfengi, sem entist meðan báðir lifðu. Þrátt fyrir snöggsoðna skólagöngu að hætti sinnar tíðar var Gísli greindur vel og hugði að mörgu utan þess amst- urs, sem búskapur útheimti, meðal annars landspólitík og orðsins list. Við gegningar og kvöldmjaltir bám þeir saman bækumar, bóndinn og kennarinn, fóm með kveðskap og sungu, oft upp úr Sunnanfaranum. t Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og vin- arhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, HÖGNA HALLDÓRSSONAR frá Patreksfirði, Staðarhvammi 1, Hafnarfirði. Guð blessi ykkkur öll. Rósa Hjartardóttir, böm, tengdaböm og barnaböm. t Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát JÓNÍNU MAGNÚSDÓTTUR frá Giljum, Dalbraut 25. Jón Pálsson. bðm, tengdabörn, bamabörn og barnabarnaböm. Fjósbúar létu sér þessa menningar- viðburði vel líka og féll ljúflega til þeirra, jórtrandi á ljúffengri, lítið eitt omaðri töðunni. Næsta haust kom Jón kennari að norðan og var nú ekki einfari lengur, því með í för var ung og falleg kona, Maríanna Hallgríms- dóttir, ættuð og upprunnin frá Dal- vík, og brátt fjölgaði í kennarafjöl- skyldunni, Hansína Kolbrún og Kristinn vora elzt, Guðrún Halla og Sigríður Ósk bættust síðar í hópinn. í Mýrdalnum var fjölskyld- an sífellt á hrakhólum með hús- næði, búandi lengst af í einu her- bergi með aðgangi að eldhúsi, fyrst á Norður-Fossi, síðar í Skammadal, en kennarabústaður var enginn eft- ir að hús forvera Jóns í starfi Bene- dikts Guðjónssonar var jafnað við jörðu, líklega í ársbyijun 1947. Gamli, stílhreini skólinn okkar á Eyrinni neðan við Reyniskirkju varð eldi að bráð vorið 1954 og Deildar- árskóli var síðar fluttur inn í Þakgil í Höfðabrekkuafrétti þar sem hann nýttist sem leitarmannakofi og bamakennsla fluttist í Ketilsstaða- skóla. Jón lauk kennaraprófi árið 1956 og gegndi Bamaskóla Suður- eyrar um nokkurra ára skeið, var skólastjóri á Kleppjámsreykjum, og síðar við gmnnskólann í Skógum, þar til fjölskyldan flutti í Kópavog og gat þannig sinntþörfum fatlaðr- ar dóttur, Sigríðar Óskar. Hún hef- ur komizt til undraverðs þroska og á lífsfyllingu sína fremur öðram að þakka þrotlausri elju þeirra Jóns og Maríönnu meðan hennar naut við en Maríanna lézt langt um ald- ur fram fyrir seytján ámm. Með Jóni Kristinssyni er genginn mikilhæfur kennari, sem var lagin sú list að glæða áhuga nemenda á námsefni hvort heldur þeim var léð- ur meiri eða minni þroski. Fyrir rúmu ári tók Jón að kenna þeirrar sóttar, sem nú hefur mnnið sitt skeið. í þungbæmm veikindum neytti ég færis og staldraði við rúm- stokk hans og við rifjuðum upp minningar úr Hverfinu, sem hann bar jafnan hlýjan hug til. Úrskurður var honum lesinn, sem ekki varð áfrýjað, sem hann tók með æðm- leysi þess manns, sem hefur notið ævidaga og lifði að sjá árangur í ævistarfi og afkomendum. Hansínu Kolbrúnu, Kristni, Guð- rúnu Höllu, Sigríði Ósk og fjölskyld- um þeirra votta ég mína dýpstu samúð. Hans verður ævinlega minnst með hlýhug og virðingu í Rejmishverfí, Heiðardal og með Bæjum. Sigurgeir Kjartansson. Mig langar til að minnast hjón- anna Jóns og Maríönnu nokkmm orðum, hjónanna sem skipuðu svo stóran sess í lífi mínu, hjónanna sem kenndu mér svo ótrúlega margt en það kemur alltaf betur og betur í ljós eftir því sem árin líða. Ég lýsti nýverið uppvaxtarámn- um í Skógum fyrir góðum vini. Þegar hann hafði hlustað á mig smá stund sagði hann ósköp rólega við mig: Unnur, þetta hefur bara verið sól og sumar, blómaangan og fugla- söngur. Já, sagði ég, þannig man ég _það. Eg sagði honum frá Maríönnu, hvemig hún strauk mér um hárið og huggaði mig þegar illa gekk. Stundum var það þegar stóm stelp- umar vildu ekki hafa mig með en ég var í miðið af þremur systmm. í rauninni átti ég tvær stórar syst- ur ef Halla dóttir Jóns og Maríönnu er talin með en annað er varla hægt þar sem annað hvort var hún heima hjá okkur eða við hjá henni. Það hallaði aldrei á neinn hjá Marí- önnu. Hún sagði mér hvað stóm stelpumar væm í raun ágætar þó þær vildu ekki alltaf hafa mig með. Svona væri þetta nú bara. Það að fá að vera litla stelpan hennar Maríönnu vom mikil forréttindi. Það vom stórar stundir þegar hún bakaði kleinur og kom gangandi upp túnið með litla hvíta fötu merkta mér sérstaklega. Eða þegar græna peysan hennar Höllu var rakin upp og pijónaðir vom vettl- ingar handa mér. Þá þótti reyndar stóm stelpunum nóg komið. Þegar ég var í fyrsta skipti ein heima fjór- tán ára gömul, ásamt yngri systur, lét Maríanna sig ekki vanta. Hún fylgdist auðvitað með. Þótt ótrúlegt megi virðast ætlaði ég að sýna hvað í mér bjó og þvo þvott, sem nóg var af. Þegar ég kom niður í þvotta- hús næsta dag var þar ekki skítug spjör. Síðar um daginn fékk ég skýringuna. Þvotturinn blakti allur á snúmnni hennar Maríönnu sem auðvitað hafði tekið ómakið af litlu stelpunni. Ekki var samband okkar Jóns síðra. Hann var skólastjóri barna- skólans alla mína skólagöngu þar. Jón var vanalega léttur og kátur, stríddi manni góðlátlega en maður vissi sín takmörk og lærði að virða það þegar hann setti í brýrnar. Jón kenndi mér að litlir hlutir geta verið mikils virði og litlar gjafir gulls ígildi. Man ég þá sérstaklega eitt vorið þegar ég tók upp á því að færa honum gulrófu í skólann en ég vissi sem var að honum þóttu rófur góðar. Hann tók þessu svo vel að ég færði honum rófu á hveij- um degi um nokkum tíma og alltaf varð Jón jafn glaður. Á afmælinu hans þann sautjánda maí fannst mér eins og ég hefði himin höndum tekið þegar ég fann höfuðstóra rófu í pokanum hennar mömmu. Þessari rófu var síðan pakkað inn og ég trítlaði með hana undir hend- inni niður túnið og færði Jóni. Mér fannst ég aldrei hafa glatt neinn eins mikið. Sú venja að færa Jóni litlar gjafír hélst síðan alla tíð. Síðustu árin heimsótti ég Jón alltaf á aðfangadag og færði honum tvö kerti, eitt í minningu Maríönnu og annað í minningu pabba. Hann var farinn þegar ég kom nýliðinn að- fang-adag. Eg minnist Jóns og Maríönnu með þakklæti og virðingu. Sér- stöku þakklæti fyrir að hafa feng- ið að vera litla stelpan þeirra alla tíð. GUNNAR GUÐ- STEINN ÓSKARSSON + Gunnar Guðsteinn Óskars- son húsasmíðameistari fæddist í Reykjavík 16. janúar 1948. Hann lést af slysförum hinn 22. desember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Seljakirkju 5. desember. Andlátsfregnin um móðurbróður minn kom eins og reiðarslag yfír mig og fjölskyldu mína. Það vildi ég að þú hefðir hringt eins og mamma sagði mér að þú ætlaðir að gera. Það var alltaf jafn gaman að heyra í þér. Ég trúði því ekki að þú værir dáinn þegar pabbi sagði mér það og ég trúi því ekki enn. Mér fínnst þú ennþá vera fyr- ir vestan og ég er ennþá að hugsa um næsta sumar þegar við ætluðum að fara ríðandi á hestum í kringum Drangajökul. Ég veit ekki hvemig á því stendur en allt sem þú sagðir og gerðir orkaði á mig eins og spennandi ævintýri og þannig átti hestaferðalagið að vera. Ég man það alltaf hvað við hlökk- uðum til þegar þú varst að koma í heimsókn til okkar í sveitina. Það var svo gaman fyrir okkur því að þú talaðir ekki bara við fuilorðna fólkið heldur hafðir þú líka áhuga á því sem við vomm að gera. Við systumar urðum alltaf svo fegnar að sjá þig í heyskapnum því að þá var þetta ekki lengur púl og sviti heldur hlátur og skemmtun. Ég mun aldrei gleyma þ’/í þegar þú dvaldir hjá okkur stuttan tíma til að hjálpa pabba við smíðar og Elsku Hansína, Kristinn, Halla, Sigríður Ósk og fjölskyldur, ég hugsa til ykkar í sorginni.^ Unnur Ása. Seint mun ég gleyma þeim degi þegar ég sá Jón Kristinsson í fyrsta skiptið. I fámenninu í Skógum fyrir rúmum þijátíu ámm var spenning- urinn ekki lítill þegar ný Ijölskylda var að flytja á staðinn. Jón sat við eldhúsborðið heima hjá mér og var að tala við pabba sem var skóla- nefndarformaður á þeim tíma. Við systumar laumuðumst til að kíkja inn í eldhús en höfðum okkur ekki mikið í frammi. Ekki vomm við þó lengi að átta okkur á því að þennan mann þyrftum við að heimsækja sem fyrst enda var Halla dóttir hans á okkar reki. Við vorum því ekkert að tvínóna við hlutina og drifum okkur í heimsókn í barna- skólann um leið og þau vom flutt inn, enda ástæðulaust að bíða eftir að fólkið kæmi sér fyrir. Aldrei að vita nema við gætum eitthvað hjálp- að til. Okkur var strax tekið opnum örmum og allt frá þeim degi litum við á heimili Jóns og Maríönnu sem okkar eigið. Það vom ófá kvöldin og nætumar sem foreldrar mínir sátu og sgiluðu vist við Jón og Maríönnu. Á meðan lékum við stelp- urnar okkur á háaloftinu, í skóla- stofunum, flettum bókum á bóka- safninu eða lásum fyrir Sigríði Ósk. Alltaf var nóg að gera þó stundum væmm við orðnar svolítið syfjaðar þegar úthaldið var sem mest við spilaborðið. Þó íjörið væri oft mikið var sjald- gæft að Jón skammaði okkur en oft mmdi í honum og þegar hann leit á okkur og setti í brýnnar viss- um við að rétt væri að hafa hægt um sig. Við lærðum líka fljótt að þekkja okkar takmörk og vissum að ekki væri rétt að tmfla Jón þeg- ar fótbolti var í sjónvarpinu. Það gat þó verið gaman að stríða honum pínulítið ef Skagamenn stóðu sig ekki nógu vel. Tímunum saman gátum við setið og dáðst að snilli Jóns þar sem hann sat og teiknaði á alla pappírs- snepla og annað sem tii féll. Ekki var til sá eldspýtustokkur á heimili hans sem ekki var skreyttur ein- hverjum listaverkum. Tilfínningar mínar vom blendnar þegar Jón og Maríanna fluttu frá Skógum til Reykjavíkur. Þau vora orðin svo stór hluti af staðnum en þó var gott að hugsa til þess að geta heimsótt þau í Reykjavík þeg- ar maður var sjálfur fluttur þang- að. Því miður naut Maríönnu ekki lengi við eftir að þau fóm frá Skóg- um og urðu heimsóknimar því ekki jafn margar og ég hafði vonað. Alltaf þótti mér jafn gaman að hitta Jón þó lífsgleði hans hafí aldrei verið söm eftir að Maríanna dó. Um leið og ég þakka fyrir allar samvemstundimar sem ég hef átt með Jóni og fjölskyldu hans votta ég bömum hans og fjölskyldum þeirra mína dýpstu samúð. Guðbjörg Andrea. Ómar sonur þinn handlangaði fyrir þig. Ég var sífellt að tefja fyrir, og þá áttum við Ómar það til að bralla ýmislegt saman. Einu sinni ákváð- um við Ómar að sofa í hlöðunni, fullri af nýju heyi, en svo guggnaði ég á því þegar pabbi sagði mér frá öllum köngullónum og þið Ómar hlóguð dátt að þessari hugrökku frænku. Fyrir tveimur ámm knúði sorgin dyra þegar Ómar frændi minn kvaddi þennan heim. Ég á svo erfitt með að sætta mig við enn eitt áfallið. Og mér finnst það svo ósanngjamt að þið Ómar skuluð ekki vera hér lengur. „Eitt sinn verða aliir menn að deyja," segir í ljóði, en samt sakna ég ykkar sárt. Djúpt skarð hefur nú myndast í fjölskyldu okkar og sorgin hefur meitlað tár sín í hjörtu okkar. Minn- ingin um ykkur mun aldrei þverra. Guð geymi ykkur elsku frændur. yilborg María Ástráðsdóttír.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.