Morgunblaðið - 08.01.1998, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 08.01.1998, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 8. JANÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ÞAÐ er heldur betur farið að hrikta í kvótakerfinu þegar yfirsjávarútvegsráðherra er Iátinn vita af svoleiðis geri menn ekki . . Morgunblaði/Þorkell Tímamótafundur í borgarráði TIMAMÓTAFUNDUR var í borgarráði á andi og fyrrverandi borgarfulltrúum í Reylqa- þriðjudaginn, þegar haldinn var 4.500. fundur vík boðið til smá hófs, og gerðu menn sér þar ráðsins frá upphafi. Af því tilefni var núver- glaðan dag. Evrópski æskulýðsvettvangurinn Þrýstihópur gagnvart ESB og Evrópuráði Hrönn Pétursdóttir EVRÓPSKI æsku- lýðsvettvangurinn eða European yo- uth forum er samtök æsku- lýðssamtaka í Evrópu. Samtökin hafa aðsetur i Brussel og framkvæmda- stjóri þeirra er Hrönn Pét- ursdóttir. „Síðastliðin þrjátíu ár hafa verið starfrækt nokk- ur æskulýðssamtök sem voru samstarfsvettvangur. Fyrir ári runnu þau saman í Evrópska æskulýðsvett- vanginn. Það má því til sanns vegar formlega séu þau núna ársgömul,“ segir Hrönn. Hún segir að meðlimir samtakanna séu æskulýðs- sambönd í 40 löndum og í kringum 60 alþjóðleg sam- tök, hreyfingar eins og skátar, Rauði krossinn, ungliðahreyfingar stjómmálaflokkanna og skipti- nemasamtök. „Þær æskulýðs- hreyfingar sem tengjast okkur eru alls um 100.“ - Hvert er markmið samtak- anna? „Aðalmarkmið Evrópska sam- starfsvettvangsins er að vera þrýstihópur í æskulýðsmálum gagnvart Evrópusambandinu og Evrópuráðinu. I þessu samhengi eru samtökin einn aðalráðgjafi og félagi Evrópusambandsins svo og Evrópuráðsins." Hrönn segir að samtökin hljóti íjárstuðning frá báðum þessum stofnunum, alls í kringum 250 milljónir á ári. - I hvetju er starf samtakanna fólgið? „Það felst í að vinna með þess- um tveimur stofnunum og sitja í ráðgjafamefndum og ýmsum vinnuhópum á þeirra vegum. Við reynum að koma á framfæri okk- ar sjónarmiðum í æskulýðsmálum sem varða t.d. menntun, félagsleg réttindi og ýmis önnur réttindi ungs fólks." Hrönn segir að sam- tökin taki þátt í að byggja upp æskulýðsstarf í ýmsum löndum og undanfarið sérstaklega í Aust- ur-Evrópu. „Uppbyggingin fer fram með ýmsum hætti, ráðuneyti viðkom- andi landa biðja okkur gjaman að eiga samstarf um stofnun æskulýðssambands eða þá að hóp- ar ungs fólks leita til okkar og biðja um aðstoð. í framhaldi af því hefjum við samningaumleitan- ir við ríkisstjómir viðkomandi landa um stofnun óháðra og frjálsra æskulýðssamtaka, en það er misjafnt hversu vel slíkri beiðni er tekið.“ Hrönn bendir á að auk þess sem samtökin séu ráðgjafar Evrópuráðsins og Evrópusamtakanna bendi þau á ýmislegt sem betur megi fara í æskulýðsmálum víðsvegar um Evrópu. - Eiga íslendingar aðild að samtökunum? „Æskulýðssamband íslands er félagi í samtökunum og ýmis önn- ur æskulýðsfélög á Islandi eru einnig þátttakendur eins og Rauði krossinn í gegnum alþjóðadeild RK, skátar í gegnum sína alþjóða- hreyfingu, ungliðahreyfingar stjómmálaflokkanna, skiptinema- samtökin, félagsmiðstöðvar og svo framvegis.“ - Hver er staða ungs fólks á íslandi ef miðað er við önnur Evr- ópulönd? ►Hrönn Pétursdóttir er fædd í Reykjavík árið 1966. Hún er samskiptafræðingur að mennt og lauk BA-námi í þeim fræð- um frá Duquesne í Pittsburg í Bandaríkjunum. Hrönn starf- aði hjá íslenska útvarpsfélag- inu um árabil en hélt þaðan til London og síðar Brussel á vegnm Alþjóðahreyfingar skáta. Hrönn tók við starfi framkvæmdasfjóra hjá Evr- ópska samstarfsvettvanginum í ágúst síðastliðnum. Hrönn er ógift og barnlaus. „Hún er misjöfn. Staða ungs fólks í Evrópu er líka afar mis- jöfn með tilliti til ákvarðanatöku mála. Unga fólkið hefur mismun- andi sterka stöðu gagnvart ríkis- stjómum sínum og við höfum ein- mitt reynt að stuðla að því að hlutverk ungs fólks í ákvarðana- töku verði aukið.“ Hrönn segir að samtökin hafí mörg dæmi um að hlutverk ungs fólks sé stórt en einnig skýr dæmi um hversu lítið það kemur nærri ákvarðanatöku. „í Danmörku sér æskulýðs- sambandið um alla fjárveitingu til æskulýðsfélaga fyrir hönd rík- isstjórnarinnar. I Slóveníu og Lit- háen er ungt fólk á vegum æsku- lýðssambanda með fasta setu í vinnuhópum og nefndum á vegum ríkisstjómarinnar. Staða ís- lenskra ungmenna _er ekki sterk á þessum sviðum. Á hinn bóginn er komið til móts við æskulýðs- hreyfingar hérlendis á annan hátt.“ - Hversu lengi hefurðu sinnt starfi sem fram- kvæmdastjóri sam- takanna? „Ég tók við starfinu í ágúst síðastliðnum en hafði þá verið bú- sett um skeið í Bmssel.“ Hrönn starfaði áður hjá Alþjóðaskrif- stofu skáta í Bmssel og sá um fræðslumál fyrir þá í Evrópu og samskipti við önnur æskulýðs- sambönd, Evrópuráð og Evrópu- sambandið. „í gegnum þetta starf var ég síðan kosin framkvæmda- stjóri Evrópska æskulýðsvett- vangsins og í stjóm samtakanna." Hrönn bendir á að íslendingar séu eiginlega í Evrópusamband- inu á ská í gegnum evrópska efna- hagssvæðið. „Með starfi mínu hjá samtökunum hafa íslendingar engu að síður bein áhrif á ákvarð- anatöku." ! Meðlimir frá 40 þjóð- löndum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.