Morgunblaðið - 08.01.1998, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 08.01.1998, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT FIMMTUDAGUR 8. JANÚAR 1998 1 9 Reuters ATVINNULAUSIR efndu til mótmælaaðgerða fyrir utan skrifstofur UNEDIC í París í gær. Á spjaldinu, sem konan heldur á, stendur: „Þetta þjóðfélag getur ekki verið svona áfram. Atvinna, húsaskjól, það er réttur okkar.“ Höfuð litlu hafmeyjunnar ófundið Lögregla telur konu hafa verið að verki Kaupmannahöfn. Reuters. FAAR vísbendingar hafa borist um hver hafi sagað höfuðið af styttunni af litlu hafineyjunni í Kaupmanna- höfn. Höfuðið hefur ekki fundist þrátt fyrir umfangsmikla leit í sjón- um við Löngulínu og hafa ferðamála- yfirvöld af því nokkrar áhyggjur að höfuðlaus hafmeyjan muni skaða ferðaþjónustuna, því hverri borg sé nauðsynlegt að eiga táknmynd og hafmeyjan hafi verið tákn Kaup- mannahafnar. Málarinn Jorgen Nash, sem lýsti því yfir í ævisögu sinni að hann hefði sagað höfuðið af hafmeyjunni árið 1964, neitar því að hafa komið nálægt styttunni nú. Fullyrðingar Nash hafa hins vegar aldrei fengist staðfestar, höfuðið fannst aldrei og margir aðrir lýstu ábyrgðinni á hendur sér. Svo er hins vegar ekki nú. Lögreglan telur hins vegar að sá hinn sami og sagaði höfuðið af stafn- líkneski í höfninni í Kaupmannahöfn skömmu fyrir jól kunni að hafa verið að verki. Það höfuð fannst á kvennasalemi stórverslunar í borg- inni sama dag og litla hafmeyjan var gerð höfðinu styttri og telur lögregl- an að sökudólgurinn kunni að vera kona sem eigi við geðræn vandamál að stríða. KRAFTGANGA I OSKJUHLIÐ • Frískt loft eykur ferskleika • Útivera eykur þol Alhliða líkamsþjálfun jafnt fyrir byrjendur sem lengra komna Boðið verður uppá þrenns konar tíma: A — tími fyrir byrjendur og iítt þjálfaða. B — tími fýrir þá sem komnir eru af stað í þjálfun. C — tími fyrir þá sem vanir eru líkamsþjálfun. Leiðbeinandi Ámý Helgadóttir, hjúkrunarfræðingur og íþróttaþjálfari. Skráning og upplýsingar í síma 899 8199 á morgun, föstudaginn 9. janúarfrá kl. 9-12 og laugardaginn 10. janúar frá kl. 12-14. Þeir sem hafa verið áður, mæti laugardaginn 10. janúar kl. 10.00 (B-C tími) - kl. 11.00 (A-B tími). Atvinnulausir hópast til Parísar París, Reuters. RÍKISSTJÓRN Frakklands hefur undanfarið sætt miklum þrýstingi frá samtökum atvinnulausra í land- inu og í gær sagði fulltrúi stjóm- valda að í dag yrði brugðist við kröfum sístækkandi hreyfingar at- vinnulausra. Jean-Pierre Cheven- ment, innanríkisráðherra, sagði að forsætisráðherrann, Lionel Jospin, hefði í gær ráðgast við samráð- herra sína en fjöldi atvinnulausra úr öllum landshomum var á leið til Parísar til fjölmennra mótmælaað- gerða. Francois Hollande, formaður Sósíalistaflokksins, sem heldur um stjómartaumana í Frakklandi, gaf í gær vísbendingu um hver við- brögð stjómvalda kunna að verða er hann atyrti launþegasamtökin CNPF fyrir að hafa neitað að sam- þykkja breytingar á atvinnuleysis- bótakerfmu. Vilja hækka Iágmarksbætur „Það er helber hræsni af hálfu CNPF að neita þessu,“ sagði Hollande við fréttamenn, og bætti því við að flokkurinn vildi að tafar- lausar ráðstafanir yrðu gerðar til þess að hækka lágmarksbætur og aðstoða þá, er verið hefðu atvinnu- lausir lengi, við að finna vinnu. I gær, daginn sem bandaríska kvikmyndin Titanic var frumsýnd í París, var teikning í blaðinu Le Tveir ráðherrar taka undir með atvinnulausum Monde er sýndi ríkisstjómina sem skipið Titanic stefna beint á ísjaka þéttskipaðan atvinnuleysingjum að mótmæla. Tveir ráðherrar hafa lýst stuðningi við aðgerðir atvinnu- lausra og sagst óánægðir með var- fæmisleg viðbrögð stjómvalda. Það era Dominique Voynet, um- hverfisráðherra og þingmaður Græningja, og Marie-George Buff- et, ungmenna- og íþróttamálaráð- herra og þingmaður kommúnista, sem hafa tekið afstöðu með at- vinnulausum. Mótmælendur létu til sín taka í París síðdegis í gær fyrir utan að- alstöðvar atvinnuleysissjóðs ríkis- ins, UNEDIC, þar sem fulltrúar stéttarfélaga og launþega er stýra sjóðnum hittust á fundi. Cheven- ment sagðist í gær hlynntur tillög- um kommúnista um að efnt yrði til þjóðaratkvæðagreiðslu um breyt- ingar vegna aðildar Frakka að Evrópusambandinu (ESB). Gera þarf breytingar á stjómar- skrá Frakklands til þess að hægt verði að staðfesta Amsterdamsátt- mála ESB í Frakklandi. Bæði Jospin og Jacques Chirac, forseti, vilja að þingið samþykki nauðsyn- legar breytingar fremur en að fengið verði samþykki við þeim með óútreiknanlegri atkvæða- greiðslu. Erfiðar umræður bíða á þingi Á næstu vikum á Jospin fyrir höndum erfiðar umræður á þingi og harkalega andstöðu launþega vegna áætlana hans um að stytta vinnuvikuna í 35 klukkustundir. Chevenment sagði að mótmælend- ur hefðu nú lagt undir sig 29 fé- lagsmálaskrifstofur um allt land til að ítreka kröfur sínar um 3.000 franka (35.000 ísl. kr) ,jólauppbót“ og hærri bótagreiðslur. Tala atvinnulausra lækkaði í Frakklandi í nóvember sl., þriðja mánuðinn í röð, að þvl er atvinnu- málaráðuneytið greindi frá í síð- ustu viku og var hlutfall atvinnu- lausra innan við 12,5 af hundraði, en lægra hefur það ekki verið síðan í september 1996. En 3,1 milljón manna er nú atvinnulaus og hefur þriðjungur þeirra verið án vinnu í meira en ár. Atvinnuleysi hefur aukist stöðugt í Frakklandi síðan 1975 en bætur til þeirra er hafa verið atvinnulausir lengi farið lækkandi, og í septem- ber sl. voru lagðir niður sérstakir sjóðir sem hjálpa áttu atvinnulaus- um að greiða fyrir nauðsynjar á borð við húsaleigu og rafmagn. Lokað í dag
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.