Morgunblaðið - 08.01.1998, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 8. JANÚAR 1998
LANDIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
Verslunin JS í Borgarnesi hættir starfsemi
Morgunblaðið/Ingimundur
JON og Stefán Haraldssynir ráku Verslunina JS í Borgamesi í 18 ár.
Hér eru þeir ásamt eiginkonum sínum. F.v. Jón Haraldsson, Þóra
Björgvinsdóttir, Fanney Ólafsdóttir og Stefán Haraldsson.
Fjölbrautaskóli Vesturlands á Akranesi
N emendur
útskrifaðir á
haustönn
Hagkaup
tekur við
rekstri
Borgarnesi - Um áramótin hætti
verslunin JS i Borgarnesi rekstri.
Þeir bræður Jón og Stefán Haralds-
synir hafa rekið hana ásamt eigin-
konum sínum. A þessum tímamótum
voru þeir bræður teknir tali.
Þeir bræður hófu rekstur „Versl-
unar Jóns og Stefáns" 3. janúar
1980, en hún hefur í daglegu tali
verið nefnd JS. Jóhann Ingimundar-
son og kona hans, Þorbjörg Þórðar-
dóttir, ráku verslunina Neskjör á
sama stað. Þeir bræður keyptu lag-
erinn og breyttu nafni verslunarinn-
ar. I fyrstu var einnig í húsinu tísku-
verslun og vöruflutningamiðstöð en
JS yfirtók það rými. Húsnæðið hef-
ur verið leigt allan tímann af Stein-
ari Ingimundarsyni. Fyrirtækið
stækkaði hægt og bítandi, en Versl-
un Jóns og Stefáns hefur fyrst og
fremst verið með matvörur en
einnig örlítið af sérvörum fyrir
skólanemendur.
Gott samkomulag
Verkaskipting þeirra bræðra var á
þann veg, að Jón sá um peningamál-
in en Stefán annaðist stjórn verslun-
arinnar. Annars hafa þeir gengið 1
þau verk sem þurfti hverju sinni. Ef
annar var í fríi gekk hinn í hans
verk. Þessi ákveðna verkaskipting er
trúlega grunnurinn að því hvað sam-
starfið gekk vel. Þeir bræður sögðu
að aldrei hefði fallið styggðaryrði
milli þeirra. En þó eru þeir hreint
ekki þekktir fyrir að vera skaplausir
einstaklingar.
Hvers vegna er rekstri JS hætt?
„Reksturinn hefur verið eifiður og
smáþyngst,“ sagði Stefán er hann
var spurður að ástæðunni fyrir því
að rekstri JS var hætt. „Folk sækir
verslanir mikið suður, og við höfum
ekki verið samkeppnisfærir um verð
við stórverslanir í Reykjavík. Veltu-
hraði er þar allt annai- en hér í Borg-
arnesi. Þar eru innkaupsverð mun
hagstæðari. Verslanir úti á landi eru
með mun minni markaðssvæði og
þar af leiðandi hærra vöruverð."
En rekstri verður ekki hætt. Þar
sem Verslun Jóns og Stefáns var til
húsa verður Hagkaup með verslun.
Tók við rekstrinum 1. janúar sl.
Hagkaup keypti lagerinn og mun
reka verslunina en leigja húsnæðið
af Steinari Ingimundarsyni. Hag-
kaup yfirtekur rými sem Geirabak-
arí hafði fyrir verslun sína. Geira-
bakarí, Sigurgeir Ó. Erlendsson og
hans fólk, verður áfram með brauð-
gerð í kjallara hússins. Búið er að
gera samning við hann um að baka
allt brauð og kökur fyrir Hagkaup.
Eingöngn starfsmenn
úr héraðinu
Búið er að ráða fólk til starfa hjá
Hagkaupi. Starfsfólk er allt búsett í
sveitarfélaginu. Það er því ekki sama
hvort heimamenn versla í Hagkaupi
í Reykjavík eða í Borgarnesi. Þeir
sem versla í Borgarnesi styrkja þar
með heimabyggðina.
Stefán sagðist vænta þess að fólk
úr nágrannabyggðum, vestan af
Snæfellsnesi, Dalamenn og íbúar
norðan Holtavörðuheiðai’ myndu
frekar versla í Borgai-nesi hjá Hag-
kaupi heldur en fara suður. Vöruúr-
val eykst væntanlega við þessa
breytingu. Fólk má búast við lægra
vöruverði en JS hefur getað boðið,
sögðu þeir bræður. Með því vildu
þeir þó ekki segja að verslun þeirra
hefði staðið sig illa í því efni.
Allar vörur sem framleiddar eru í
Borgarnesi verða að sjálfsögðu á
boðstólum í Hagkaupi í Borgarnesi.
Aðspurðir um framtíðarstörf
þeÚTa bræðra kom fram, að Stefán
verður verslunarstjóri hjá Hagkaupi
og sagðist hlakka til að að takast á
við það hlutverk hjá nýju fyrirtæki.
Jón hefur verið með umboð fyrir
Sjóvá-Almennar í mörg ár. Viðskipt-
in hafa stóraukist hjá honum undan-
farin ár. Ekki var lengur hægt að
hafa það sem hlutastarf. Hann hefur
nú þegar opnað skrifstofu á Borgar-
braut 61, við hliðina á Búnaðarbank-
anum.
Þakkir til viðskiptavina
„Við höfum átt marga góða við-
skiptavini sem hafa verslað við okk-
ur frá fyrsta degi. Við þökkum þeim
fyrir ánægjuleg viðskipti og óskum
þeim alls hins besta í framtíðinni,“
sögðu þeir bræður að lokum.
FJÖLBRAUTASKÓLI Vesturlands
á Akranesi brautskráði 48 nem-
endur af 17 námsbrautum á
haustönn en brautskráning fór
fram laugardaginn 20. desember
sl. við hátíðlega athöfn. Um 700
nemendur stunduðu nám við skól-
ann á önninni en kennsla fer fram
í Snæfellsbæ og Stykkishólmi auk
Akraness.
Af þeim nemendum sem braut-
skráðust voru 25 stúdentar, 8 iðn-
aðarmenn og 7 iðnmeistarar, 3
sjúkraliðar, 4 með verslunarpróf
og einn nemandi af starfsbraut
sérdeildar. Starfsemi skólans á
haust önninni var fjölbreytt og tók
nokkuð mið af viðburðum er
tengdust 20 ára starfsafmæli skól-
ans. I máli skólameistara kom
fram að fyrirtæki og samtök á
Vesturlandi og víðar hafa fært
skólanum margvíslegan tækjaút-
búnað að gjöf.
Starf farskólans gengur vel
Birna Gunnlaugsdóttir aðstoðar-
skólameistari flutti annál liðinnar
annar. I máli hennar kom fram að
kvöldskóli hafi verið starfræktur á
Akranesi fyrir verðandi iðnmeist-
ara og rafsuðumenn. Farskóli
Vesturlands, sem Trausti Gylfason
stýrir, hélt námskeið víða á Vest-
urlandi. Alls sóttu 360 manns þau
26 námskeið sem voru í boði. I
undirbúningi er aukið samstarf
farskólans og þeirra aðila á Vest-
urlandi sem sinna endurmenntun.
Á þeim 20 árum sem skólinn hefur
starfað hefur nemendaijöldi þre-
faldast þrátt fyrir að íbúafjöldi á
Vesturlandi hafi staðið í stað. Að-
sókn í verknámsdeildir var meiri í
haust en undanfarin ár og í sam-
ræmi við breyttar aðstæður í at-
vinnulífinu. Erlltt reyndist hins
vegar að fá nýja kennara þar til
starfa.
Starfsfræðslu fyrir
fatlaða komið á fót
Skólinn er að koma á fót starfs-
fræðslu fyrir fullorðna einstak-
linga á Vesturlandi. Menntamála-
ráðuneytið veitti styrk til þessa
þróunarverkefnis sem Inga Sig-
urðardóttir kennari hefur umsjón
með. Það vakti sérstaka athygli
þegar skólameistari afhenti nem-
endum burtfararskírteinin að fyrst
í röðinni var Anna Björk Þorvarð-
ardóttir, fjölfötluð stúlka sem
stundað hafði nám við sérdeild
skólans í tvö og hálft ár og sýnt
miklar framfarir. Viðurkenningar
fyrir ágætan árangur í námi fengu
Ása María Guðjónsdóttir, Davíð
Þór Jónsson, Gyða Einársdóttir,
Halldóra Jónasdóttir, Ingunn
Gunnarsdóttir, Kristin Sigríður
Sigurðardóttir, Stefán Ingi Ólafs-
son og Unnur Marfa Bergsveins-
dóttir sem náði bestum árangri
stúdenta að þessu sinni.
Framkvæmdir við endurbætur
og stækkun á kennsluhúsnæði
skólans á Akranesi hefjast um mitt
næsta ár. Fram kom í máli Birnu
að félagslíf nemenda í skólanum
stæði með miklum blóma og
menntamálaráðherra hefði veitt
nemendum viðurkenningu fyrir
gott starf að vímuefnavörnum. I
lok athafnarinnar færði skóla-
meistari brautskráðum nemendum
kveðjur frá starfsmönnum skólans
og árnaði þeim heilla.
Iþróttamaður
ársins
Vaðbrekka, Jökuldal - Aðalfundur
og árleg uppskeruhátíð Ung-
mennafélags Jökuldæla voru hald-
in undir áramótin. Aðalmál fund-
arins var að ákveða framtíð félags-
ins í ljósi breyttra aðstæðna og
batnandi samgangna. Aðalfundur-
inn samþykkti að leggja til að ung-
mennafélögin á Jökuldal í Hlíð og í
Tungu yrðu sameinuð í eitt félag
og kaus tvo fulltrúa til viðræðna
við hin félögin. Þegar þessi tillaga
hafði verið samþykkt var aðalfund-
inum frestað um ótiltekinn tíma.
Hátíðin hófst með að spiluð var
félagsvist á sextán borðum, spilað
var um vegleg bókarverðlaun. Eft-
ir félagsvistina var útnefndur
íþróttamaður ársins hjá félaginu.
Útnefningu hlaut Aðalsteinn Sig-
urðarson fyrir góðan árangur í
frjálsum íþróttum á síðasta ári.
Einnig hlaut viðurkenningu fyrir
góðan árangur í yngri flokki Elsa
Guðný Björgvinsdóttir. í eldri
flokki hlutu viðurkenningar Jón
Björgvin Vemharðsson og Sigríð-
ur Sigurðardóttir.
Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson
ÞAU hlutu viðurkenningar við útnefningu íþróttamanns ársins
hjá Ungmennafélagi Jökuldæla, talin frá vinstri, Aðalsteinn Sig-
urðarson íþróttamaður ársins, Elsa Guðný Björgvinsdóttir, Jón
Björgvin Vernharðsson og Sigríður Sigurðardóttir.
'V' & Æmmp. , ■ í w~ i jt ' í BBBBB^B
[W Æ BKftW Æ HfiyBnrJK \
Morgunblaðið/Jón Gunnlaugsson
BRAUTSKRÁÐIR nemendur á haustönn við Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi ásamt Þóri Ólafssyni
skólameistara og Birnu Gunnlaugsdóttur aðstoðarskólameistara.
Duglegir
talningar-
menn
Húsavík - Vetrartalning á fuglum
fór fram um jóladagana í hagstæðu
veðri í nágrenni Húsavíkur. Talið
var á 10 svæðum af 11 mönnum.
Það er mikið verk sem áhugamenn
inna af hendi við talningu þá sem
að framan greinir. Á myndinni era
tveir talningarmannanna, þeir Örn
Jensson og Guðmundur Óskarsson
læknir.
Morgunblaðið/Silli
I
)