Morgunblaðið - 08.01.1998, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 08.01.1998, Blaðsíða 28
28 FIMMTUDAGUR 8. JANÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Sýning á til- lögum að verðlauna- grip ÍTV ‘98 FJÖLDI tillagna hefur borist í sam- keppni sem efnt var til um hönnun á verðlaunagrip til Islensku tónlistar- verðlaunanna 1998. Opnuð verður sýning á tillögunum í Galleríi Geysi, Hinu húsinu v/Ingólfstorg laugai’- daginn 10. janúar kl. 16. Verður dóm- nefnd þá búin að kveða upp úrskurð og viðkomandi listamanni verður af- hent vinningsupphæðin, kr. 250.000, sem Landsbanki íslands gefur. Þar sem þátttakendur senda inn til- lögur sínar undir duinefni og rétt nöfn þeirra eru í lokuðum umslögum, sem verða ekki opnuð fyrr en við verð- launaafhendinguna, verður ekki hægt að hafa samband við þátttakendur fyrir opnun sýningarinnar, og eru þeir hvattir til að mæta á opnunina. ------------------ Listaakademía Vinjar sýnir í Ráðhúsinu RAUÐI kross íslands hefur rekið Vin, athvarf fyrir geðfatlaða, í tæp fimm ár á Hverfisgötu 47. Hópur gesta Vinjar vinnur að myndlist og opnar sýningu á verkum sínum í Ráðhúsi Reykjavíkur föstudaginn 9. janúar kl. 15. Sýningin stendur til 20. janúar. JÓNAS Viðar Sveinsson með eitt verka sinna. Jónas Viðar sýnir í Gallerí Fold JÓNAS Viðar Sveinsson opnar sýningu á olíumálverkum í baksal Gallerís Foldar við Rauðarárstíg laugardaginn 10. janúar kl. 15. Sýninguna nefnir listamaðurinn I-myndir. Jónas Viðar Sveinsson er fædd- ur árið 1962 og stundaði nám við Myndlistarskólann á Akureyri og Accademia di Belle Art di Carrara á Italíu. Þetta er 11. einkasýning Jónasar Viðars, en hann hefur einnig tekið þátt í mörgum sam- sýningum bæði hérlendis og er- lendis. Sýningunni lýkur 25. jamíar. Gallerí Fold er opið daglega frá kl. 10-18, laugardaga frá kl. 10-17 og sunnudaga frá kl. 14-17. Hvað eilífðin elskar BÆKUR Skáldsaga BRÓÐIR MINN OG BRÓÐIR HANS eftir Hákan Lindquist í þýðingu Ingibjargar Hjartardóttur. Skjald- borg. 161 bls. HÁKAN Lindquist er ungur höfundur sem vakið hefur mikla at- hygli í heimalandi sínu fyrir bókina Bróðir minn og bróðir hans. Aðalsöguhetjan er Páll, táningur sem er að komast að kynhneigð sinni; að hann er hommi. Þessari sögu er komið til skila á skemmtilegan hátt; Jónas, yngri bróðir Páls, sem fæddist sautján mánuðum eftir dauða Páls, fínnur bréf í gömlum jakka Páls. Það kveikir löngun hans til að vita meira um þennan bróður sinn, sem hann aldrei kynntist. Úr verða tvær sögur; annars vegar um Pál og hans síðustu daga, og „rannsókn" Jónasar á lífi hans hins vegar. Sagan um Pál er kirfilega tíma- sett; daginn sem hann deyr er Neil Armstrong að útskýra muninn á fótsporum sínum og stökkum mannkyns (21. júlí 1969). Jónas hef- ur „rannsókn“ sína um miðjan níunda áratug- inn, þegar hánn er á svipuðum aldri og Páll þegar lífi hans lauk. Sögunum tveim er fléttað saman á lysti- legan hátt. Lengst af kynnist lesandi heimi Páls af dagbókum sem hann hélt og Jónas finnur. Þá er sagan skrifuð í fyrstu persónu - þ.e. persónu Jónas- ar. En í þrettánda kafla er stokkið beint í heim Páls. Þar er um þriðju- persónufrásögn að ræða; einhver sögu- maður talar - kannski Jónas sjálf- ur? Þessi tvö stílbrigði og efnistök bókarinnar bera rithöfundarhæfi- leikum Lindquists glöggt vitni. Samkynhneigð er hvorki fegruð né fordæmd, það vill bara svo til að að- alsöguhetjan er samkynhneigð. Enginn, og ekkert, er dæmt, aðeins lýst. Ég hef nú eftir feitletraðan kafla á kápu bókarinnar, og læt vera mín lokaorð: „Þetta er óvenjuleg og blæ- brigðarík þroskasaga ungs pilts og segir frá ást sem er öðruvísi en sú sem við eigum að venjast. Jafn- framt er hún þrungin spennu." Heimir Viðarsson Hákan Lindquist ÞAÐ ER óneitanlega nokkur hvalreki að fá í hendur á sama hausti tvær skáld- sögur sem báðum er ætlað að lýsa æskumenningu „íslands farsældar Fróns“, með sérstakri hliðsjón af jaðarhópum og þá einkum hópi sem ég leyfi mér að nefna „spaðagosa næturlífsins". Þau tvö verk sem hér er vísað til eru „Falskur Fugl“ eftir Mikael Torfason og „Óskaslóðin“ eftir Kristjón Kormák Guðjóns- son. Vissulega innbyrðis ólík verk, en eiga það þó sammerkt að lýsa samtímaveruleika fólks, sem er vart af bamsaldri, hefur þó séð og reynt meira en margur vistmaðurinn á Hrafnistu og Grund. Ekki lítið það! Báðar eru einnegin ritaðar af höfundum, sem til- heyra „hinum nýja æskuher" og eru því að fjalla um eigin kynslóð; s.s. „the boyz | N the Hood“ Það er skemmst frá að segja að „Falski Fuglinn" hans Mikaels er fyrir margi’a hluta sakir „lestrarupplifun". Frásagnartækni, spennuuppbygging og persónu- sköpun á ein- faldlega langtum fleira skylt með kvikmynd- inni, en bókmenntunum. Ékki kann ég á því skil hvort Mikael hefur lesið verk hins ný- látna snillings og kynjakvists Williams Burr- oughs, svo sem The naked Lunch, eða Cities of the red Night. Ekki veit ég heldur hvort höfundurinn ungi hefur legið yfir verkum eins og Our Lady of the Flowers og Funeral Rites, eða Qurelle of Brest, eftir annan látinn meistara og sérvitring Jean Genet. Áhrifin kunna að vera óbeinni. Sú dirfska, hið ríka myndmál og hin stuttu myndskeið sem ein- kenna þessa höfunda hafa nefnilega haft um- talsverð áhrif á marga kvikmyndagerðar- menn og leikstjóra. Og það leynir sér ekki að Mikael er af „kvikmyndakynslóðinni"; þess- ari kynslóð sem hefur þróað styrk í mynd- rænni skynjun og sjónrænni úrvinnslu, frem- ur en í meðhöndlun orða og notkun tungu- málsins. Það er sannast sagna gremjulegt að í verki sem er bæði nýstárlegt og skemmtilegt af- lestrar skuli vera að finna jafn margar mál- farsambögur. Skemmst er frá að segja að „misnotkun" persónufomafna og sagna, ekki síst notkun ópersónulegra sagna er sorglegri en tárum taki. Verkið hefði því getað grætt stórlega á vandaðri prófarkalestri. Það er erfitt að gera sér grein fyrir því hvort hér sé einfaldlega um að ræða málþró- un, e.k. einföldun málsins, sem bæði Skand- inavar og Engilsaxar hafa orðið að láta yfir sig ganga, aðgerðalitlir, eða hvort hér sé ein- vörðungu um að ræða tímabundið „bakslag". Ég hallast þó að hinu fyrmefnda; að við eig- um í vaxandi mæli eftir að þurfa að hlusta á setningar eins og „veistu hvort frændi þinn sé ríkur“, eða „veistu að mig hlakkar svo til jólanna". Uggvænlegt, eða hvað? Aðalpersóna Falsks Fugls, Arnaldur, er sextán ára strákur, búsettur í Grafarvogin- „Hraðinn“ í skáldsög- um tveggja spaðagosa Tveir ungir höfundar, Mikael Torfason og Kristjón Kormákur Guðjónsson, sendu fyrir jólin frá sér skáld- sögur sem lýsa undirheimalífí Reykjavíkur án þess að draga nokkuð undan. Lárus Már Björnsson fjallar um veröld þessara sagna, þann heim sem þær eru sprottnar úr og gerist æ ágengari. Mikael Torfason um, eða „Golan- hæðum hinum nýju“. Hann hefur auðugt ímyndunar- afl og á sér að „öðra sjálfi“ indíán- ann Falskan Fugl. Falski Fugl er fórnarlamb hvíta mannsins, hann er á stöðugum flótta og hlýtur jafnan þau örlög í draum- um Amaldar að hrafnar kroppa úr honum augun, þar sem hann liggur bjargarvana og deyjandi á stóram akri. Margt er líkt með þeim Arnaldi og Fölskum Fugli; báðir era hjálparvana og á flótta í umhverfi sem er í senn víðáttumikið og fjandsamlegt, þó svo að annað sé náttúralegt, hitt manngert. Lýs- ing Mikaels á Grafarvogi leiðir hugann að Bronx, svo vísað sé til Bandaríkjanna, en við- líka „slömm“ finnum við í flestum, ef ekki öll- um löndum. Inni í, eða í útjöðram slíkra „slömma" er þó oft að finna „fínni“ hverfis- hluta þar sem nýinnfluttir íbúar eru að reyna að skjóta rótum. Amaldur býr í slíkum „fín- ni“ hverfishluta með foreldram, sem era hon- um í sjálfu sér ekki slæmir, en skilja hann einfaldlega ekki. Bróðir Amaldar féll fyrir eigin hendi ekki löngu áður en „beina sagan“ hefst. Dauða hans sem var voveiflegur er lýst á einkar sannfærandi og grípandi hátt. Spumingum er þó ósvarað um líf hins látna bróður; hver nauðgaði honum t.a.m. gróflega skömmu fyr- ir andlát hans og hratt honum þannig e.t.v. út í sjálfsvíg? Var það faðir þeirra bræðra, eða var það e.t.v. eðlisfræðikennarinn hans, virtur fjölskyldufaðir með ung börn? Kristjón Kormákur Guðjónsson Með Arnaldi og vinum hans koma nýleg sálfræðihug- tök inn í fagurbók- menntirnar, í fyrsta skipti, að ég hygg: Þeii’ era nefnilega allir ofvirkii’, mis- þroska, eða „geð- ræn jaðartilvik“ (borderline.) Þeir stjómast af spennu og fíkn og láta und- an flestum hugdett- um sínum, fullkom- lega skeytingar- lausir um afleiðing- arnar, hvort heldur fyrir þá sjálfa, eða aðra. Afleiðingar; hvað er nú það? Framtíð; er það til? Ég tók þann pól í hæðina að lesa Falskan Fugl sem „fantasíu" með ákveðna veruleikatengingu; ekki sem raunsæisverk. Lesi maður hana með því hugarfari og leyfi maður sér t.d. að gleyma strjálum og stopulum ferðum sínum upp í hið fremur grámyglulega Grafarvogs- hverfi, þaðan sem maður kom ævinlega heill á húfi og ekki með rýting í bakinu, er Falsk- ur Fugl einfaldlega meistaraverk. Hún er framleg, nýstárleg og lýsir á hráan, tilgerð- arlausan hátt veruleika sem er. Gengur þó lengra og skapar ólíklegustu „scenarios" í umhverfi sem er í raun þrúgandi hvunndags- legt. Falskur Fugl er líkt og skáldsaga Bjarna Bjamasonar, „Endurkoma Maríu“ (1996) til marks um að utan alfaraleiða era bæði miklar hræringar og gróska í íslenskum samtímabókmenntum. Og ef við vendum nú okkar kvæði í kross og förum ögn út í lyfjafræði og beram Falskan Fugl saman við verk þeirra höfunda sem mest hefur verið hampað síðustu ár, s.s. Hallgríms Helgasonar og Diddu er Falskur Fugl ósvikinn „hraði“ á meðan verk þeirra era í besta falli 10 mg dís- ur! „Óskaslóð" Kristjóns Kormáks Guðjóns- sonar er einnig byrjendaverk. Við lesturinn verður manni fljótt ljóst að hér er um að ræða raunsæisverk, kannski einna helst í anda bókar þeirra Njarðar P. Njarðvík og Freys Njarðarsonar „Einskis máls“. Ekki þar fyrir að það kann vitaskuld að vera rétt- lætanlegt að skrifa slíkt verk á 10-15 ára fresti, svo mjög sem tímarnir breytast og neysluvenjurnar í vímuefnaheiminum ekki síst. En hefur þá eitthvað breyst frá tíma Einskis máls? Margt er áþekkt. Sú regin- breyting hefur þó orðið á sl. 15 áram að fíkl- ar, sem ýmist voru þegar komnir í, eða sigldu hraðbyri inn í neyslú „harðra efna“ fóra líkt og Freyr gerði, úr landi. Nú er Reykjavík hins vegar orðin og hefur raunar um árabil verið sögusvið slíkrar neyslu. Þá hafa ýmis ný efni komið til skjalanna. A ðalpersónan og frásagnarsjálfið í verki /\ Kristjóns Kormáks er Kramrni, tvítug- JL Auu- að aldi-i. Litlum sögum fer af at- vinnuþátttöku hans, eða skólagöngu. Krammi kemur úr alkafjölskyldu. Föðurímynd hans er fremur neikvæð. Tengsl hans við móðurina, sem raunar er fjarska óljós og daufgerð per- sóna, einkennast af ásökunum Krumma í hennar garð vegna þess veikleika hennar að taka alkann, föður hans, sífellt aftur inn á heimilið þrátt fyrir augljósar misgjörðir hans. Að öðra leyti virðist þessi daufgerða móðir öðra fremur vera peningauppspretta og eins konar örbylgjuofn fyrir sísvangan unglinginn. Krammi er ólíkur Amaldi í Fölskum Fugli, m.a. að því leyti að hann er eiginlega Austur- vallarróni. Það virkaði miður trúverðuglega á mig; skv. minni reynslu og þekkingu á vímu- efnaneyslu unglinga fer hún oftast fram í heimahúsum. Krammi fer í meðferð eftir langvarandi ragl, en fellur fljótt. Áður en hann fellur nær hann þó að endumýja sam- band sitt við fyrrum kærastu sína, Sóleyju. Seinni hluti sögunnar er nokkuð samfelld „orgía“ þar sem stuð, hraði og bús skiptast á að „gefa tóninn“. Á síðustu blaðsíðunum tekst höfundi að senda bæði Kramma og Sól- eyju til Himnaríkis; ekki lítið afrek í bók, sem er ekki meiri að vöxtum. Þetta gerir það að verkum að „úrvinnsla" hinna ýmsu lausu enda söguþráðarins verður ýmist ófullburða, eða engin. Saga Kristjóns Kormáks er skrif- uð á aðgengilegu og þokkalegu máli, frásagn- artækni er afar einfóld ög að mestu laus við „tímaflakk", stíllinn er þó hvergi rismikill. Séu menn að leita bókar sem á aðgengileg- an og tiltölulega raunsannan hátt og án mik- illa bókmenntalegra tilþrifa lýsir útigangslífi ungra fíkla er bók Kristjóns Kormáks í margan stað kjörin lesning. Og ég hætti seint að undrast að á Islandi skuli ennþá vera skapaðar bókmenntir. Og ekki bara það ... heldur góðar bókmenntir líka
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.