Morgunblaðið - 08.01.1998, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 08.01.1998, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR FIMMTUDAGUR 8. JANÚAR 1998 49 4 i 4 4 í 4 4 i 4 4 i 4 4 i 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 Nýársferð í Herdísarvík FERÐASTARFSEMI Ferðafé- lagsins er komin í fullan gang með nýju ári og hafa þegar verið farn- ar tvær ferðir. Nú síðast var farin árleg þrettándaganga og blysför um skógarstíga Öskjuhlíðar sem tókst vel og voru þátttakendur 600. Sunnudaginn 11. janúar verður farin nýársferð í Herdísarvík. Sem kunnugt er bjó Einar Benediktsson skáld þar síðustu æviár sín en hann átti jörðina Herdísarvík og byggði hús það sem þar stendur og nú er í eigu Háskóla Islands. Brottför er kl. 10 á sunnudaginn og verður ekin Krýsuvíkurleið til Herdísarvíkur en þar verður geng- ið um hina sérstæðu hraunrönd sem þar er og skoðaðar minjar m.a. um útræði fyrri tíma. Leyfi hefur fengist til að skoða húsið og verður dvalið þar um stund. Með í för verður dr. Páll Sigurðs- son prófessor sem þekkir mjög vel til sögu Einars og hefur margt frá honum að segja af dvöl hans í Herdísarvík. Þetta er auðveld ferð og því kjörin fjölskylduferð. Brott- för er frá BSÍ, austanmegin, og Mörkinni 6. Fyrsta myndakvöld Ferðafé- iagsins á árinu verður miðvikudag- inn 14. janúar að Mörkinni 6 og hefst það kl. 20.30. TRAUSTI Salvar Kristjánsson fékk sl. þriðjudag afhenta BMW 316 bifreið sem hann vann í spurningaleik vegna 18. James Bond myndarinnar „To- morrow Never Dies“. Trausti vann sér þátttöku- rétt í léttri spurningakeppni sem fram fór á Hótel íslandi sl. laugardagskvöld. Spurn- ingakeppnin var með útslátt- arfyrirkomulagi uns einungis tveir keppendur voru eftir en þeir kepptu um bílinn í bráða- bana. Þeir hófu keppni í fimmta þrepi stiga og sá er fyrri varð til að komast niður á gólf var sigurvegari keppn- innar. Til þess að komast niður um eitt þrep þurfti að svara spurningu rétt. Með bílnum fylgir ókeypis kaskótrygging í hálft ár frá Tryggingamiðstöðinni, 50 þús- und króna bensínúttekt frá Olís og Kringlubón mun sjá um að halda bílnum hreinum í eitt ár. TRAUSTI Salvar Kristjánsson við BMW-bifreiðina. Morgunblaðið/Arni Sæberg Vann BMW-bifreið í Bond-leik KRISTÍN Stefánsdóttir og Atli sem tók forsíðumyndina fyrir Kristínu. Sigurvegari í þriðja sinn Bókun meirihluta hreppsnefndar Skorradalshrepps Hreppsnefnd tilneydd að leggja fram kjörskrá HER A eftir birtist í heild bókun sem meirihluti hreppsnefndar Skorradalshrepps gerði á fundi 6. janúar sl. vegna kjörskrár vegna sameiningarkosninga 17. janúar nk.: „Samkvæmt fyrirmælum sýslu- mannsins í Borgarnesi í dag ber hreppsnefnd Skorradalshrepps að byggja kjörskrá á kjörskrárstofni þeim sem Hagstofa Islands (Þjóð- skrá) hefur látið í té „þrátt fyrir grunsemdir eða jafnvel vissu um að hann sé rangur“, eins og segir í skriflegum fyrirmælum sýslu- manns. Hreppsnefnd er því til- neydd að leggja stofninn fram sem kjörskrá með öllum þeim ágöllum sem hann er haldinn og lýst er í samþykkt þeirri sem Jón Jakobs- son, Inger Helgadóttir og Pálmi Ingólfsson gerðu á fundi hrepps- nefndar Skorradalshrepps þann 3. janúar 1998. Einnig er þessi samþykkt okkar í dag þann 6. janúar 1998 gerð með það í huga að kosningar um sameiningu sveitarfélaganna geti farið fram þann 17. janúar 1998 eins og fyrirhugað var.“ Fræðslu- fundur um makamissi NÝ DÖGUN, samtök um sorg og sorgarviðbrögð, efna til fræðslu- fundar í kvöld, fimmtudaginn 8. janúar kl. 20 í félagsmiðstöðinni Gerðubergi í Breiðholti. Fundarefni er makamissir, staða ekkla og ekkna. Frummælendur verða Ásta Ragnheiður Jóhannes- dóttir, alþingismaður og fyrrum yfirmaður upplýsingadeildar Tryggingastofnunar ríkisins, og Dagný Hildur Leifsdóttir sem lýsir reynslu sinni af makamissi. Fundurinn er öllum opinn og aðgangur ókeypis. Jafnframt er minnt á símatíma samtakanna í kvöld frá kl. 18-20 í síma 557-4811. ----» ♦ ♦----- Landsbankinn innheimtir orkureikninga LANDSBANKI íslands hf. gerir samning við Hitaveitu og Raf- magnsveitu Reykjavíkur um inn- heimtu á orkureikningum. Landsbanki íslands annars veg- ar og Hitaveita Reykjavíkur og Rafmagnsveita Reykjavíkur hins vegar hafa gert með sér samning sem felur í sér að Landsbankinn taki að sér innheimtu á orkureikn- ingum veitufyrirtækjanna. Greiðsluseðlarnir verða sendir út mánaðarlega í stað þess að vera sendir á tveggja mánaða fresti. í tilefni þessa hefur Landsbank- inn efnt til happdrættisleiks meðal greiðenda orkuseðlanna þannig að hver sá sem greiðir orkuseðil- inn í Landsbankanum, í þjónustu- síma eða með boðlínu/einkabanka verður með í lukkupotti þar sem dregið verður mánaðarlega um Evrópuferð með Flugleiðum. ----♦ ♦ «---- ■ MARÍA Marteinsdóttir, löggiltur snyrti- og fótaaðgerða- fræðingur, hefur flutt starfsemi sína í Fínar Iín- ur, Ármúla 30. SIGURVEGARI í forsíðukeppni tímaritsins Hár ogfegurð var Kristín Stefánsdóttir og er þetta í þriðja sinn sem hún vinn- ur forsíðukeppnina. Kristín rekur förðunarskólann No Name og tóku allir nemar í förðunarskólanum þátt í keppn- inni. Alls tóku sextíu manns þátt í forsíðukeppninni sem haldin er árlega. Dansskól- ar með opið hús OPIÐ hús verður hjá Danssmiðju Hermanns Ragnars og Dansskóla Auðar Haralds, Skipholti 25, sunnudaginn 11. janúar. „Milli kl. 13 og 17 gefst gestum °g gangandi kostur á að líta inn og virða fyrir sér húsa- og salar- kynni skólans. Ýmsar uppákomur verða á staðnum og munu ungir sem aldnir stíga dans. Kynning verður á starfsemi skólanna og sýndir dansar sem kenndir verða í vetur: barna- og samkvæmisdans- ar, kántrý, break, diskó, rokk og stepp. Einnig verður skírteinaaf- hending fyrir skráða nemendur og tekið á móti greiðslum fyrir nám- skeiðin. Kennarar og starfsmenn skólans verða á staðnum og veita upplýs- ingar um starfsemi vetrarins,“ seg- ir í fréttatilkynningu frá dansskól- anum. LEIÐRÉTT Rangt heiti í FRÉTT í Morgunblaðinu í gær var sagt frá _ fomleifarannsóknum í Haukadal. í myndartexta var rangt farið með nafn Ragnheiðar Trausta- dóttur og er beðist velvirðingar á mistökunum. Gangsett 4. júni í FRÉTT um byggingu álvers Norð- uráls á Grundartanga í gær misritað- ist dagsetning í verkáætlun, en hún gerir ráð fyrir að fyrsta kerið verði gangsett 4. júní, en ekki 4. janúar eins og sagði í fréttinni. Ekki metsala EKKI reyndist rétt sú staðhæfing sem fram kom í frétt sérblaðs Morg- unblaðsins Úr verinu í gær, að togar- inn Breki VE hefði sett sölumet í Bremerhaven í Þýzkalandi með því að fá 4,62 þýzk mörk að meðaltali á hvert kíló Svo er ekki því Vigri RE seldi 7. janúar 1991 í Þýzkalandi fyr- ir 5,19 þýzk mörk á kíló. Engey RE seldi 2. janúar 1995 fyrir 4,65 mörk og Akurey RE 13. júní 1994 fyrir 4,65 mörk. Leiðréttist það hér með. Morgunblaðið/Sig. Fannar FORSVARSMENN KÁ-verslananna ásamt þeim vinningshöfum sem fengu miða sína afhenta í KÁ-versluninni á Selfossi. Góð viðbrögð við Flórídaleik Selfossi. Morgunblaðið. JÓLALEIKUR KÁ-verslananna á Suðurlandi fékk góð viðbrögð frá viðskiptavinum. Hluta vinnings- hafanna var formlega afhentur farmiði til Flórída í verslun KÁ á Selfossi. Að sögn Þorsteins Pálssonar, forstjóra KÁ, voru viðbrögð við- skiptavinanna framar öllum von- um og tugir þúsunda miða skiluðu sér í pottinn. Alls voru dregnar út 40 ferðir, tvær á dag til ára- móta. Guðjón Jóhannsson, Selfossi, sagðist einungis hafa iátið einn miða í pottinn. „Ég verð að setja annan miða í pottinn svo að konan komist líka,“ sagði Guðjón. En hún átti reyndar yfir 10 miða í pottinum þannig að það er misjöfn heppni mannanna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.