Morgunblaðið - 08.01.1998, Síða 49
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
FIMMTUDAGUR 8. JANÚAR 1998 49
4
i
4
4
í
4
4
i
4
4
i
4
4
i
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
Nýársferð í
Herdísarvík
FERÐASTARFSEMI Ferðafé-
lagsins er komin í fullan gang með
nýju ári og hafa þegar verið farn-
ar tvær ferðir. Nú síðast var farin
árleg þrettándaganga og blysför
um skógarstíga Öskjuhlíðar sem
tókst vel og voru þátttakendur
600.
Sunnudaginn 11. janúar verður
farin nýársferð í Herdísarvík. Sem
kunnugt er bjó Einar Benediktsson
skáld þar síðustu æviár sín en
hann átti jörðina Herdísarvík og
byggði hús það sem þar stendur
og nú er í eigu Háskóla Islands.
Brottför er kl. 10 á sunnudaginn
og verður ekin Krýsuvíkurleið til
Herdísarvíkur en þar verður geng-
ið um hina sérstæðu hraunrönd
sem þar er og skoðaðar minjar
m.a. um útræði fyrri tíma. Leyfi
hefur fengist til að skoða húsið
og verður dvalið þar um stund.
Með í för verður dr. Páll Sigurðs-
son prófessor sem þekkir mjög vel
til sögu Einars og hefur margt frá
honum að segja af dvöl hans í
Herdísarvík. Þetta er auðveld ferð
og því kjörin fjölskylduferð. Brott-
för er frá BSÍ, austanmegin, og
Mörkinni 6.
Fyrsta myndakvöld Ferðafé-
iagsins á árinu verður miðvikudag-
inn 14. janúar að Mörkinni 6 og
hefst það kl. 20.30.
TRAUSTI Salvar Kristjánsson
fékk sl. þriðjudag afhenta
BMW 316 bifreið sem hann
vann í spurningaleik vegna 18.
James Bond myndarinnar „To-
morrow Never Dies“.
Trausti vann sér þátttöku-
rétt í léttri spurningakeppni
sem fram fór á Hótel íslandi
sl. laugardagskvöld. Spurn-
ingakeppnin var með útslátt-
arfyrirkomulagi uns einungis
tveir keppendur voru eftir en
þeir kepptu um bílinn í bráða-
bana. Þeir hófu keppni í
fimmta þrepi stiga og sá er
fyrri varð til að komast niður
á gólf var sigurvegari keppn-
innar. Til þess að komast niður
um eitt þrep þurfti að svara
spurningu rétt.
Með bílnum fylgir ókeypis
kaskótrygging í hálft ár frá
Tryggingamiðstöðinni, 50 þús-
und króna bensínúttekt frá Olís
og Kringlubón mun sjá um að
halda bílnum hreinum í eitt ár.
TRAUSTI Salvar Kristjánsson við BMW-bifreiðina.
Morgunblaðið/Arni Sæberg
Vann BMW-bifreið í Bond-leik
KRISTÍN Stefánsdóttir og Atli sem tók forsíðumyndina
fyrir Kristínu.
Sigurvegari í þriðja sinn
Bókun meirihluta hreppsnefndar
Skorradalshrepps
Hreppsnefnd tilneydd
að leggja fram kjörskrá
HER A eftir birtist í heild bókun
sem meirihluti hreppsnefndar
Skorradalshrepps gerði á fundi 6.
janúar sl. vegna kjörskrár vegna
sameiningarkosninga 17. janúar
nk.:
„Samkvæmt fyrirmælum sýslu-
mannsins í Borgarnesi í dag ber
hreppsnefnd Skorradalshrepps að
byggja kjörskrá á kjörskrárstofni
þeim sem Hagstofa Islands (Þjóð-
skrá) hefur látið í té „þrátt fyrir
grunsemdir eða jafnvel vissu um
að hann sé rangur“, eins og segir
í skriflegum fyrirmælum sýslu-
manns. Hreppsnefnd er því til-
neydd að leggja stofninn fram sem
kjörskrá með öllum þeim ágöllum
sem hann er haldinn og lýst er í
samþykkt þeirri sem Jón Jakobs-
son, Inger Helgadóttir og Pálmi
Ingólfsson gerðu á fundi hrepps-
nefndar Skorradalshrepps þann
3. janúar 1998.
Einnig er þessi samþykkt okkar
í dag þann 6. janúar 1998 gerð
með það í huga að kosningar um
sameiningu sveitarfélaganna geti
farið fram þann 17. janúar 1998
eins og fyrirhugað var.“
Fræðslu-
fundur um
makamissi
NÝ DÖGUN, samtök um sorg og
sorgarviðbrögð, efna til fræðslu-
fundar í kvöld, fimmtudaginn 8.
janúar kl. 20 í félagsmiðstöðinni
Gerðubergi í Breiðholti.
Fundarefni er makamissir, staða
ekkla og ekkna. Frummælendur
verða Ásta Ragnheiður Jóhannes-
dóttir, alþingismaður og fyrrum
yfirmaður upplýsingadeildar
Tryggingastofnunar ríkisins, og
Dagný Hildur Leifsdóttir sem lýsir
reynslu sinni af makamissi.
Fundurinn er öllum opinn og
aðgangur ókeypis. Jafnframt er
minnt á símatíma samtakanna í
kvöld frá kl. 18-20 í síma
557-4811.
----» ♦ ♦-----
Landsbankinn
innheimtir
orkureikninga
LANDSBANKI íslands hf. gerir
samning við Hitaveitu og Raf-
magnsveitu Reykjavíkur um inn-
heimtu á orkureikningum.
Landsbanki íslands annars veg-
ar og Hitaveita Reykjavíkur og
Rafmagnsveita Reykjavíkur hins
vegar hafa gert með sér samning
sem felur í sér að Landsbankinn
taki að sér innheimtu á orkureikn-
ingum veitufyrirtækjanna.
Greiðsluseðlarnir verða sendir út
mánaðarlega í stað þess að vera
sendir á tveggja mánaða fresti.
í tilefni þessa hefur Landsbank-
inn efnt til happdrættisleiks meðal
greiðenda orkuseðlanna þannig
að hver sá sem greiðir orkuseðil-
inn í Landsbankanum, í þjónustu-
síma eða með boðlínu/einkabanka
verður með í lukkupotti þar sem
dregið verður mánaðarlega um
Evrópuferð með Flugleiðum.
----♦ ♦ «----
■ MARÍA
Marteinsdóttir,
löggiltur snyrti-
og fótaaðgerða-
fræðingur, hefur
flutt starfsemi
sína í Fínar Iín-
ur, Ármúla 30.
SIGURVEGARI í forsíðukeppni
tímaritsins Hár ogfegurð var
Kristín Stefánsdóttir og er
þetta í þriðja sinn sem hún vinn-
ur forsíðukeppnina. Kristín
rekur förðunarskólann No
Name og tóku allir nemar í
förðunarskólanum þátt í keppn-
inni.
Alls tóku sextíu manns þátt
í forsíðukeppninni sem haldin
er árlega.
Dansskól-
ar með
opið hús
OPIÐ hús verður hjá Danssmiðju
Hermanns Ragnars og Dansskóla
Auðar Haralds, Skipholti 25,
sunnudaginn 11. janúar.
„Milli kl. 13 og 17 gefst gestum
°g gangandi kostur á að líta inn
og virða fyrir sér húsa- og salar-
kynni skólans. Ýmsar uppákomur
verða á staðnum og munu ungir
sem aldnir stíga dans. Kynning
verður á starfsemi skólanna og
sýndir dansar sem kenndir verða
í vetur: barna- og samkvæmisdans-
ar, kántrý, break, diskó, rokk og
stepp. Einnig verður skírteinaaf-
hending fyrir skráða nemendur og
tekið á móti greiðslum fyrir nám-
skeiðin.
Kennarar og starfsmenn skólans
verða á staðnum og veita upplýs-
ingar um starfsemi vetrarins,“ seg-
ir í fréttatilkynningu frá dansskól-
anum.
LEIÐRÉTT
Rangt heiti
í FRÉTT í Morgunblaðinu í gær var
sagt frá _ fomleifarannsóknum í
Haukadal. í myndartexta var rangt
farið með nafn Ragnheiðar Trausta-
dóttur og er beðist velvirðingar á
mistökunum.
Gangsett 4. júni
í FRÉTT um byggingu álvers Norð-
uráls á Grundartanga í gær misritað-
ist dagsetning í verkáætlun, en hún
gerir ráð fyrir að fyrsta kerið verði
gangsett 4. júní, en ekki 4. janúar
eins og sagði í fréttinni.
Ekki metsala
EKKI reyndist rétt sú staðhæfing sem
fram kom í frétt sérblaðs Morg-
unblaðsins Úr verinu í gær, að togar-
inn Breki VE hefði sett sölumet í
Bremerhaven í Þýzkalandi með því
að fá 4,62 þýzk mörk að meðaltali á
hvert kíló Svo er ekki því Vigri RE
seldi 7. janúar 1991 í Þýzkalandi fyr-
ir 5,19 þýzk mörk á kíló. Engey RE
seldi 2. janúar 1995 fyrir 4,65 mörk
og Akurey RE 13. júní 1994 fyrir
4,65 mörk. Leiðréttist það hér með.
Morgunblaðið/Sig. Fannar
FORSVARSMENN KÁ-verslananna ásamt þeim vinningshöfum sem fengu miða sína
afhenta í KÁ-versluninni á Selfossi.
Góð viðbrögð við Flórídaleik
Selfossi. Morgunblaðið.
JÓLALEIKUR KÁ-verslananna á
Suðurlandi fékk góð viðbrögð frá
viðskiptavinum. Hluta vinnings-
hafanna var formlega afhentur
farmiði til Flórída í verslun KÁ á
Selfossi.
Að sögn Þorsteins Pálssonar,
forstjóra KÁ, voru viðbrögð við-
skiptavinanna framar öllum von-
um og tugir þúsunda miða skiluðu
sér í pottinn. Alls voru dregnar
út 40 ferðir, tvær á dag til ára-
móta.
Guðjón Jóhannsson, Selfossi,
sagðist einungis hafa iátið einn
miða í pottinn. „Ég verð að setja
annan miða í pottinn svo að konan
komist líka,“ sagði Guðjón. En
hún átti reyndar yfir 10 miða í
pottinum þannig að það er misjöfn
heppni mannanna.