Morgunblaðið - 08.01.1998, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 08.01.1998, Blaðsíða 30
30 FIMMTUDAGUR 8. JANÚAR 1998 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Stjómsýsla á hálendinu SÚ STJÓRNSKIP- AN gildir á íslandi að stjórnsýslustigin eru tvö, ríki og sveitarfé- lög. I tíð Eiðs Guðnason- ar sem umhverfisráð- herra lagði hann fram frumvarp sem m.a. fól það í sér að svipta sveitarfélög stjórn- sýsluvaldi á afréttum sem þau hafa samkv. 3. mgr. 3. gr. gildandi sveitarstjórnarlaga og fela stjórn skipulags- og byggingamála þar sérstakri stjórn- arnefnd. Alþingi féllst ekki á þessa skipan, enda hefði hún haft í för með sér mikla réttinda- sviptingu sveitarfélaganna í landinu og einnig væri slíkt fyrirkomulag stjórnarfarslega á skjön við þá skip- an sem hér er við lýði, að stjóm- sýslustigin eru tvö, ríki og sveitarfé- lög. Eftir að Alþingi hafnaði þeirri skipan sem Eiður lagði til, hefur verið unnið að undirbúningi laga- setningar í samræmi við þann vilja Alþingis að hafna því að taka stjórnsýsluvald á afréttum af sveit- arfélögunum. Á grundvelli skipulagslaga var sett á stofn samvinnunefnd um gerð svæðisskipulags fyrir miðhá- lendi íslands. Tillaga samvinnu- nefndar liggur nú fyrir og er til meðferðar hjá Skipulagsstofnun. Vinnuhópur undir forystu um- hverfisráðuneytis og með fulltrúum frá dóms- og kirkjumálaráðuneyti og félagsmálaráðuneyti fékk það hlutverk að skilgreina stjórnsýslu- mörk á milli einstakra sveitarfélaga en á nokkrum stöðum voru mörkin á milli afrétta óljós eða ágreiningur var um þau. Sá ágreiningur hefur verið leystur nema á einum stað. Mörk afrétta eru annarsstaðar ágreiningslaus. Stjórnarfrumvarp til sveitarsljórnarlaga. Svo háttar til að næstum allt ísland að undanteknum jöklum er annaðhvort flokkað sem byggð eða afréttur og tilheyrir því einhverju sveitarfélagi. Mjög óeðlilegt er að einhveijir hlutar landsins séu utan sveitarfélaga og þar með hafi þar enginn ábyrgð eða stjórnsýslu. Því er lagt tii í stjórnarfrumvarpi til sveitarstjórnarlaga að jöklunum verði einnig skipað innan stjóm- sýslumarka sveitarfélaga. Allir hljóta að viðurkenna að það er mjög óeðlilegt að Snæfellsjökull skuli ekki vera innan stjórnsýslumarka Snæfellsbæjar. Því er lagt til að staðarmörk sveitarfélaga verði framlengd upp á jöklana þannig að öll svæði á jöklum tilheyri einhverju sveitarfélagi og þar hafi sveitarfé- lög skyldur að framfylgja lögum um skipulags- og byggingamál, hollustuvernd og löggæslu á sama hátt og í byggðum og afréttum, en öll þessi lög ætla sveitarfélögum hlutverk. Sýslumenn fara t.d. með Efni og tæki fyrir (NÍTG'fl) járngorma innbindingu. löggæslu og umdæm- um þeirra er skipt eftir sveitarfélögum. Háværar raddir hafa verið uppi til gagnrýni á þessa fyrirhuguðu skipan að skipa jöklun- um innan staðarmarka sveitarfélaga. Stað- hæft hefur verið að ætlunin sé að færa 4% þjóðarinnar umráð yfir 40% íslands. Þetta er auðvitað alrangt. Sveitarfélög hafa eins og áður sagði stjórn- sýslu á afréttum sam- kvæmt gildandi lögum, þannig að sú viðbót sem ætlunin er að skipa innan stað- armarka sveitarfélaga er um 10% af flatarmáli íslands en ekki 40%. Þá hafa sveitarfélög sameinast eða eru að undirbúa sameiningu þannig að íbúatala þeirra sveitarfélaga er að hálendinu liggja er langt yfir 4% eða 8-10%. Almannahagur er tryggður til íhlutunar, segir Páll Pétursson, ef stefnumörkun í land- notkun varðar verulega hagsmuni þeirra sem búa utan viðkomandi svæðis. Rétt er að hafa það i huga að Samband íslenskra sveitarfélaga leggur áherslu á að landinu verði öllu skipt milli sveitarfélaga með þessum hætti. Enginn stjórnar- manna Sambandsins er fulltrúi sveitarfélags sem liggur að hálend- inu. Þá hafa gagnrýnendur stjórnar- frumvarps til sveitarstjórnarlaga látið í ljósi mikla vantrú á forráða- mönnum þeirra sveitarfélaga sem að hálendinu liggja og talið þá ófæra til að fara með skipulagsmál á hálendinu. Væntanlega verður skipulagsvinnan unnin af sérfræð- ingum á höfuðborgarsvæðinu að verulegum hluta og skipulagsmi- stök hafa einnig átt sér stað ekki síður við Faxaflóa en annarsstaðar á landinu. Stjórnarfrumvarp um þjóðlendur. Sveitarstjórnarlagafrumvarpið fjallar ekkert um eignarrétt. Um hann er fjallað í öðru stjómarfrum- varpi, um þjóðlendur. Þar er gert ráð fyrir að sett verði á fót svoköll- uð óbyggðanefnd skipuð af forsæt- isráðherra. Skal hún fara yfir eign- arréttarlega stöðu einstakra svæða á hálendinu og þeir einstaklingar eða sveitarfélög sem telja sig eiga þar lönd skulu koma kröfum sínum á framfæri við nefndina. Þegar nefndin hefur fellt úrskurð þá geta þeir sem ekki vilja una úrskurði HUGBÚNAÐUR FYRIR WINDOWS Launakerfi Stimpilklukkukerfi KERFISÞRÓUN HF. Fákafeni 11 • Sími 568 8055 www.islandia.is/kerfisthroun óbyggðanefndar höfðað einkamál fyrir dómstólum. Ef tekið er tillit til skoðana nú- verandi hæstaréttardómara má gera ráð fyrir að meginhluti hálend- isins verði lýst eign ríkisins, þjóð- lenda. Forsætisráðherra fer fyrir hönd þjóðarinnar með eignarréttarlega umsjón á þjóðlendunum og forsæt- isráðherra til aðstoðar við stjórn og ráðstöfun réttinda innan þjóðlendna skal vera samstarfsnefnd sem í eiga sæti fulltrúar félagsmálaráðherra, iðnaðarráðherra, landbúnaðarráð- herra, umhverfisráðherra svo og tveir fulltrúar Sambands íslenskra sveitarfélaga. Fulltrúi forsætisráð- herra er formaður samstarfsnefnd- arinnar. Skipulagið verður þá þannig þeg- ar bæði frumvörpin um sveitar- stjórnarlög og þjóðlendu eru orðin að lögum að sveitarfélögin hafa með höndum stjórnsýslu hvert á sínu svæði. Þar sem um er að ræða landsvæði sem lýst hefur verið eða dæmt eign ríkisins fer forsætisráð- herra með umboð eigenda landsins. Leyfi forsætisráðherra þarf til að nýta vatns- og jarðhitaréttindi, námur og önnur jarðefni innan þjóð- lendu nema mælt sé fyrir um annað í lögum. Til að nýta land og lands- réttindi innan þjóðlendu að öðru leyti þarf leyfi viðkomandi sveitar- stjórnar. Sé nýting á þjóðlendu heimiluð til lengri tíma en eins árs þarf jafnframt leyfi forsætisráð- herra sem þá er í hlutverki landeig- anda. Þetta er eðlilegt skipulag og prýðilegt samræmi er milli þjóð- lendufrumvarpsins og sveitarstjórn- arlagafrumvarpsins enda eru þau samin með hliðsjón hvort af öðru. Almannaréttur rækilega tryggður. Þær raddir hafa heyrst að með fyrirhuguðu skipulagi sé ekki tekið nægilegt tillit til hagsmuna íbúa á höfuðborgarsvæðinu með því að ætla þeim sveitarfélögum sem liggja að hálendinu að fara þar með stjórnsýslu. Þetta er alrangt. Nægir þar að vitna til 12. gr. skipulags- og byggingarlaga sem tóku gildi um sl. áramót en þar segir: „Á svæðum þar sem ágreiningur er milli sveitarstjórna um landnotkun eða þar sem stefnumörkun i land- notkun varðar verulega hagsmuni þeirra sem búa utan viðkomandi svæðis, getur umhverfisráðherra ákveðið að skipa sérstaka nefnd til að gera tillögu að svæðisskipulagi. Slíkt svæðisskipulag getur náð til hluta lands innan marka viðkom- andi sveitarfélaga." Þannig er almannahagur tryggð- ur til íhlutunar ef „stefnumörkun í landnotkun varðar verulega hags- muni þeirra sem búa utan viðkom- andi svæðis.“ Ennfremur þarfnast bæði svæðisskipulagið og aðal- skipulag sveitarfélaga staðfesting- ar umhverfisráðherra að fenginni umsögn Skipulagsstofnunar og þar hafa bæði einstaklingar og samtök sem hagsmuna hafa að gæta rétt til athugasemda. Þá er rétt að geta þess að hugmyndir um þjóðgarða á hálendinu falla vel að þessu skipu- lagi enda eru allir núverandi þjóð- garðar innan staðarmarka sveitar- félaga. Eins og áður er rakið féllst Al- þingi ekki á það 1992 að taka stjórnsýsluvald á afréttum af sveit- arfélögunum og öll lagagerð síðan hefur tekið mið af þeirri staðreynd. Ákvæði skipulags- og bygginga- laga, þjóðlendufrumvarps og frum- varps til sveitarstjórnarlaga er sam- ræmt og brýnt átak til að koma á bættu skipulagi og stjórnsýslustigin tvö eru lögð til grundvaliar. Höfundur er félagsmála.ráðherra Páll Pétursson Þegar hús eldast ÞEGAR talað er um viðhald fast- eigna dettur flestum í hug steypuvið- gerðir eða viðgerð á múr, eitthvað sem er mjög sýnilegt og umrætt í fjölmiðl- um. Reyndin er sú að viðhald fast- eigna er mjög fjölbreytilegt bæði eftir húshlutum og ekki síður notkun þeirra. Allir sem eiga fasteign þekkja það af eigin raun hvað við er átt þeg- ar talað er um að viðhaida fasteign en það eru ekki allir sem vinna slíkt sem kerfisbundið viðhald, það er helst ef um er að ræða stórar fasteignir eða að fjöldi þeirra er slíkur að nauð- synlegt er að unnið sé mjög skipulega að því. Reglubundið viðhald Þar með er komið að kjarna þessarar greinar sem fjallar um reglu- bundið eða fyrirbyggj- andi viðhald á fasteign- um borgarsjóðs. Jafn- framt er fjallað um önnur árviss útboð á viðhaldi þjónustuþátta. Tilgangurinn með reglubundnu viðhaldi er að uppgötva slit á búnaði og lagfæra áður en það veldur truflun á rekstri fasteignar eða frekari skemmdum, jafnframt því að nýta fjármagn sem best. Fyrir- byggjandi viðhald er mjög vel þekkt í rekstri skipa og flugvéla þar sem unnið er eftir mjög þróuðu viðhalds- Umfang viðhaldsút- boða, segir Einar H. Jónsson, er þegar orðið töluvert. kerfi. í grundvallaratriðum er hægt að sinna viðhaldi fasteigna á ná- kvæmlega sama hátt þó að um sé að ræða ólík form eigna. Endurmálun fasteigna Á byggingadeild borgarverkfræð- ings hefur allt frá árinu 1984 verið unnið að því að þróa útboð á við- haldi fasteigna á grunni hefðbund- innar iðngreinaskiptingar. Þá var byrjað á því að bjóða út endurmálun fasteigna í stað þess að endurmála í tímavinnu eða eftir uppmælingu. Síðan þá hefur það verið árvisst að bjóða út í upphafi árs alla endurmál- un, en einungis er boðið út til eins árs í senn. Útboðin eru byggð á ein- ingaverðum þannig að hægt er að fá raunhæfan samanburð á tilboð- um, en útboð á endurmálun fast- eigna hefur alla tíð reynst borginni hagkvæmur, svo mjög að sagt hefur verið að unnið sé á lægstu verðum í bænum. Þrátt fyrir það hafa vönd- uð vinnubrögð verið einkennandi hjá málaraverktökum og skil á verkum til fyrirmyndar. Samskipti við not- endur fasteigna hafa einnig verið með miklum ágætum. Útboð á viðhaldi loftræstikerfa Frá árinu 1988 hefur viðhald loft- ræstikerfa verið boðið út annað hvert ár að jafnaði, en samið er til tveggja ára í senn. Nú er vinna við u.þ.b. helming fasteigna borgarsjóðs unnin eftir slíku kerfi. Útboðsgögnin eru í raun þríþætt, fyrsti hluti þeirra er reglubundið viðhald, annar hluti er útköll og þriðji hluti er verðbanki eða safn einingaverða vegna bilana og lagfæringa á eldri kerfum. í fyrsta hluta eru skilgreind þau atriði sem á að yfirfara og skipta á um kerfisbundið. Ekki er gert ráð fyrir því að bilanir séu lagfærðar strax heldur sé útbúinn listi yfír það sem er bilað og það síðan verðmetið áður en viðgerð hefst. Staðfestingarblað Reynt er eftir því sem hægt er að verðmeta bilanir á grundvelli ein- ingaverða verðbanka í tilboðsbók og færa inn á til þess gert staðfesting- arblað. Það fastsetur í upphafi hver heildarkostnaður við viðgerðina muni verða. Sé bilun óljós eða ekki er til einingaverð í verðbanka er verk unnið í tímavinnu, en almenna reglan er að væntanlegur kostnaður liggi fyrir áður en viðgerð hefst. Útboð á viðhaldi dúka, pípu- og raflagna o.fl. Endurnýjun gólfdúka var fyrst boðin út árið 1989, en útboð er aug- lýst í byrjun árs á sama hátt og endurmálun og er gerður samningur til eins árs í senn fyrir all- ar borgarstofnanir. Við- hald raflagna var fyrst boðið út árið 1992 og viðhald pípulagna ári seinna. Töluverð reynsla er komin á þessi útboð en þau teljast þó enn vera á tilraunastigi sem undirstrikar það að viðhaldsútboð eru ekki einföld aðgerð þó að svo gæti litið út við fyrstu sýn. Útboðsgögn eru endurskoðuð í hvert sinn sem þau eru end- urútgefin og lagfært það sem betur má fara. Gerður er samningur til fjögurra ára í senn til að hægt sé að skipuleggja viðhaldið sem best fram í tímann. Ennfremur eru ýmsir aðrir viðhaldsþættir boðn- ir út eins og lökkun parketgólfa. Þjónustuútboð öryggiskerfa Eftirlit með virkni sjálfvirkra vatnsúðakerfa var boðið út árið 1995 eftir að settar voru fram reglugerð- arkröfur um að viðhald og eftirlit þeirra væri unnið af pípulagninga- mönnum sem sótt hefðu sérstakt námskeið og staðist próf sem veitir þeim löggildingu til að bera ábyrgð á virkni þeirra. Vatnsúðakerfi eru ekki algeng í borgarstofnunum en samningur hefur verið gerður um eftirlit með þeim öllum. Viðhald slökkvitækja var boðið út árið 1995 fyrir alla leikskóla borg- arinnar og hefur verið unnið eftir því í tvö ár, og er verið að meta reynsluna af því útboði. í framhaldi af þvi verður tekin ákvörðun um framhald þar á. Það nýjasta af svokölluðum við- haldsútboðum er eftirlit og viðhald á lyftum sem var fyrst reynt á árinu 1997 og því er ekki komin mikil reynsla á það að öðru leyti en þrátt fyrir miklar efasemdir aðila í þeim geira virðist vera fullkomlega raun- hæft að vinna slíkt eftirlit skv. útboði. Til stendur að bjóða út viðhald brunaviðvörunarkerfa og annarra öryggiskerfa á meðal þeirra aðila sem hafa heimild Brunamálastofn- unar til að sinna slíku viðhaldi. Fjöldi slíkra kerfa hefur aukist stórlega og þar með kostnaður við rekstur þeirra. Niðurlag Eins og sjá má af upptalningu er umfang viðhaldsútboða nú þegar orðið töluvert og eykst með hveiju ári. Þó svo að ný gerð útboða komi að jafnaði fram annað hvert ár er fjölgun fasteigna innan hvers þeirra einnig veruleg. Ekki hefur hér verið fjallað um útboð á einstökum við- gerðarverkefnum eða endurbygg- ingum, þau eru af allt öðrum toga en hin svokölluðu viðhaldsútboð sem eru endurtekin árlega. Við útboð á fyrirbyggjandi viðhaldi loftræsti- kerfa, raflagna og pípulagna hefur ekki verið stuðst við reynslu erlend- is frá né innanlands og er ekki vitað um fordæmi fyrir þeim eins og þau eru útfærð hér. Höfundur er byggingatæknifræðingur og starfará byggingadeild borgarverkfræðings. Einar H. Jónsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.