Morgunblaðið - 08.01.1998, Page 23

Morgunblaðið - 08.01.1998, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. JANÚAR 1998 23 ERLENT Einstæð söfnunarherferð meðal almennings í Suður-Kóreu Reuters YUN Jung-ae fylgist með er gullið hennar er vegið í Húsnæðis- og verslunarbankanum í Seoul í gær. 17 tonn af gulli á þrem dögum Seoul. Reuters. EINSTÆÐ gullsöfnunarherferð meðal almennings í Suður-Kóreu er miðar að því að auka forða er- lends gjaldeyris í fjárhirslum rík- isins skilaði sjö tonnum í gær og hafa alls safnast 17 tonn frá því herferðin hófst á mánudag, að því er kóreska ríkisútvarpið greindi frá. Verðgildi gullsins er alls um tólf hundruð milljónir íslenskra króna. Frá því á mánudag hafa Suður- Kóreubúar staðið í röðum til þess að selja hringa, hálsfestar, hár- pijóna, lykla, mynt og skjaldbök- ur, en gullskjaldbökur eru vinsæl- ar meðal Kóreubúa. Gullið verður hreinsað og flutt út af fyrirtækj- um sem veita söfnuninni lið og selt fyrir Bandaríkjadali, en mikill skortur er á erlendum gjaldeyri í landinu. Þeir sem taka þátt í söfn- uninni munu fá greitt fyrir gullið síðarmeir í s-kóreskum gjaldmiðli. „Almenningur hefur sýnt her- ferðinni mikinn stuðning hingað til,“ sagði Lee Jun-woo, fram- kvæmdastjóri Daewoo-fyrirtækis- ins, sem tekur þátt í söfnuninni og sér um að flytja gullið út. Herferð- in hefur gengið það vel, að sett hafa verið takmörk á við hvaða gullmunum er tekið og þurfa þeir að vera a.m.k. úr 97% hreinu gulli. Sérfræðingar í gullviðskiptum vara þó við því að herferðin gæti haft öfug áhrif á gull- og skart- gripaiðnaðinn í landinu. Reynt að ná samkomu- lagi um hvalveiðar ÍRINN Michael Canny, sem tók fyrir skemmstu við formennsku í Alþjóðahvalveiðiráðinu (IWC), gerir nú allt sem í hans valdi stendur til að ná samkomulagi innan ráðsins, sem er klofíð. Von- ast hann til þess það takist á lok- uðum fundi í Antigua í Karíbahafi í næsta mánuði. Canny tók við á fundi IWC 1 Mónakó í haust en áður en hann varð formaður lagði hann fram málamiðlunartillögu um að leyfð- ar yrðu takmarkaðar veiðar á hval við strendur nokkurra ríkja en algert bann yrði hins vegar lagt við veiðum á úthöfum. Canny hefur unnið hörðum höndum að því að þessi tillaga verði samþykkt á ársfundi IWC í Oman í maí. Heldur hann því fram að þetta sé eina leiðin til bjargar samtökunum en hann óttast að fleiri hvalveiðiþjóðir muni segja sig úr ráðinu, verði ekki komið til móts við þær. 1 V

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.