Morgunblaðið - 20.01.1998, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 20.01.1998, Qupperneq 1
108 SIÐUR B/C STOFNAÐ 1913 15. TBL. 86. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 20. JANÚAR 1998 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Hyggst knýja fram til- slakanir Danski bankinn býður Færeyingum bætur Washington. Kairó. Reuters. BILL Clinton Bandaríkjafor- seti kvaðst gera sér góðar vonir um árangur í viðræðum í dag við Benjamin Netanyahu for- sætisráðherra Israels í Was- hington. Clinton hyggst freista þess að rjúfa sjálfhelduna sem frið- arumleitanir í Miðausturlönd- um hafa verið í undanfama tíumánuði en hann mun eiga fund með Yasser Arafat, leið- toga Palestínumanna, á fímmtudag. Hermt er að hann hyggist reyna að knýja báða til að slaka á svo koma megi við- ræðum aftur af stað. Leiðtogar arabaríkja eru hins vegar svartsýnir á árang- ur og óttast að spenna aukist misheppnist þessi tilraun. Kaupmannahöfn, Þórshöfn. Morgunblaðið. TILBOÐ Den Danske Bank um einhvers konar uppbætur til Færeyinga í kjölfar yfirtöku þeirra 1993 á Færeyjabanka, fær misjafnar undirtektir í dönsku stjórninni og sérfræðingar segja erfítt að reikna dæmið. Um leið undirstrikar bankinn að hann álíti ekki að rangt hafi verið staðið að málum 1993, en að bankinn vilji freista þess að málið dragist ekki á langinn. Peter Straarup bankastjóri Danska bankans hefur nefnt upphæð á borð við 200-250 milljónir danskra króna, sem er ærið langt frá þeim tölum sem heyrst hafa í Færeyjum, þar sem Edmund Joensen hefur nefnt tífalt hærri tölu. í skýrslu um Færeyjabankamálið, sem birt var á föstudaginn, komast höfundar að þeirri niður- stöðu að Danski bankinn hafi þrýst óeðlilega á um að losna við skuldbindingar sínar í bankanum. I framhaldi af því heíúr athyglin beinst að Danska bankanum. Fyrstu viðbrögð hans voru að aðhafi ast ekki neitt, heldur bíða hugsanlegra krafna. I fyrrakvöld kom þó annað hljóð í strokkinn, þegar Straarup lýsti því yfir í sjónvarpsviðtali að bank- inn gæti hugsað sér uppbót, sem þó ætti á engan hátt að skilja sem viðurkenningu á að hann hefði farið rangt að. Bankinn vill að óháð nefnd reikni út upphæðina. Komi hefur fram að bankinn hafi lagt óeðlilega lága upphæð inn á afskriftareikning Færeyja- banka um áramótin 1992-93, miðað við hvað gert var í Sjóvinnubankanum, sem var undir land- stjórninni. Því býður Straarup að athugað yrði hvort meira hefði átt að leggja á afskriftareikning þá, hvort tap á hvern lánþega í Færeyjabanka hafi orðið meira en í Sjóvinnubankanum og að bankinn legði þá fram þá upphæð. Hann nefndi 200-250 milljónir, sem er sú tala sem heyrst hefur varðandi afskriftareikninginn. Viðurkenna mistök Forsenda bankans er einnig sú að langvarandi deilur skaði ímynd hans og engum sé til góðs, ef úr yrðu málaferli, sem vísast tækju mörg ár. Með sáttum væri hægt að koma í veg fyrir slíkt. Tals- menn Jafnaðarmannaflokksins segja erfitt að komast að niðurstöðu á þessum forsendum. Edmund Joensen lögmaður sagði í gær, að bankamálið væri fyrst og fremst vandi dönsku stjómarinnar. Vildi hann ekki tjá sig um bótatil- boð 'danska bankans en Paul Nymp Rasmussen forsætisráðherra Danmerkur kynnti honum það í símasamtali sl. sunnudagskvöld. Vill Joensen bíða átekta þar til hópur 10 sérfræðinga hefur farið yfir skýrsluna um bankamálið og metið hugsanlegar skaðabótakröfur. Bjarni Djurholm þingmaður Fólkaflokksins, einn af þremur áheymarfulltrúum Færeyinga í rannsókn bankamálsins, sagði tilboð Danska bank- ans með öUu óviðunandi og bótafjárhæðina hlægi- lega lága. I sama streng tók Bjom á Heygum, for- maður dómsmálanefndar Lögþingsins og bætti við að líta bæri á tilboðið sem viðurkenningu af hálfu bankans á því að honum hefðu orðið á mistök. ■ Þvermóðska Færeyinga/31 Reuters ÍRAKAR efndu í gær til sameiginlegrar útfarar fyrir 70 börn sem stjórnvöld sögðu hafa dáið vegna lyfjaskorts. Fyrir greftrun óku leigu- bflar kistunum um götur Baghdad. Butler reynir að tala Iraka til Baghdad. Peking. Luleá. Reuters. RICHARD Butler, yfirmaður vopnaeftirlits Sameinuðu þjóðanna (SÞ), ræddi við ráðamenn í írak í gær um skorður sem reistar hafa verið við starfsemi eftirlitssveita SÞ. Vildi hann ekki tjá sig um við- ræðumar að þeim loknum en frek- ari fundir eru ráðgerðir í írösku höf- uðborginni í dag. írakar hafa sýnt eftirlitssveitun- um fjandskap og bannað þeim að- gang m.a. að svonefndum „forseta- svæðum". Þá hótaði Saddam Hussein einræðisherra því um helg- ina að hrinda í framkvæmd ákvörð- un þings landsins sem samþykkti nýlega að setja sveitunum hálfs árs frest til þess að ljúka starfi sínu. Butler hafnaði tilraunum íraka í gær til þess að setja fresti af því tagi og til þess að ákveða hvaða svæði megi skoða og hver ekki. Vaxandi gremja einkennir viðhorf íraka til viðskiptabannsins en á sunnudag lýsti Taha Yassin Ramad- an varaforsætisráðherra yfir heilögu stríði gegn banninu. Hann boðaði stofnun einnar milljónar manna sjálfboðaliðasveita til þess að berjast fyrir afnámi bannsins. Vegna aukinnar tregðu íraka til að framfylgja samkomulaginu um lyktir Persaflóastríðsins vex spenna á alþjóðavettvangi í þeirra garð og vaxandi liðssafnaður er á Persaflóa. Kínverjar eru því fylgjandi að Irakar verði ekki teknir neinum vettlingatökum í deilunni um starf- semi eftirlitssveitanna, að því er Robin Cook, utanríkisráðherra Breta, sagði eftir viðræður við Qian Qichen, kínverskan starfsbróður sinn í Peking í gær. Norður-Irland Adams hafnar sáttatil- lögum Lundúnum. Reuters. GERRY Adams, leiðtogi Sinn Fein, pólitísks arms Irska lýðveldishers- ins, gerði í gær að engu vonir um að nýjar sáttatillögur brezkra og írskra stjómvalda um frið á Norður-írlandi skiluðu árangri, með því að hafna með öllu lykilatriðum í þeim. Orð Adams féllu aðeins fáeinum tímum eftir sjötta morðið sem framið hefur verið á undanförnum fjórum vikum í átökum skæruliða lýðveldis- og sambandssinna á Norð- ur-írlandi. Sagði hann hvern þann sem héldi að tillögur um eins konar héraðsþing á Norður-írlandi, sem myndi deila völdum með bresku stjórninni, væru vænlegar til árang- urs, ekki „lifa í raunveruleikanum“. Adams sagði þetta er hann og samherjar hans komu af fundi með Tony Blair forsætisráðherra. Mark- mið viðræðnanna var að viðhalda þeim skriði sem kominn var á friðar- viðræðurnar sem nýjasta ofbeldis- hrinan hefur komið úr jafnvægi. Hefndarmorð Nokkrum tímum fyrir fundinn í Downingstræti höfðu skæruliðar hins svokallaða Irska þjóðfrelsishers (INLA), róttæks klofningshóps lýð- veldissinna sem hafna vopnahlésyfir- lýsingu IRA, skotið til bana frammá- mann í liði sambandssinna í Belfast, Jim Guiney að nafni. Hann var sjötti maðurinn sem féll í átökum skæru- liða andstæðra íylkinga frá því Billy Wright, einn leiðtoga róttækra sam- bandssinna, var myrtur 27. desem- ber sl. Skömmu fyrir morð Guineys féll fjórði kaþólikkinn sem sam- bandssinnar myrtu í hefndarskyni fyrir Wright. Reuters Undirbúa komu páfa UNDIRBÚNINGUR fyrir komu Jóhannesar Páls páfa II til Kúbu er á lokastigi. Hér eru verkamenn að ljúka við að setja upp risastóra Kristsmynd á Torgi byitingarinnar í Havana og bíða í gluggum eftir enninu. Um 3.000 blaða- og sjónvarpsmenn eru komnir til Kúbu og munu flytja fréttir af heimsókn páfa. Castro segir/21

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.