Morgunblaðið - 20.01.1998, Side 12

Morgunblaðið - 20.01.1998, Side 12
12 ÞRIÐ JUDAGUR 20. JANÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Friðrik Sophusson um gagnrýni hjukrunarfræðinga vegna launamunar milli kynja Markmiðið að draga úr mun innan stéttar, ekki milli stétta FRIÐRIK Sophusson fjármálaráð- herra sagði í gær að hann vildi ekki fjalla um yfirlýsingar hjúkrunar- fræðinga um að launamunur hjúkr- unarfræðinga og lækna væri orð- inn of mikill eftir nýgerðan kjara- samning við lækna, en bætti við að þegar talað hefði verið um að draga úr launamun milli kynja hefði verið átt við mun innan stétt- ar. Hann sagði að Ásta Möller, for- maður Félags íslenskra hjúkrunar- fræðinga, hefði beðið um fund með sér og kvaðst hann ekki vilja ræða þetta frekar fyrr en hún hefði skýrt mál sitt. Asta lýsti yfir því fyrir helgi að í nýju samningunum kæmi í ljós að „læknakandídatar, sem ekki eru með læknaleyfi og koma til starfa innan spítala, eru með jafn há laun og sviðsstjórar og með hærri laun en hjúkrunardeildarstjórar, sem bera ábyrgð á starfsemi deild- anna.“ Hún sagði einnig að ríki og Reykjavíkurborg hefðu gefíð út yf- irlýsingu um það markmið að jafna launamun kynjanna, en með samn- ingnum við lækna væri gengið í þveröfuga átt. „Það er auðvitað rétt að hjúkr- unarfræðingar eru stétt þar sem konur eru allt að 99%, en hjá lækn- um er skiptingin sennilega þannig að 40% ei-u konur og 60% karlar," sagði Friðrik. „Þannig að hafi það gerst að læknar fengju meira en hjúkrunarfræðingar er augljóst að bilið breikkar milli stéttanna. En við það var ekki átt þegar verið var að tala um að draga úr launamun milli karla og kvenna almennt, heldur að minnka muninn milli kynjanna innan stéttar, þar sem fók hefði farið í sama nám og ynni sams konar vinnu.“ Tveir árekstrar vegna hálku ÁREKSTUR varð á ísafirði í gær er strætisvagn sem var að koma úr brattri hliðargötu rann í veg fyrir fólksbfl á að- algötu. Ökumaður fólksbílsins hlaut slæman hálshnykk en ökumann strætisvagnsins sak- aði ekki. Fólksbfllinn er talinn ónýtur. Einnig varð árekstur við Jökulsá á Fjöllum í gær, er tveir bflar skullu saman í hálku. Annar bfllinn er tals- vert mikið skemmdur en hinn minna. Ekki urðu slys á fólki. Orri Vigfússon á hátíðarsamkomu Danska laxasjóðsins Morgunblaðið/Rúnar Þór CASPER Moltke, formaður Danska laxasjóðsins, Benedikta prinsessa og Orri Vigfússon á hátíðarsamkomu Danska laxasjóðsins á H.C. Andersen hótelinu í Óðinsvéum á laugardagskvöld. Stjórnvöld þurfa að auka vernd villtra laxastofna ORRI Vigfússon, formaður Norður-Atlantshafslaxasjóðsins, flutti ræðu á hátíðarsamkomu Danska laxasjóðsins á H.C. Andersen hótelinu í Óðinsvéum á laugardagskvöld, sem haldin var til fjáröflunar fyrir starf sjóðsins, en náin samvinna er milli hans og Norður-Atlants- hafslaxasjóðsins. I máli Orra kom m.a. fram að Norður-Atl- antshafslaxasjóðurinn hefur nú þegar bjargað um 4.000 tonnum eða um 1,3 milljónum Iaxa með því að kaupa upp kvóta og fínna ný verkefni fyrir veiði- menn eða borga þeim bætur svo að þeir geti keypt aðra kvóta og veitt aðrar físktegundir. „Okkur fínnst stjórnvöld ekki hafa gert nægjanlega mikið til þess að vernda villta laxastofna, og þau hafa misnotað vísinda- legar upplýsingar. Eina ástæð- an fyrir því að þessi fisktegund er ekki útdauð er það sem við höfum verið að gera með einka- framtakinu," segir Orri í sam- tali við Morgunblaðið. Hátt á sjöundu milljón íslenskra króna safnaðist Hátt á sjöundu milljón ís- lenskra króna safnaðist á hátíð- inni, þar sem efnt var til upp- boðs, happdrættis og áheita- söfnunar. Sérstakir heiðursgest ORRI Vigfússon segir Uffe Ellemann-Jensen, stjórnarmanni í Danska laxasjóðnum, veiðisögu. ir voru Benedikta prinsessa og eiginmaður hennar, prins Richard zu Sayn-Wittgenstein, verndari Danska laxasjóðsins. Á laugardagsmorguninn var Orra boðið að vera viðstaddur opnun árinnar sem rennur í geg num borgina, Odense á, og var þar tnikið um dýrðir, að sögn Orra. Flugeldum var skotið á loft og um 700 manns mættu til þess að renna fyrir físk. „Það var mikil stemmning í kringum þetta og fékkst talsvert slangur af sjóbirtingi - en enginn lax,“ sagði Orri. Sorpeyðingar- gjald hækkar í Hafnarfírði HAFNARFJARÐARBÆR hefur hækkað sorpeyðingargjald sitt um 33% frá fyrra ári, úr 3.000 krónum í 4.000 krónur á hvem gjaldanda. Að sögn Þorsteins Steinssonar, fjármálastjóra Hafnarfjarðarbæj- ar, hafði gjaldið verið í 3.000 krón- um í nokkur ár og vantaði talsvert á að það stæði undir kostnaði við sorphreinsun. Ymsar aðrar tilfærslur hafa ver- ið gerðar á álagningu gjalda í Hafnarfirði en Þorsteinn segir að heildarútkoman sé óbreytt. Hol- ræsagjald hefur verið hækkað um 50%, úr 0,1% í 0,15% af gjaldstofni en vatnsgjald hefur að sama skapi verið lækkað úr 0,2% í 0,15% af gjaldstofni. Þorsteinn segir að ástæður þess- ara breytinga séu þær að nú standi yfir talsverðar holræsafram- kvæmdir í bænum og ný útrásar- stöð verði opnuð innan tíðar. Á sama tíma séu ekki í gangi fram- kvæmdir vegna vatnsveitu. Gagnlegar ábendingar Gísli Jónsson prófessor hefur ritað félagsmálaráðuneyti og Um- boðsmanni Alþingis, vegna álagn- ingar vatnsgjalds í Hafnarfirði og þess að álagning þess skili án heimildar hærri tekjum en svarar til kostnaðar við rekstur og fram- kvæmdir á vegum vatnsveitunnar. Þorsteinn sagði aðspurður hvort breytingin tengdist því máli að þótt það væri ekki beinlínis hefðu vissulega borist gagnlegar ábend- ingar, sem eðlilegt hefði verið talið að hlusta á, um að tengja álagn- ingu gjalda betur einstökum verk- efnum. Auk fyrrgreindra gjalda hafa orðið þær breytingar í samræmi við lög að sérstakur skattur á skrif- stofu og verslunarhúsnæði verður 0,313% í stað 0,625% en þann skatt er verið að leggja niður í áföngum. Að sama skapi hækkar skattur á atvinnuhúsnæði og verður 1,45% í stað 1,376%. Hvorug þessara breytinga hefur áhrif á tekjur, að sögn Þorsteins. Þá nýtir Hafnarfjarðarbær sér heimildir laga til hámarksálagn- ingar útsvars og hækkar útsvar um 0,05% og er nú 12,04%. Þar af renna 11,27% til bæjarins en af- gangurinn til jöfnunarsjóðs sveit- arfélaga. Andlát LEIFUR H. JÓSTEINSSON LEIFUR H. Jósteins- son, bankaútibússtjóri, lést á heimili sínu í Kópavogi, laugardag- inn 17. janúar sl. Leifur var 57 ára að aldri. Leifur fæddist í Reykjavík 26. desem- ber 1940, sonur þeirra Ingibjargar Jónsdóttur og Jósteins Magnús- sonar. Hann ólst upp hjá fósturforeldrum á Patreksfirði, þeim Sig- ríði Jónsdóttur og Kristjáni Eggertssyni. Leifur lauk gagn- fræðaprófi á Núpi í Dýrafirði 1957 og vann síðan fjölbreytt störf, stundaði m.a. sjómennsku, kennslu og var línumaður hjá RARIK. Árið 1973 sneri hann sér að bankastörf- um og vann við þau alla tíð síðan. Fyrst hjá Landsbanka Islands til 1977, en var þá ráðinn til Búnaðar- banka Islands. Hann var við starfs- nám hjá Midland Bank í London árið 1981. Leifur var útibústjóri Búnaðarbankans á Grundarfirði á árunum 1987 til 1994. Þá varð hann útibús- stjóri Vesturbæjarúti- bús bankans í Reykja- vík og gegndi því starfi til dauðadags. Skáklistin var aðal áhugamál Leifs. Hann sigraði m.a. á Afmæl- ismóti Skákfélags Hafnarfjarðar 1960 og varð í 2.-4. sæti á Skákþingi Reykjavík- ur 1980. Leifur gegndi fjölda trúnaðarstarfa fyrir skákhreyfinguna og var um árabil í stjórn Skáksambands íslands. Hann var í stjórn margra alþjóða- skákmótav síðast afmælismóts Friðriks Olafssonar og Skáksam- bandsins árið 1995. Leifur átti í 20 ár sæti í afar sigursælli skáksveit Búnaðarbanka Islands. Hann var mótstjóri og skipuleggjandi al- þjóðlega Búnaðarbankaskákmóts- ins árið 1984. Leifur lætur eftir sig móður, þrjá syni og sonarson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.