Morgunblaðið - 20.01.1998, Side 54

Morgunblaðið - 20.01.1998, Side 54
54 ÞRIÐJUDAGUR 20. JANÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM •MYNDIN af Sveinbirni Beinteinssyni er tekin fyrir nokkrum árum rétt áður en hann dó. Hún var tekin fyrir tímaritið Heimsmynd vegna viðtals sem birtist við allsherjargoðann. „Eg held að það hafí varla verið hægt að taka ómögulega mynd af þessum manni og mér finnst þessi mynd af honum skemmtiieg með fal- lega lýsingu." • SÓLA tók myndasyrpu fyrir Tónverkamiðstöðina af öllum tónskáldunum. „Þetta er mjög einföld por- trettmynd af Hjálmari H. Ragnarssyni en hann mynd- ast mjög vel. Ljósið leikur vel við andlitið á honum og það kemur skemmtilegur karakter í það. Það eru alltaf ákveðnar reglur í portrettmyndun og þetta er frekar hefðbundin mynd.“ • ÞESSA mynd tók Sóla á ferðalagi með „Holgu“ sem er plastmyndavél með plastlinsu. „Með því að nota þessa plastvél fer maður frá öllu tæknilegu. Það kemur Ijósleki, það er ekkert í fókus og er í raun bara lítið box. Við fór- um Þrengslin og komum að fallegri Iítilli kirkju við Þing- vallavatn. Vigdís og Ingrid Jónsdóttur krjúpa við leiði ungrar konu sem bjó þarna í sveitinni." Úr myndaalbúmi Ijósmyndara „Einfaldleikinn helsta einkennið“ SÓLA lærði auglýsingaljós- myndun í Brooks skólanum í Santa Barbara í Bandaríkjunum. ' Að námi loknu vann hún sem að- stoðarmaður Ijósmyndara í San Francisco í eitt ár áður en hún kom heim til íslands. Sóla er með Ijósmyndastúdio í borginni og fæst helst við portrettmynd- ir. „Ég hef mjög lítið farið út í auglýsingaljósmyndun en hef alltaf haft mikinn áhuga á fólki. Ég fann það strax þegar ég var í skólanum að það var mitt áhugasvið.“ Sóla segir eitt helsta einkenni sitt vera einfaldleika og að hún lagi myndirnar ekki til eins og sumir geri. „Ég leita helst eftir því að ná fólki eins og það er. Ég er til dæmis algjörlega á móti því að „fegra“ fólk með ákveðinni tegund af fókus. Ég vil helst reyna að ná einhverju út úr þeim sem ég mynda og vil ekki nota neinn „glamúr“. Stundum er betra að þekkja fólk en stundum getur það verið verra. Ég sækist umfram allt eftir því að fólk sé eðlilegt á myndunum sem ég tek,“ sagði Sóla. Verðíhádegi kr. 1395,- Verð á kvöldin kr. 2100,- HÓTEL LO I C E L A N D A I Símar 562 7575 & 5050 925, fax 562 7573 Opiðfrákl.mO 23j Þú klippir út myndina hér til hliðar og límir á svarseðilinn sem birtist á síðu 49 í Morgunblaðinu 14. janúar. Þá átt þú möguleika á að vinna ferð fyrir tvo í Tívolí í Kaupmannahöfn, miða á sýninguna Bugsy Malone eða geisladisk með tónlist- inni úr sýningunni. Mynd 5 af 10__________ fflslflÍNld JHorðuttÞlaMþ Morgunblaðið/Sóla • „MYNDIN af Vigdísi Grímsdóttur er hluti af seríu sem var tekin í fyrra fyrir bókaforlagið hennar. Vigdís er oft mynduð eins og hún sé dularfull en það er hún alls ekki og ég vildi ná henni eins og hún er. Birtan í myndinni er fal- leg og augun hennar eru skemmtileg og óráðin." • SÓLA ljósmyndari séð með augum Þorkels ljósmyndara Morgun- blaðsins. • „KRISTÍNU Ómarsdóttur myndaði ég fyrir túnaritið Allt og var ein af mörgum listamönnum sem blaðið fjallaði um. Myndin er tekin heima hjá henni og mér fannst þetta svolítið Kristínarlegt, það sést til dæmis í einn putta með naglalakki á hurðinni. Þetta er samt ekki skírskotun í bókina hennar sem kom út í fyrra og hét Dyrnar þröngu.“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.