Morgunblaðið - 20.01.1998, Page 6

Morgunblaðið - 20.01.1998, Page 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 20. JANÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Þorkell AFMÆLISBARNIÐ, Davíð Oddsson forsætisráðherra, ásamt eiginkonu, Ástríði Thorarensen, og móður, Ingibjörgu Kristínu Lúðvíksdóttur. Mikið fjölmenni hjá forsætis- ráðherra Um 2.000 manns komu í fímm- tugsafmæli Davíðs Oddssonar, forsætisráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins, sem haldið var í Perlunni í Öskjuhlíö síðdegis sl. laugardag. Að kvöldi sama dags sátu um 340 manns sam- kvæmi í Perlunni þar sem forsæt- isráðherra var afhent fyrsta ein- tak af glæsilegri bók, sem gefin var út í tilefni af afmæli hans. í samkvæminu um kvöldið var jafn- framt frumfíutt lag eftir Atla Heimi Sveinsson við ljóð eftir Jónas Hallgrímsson. Lag þetta samdi Atli Heimir og færði af- mælisbarninu að gjöf. Þá flutti Fífilbrekkukórinn einnig nokkur lög eftir Atla Heimi við ljóð Jónasar. Kristján Jóhannsson óp- erusöngvari kom til landsins í því skyni að flytja afmælisbarninu söng sinn, en kvefaðist og hljóp Egill Ólafsson í skarðið. Undir lok samkvæmisins flutti Friðrik Soph- usson varaformaður Sjálfstæðis- flokksins ræðu, þar sem liann sló á létta strengi. Halldór Ásgrímsson, utanríkis- ráðherra og formaður Framsókn- arflokksins, færði forsætisráð- herra kveðjur samráðherra og silfurskjöld með ágröfnum nöfn- um ráðherra í ríkissijórn hans. Grunnur skjaldarins er úr aust- firzku gabbrói. Utanríkisráðherra sagði afmælisbarnið búa að fjöl- þættum hæfíleikum lista- og stjórnmálamanns, sem nýzt hafi vel á vegferð þjóðarinnar úr þrengingum til góðæris. Það er gott að eiga þennan góða dag með Davíð, sagði Ólafur G. Einarsson, forseti Alþingis; „afmælisdag tveggja „óskabarna þjóðarinnar“, Eimskipaféiags fs- lands og Davíðs Oddssonar“. Ólaf- ur færði afmælisbarninu kveðju þingsins og listaverk eftir Krist- ínu Þorkelsdóttur, vatnslitamynd sem ber nafnið Heiðríkja. „Nafn við hæfí,“ sagði forseti þingsins. Geir H. Haarde, formaður þingflokks sjálfstæðismanna, færði forsætisráðherra að gjöf frá miðstjórn og þingflokki Sjálf- stæðisflokksins, tákn fiokksins, fálkann, úr kopar og silfri. Hönn- uður verksins er Jens Guðjóns- son, en það vann, auk hans, Jón Snorri Sigurðsson. Geir sagði ís- lenzkt þjóðfélag hafa þróast mjög í frjálsræðisátt á forsætis- ráðherraárum Davíðs, sem hefði HLUTI fjöldans í Perlunni þar sem um 2.000 manns voru samankomin í hófínu um daginn og á fjórða hundrað manns í veizlunni um kvöldið. HALLDÓR Ásgrfmsson utan- ríkisráðherra sagði aldur af- mælisbamsins ekki meginmálið heldur árangur hans í starfi, sem væri mikill. þor til að taka erfíðar og á stund- um umdeildar ákvarðanir, eins og samkomustaður afmælisgesta, Perlan í Öskuhlíð, væri gott dæmi um. Árni Sigfússon, oddviti borgar- stjórnarflokks sjálfstæðismanna, færði formanni flokksins að gjöf loftvog og hitamæli. Hann sagði unnið að annarri gjöf, eins konar Reykjavíkurgjöf, sem yrði blá að lit - og fullunnin á vordögum. Fjölmarglr aðrir, bæði pólitisk- ir samherjar og andstæðingar í gegnum árin, fluttu afmælisbarn- inu gjafir og/eða kveðjur. I lok þessarar glæsilegu mót- töku voru eiginkona afmælis- barnsins, Ástríður Thorarensen, og móðir, Ingibjörg Kristín Lúð- víksdóttir, kallaðar á svið og hylltar. Mannbjörg er Haukur BA sökk SEX tonna plastbátur, Haukur BA 136, sökk um 10 mílur út af Pat- reksfirði á sunnudagskvöld. Tveir skipverjar komust í gúmbát og var þeim bjargað um borð í Brimnes nokkru síðar. Báturinn var í róðri þegar skip- verjar urðu varir við að eitthvað óvanalegt var á seyði og létu nær- liggjandi báta vita. Að sögn Þórólfs Halldórssonar, sýslumanns á Pat- reksfirði, virðist síðan hafa komið mikill leki að bátnum og sökk hann á skammri stundu laust eftir klukk- an 22 á sunnudagskvöld. Skipverjarnir tveir komust í gúmbát en hásetinn lenti í sjónum en varð ekki meint af. Brimnes kom á vettvang nokkru síðar og tók mennina um borð. Var siglt inn til Patreksfjarðar og komið þangað síðla nætur. Áður var reynt að ná einhverju sem flotið hafði upp af bátnum eftir að hann sökk. Skýrslur voru teknar af skipverj- um hjá lögreglunni á Patreksfirði í gær. Sýslumaður sagði óljóst hvað yrði með sjópróf og sagði að ekki væri auðvelt að komast til botns í því hvað gerðist þegar bátar sykkju á hafi úti. Þokkalegt veður var á sunnudagskvöldið, tvö til þrjú vind- stig en vaxandi strekkingur. --------------- Efnahags- og viðskipta- nefnd hjá OECD Greiða sjálfír kostnaðinn SJÖ af níu fulltrúum í efnahags- og viðskiptanefnd Alþirigis satú í gær námskeið á vegum OECD í París og að sögn Hafdísar Ólafsdóttur, ritara nefndarinnar, greiða þingmennimir sjálfir allan kostnað við ferðina úr eigin vasa. '>«.«•••( • Fulltrúar nefndarinnar héldu ut- an fyrir síðustu helgi og eru þeir væntanlegir aftur til landsins í dag. ------♦-♦-♦----- Sex teknir með fíkniefni SEX voru handteknir á laugardags- kvöld í íbúð í Breiðholtshverfi í Reykjavík þar sem grunur reyndist vera um fíkniefnameðferð. Var þeim sleppt eftir yfírheyrslu lög- reglunnar um nóttina. I fórum sexmenninganna fundust 30 grömm af amfetamíni og lítils háttar af hassi. Eftir yfirheyrslurn- ar taldi lögreglan málið liggja Ijóst íyrir og var fólkinu þá sleppt. Skemmtileg og aðgengileg bók byggð upp á svipaðan hátt og Saga daganna. Fjallað er um merkisdagana í ævi hvers og eins, um siði, venjur og sagnir sem tengjast atburðum á borð við fæðingu, skírn, fermingu, trúlofun, brúðkaup eða útför. Mál og menning Laugavegi 18 • Síml 515 2500 • Síðumúla 7 • Sfml 510 2500 Qvenju mikil veikindi meðal grunnskólanema í Reykjavík 80 nemendur Austur- bæjarskóla veikir MIKIL veikindi hafa verið hjá grunnskólanemum í Reykjavík að undanfómu og segja skólastjórar, sem Morgunblaðið ræddi við í gær, að þau hafi aukist nú eftir helgina. Þá sé einnig nokkuð um að starfs- fólk skólanna hafi veikst. Guðmundur Sighvatsson, skóla- stjóri Austurbæjarskóla, sagði að af 540 nemendum skólans hefðu 80 til- kynnt veikindi í gærmorgun og hefði hann ekki séð slíkar fjarvistir fyrr. Sagði hann helming nemenda í einum ellefu ára bekknum veika. Af 40 starfsmönnum skólans sagði hann aðeins tvo veika. Hann sagði nemendur hafa verið tvo til þrjá daga frá skóla í síðustu viku og reiknaði með að hér væru um- gangspestir á ferðinni. Örlygur Richter, skólastjóri Fellaskóla, tók í sama streng en þar voru 50 nemendur af 550 veikir í gærmorgun; venjulega væru kannski kringum 15 nemendur veikir. Þá sagði hann örla á vaxandi veikindum meðal starfsmanna líka. Sagði hann veikindin hafa verið mikil í síðustu viku en mjög vaxandi nú. í Fellaskóla, þar sem nemendur eru kringum 820, sagði Ragnar Gíslason að veikindi nemenda hefðu aukist talsvert eftir áramót. Venju- lega sagði hann 3-4% nemenda fjar- verandi vegna veikinda, svipað og gerðist á öðrum vinnustöðum en nú væri mun fleiri nemendur veikir, kannski ekki alveg 20% en hátt í það. Sagði hann greinilegt að veikindi væru í hverfinu, aðallega væri um hálsbólgu og hita að ræða og hefðu nemendur verið allt að viku frá námi vegna þessa.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.