Morgunblaðið - 20.01.1998, Side 28

Morgunblaðið - 20.01.1998, Side 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 20. JANÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ MENNTUN SkólS í Rafíðnaðarskólanum miðla fagmenn nýjustu þekkingunni í vél- og hugbúnaði tölva. Nýtt nám þar er tölvu- og kerfísfræði sem færri komust í en vildu. Gunnar Hersveinn skoðaði skólann og spurði skólastjórana um stefnu og ástæður velgengninnar en nemendur þurfa að greiða fremur há skólagjöld. Attaviti tækninnar leiðarljósið # Skólagjöld knýja á um meiri kröfur til náms og aðstöðu kennara. # Slagorð skólans er „meiri þekking, betri atvinna, hærri laun“. Morgunblaðið/Golli „STEFNA skólans er að fylgjast með áttavita tækninnar og stefna þangað sem hann bendir," segja skóla- stjórarnir Sigurður Geirsson og Jón Ami Rúnarsson. Rafiðnaðarskólinn vex árlega um þriðjung. Fimm þúsund nemendur stunduðu nám á rúmlega fjögur hundrað námskeiðum I skól- anum liðið skólaár. Tildrög skólans eru ákvörðun eftirmenntunar- nefnda rafiðna og rafeindavirkja um stofnun hans 20. september árið 1985. Skólanefnd manna úr atvinnu- lífinu var stofnuð 1993 og ber hún ábyrgð á starfinu. Skólinn er núna búinn nýjustu tækjum og hefur á að skipa kennurum sem standa jafn- framt framarlega í atvinnulífinu. Skólinn er eign launþega og at- vinnurekenda í rafiðnaði og er Guð- mundur Gunnarsson formaður skólanefndar. Núna í janúar hófst fyrsta önn af tveggja ára tölvu- og kerfisfræði- námi og þurftu nemendur að þreyta inntökupróf til að komast að. 180 sóttu um nýja námið sem takmark- að er við 45 nemendur. Annað nýtt nám í skólanum á þessari önn er um margmiðlun og þrívíddargrafík. Það er 160 klukkustundir, tvö kvöld í viku. Reiknað er með að þetta nám verði líka þróað í tvær til fjórar ann- ir. Rafiðnaðarskólinn er á tveimur hæðum í Skeifunni llb í Reykjavfk með átta tölvustofum og 4 almenn- um. Nýlega var tölvukosturinn end- umýjaður. Skjáir em 17 tommu, innra minni 64 bæt, harður diskur á sleðum og í sumum stofum er bún- aður með classnet kerfi sem gerir kennurum kleift að frysta skjái nemenda til að ná óskiptri athygli þeirra, senda tilkynningar, skoða vinnuna hjá hverjum og einum á sinni vél, varpa myndum af hvaða skjá sem er á tjald o.s.frv. „Harður diskur á sleðum gefur okkur kost á að láta hvem nemanda fá eigin disk sem enginn notar nema þeir á meðan náminu stendur og búa við eigin tölvuumhverfi," segir Jón Ámi Rúnarsson sem stjómar skólanum ásamt Sigurði Geirssyni. Ástæðan fyrir háum skólagjöldum Markmið skólans er að rafiðnað- armenn vinni til sín öll ný störf sem myndast vegna tæknibreytinga í tölvu- og rafiðnaði, og segir Sigurð- ur Geirsson það hafa verið gæfu rafiðnaðarmanna að hafa staðið saman og á þann hátt getað stofnað skólann og endurmenntað sig í sam- ræmi við tækniþróunina. „Tölvuiðn- aðurinn er hluti af rafiðnaðarum- hverfinu og þess vegna reka sam- starfsnefndir launþega og atvinnu- rekenda stærsta tölvuskóla lands- ins,“ segir hann. Til að fá inngöngu í Tölvu- og kerfisfræði er reiknað með að nem- endur séu annaðhvort með stúd- entspróf eða rafiðnsveinspróf en hinsvegar fara allir í stöðu- mat sem opnar möguleika fyrir sjálfsmenntað fólk í tölvum. „Þegar starfskraft- ar eru ráðnir til fyrirtækja er ekki spurt um gráður heldur hvort það geti og kunni það sem þarf að gera. Nám í RI getur svo breikk- að þekkingu þessara ein- staklinga og gert hana markvísari," segir Jón Árni skólastjóri sem einnig er skólastjóri Viðskipta- og tölvuskólans, Faxafeni 10. Lokaverkefnið í Tölvu- og kerfisfræðinni á að vera raunhæft og nemendur mega selja þau fyrirtækj- um. Námið kann að hljóma fremur dýrt því önnin kost- ar 180 þúsund krónur og tvö ár þ.a.l. 720 þúsund. Það virtist umsækjendum hins- vegar ekki vera fyrirstaða. „Námið er ekki niður- greitt af ríkinu eins og til dæmis í Tölvuháskóla V.í. og námsgögn eru innifalin," útskýrir Jón Ami, „auk þess eru kennararnir meðal helstu sérfræðinga þjóðfélagsins í fögum sínum og verðmætir sínum fyrir- tækjum. Námið fer því fram á kvöldin og á laugardögum.“ Jón Árni segir ennfremur að eftir fyrsta árið séu nemendur orðnir hæfir starfskraftar og geti ráðið sig í vinnu með meðallaun á bilinu 200 til 250 þúsund krónur á mánuði. Margir, eða um 60% nemenda, eru kostaðir af fyrirtækjum og geta ennfremur sótt í endurmenntunar- sjóði rafiðnaðarmanna. Jón Árni segir það viðhorf margra nú að starfsmenn fórni frítíma sínum í nám og fyrirtækin borgi skólagjöld- in. Markaður, viðhorf og þarfír - rækilega kannað Skólastjóramir segja að í RI sé notuð önnur nálgunaraðferð en tíðkist í hefðbundnu skólakerfi. „Við könnum markaðinn með við- horfskönnunum og heyrum hvers hann þarfnast, við undirbúum svo námið, finnum námsefnið og kenn- arana og að lokum þegar allt er til- búið fjárfestum við í tækjum," segir Jón Árni og bætir við að í „skólum kerfisins" sé þessu öfugt farið. Skólar sækja þar um fjárveit- ingu fyrir tölvum, bíða, fá pening, kaupa tölvur og fara þá að huga að hvað eigi að kenna og hvort ein- hverjir fáist til að kenna það. „Og loksins þegar námið er að komast af stað, er tölvubúnaðurinn orðinn úreltur," segir Jón Árni og bendir á að 25% af andvirði tölvu fari í að viðhalda vél- og hugbúnaði á ári. Það dugar því lítið að telja tölvum- ar og meta út frá því hversu vel skólar standi. RI skólinn lætur gera fýrir sig námkvæma könnun og í henni hefur til dæmis komið í ljós að flestir sem sækja skólann eru á aldrinum 30-50 ára, að utanbæjarfólk vill gjarnan stunda námskeiðin um helgar, 62% atvinnurekenda borgi námskeiðin fyrir starfsmenn, 95% segjast vilja koma á fleiri námskeið í skólanum, 89% segjast geta mælt með þeim o.s.frv. Einnig era nemendur beðnir um að meta kennarana að loknu hverju námskeiði. „Þetta er nauð- synlegt fyrir skólastjórnendur og okkar kröftugu 17 manna skóla- nefnd úr atvinnulífinu," segir Jón Ami. Þarfagreining til að meta stöðu starfsmanna fyrirtækja Á annarri hæð Rafiðnaðarskólans eru almenn tölvunámskeið kennd og þar er einnig góður tækjakostur. „Nýjasti búnaðurinn þarf ekki að vera í öllum stofum í skólanum, en hann verður ávallt að vera til,“ segja skólastjórarnir. „Við erum sérfræðingar í nám- skeiðahaldi á tölvusviði,“ segir Jón Árni, „og flestöll stóra tölvufyrir- tækin leita til okkar um að halda námskeið, í stað þess að halda þau sjálf.“ Þarfagi'eining er þjónusta sem RI skólinn veitir fyrirtækjum ókeypis en hún felst í því að lagt er krossapróf fyrir starfsmenn og með því greind þörf þeirra fyrir viðbót- arþekkingu. Niðurstöðurnar sýna hvar hver stendur og má í fram- haldinu raða mönnum á rétt nám- skeið. Sumir þurfa á grunnnámi að halda, aðrir aðeins á hraðanám- skeiði í ákveðinni tækni. Þannig geta fyrirtæki sent starfsmenn sína í markvisst nám. „Þetta fyrirkomulag hefur líka þann kost í för með sér að á öllum námskeiðunum era nemendur á svipuðu stigi, öfugt við það sem oft gerist í skólakerfinu," segir Sigurð- ur Geirsson, „og eins og í Tölvu- og kerfisfræðináminu, leggja oft bæði fyrirtækí og starfsmenn sitt af mörkum, starfsmaðurinn frítímann og fyrirtækið peninginn, og við kennum þeim að nota tölvur sem verkfæri." Gerð var þarfagreining á vegum RI í Kvennaskólanum í Reykjavík með það markmið að allir gætu bætt við sig miðað við kunnáttu á tölvum og hefur RI tekið að sér að þjálfa bæði kennara og nemendur en ekki tókst að ráða tölvukennara í Kvennaskólann í vetur. Þetta er nýtt verkefni hjá RI og er með sam- þykki menntamálaráðuneytis. Á bensíngjöfinni en ekki handbremsunni „Munurinn á RI og hefðbundnum skólum er að skólanefndin hér þekkir mjög vel þarfir atvinnulífsins enda koma nefndarmenn allir þaðan þess vegna eru þeir á bensínpedal- anum en aðrar skólanefndir á hand- bremsunni," segir Jón Árni. „Einnig skiptir meginmáli að fé- lags- og Iaunamálum hefur aldrei verið blandað saman við þá mennt- un sem hér fer fram, því er haldið aðskildu,“ segir Sigurður Geirsson. Tæknibyltingin hefur verið rafiðn- aðarmönnum á íslandi hag- stæð vegna þess að þeir sóttu ákaft í eftirmenntun. Á Bretlandi hafa hinsvegar til dæmis rafvirkjar ein- angrast við nýbygginga- gerð. „Stefna skólans er að fylgjast með áttavita tækn- innar og stefna þangað sem hann bendir,“ segir Jón Árni, „við spyrjum ekki: „Hvemig verðm' staðan um næstu áramót" heldur: „Hvemig ætlum við að hafa það um næstu áramót." Skólastjórarnir segja það líka stefnu sína að hjálpa fyrirtækjum að skapa sér markvissa menntastefnu og leikur þarfagreiningin lykilhlut- verk í því. Þeir hafa til dæmis átt samstarf við Fé- lagsmálastofnun Reykja- víkurborgar um þjálfun á starfsfólki í hverri hverfis- stöð. „En nám er ekki spretthlaup," segir Jón Árni, „og þessvegna þarf að gera áætlun um hvemig eigi að mennta starfsfólk og í hvaða röð það er gert. Rangt hefði til dæmis verið að taka allt starfsfólk einnar hverfistöðvar á námskeið - á meðan hinar allar liðu fyrir skort á mennt- un.“ Hugmyndir skapá peninga en ekki peningar hugmyndir Skólastjórar Rafiðnaðarskólans segjast hafa jákvætt viðhorf til hefðbundinna skóla en „nálgunarað- ferðir að þekkingunni þarf að bæta, þeir þurfa meira sjálfstæði og betri tengsl við atvinnulífið og þjóðlífið,“ segja þeir og eru líka hlynntir skólagjöldum, þótt þeir geri sér grein fyrir ókostum þeirra. „Skólagjöld leiða til þess að nem- endur gera meiri kröfur til skólans um að standa sig og þýðir til dæmis lítið að bjóða upp á lélega kennara eða tilkynna hann „veikan í dag“. Þau leiða líka til þess að nemendur geri meiri kröfur til sjálfra sín. Eg tel að í skólakerfinu sé reiknað með að peningar skapi hugmyndir, í stað þess að vinna að hugmyndum þang- að til þær skapa peninga," segir Jón Ámi. Viðhorf þeirra til Háskóla ís- lands er að í honum ætti að stunda akademískar rannsóknir og vísindi - en að stofna ætti nýja skóla um þær greinar sem væru starfstengd- ar. Skólakerfið er að þeirra mati of ósveigjanlegt - og þeir telja til dæmis mikilvægt að velja vel í skólanefndir - ekki pólitískt heldur samkvæmt spurningunni: Hvaða ráð og aðferðir eru til sem þjóna hagsmunum nemenda best?

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.