Morgunblaðið - 20.01.1998, Síða 18

Morgunblaðið - 20.01.1998, Síða 18
18 PRIÐJUDAGUR 20. JANÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Fyrri hluthaf- ar Stöðvar 3 með 9,42% ÍÍÚ Nýr Boeing FYRRVERANDI hluthafar í ís- lenskri margmiðlun hf., sem rak Stöð 3, eru nú formlega orðnir hlut- hafar_ í Fjölmiðlun, eignarhaldsfé- lagi íslenska útvarpsfélagsins hf. Nemur hlutur þeirra 9,42%, en jafn- framt hafa þeir eignast 6,56% hlut í Sýn hf. Biínaðarbanki Víkjandi skuldabréf til sölu BÚNAÐARBANKINN hefur í undirbúningi sölu á víkjandi skuldabréfum að fjárhæð 500 milljónir króna. Slík víkjandi lán teljast til eigin fjár sam- kvæmt alþjóðlegum reglum og styrkir því útgáfan eiginfjár- hlutfall bankans. Vegna auk- inna umsvifa á síðasta ári hefur eiginfjárhlutfallið veikst, en mun styrkjast um 1 prósentu- stig við útgáfu bréfanna skv. svonefndum CAD eiginfjár- reglum banka. Þetta er í fyrsta sinn sem Búnaðarbankinn gefur út víkj- andi skuldabréf, en bæði Is- landsbanki og Landsbanki hafa styrkt eiginfjárstöðu sína með þessum hætti. „Vöxturinn í starfsemi bank- ans var óvenjumikill á árinu 1997,“ sagði Þorsteinn Þor- steinsson, framkvæmdastjóri Búnaðarbankans Verðbréfa, í samtali við Morgunblaðið. „Sú aukning sem varð á innlánum og verðbréfaútgáfu segir ekki nema hluta af sögunni því er- lendu lánin nær tvöfölduðust, þannig að það varð vel yfir 20% aukning á efnahagsreikningi. Það þýðir að svokallað CAD- hlutfall lækkar og við teljum heppilegt að hækka það aftur. Best sé að gera það með vikj- andi láni og rætt hefur verið um lán að upphæð 500 milljón- ir.“ Þorsteinn vildi ekki upplýsa um kjör bréfanna, en sagði að sala þeirra myndi hefjast í þessari viku. Á hluthafafundi í Útherja hf., eignarhaldsfélagi íslenska útvarps- félagsins, sem haldinn var skömmu fyrir áramót var samþykkt að auka hlutafé Útherja um 16 milljónir eða úr 155 milljónum í 171 milljón í þessum tilgangi. Um leið var sam- þykkt að breyta nafni félagsins í Fjölmiðlun hf. og það nafn fellt út úr nafni útvarpsfélagsins. Hinir nýju eignaraðilar íslenska útvarpsfélagsins og Sýnar eru 13 talsins, þ.e. Eignarhaldsfélagið Al- þýðubankinn, Burðarás, Þróunarfé- lag Islands, Festing, Fóðurblandan, VIS, Vífilfell, Árvakur, Skeljungur, Holtabúið, Samfilm, Markviss og Islensk endurtrygging. Þeir hafa haft með sér óformlegan félagsskap um hlutafjáreign sína og hefur Jón Steingrímsson, viðskiptafræðingur, verið fulltrúi þeirra í stjórnum þeirra hlutafélaga sem um ræðir. ÚTLIT er fyrir að afkoma Flugleiða hf. verði heldur lakari á árinu 1997 en áður hafði verið gert ráð íyrir. Þannig upplýsti félagið í nóvember, þegar níu mánaða milliuppgjör lá íyrir, að reksturinn yrði í járnum á árinu í heild, en núna telja forráða- menn Flugleiða óvarlegt annað en að gera ráð fyrir einhverju tapi. Farþegum Flugleiða í millilanda- flugi fjölgaði á síðasta ári um liðlega 13% frá árinu 1996. Hins vegar hef- ur gengisþróunin komið mjög illa við félagið í kostnaði. Verulegur hluti kostnaðar er í dollurum, en gengi hans hækkaði umtalsvert á síðasta ári. I öðru lagi hækkaði launakostnaður félagsins á íslandi umfram áætlanir. I þriðja lagi verð- ur afkoma Flugfélags Islands tölu- vert lakari en ráð var fyrir gert. Sömu sögu er að segja um hótel- rekstur félagsins og fragtflug. Flug- leiðir birta þó ekki neinar tölur yfir BOEING og viðskiptavinir fyrir- tækisins hafa náð samkomulagi um hönnun nýjustu Boeing 767, rekstur nýliðins árs að svo stöddu, enda liggja lokaniðurstöður fyrir árið ekki fyrir. Tapið meira á fjórða ársfjórð- ungi en búist var við „Við gerðum ráð fyrir því í lok september að reksturinn yrði í jám- um og miðuðum þá við að áætlanir okkar síðustu þrjá mánuðina myndu standast," sagði Sigurður Helgason, forstjóri Flugleiða, í samtali við Morgunblaðið. „Síðan hafa þær ekki staðist þannig að tapið síðustu þrjá mánuðina er meira en við höfðum áætlað. Það er m.a. vegna þess að fragttekjur eru minni. Fragtgjöld hafa lækkað töluvert vegna vaxandi samkeppni í flutningum milli ís- lands og annarra landa. Einnig er kostnaður meiri vegna áhrifa geng- isþróunar. Á árinu í heild á gengisþróun í helstu markaðslöndum Flugleiða það er Boeing 767-400 ER. Fyrstu vélarnar verða afhentar Delta flugfélaginu um mitt árið 2000. stóran þátt í þvi að afkoman er lak- ari en á árinu 1996 og sömuleiðis lakari en áætlað hafði verið. Tekjur eru töluverðar í þeim myntum sem hafa lækkað gagnvart íslensku krónunni, eins og flestum Evrópu- myntunum fyrir utan sterl- ingspundið. Við höfum aftur á móti náð markmiðum okkar á flestum af okkar markaðssvæðum í staðar- myntum. Á þýska markaðnum, sem er einn okkar mikilvægasti markað- ur, höfum við orðið að lækka verð í íslenskum krónum til að geta haldið því óbreyttu í þýskum mörkum. Þrátt fyrir það varð töluverð fækk- un á þýskum ferðamönnum á síð- asta ári sem bitnar á öllum ferða- þjónustufyrirtækjum Flugleiða.“ Átak til að lækka kostnað Flugleiðir hafa að undanförnu leitað leiða til að draga úr rekstrar- kostnaði og segir Sigurður að átak Olíuverð hækkar á nýjan leik London. Reuters. OLÍUVERÐ á heimsmarkaði hækkaði á ný í gær eftir lægsta verð í 45 mánuði vegna frétta um viðsjár Sameinuðu þjóðanna og Iraks. Viðmiðunarverð á Norðursjávar- olíu hækkaði um 37 sent tunnan í 15,84 dollara og er verðið 74 sent- um hæn-a en í síðustu viku þegar það lækkaði í 15,10 dollara, mestu lægð í tæp fjögur ár. Hækkunin vegur á móti miklu tapi vegna þess að dregið hefur úr eftirspurn í Asíu, olíútflutningur frá Irak hefst senn og líkur eru á að birgðir OPEC aukist. Sérfræðingar segja þó að uggur um áhrif olíueftirspurnar á fjár- málakfreppuna í Asíu muni halda áfram að þrýsta verðin'u niður. Annað sem veldur óvissu er hvort OPEC tekst að koma sér saman um ráðstafanir til að stöðva verðlækkunina. sé í gangi til að lækka kostnað var- anlega. Samhliða hertu kostnað- araðhaldi hefur verið ákveðið að grípa til sérstakra ráðstafana til að draga úr gengisáhættunni. Félagið hefur í samráði við erlenda og inn- lenda fjármálasérfræðinga unnið að því að lágmarka gengisáhættu. Um horfur á þessu ári segir Sig- urður Helgason að bókanir séu þokkalega góðar. „Það gengur t.d. vel að bóka flug á nýja staðinn í Bandaríkjunum, Minneapolis. Þá hafa verið miklar bókanir á íslandi og sömuleiðis hafa þær verið mjög góðar undanfarið í Skandinavíu. En það er hörð samkeppni núna, sér- staklega á Norður-Atlantshafsleið- inni, seinnipartinn í janúar, febrúar og mars. I heild erum við þokkalega ánægðir með bókanir og mikið er spurst fyrir um ferðir. Við gerum ráð fyrir að fjölga farþegum um 17% á þessu ári.“ Gengisþróunin á síðasta ári kom illa við rekstur Flugleiða hf. Afkoman heldur lakari í fyrra en áætlað hafði verið Eftirlitsstofnun EFTA óskar eftir skýringum vegna kaupa Hitaveitu Suðurnesja á A-túrbínu Innkaup án útboðs brot á EES-reglu EFTIRLITSSTOFNUN EFTA (ESA) hefur sent íslenskum stjóm- völdum fyrirspurn vegna kaupa Hitaveitu Suðumesja á túrbínu fyr- ir nýtt orkuver í Svartsengi. Gengið var frá kaupunum án undangengis útboðs og er hugsanlegt að inn- kaupin séu brot á EES-samningum um opinber útboð veitufyrirtækja. Fjármálaráðuneytið fer með málið og hefur óskað eftir skýringum frá Hitaveitunni. Þá telur viðskiptafull- trúi franska sendiráðsins að fleiri innkaup opinberra aðila hérlendis hafi orkað tvímælis að undanfömu og telur hættu á að íslendingar verði fyrir álitshnekki vegna þess í Evrópusamstarfinu. Björn Friðfinnsson, ráðgjafi rík- isstjórnarinnar í EES-málum, telur kaupin á túrbínunni vera klárt brot á EES-reglum. „Öll innkaup þarf að bjóða út innan EES ef þau em yfir ákveðinni upphæð eins og um var að ræða í þessu tilviki. Hér er því um klárt brot að ræða og ýmis úr- ræði fyrir hendi til að bregðast við því. Stjómvöld ættu að geta stöðvað sjálf innkaupin og krafist þess að þau verði boðin út. Eins getur það gerst að Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) taki málið fyrir að eigin framkvæði eða ef einhver kærir. Hitaveita Suðumesja fellur undir sérstaka tilskipun EES um opinber innkaup veitufyrirtækja. Sam- kvæmt EES-samningnum hefur fjármálaráðuneytið umsjón með þeim og er milliliður milli ESA og íslenskra aðila. Skarphéðinn Stein- arsson, deildarstjóri í ráðuneytinu, segir að engin kæra hafi borist ráðuneytinu vegna málsins. „Hins vegar barst ráðuneytinu ábending um að fyrir dyram stæðu kaup á túrbínu fyrir Hitaveitu Suðumesja án útboðs. Við bentum á það í bréfi til Hitaveitunnar í nóvember að þessi kaup væru útboðsskyld en fengum engin viðbrögð. Kaupin virðast hafa átt sér stað án þess að útboð hafi farið fram og 13. janúar barst okkur fyrirspum um málið frá ESA. Hinn 15. janúar sendi ráðu- neytið annað bréf til Hitaveitunnar þar sem henni var gefinn frestur til 30. janúar til að gefa skýringar," sagði Skarphéðinn. Skýrar reglur Dominique Pledel Jónsson, við- skiptafulltrúi franska sendiráðsins, sem hefur fylgst með framkvæmd EES-útboða hérlendis, telur að kaup Hitaveitu Suðurnesja á túrbínu brjóti í bága við EES-regl- ur. „EES-reglumar eru mjög skýr- ar og samkvæmt þeim hefði átt að viðhafa útboð vegna kaupanna. Það er einkennilegt að túrbínur skuli keyptar án útboðs og að kaupin nái fram að ganga án afskipta stjórn- kerfisins. Franskt fyrirtæki, Geeal- sthom, hefur fylgst með málinu og það hefði líklega tekið þátt í útboði ef efnt hefði verið til þess.“ Álitshnekkir erlendis Jónsson telur að pottur hafi verið brotinn í fleiri útboðsmálum á Is- landi að undanförnu og segir að hætta sé á að Islendingar verði fyr- ir álitshnekki vegna þess. „Svipað mál kom upp þegar kvartað var yfir kaupum á langbylgjusendi af bandarísku fyrirtæki án útboðs en þá taldi fjármálaráðuneytið að ekki væri hægt að aðhafast frekar þar sem búið væri að skrifa undir samn- ing. Stjómvöld ættu að fylgja slík- um málum eftir þar sem fyrirtæki forðast að kæra enda geta skaða- bætur hæstar orðið svipuð upphæð og kostar að gera útboðsgögn. Ann- að slæmt mál snerist um kaup á túrbínum vegna Nesjavallavirkjun- ar. Ég veit til þess að þessi mál hafa verið rædd innan ESÁ og stofnana ESB í Brassel. Þar era þær raddir háværar að fyrirtækin séu hrædd við að kæra þar sem það gæti haft það í för með sér að þau lendi á svörtum lista í viðkomandi landi.“ Svar fyrir mánaðamót Júlíus Jónsson, forstjóri Hita- veitu Suðurnesja, staðfesti að fyrir- tældnu hefði borist fyrirspurn vegna málsins en vildi ekki tjá sig frekar um það að svo stöddu. Hann sagði þó að fyrirtækið myndi svara fjármálaráðuneytinu innan tilskilins frests eða fyiir mánaðamót.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.