Morgunblaðið - 20.01.1998, Side 45

Morgunblaðið - 20.01.1998, Side 45
ÞRIÐJUDAGUR 20. JANÚAR 1998 45 I 9 9 I I 9 1 9 9 J 9 9 I ] I I I I I 1 I I i t MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Nýr stjórnstöðvarbíll með fjarskiptabúnaði Selfossi - Síðastliðinn laugardag fagnaði svæðisstjórn björgunar- sveita Arnessýslu 10 ára afmæli sínu og af því tilefni var formlega tekinn í notkun nýr stjómstöðvarbíll. Stjórnstöðin inniheldur allan nauðsynlegan fjarskiptabúnað sem nota þarf til björgunarstarfa. Bifreiðin kostar með öllum búnaði um 2 milljónir króna, en þar af er tæknibúnaður 1,3 milljónir króna. Helstu styi-ktaraðilar stjórnstöðvar- bílsins eru Héraðsnefnd Ái-nessýslu, Landsbjörg, Slysavamasveit Islands og Búnaðarbankinn á Selfossi ásamt fjölda annarra aðila. 11 sveitarfélög Amessýslu eru að- ilar að svæðisstjóm björgunarsveita Amessýslu og eiga öll syeitarfélögin sinn fulltrúa í stjóm. Á Tímabilinu sept. 1994 og fram að des. 1997 hefur svæðisstjórnin stýrt 25 björgunarað- gerðum. Samvinna björgunarsveit- anna hefur verið mjög góð og menn era á einu máli um mikilvægi nýju stjómstöðvarinnar sem auðveldar björgunai-störf sem þarf að stýra ná- lægt vettvangi. Morgunblaðið/Sig. Fannar ANDRÉS Valdimarsson, sýslumaður Arnessýslu, vígir formlega nýjan stjórnstöðvarbíi svæðisstjórnar björgunarsveita Árnessýslu. Morgunblaðið/Kristinn Merkileg grágæs Grágæs, sem ber þess merki á fæti að vera þátttak- gera sína eigin rannsókn á atferli mannfólksins þar andi í vísindarannsókn fuglafræðinga, virtist vera að sem hún fylgdist með umferðinni í Reykjavík. LEIÐRÉTT Von er á nýju barni I minningargrein um Helgu Soffiu Einarsdóttur eftir Áslaugu Einars- dóttur sl. fóstudag var gerð leið ásláttarvilla. í upphafi greinarinn- ar stóð: „Það er ætíð eftirvænting þegar von er á meybarni í fjöl- skylduna...“. Þaraa átti að sjálf- sögðu að standa: „Það er ætíð eftir- vænting þegar von er á nýju barni í fjölskylduna." Síðar í greininni var önnur villa, þar sem sagði: „Á þess- um árum var hann eini vegurinn upp á syðri Syðri-brekkuna" en þar var orðinu syðri ofaukið. Beðist er velvirðingar á þessum mistök- um. Röng mynd VEGNA mistaka við frágang laug- ardagsblaðsins birtist röng mynd á neytendasíðu með grein um léttar vömr. Myndin er því birt hér og sýnir Brynhildi Briem matvæla- og næringarfræðing skoða léttsaltað- ar kartöfluflögur. Rangt ættarnafn RANGT var farið með ættarnafn Gígju Thoroddsen í pistli í Velvak- anda sl. sunnudag, en þar var hún sögð Thorarensen. Beðist er vel- virðingar á mistökunum. Leiðrétt æviágrip í MINNINGARGREIN um Guð- nýju Jónsdóttur sem birtist í blað- inu 8. janúar sl. féll eftirfarandi niður hjá mér sem átti að koma á eftir upptalningu á alsystkinum Guðnýjar: „Fyrri kona Jóns Ein- arssonar, föður Guðnýjar, var Dóróthea Jónsdóttir, f. 1872, d. 1893. Þeirra sonur var Páll Þórar- inn bóndi í Hjallanesi." Ég bæti því nú við að Páll var fæddur 1893, d. 1951. Kona Páls var Halldóra Oddsdóttir frá Lunansholti. Meðal annarra bama þeirra er Elsa Dóróthea, húsfreyja í Hjallanesi, móðir Kjaitans Magnússonar, bónda þar. G.B.G. Úr dagbók lögreglunnar Tuttugu grunaðir um ölvunarakstur 16.-18. janúar HELGIN var að mestu róleg hjá lögreglunni. Kalt veður setti mark sitt á skemmtanalíf miðborgarinn- ar, en fremur fámennt var þar um helgina. Höfð voru afskipti af sextíu öku- mönnum vegna hraðaksturs og 20 em granaðir um að hafa ekið bif- reiðum sínum undir áhrifum áfeng- is. Undir hádegisbil á laugardag veittu lögreglumenn athygli bifreið sem ekið var í Skógarhlíð. Akst- ursmáti ökumanns var með þeim hætti að lögreglumenn stöðvuðu aksturinn skömmu síðar. I ljós kom að ökumaðurinn, sem er gran- aður um ölvun við akstur, var einnig réttindalaus og bifreiðin hafði ekki hlotið viðeigandi skoðun. Skráningarnúmer vora því fjar- lægð af ökutækinu. Okumaður var stöðvaður á Vest- urlandsvegi í Ártúnsbrekku er hann hafði verið mældur á 140 km hraða. Ökumaðurinn var fluttur á lögreglustöð og sviptur ökuréttind- um til bráðabirgða í þrjá mánuði auk um 40 þúsund króna sektar. Umferðarslys varð í Armúla við Grensásveg rétt fyrir klukkan fimm á fóstudag er tvær bifreiðar skullu saman. Ókumaðm- annarrar var fluttur á slysadeild með sjúkra- bifreið en hann kenndi til í hálsi. Fjarlægja varð bæði ökutækin af vettvangi með kranabifreið. Líkamsmeiðingar Ráðist var að karlmanni í veislu í vesturbænum að morgni laugar- dags og honum veittir áverkar í andliti. Hann var fluttur á slysa- deild. Þá slasaðist annar karlmað- ur á hendi, er glasi var kastað í hendi hans á veitingahúsi í mið- bænum að morgni laugardags. Hann var fluttur á slysadeild með sjúkrabifreið. Karlmaður, sem beið eftir leigubifreið í miðbænum á þar til gerðu stæði, gerði tilraun til að koma sér framar í biðröðina. Það vakti dræmar undirtektir annarra og kona ein sló hann í höfuðið með flösku svo hann féll til jarðar hálf- rotaður. Karlmaðurinn var fluttur á slysadeild með sjúkrabifreið með áverka á höfði. Innbrot Brotist var inní þrjá gáma á Grandagarði að morgni föstudags en ekki er ljóst hvort einhverju var stolið. Rúða var brotin í hljómtækja- verslun í Ármúla að morgni laug- ardags og þaðan stolið hljómblönd- unartækjum og fleira að verðmæti á þriðja hundrað þúsund. Það er óvenjulegt miðað við árs- tíma en á fóstudag var lögreglu tilkynnt um sinubruna í Elliðaár- dalnum. Slökkvilið kom á vettvang og gekk starf þeirra vel. Er íbúar í húsi einu í vesturbænum hugðust kveikja upp í arni sínum kom í ljós að ekki hafði verið búið að rífa allan mótuppslátt innan úr strompinum. Logaði hann því að innan en ekki urðu skemmdir vegna þessa. + Elskulegur eiginmaður minn, sonur okkar, tengdasonur, faðir, bróðir, tengdafaðir og afi, GUÐMUNDUR ELÍAS PÁLSSON, Drekavogi 14, verður jarðsunginn frá Langholtskirkju mið- vikudaginn 21. janúar kl. 13.30. Blóm eru vinsamlega afþökkuð, en þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Líknarsjóð Langholtskirkju. Sigrún Erla Hákonardóttir, Páll Halldór Guðmundsson, Gróa Sigurlilja Guðnadóttir, Albert Pálsson, Ólöf Sigurjónsdóttir, Hákon Heimir Kristjónsson, Erla Rún Guðmundsdóttir, Ólafur Heimir Guðmundsson, Anna Valgerður Jónsdóttir, Páll Liljar Guðmundsson Gígja Þórðardóttir og Sölvi afastrákur. + Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför systur okkar, HREFNU BJARNADÓTTUR, Ásvallagötu 21, Reykjavík. Einar B. Bjarnason, Friðbjörn K.B. Bjarnason, Jón Tómas Bjarnason, Ketill B. Bjarnason, Kristinn Þ. Bjarnason, Jónína E. Bjarnadóttir. + Þökkum öllum þeim er sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar elskulegs ei- ginmanns míns, föður, tengdaföður og afa, JÓNS HJARTAR GUNNARSSONAR húsasmiðs, Tunguvegi 68 Reykjavík. Sesselja Steingrimsdóttir, Sigurður Guðjón Jónsson, Sigríður Jónsdóttir, Gunnar Jónsson, Steingrímur Ágúst Jónsson, Jón Hjörtur Jónsson, Sesselja Jónsdóttir, Garðar Jónsson, Sæmundur Ingi Jónsson, Ástríður Ólafía Jónsdóttir, Einar Valgeir Jónsson, S. Guðni Pétursson, Þóranna M. Sigurbergsdóttir, Katrín S. Högnadóttir, Kim Mortensen, María Breiðfjörð, Elfur Magnúsdóttir, Sigurlín Þ. Sigurjónsdóttir og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.