Morgunblaðið - 20.01.1998, Side 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 20. JANÚAR 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Morgunblaðið/RAX
EFTIR fyrirhugaðar viðgerðir á Keldnabænum, útihúsum, jarðgöngum og kirkju og lagfæringar á umhverfínu
verða Keldur eitt samfellt sýningarsvæði. Drífa Hjartardóttir, umsjónarmaður bæjarins, stendur á hlaðinu.
VESTURTRAÐIRNAR á Keldum hafa verið endurhlaðnar og setja nú
skemmtilegan svip á umhverfið.
Elsta hiis lands-
BÚRHURÐIN í Keldnabænum er ein af elstu hurðum landsins, skreytt
gömlu skrauti, stórum trétökkum að ofan og neðan, og tveimur stór-
um og fallegum lömum.
KELDUM á Rangárvöllum er
elsti torfbær landsins og jafn-
framt er hluti hans elsta hús
landsins. Bærinn er í eigu Þjóðminja-
safns Islands. Safnið hefur ektó haft
nægilegt fé til viðhalds svo hann hef-
ur legið undir skemmdum. Nokkuð
hefur verið unnið að viðgerðum á slð-
ustu árum en í iyrra urðu þáttaskil í
þeirri vinnu. Gerð var þriggja ára
áætlun um að koma Keldnabænum í
viðunandi horf og hafíst handa við
fyrsta áfanga hennar. Reiknað er
með að í ár verði gert mikið átak,
meðal annars við fomleifarannsóknir
og endurbyggingu elsta hluta skál-
ans.
Frá 13. öld
Keldur eru kunnur sögustaðui- úr
Njáls sögu. Seinna urðu þær eitt af
höfuðbólum Oddaverja og þai' bjó Jón
Loftsson síðustu æviár sín. Er talið
að þar muni hann vera grafinn,_að því
er fram kemur í Landið þitt ísland.
Jón stofnaði klaustur á Keldum. Á 13.
öld bjuggu þar Hálfdán Sæmunds-
son, sem var sonarsonur Jóns Lofts-
sonar, og kvenskörungurinn Stein-
vör Sighvatsdóttir Sturlusonar. Þór
Hjaltalín sagnfræðingur hefur safn-
að saman heimildum um Keldnabæ-
inn til undirbúnings viðgerðunum.
Fram kemur í skrifum hans að ekki
sé ólítóegt að skálinn sé frá þeirra
tíma, en talið er að Hálfdán hafí
byrjað búskap 1223. Jarðgöngin sem
þar fundust á fyrri hluta aldarinnar,
væntanlega flóttagöng eins og í
Reykholti, benda til að um 13. aldar
mannvirki sé að ræða. Keldnaskál-
inn tilheyrir þróunargerð sem til
varð á 13. öld og í honum er einhver
elsta stafverkssmíði sem varðveist
hefur hérlendis. Fram kemur í bók
Vigfúsar Guðmundssonar um Keldur
að hann telur ekki ótrúlegt að þessir
viðir geti verið úr klausturhúsi Jóns
Loftssonar.
Hjörleifur Stefánsson, arkitekt á
Þjóðminjasafni íslands, vill ekki á
þessari stundu fullyrða of mikið um
aldur bæjarins á Keldum. Segir hann
ótvírætt miðaldahús og þar sé skáli
eins og tíðkaðist á landnámsöld.
Hann minnir á stafverkið, sem er
timbursmíði frá miðöldum, og að þar
sé einnig að finna hurðir frá miðöld-
um. Hurðimar fyrir búri og skála eru
taldar þær elstu á landinu, fyrir utan
Valþjófsstaðarhurðina.
í sumar verður bærinn
á Keldum á Rangár-
völlum, elsti torfbær
landsins, tekinn niður
og síðan endurbyggður
að loknum fornleifa-
rannsóknum. Elsti hluti
bæjarins, svokallaður
skáli, er jafnframt elsta
hús landsins. Helgi
Bjarnason kynnti sér
fyrirhugaðar fram-
kvæmdir.
Vel vandað til undirbúnings
Markmið viðgerðanna er að bjarga
þessum merka bæ frá frekari
skemmdum og koma honum í það
horf að sómi sé að. Á síðasta ári voru
tvö hús Keldnabæjarins endurbyggð,
smiðja og hjallur. Vesturtraðii'nar
voru endurhlaðnar. Einnig var byrjað
á viðgerðum á myllukofa og gang-
verki hans. Loks hefur verið unnið
mikið við endurbætur á íbúðarhúsi
frá 1937, sem Þjóðminjasafnið á
einnig. I sumar var byrjað á að end-
m-hlaða kirkjugarðinn og viðgerðir á
kirlqunni eru að hefjast. Kirkjan er
frá 1875 og er enn sóknarkirkja.
Framkvæmdir við kirkju og garð eru
því á vegum sóknarnefndar en með
stuðningi frá Húsafriðunarsjóði og
fleiri aðilum.
„Ég er ánægð með að viðgerðir
skuli vera hafnar og ekki síður hversu
vel er vandað til undirbúnings og
hvað góðir handverksmenn koma að
þessu,“ segir Drífa Hjartardóttir,
bóndi á Keldum og umsjónarmaður
bæjarins. Hún segir að Keldnabær-
inn hafi verið að drabbast niður allt
frá því Þjóðminjasafnið tók við hon-
um eftir lát Skúla Guðmundssonar
bónda, sem síðastur bjó þar. „Öll hús
þurfa eftirlit og viðgerðir, ekki síst
torfhús. Eitthvað hefur verið unnið
við bæinn en margt af því ber merki
vanþekkingar og vanbúnaðar. Nú er
hins vegar mitóu meiri skilningur á
verðmæti þessara gömlu húsa og
starfsmenn Þjóðminjasafnsins búa
yfir mikilli þekkingu á því hvemig
eigi að gera við gamalt," segir Drífa.
Skálinn endurbyggður
Ekki hefur endanlega verið ákveðið
hvað gert verður á Keldum í sumar,
það verður ekki ákveðið fyrr en á
vinnufundi starfsmanna Þjóðminja-
safns og iðnaðarmanna, sem fyrir-
hugað er að halda á Keldum í byrjun
febrúar. Þá ætti að liggja fyrir hvaða
fjármagn verður til ráðstöfunar, en
meðal annars hefur verið sótt um
styrk úr Rafael-sjóði Evrópusam-
bandsins.
Hjörleifur Stefánsson segir að
skálinn, sem er elsti hluti bæjarins,
verði tekinn niður, einnig bæjardyr,
búr, hlóðaeldhús, geymsla og bæjar-
göng. Að loknum fomleifarannsókn-
um og viðgerðum á tréverki verða
byggingamar endurbyggðar. Einnig
er íyrirhugað að koma hita í bæinn til
að draga úr frostskemmdum í fram-
tíðinni.
Árið 1914 var komið upp nýju eld-
húsi í suðvesturenda skálans og
skemmdist hann við það. Eftir að
Þjóðminjasafnið tók við húsinu 1947
var eldhúsið rifið svo þar er hvorki að
finna eldhúsið ft'á 1914 né eldra bygg-
ingai'stig, það er skálann eins og
hann var 1891. Að sögn Hjörleifs em
starfsmenn ÞjóðminjasaÍFnsins að
hugleiða hvernig standa skuli að end-
urbyggingu skálans, hvort halda eigi
við núverandi útliti eða færa til fyrra
horfs. Stuðst verður við niðurstöður
fornleifai'annsókna við endurgerð
skálans.
Samhliða viðgerðum á Keldnabæn-
um verður unnið að fomleifarann-
sóknum á staðnum og stjórnar Ragn-
heiður Traustadóttir fornleifafræð-
ingur því verki. Gerðar verða rann-
sóknir á jarðgöngunum úr skálanum
sem opnast í brekkubarði við Keldna-
læk. Áð þeim loknum er fyrirhugað
að gera göngin upp. Hjörleifur Stef-
ánsson segir að við viðgerðirnar síð-
astliðið sumaj' hafi verið komið niður
á merkilegar steinhleðslur við vestur-
hlið baðstofunnar. Þær veki forvitni
en ekki hafi gefist tími til að rannsaka
þær í sumar. Verði það gert á þessu
ári.
Samfellt sýningarsvæði
„Við verðum búnh- að snúa vöm í
sókn, Skálinn sjálfur á að vera kom-
inn í frambærilegt horf. Enn verður
mikið verk efth', þama er mikið af
merkilegum útihúsum, görðum,
veggjum og fleira,“ segir Hjörleifur
Stefánsson um stöðu framkvæmda
við Keldnabæinn ef fjármagn fæst til
að koma fyrirhuguðum viðgerðum og
rannsóknum í verk í sumar.
Þór Hjaltalín sagnfræðingur var
ráðinn til að skrásetja verkið og afla
heimilda um bæinn. Fyi-irhugað er að
gera kvikmynd og gefa út bók um við-
gerðir og rannsóknir á Keldum og
sögu bæjarins.
Keldur verða opnai' ferðafólki í
sumar þótt unnið verði að viðgerðum.
Að sögn Drífu Hjartardóttur verða
Keldur eitt samfellt sýningarsvæði að
framkvæmdum loknum, bærinn, úti-
húsin, göngin og kirkjan. Ymsir mun-
ir era í bænum eins og verið hefur frá
því búið var í honum, enda vai' til-
gangurinn með því að Þjóðminjasafn-
ið eignaðist bæinn að hafa gamalt ís-
lenskt sveitaheimili til sýnis fyrir
ferðafólk. Nokkuð af munum hefur
farið á Þjóðminjasafnið. Drífa segir
að komið verði með þá til baka þegar
hægt verði að geyma munina við
sómasamlegar aðstæður í Keldna-
bænum.
Fámennustu hrepparnir felldu sameiningu í Borgarfírði
Líklegt að fjórir
hreppar sameinist
SAMEINING sex hreppa í Borgar-
firði var felld í kosningu sem fram
fór síðastliðinn laugardag. íbúar í
tveim fámennustu hreppunum,
Hvítársíðuhreppi og Skorradals-
hreppi, felldu sameiningu, en í hin-
um hreppunum fjórum, Lundar-
reykjadalshreppi, Reykholtsdals-
hreppi, Hálsahreppi og Andakíls-
hreppi, var sameiningin samþykkt
með miklum meirihluta. Líklegt er
að kosið verði um sameiningu þess-
ara fjögurra hreppa í næsta mán-
uði.
í Andakílshreppi vora 200 á kjör-
skrá og atkvæði greiddu 138, eða
69%. Af þeim sögðu 112 já við sam-
einingu en 26 sögðu nei. I Hálsa-
hreppi voru 60 á kjörskrá og at-
kvæði greiddu 46, eða 76,6%, og
sögðu 37 já en sex sögðu nei. Þrír
atkvæðaseðlar voru auðir. í Hvítár-
síðuhreppi vora 52 á kjörskrá og 44
greiddu atkvæði, eða 84,6%, og
sögðu 20 já, en 24 sögðu nei. I
Lundarreykjadalshreppi voru 63 á
kjörskrá og atkvæði greiddu 53, eða
88,3%. Af þeim sögðu 36 já við sam-
einingu en 13 sögðu nei. Þrír seðlar
voru auðir og einn var ógildur. í
Reykholtsdalshreppi voru 161 á
kjörskrá og atkvæði greiddu 123,
eða 76,3%.^ Já sögðu 108, en nei
sögðu 15. I Skorradalshreppi vora
44 á kjörskrá og atkvæði greiddu
32, eða 72,7%. Þar af greiddu 20 at-
kvæði utan kjörstaðar. Já sögðu 13
en nei sögðu 19.
Afgerandi niðurstaða
I gærkvöldi hélt nefnd sem starf-
að hefur að sameiningunni fund þar
sem hún lauk formlega starfi sínu,
og einnig var rætt um framhald
málsins við oddvita þeirra fjögurra
hreppa þar sem sameiningin var
samþykkt.
Svava Kristjánsdóttir, formaður
sameiningarnefndarinnar, sagði í
samtali við Morgunblaðið að oddvit-
arnir myndu síðan taka málið fyrir í
viðkomandi sveitarstjórnum. Hún
sagðist fastlega i'eikna með því að
kosið yrði um sameiningu hrepp-
anna fjögun-a þar sem um afger-
andi niðurstöðu hefði verið að ræða
í öllum hreppunum fjórum. Kosning
gæti hins vegar ekki farið fram fyrr
en í febrúar þar sem kjörskrá þyrfti
að liggja frammi í fimm vikur fynr
kjördag.