Morgunblaðið - 20.01.1998, Side 17

Morgunblaðið - 20.01.1998, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ PRIÐJUDAGUR 20. JANÚAR 1998 17 VIÐSKIPTI Enn eitt Nomura hneyksli til góðs? Langtíma- vextir í sögulegu lágmarki VIÐSKIPTI á Verðbréfaþingi voru áfram með líflegra móti í gær. Vaxta- lækkanir lengri bréfa héldu áfram og náði ávöxtunarkrafa 20 ára spariskír- teina sögulegu lágmarki í gær. Heildarviðskipti dagsins námu tæplega 2,3 milljörðum króna og er þetta fjórða daginn í röð sem heildar- viðskipti fara yflr 2 milljarða króna. Sem fyrr var ásóknin mest í peninga- markaðsbréf og skuldabréf en hluta- bréfaviðskipti voru í minna lagi. Vextir á vertryggðum lengri bréfum héldu áfram að lækka í gær. Mest urðu viðskipti með 3 mánaða ríkisvíxla, eða alls fyrir 821 milljón króna. Avöxtunarkrafa þeirra hækk- aði um 7 punkta í 7,27%. Þá urðu rösklega 745 milljóna króna viðskipti með spariskírteini ríkissjóðs. Avöxt- unarkrafa 10 og 20 ára spariskírteina lækkaði um 3-5 punkta. Stendur ávöxtunarkrafa 20 ára spariskírteina nú í 4,70% og fór raun- ar niður í 4,67% í gærmorgun en hækkaði lítillega á ný undir lok dags. Er þetta lægsta ávöxtunarkrafa á þessum flokki spariskírteina irá því þau voru fyrst gefin út 1995 og er ávöxtunarkrafa bréfanna nú 1,2% lægri en þegar viðskipti hófust með þau. Hins vegar hækkaði ávöxtunar- krafa á styttri spariskírteinum um 2-3 punkta í viðskiptum gærdagsins. ------»♦♦------- Þýzk and- staða gegn frönskum ECB-stjóra Goslar. Reuters. FULLTRÚI í stjórn þýzka seðla- bankans (BuBa), Helmut Hesse, kveðst andvígur því að Frakki verði yfirmaður fyrirhugaðs seðlabanka Evrópu, ECB. Hesse sagði að tilraunir Frakka til að gera bankastjóra franska seðlabankans, Jean-Claude Trichet, að forstöðumanni ECB væru ugg- vænlegar. Hann sagði að sameiginlegur gjaldmiðill Evrópu yrði að vera laus við pólitísk áhrif þátttökuríkja, en franska stjómin liti á evró sem póli- tískt verkfæri. ESB-ríki takast á um hvort Trichet eða forstöðumaður peninga- stofnunar Evrópu (EMI, Wim Du- isenberg, eiga að stjórna ECB. Ekki er búizt við að deilan leysist fyrr en í maíbyrjun þegar ríki þau sem taka upp evró verða valin. Gegn sæti handa Bretum Duisenberg sagði í viðtali við BBC að ESB ætti ekki að taka frá sæti handa Bretum í framkvæmda- stjóm ECB, því að breytingar í stjóminni mundu leiða til þess að sæti losnuðu. Að sögn Duisenbergs munu sæti losna í stjórninni vegna þess að starfstími fulltrúanna er misjafn- lega alngur. HUGBÚNAÐUR FYRIRWINDOWS Traust þjónusta Rómaðar lausnir KERFISÞRÓUN HF. Fákafeni 11 • Sími 568 8055 www.islandia.is/kerfistftroun Tókýó. Reuters. ENN eitt hneykslismál, sem verð- bréfarisinn Nomura Securities er viðriðinn í Japan, hefur verið harð- lega gagnrýnt, en getur orðið til góðs að dómi kunnugra. Vegna fjaðrafoksins getur orðið lát á harðnandi samkeppni banka og verðbréfafyrirtækja um að eyða sem mestum fjármunum til að vinna hylli viðskiptavina, öllum tU mikils léttis. „Þetta hneyksli getur orðið No- mura og öllum til góðs vegna þess að nú gefst tækifæri tU að draga úr veizluhöldum," sagði Noboru Yoshimura, höfundur bókar um japanskar viðskiptavenjur. „Ef Nomura sker niður risnu- kostnað munu önnur stór verð- bréfafyrirtæki gera slíkt hið sam- an. Allir munu njóta góðs af.“ Ásakanir um mútur Nomura er aftur í sviðsljósinu vegna ásakana um að hafa mútað háttsettum starfsmanni hálfopin- beirar þjóðvegamálastofnunar með matarboðum í von um íyrir- greiðslu í sambandi við sölu skuldabréfa. Tveir fyrrverandi háttsettir starfsmenn Nomura voru hand- teknir á sunnudaginn og auk þeirra fjármálastjóri japönsku þjóðvegaþjónustunnar, sem starf- aði áður í fjármálaráðuneytinu. Leitað var í aðalskrifstofum beggja fyrirtækja daginn eftir. Japanskir fjölmiðlar reyna að gera sér mat úr hinum óbeinu tengslum við fjármálaráðuneytið og segja þau sýna mikilvægi kunn- ingjatengsla í viðskiptalífinu og hjá hinu opinbera. Tókýóblaðið Shimbun segir í íyrirsögnum að málið hafi vakið grunsemdir í garð fjármálaráðu- neytisins. Stjórnarandstæðingar gagn- rýndu Hiroshi Mitsuzuka fjár- málaráðherra á þingi íyrir með- höndlun hans á fjölda fjárhags- legra hneykslismála, sem upp hafa komið á síðustu mánuðum. Lækkaðu ferðakostnað í viðskiptaferðum til Evrópu Samvinna Flugleiða og SAS sparar viðskiptafarþegum á leið milli íslands og annarra Evrópulanda umtalsverðar fjárhæðir. Með því að fljúga á viðskiptafargjaldi SAS og Flugleiða lækka menn ferðakostnað með því að nýta sér tíðar áætlunarferðir og sveigjanleika í tengslum við bókanir og breytingar á þeim. Jafnframt hlýst af því umtalsverður óbeinn sparnaður að stytta dvalartíma erlendis og þar með fjarvistir frá vinnustað hér heima. Nýttu þér ótvíræða kosti þess fyrir þig og fyrirtæki þitt að fljúga á viðskiptafargjaldi í Evrópu með SAS og Flugleiðum. Bókanir og nánari upplýsingar hjá söluskrifstofum Flugleiða og SAS og hjá ferðaskrifstofúnum. FLUGLEIÐIR/mW Soj&Qoss é&L ttr/sts

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.