Morgunblaðið - 20.01.1998, Qupperneq 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 20. JANÚAR 1998
LANDIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
Karfan á hvolfi
Vog'um - Tveir menn voru í
körfu körfubfls sem fór á hvolf
við framkvæmdir á Grundar-
tanga á föstudagskvöld. Karfan
stöðvaðist í 8-9 metra hæð á
hvolfi en mennimir sluppu
ómeiddir. Þeim var siðan hjálpað
niður í körfu á öðm tæki og er
myndin tekin í þann mund sem
hjálpin barst.
Morgunblaðið/Eyjólfur M. Guðmundsson
Morgunblaðið/Sig. Fannar.
HLUTI starfsmanna og þáttagerðarmanna títvarps Suðurlands, sem næst um allt Suðurland á tíðninni 96,3.
Morgunblaðið/Birna Mjöll Atladóttir
ÁHUGASAMIR nemendur fylgdust grannt með kennslunni.
Frábær fyrirtæki
1. Raftækjaverslun á frábærum stað. 30 ára fyrirtæki. Gott verð.
Laus strax.
2. Glæsileg snyrti- og skartgripaverslun til sölu. Er staðsett í versl-
unarmiðstöð. Vel þekkt fyrirtæki sem selur góð merki. Laus strax.
Gott verð.
3. Blóma- og gjafavöruverslun á þekktum stað í verslunarmiðstöð.
Góðar innréttingar. Mikil blómasala. Laus strax.
4. Fiskbúð í íbúðarhverfi. Gömul og rótgróin. Gott verð ef samið
er strax.
5. Heildverslun og rekstur sjálfsala. Hægt að reka úr heimahúsi.
Ýmsir möguleikar.
6. Einn þekktasti og elsti billjardstaður borgarinnar til sölu. Nýupp-
tekin borð. Glæsilegur umbúnaður. Frábært fjölskyldufyrirtaeki.
Upplagt fyrir „gamla íþróttahetju og þekkta".
7. Saltfiskverkun á stór-Reykjavikursvæðinu. Nýverksmiðja með
öllum tækjum sem til þarf. 600 fm eigið húsnæði á tveimur hæð-
um. Er með leyfi frá Fiskistofu fyrir saltfisk og útfl. á ferskum
fiski. Bæði starfsemi og hús til sölu eða annað hvort.
8. Til sölu tölvuþjónustufyrirtæki úti á landi, það eina í sínum lands-
fjórðungi. Mikil uppbygging á sér stað þar og fer stórlega vax-
andi.
Höfum trausta kaupendur að eftirtöldum fyrirtækjum:
1. Fyrirtæki tengt sjávarútvegi.
2. Stórum heildverslunum í ýmsum vöruflokkum.
3. Framleiðslufyrirtæki fyrir landsbyggðina.
4. Tæknilegu hugbúnaðarfyrirtæki.
5. Framleiðslufyrirtæki í matvörum o.fl.
Upplýsingar aðeins á skrifstofunni.
SlfÐURVE R I
SfMAR 581 2040 OG 581 4755. REYNIR ÞORGRÍMSSON.
Skyndi-
hjálp fyrir
unglinga
Patreksfírði - Námskeið í
skyndihjálp fyrir unglingadeild-
ir björgunarsveitanna við fjörð-
inn var haldið dagana 10. og 11.
janúar sl. Tveir krakkar komu
frá slysavarnadeild Bræðra-
bandsins í fyrrv. Rauðasands-
hreppi og fjórtán frá björgun-
arsveitinni Blakki frá Patreks-
firði ásamt þremur umsjónar-
mönnum. Leiðbeinandi á nám-
skeiðinu var Dagbjartur
Brynjarsson frá Björgunarskdl-
anum.
Farið var í undirst öðuatriði
skyndihjálpar. Einnig voru sett
á svið slys sem nemendur voru
látnir koma að og sinna þeim
slösuðu. Eftir á var siðan rætt
við „sjúkraliða“ og þá „slösuðu“
um hvað betur mætti fara. Og
gist var í félagsheimilinu Fa-
grahvammi í eina nótt.
Það var þreyttur en ánægður
hópur sem hélt heim um miðjan
laugardag eftir vel heppnaða
helgi.
Sendingar nást nú
um allt Suðurland
Selfossi - títvarp Suðurland hef-
ur verið starfrækt síðastliðna 7
mánuði. títsendingar hafa náðst
á Selfossi og næsta nágrenni en
með tilkomu nýs sendis nást út-
sendingar nú um allt Suðurland,
frá Sandskeiði og austur að Ló-
magnúpi.
Nýi sendirinn er staðsettur á
Klifi í Vestmannaeyjum og er út-
sendingartíðnin 96,3. Að sögn
Svans Gísla Þorkelssonar út-
varpsstjóra hefur útvarpið nú
lokið allri tilraunastarfsemi.
„Móttökur hafa verið frábærar
og við erum þessa dagana að
kanna rekstrargrundvöllinn til
langframa.“ Svanur segist
ánægður með hversu gott starfs-
fólk hefur ráðist til starfa, en alls
starfa í kringum 30 manns við út-
varpið.
Svanur segir aðstandendur út-
varpsins Ieggja mikið upp úr
vandaðri dagskrárgerð. „Við höf-
um nokkra sérstöðu í útvarps-
flóru landsins. Það er mikil vinna
á bak við flesta þættina þó svo að
þeir séu allir í beinni útsendingu
og fjölbreytileikinn er mikill,“
segir Svanur. Þessu til stuðnings
nefnir hann að nú séu þættir á
dagskrá sem sinni flestum þjóð-
félagshópum. Dagskrárgerðin er
fjölbreytt og á fastri dagskrá má
finna þætti um viðskipti, land-
búnað, andleg málefni og menn-
ingu. Einnig er útvarpað beint
frá tónleikum og messuhaldi.
„títvarp Suðurland er tilraun
sem virðist ætla að heppnast vel
og vonandi er útvarpið komið til
að vera,“ segir Svanur Gísli út-
varpsstjóri.
Andlát
SYEINN KR.
GUÐMUNDSSON
SVEINN Kr. Guð-
mundsson, fyrrverandi
kaupfélagsstjóri og
bankaútibússtjóri á
Akranesi, lést á Sjúkra-
húsinu á Akranesi síð-
astliðinn laugardag.
Hann var 86 ára að
aldri.
Sveinn fæddist 22.
desember 1911 á Búð-
um í Fáskrúðsfirði og
ólst upp á þeim slóðum.
Foreldrar hans voru
Guðmundur Stefánsson
og Guðrún Jónsdóttir.
Hann var við nám í
Héraðsskólanum á Laugarvatni
1930-32 og vann alla algenga sjávar-
vinnu á Búðum til 1935 er hann hóf
verslunarstörf hjá Kaupfélagi Fá-
skrúðsfirðinga. Sveinn fluttist til
Akraness 1941 og hóf þar störf hjá
Kaupfélagi Suður-Borgfirðinga.
Hann varð kaupfélagsstjóri 1942 og
gegndi því starfi til 1963 en síðast-
talda árið varð hann einnig umboðs-
maður Samvinnutrygginga. Sveinn
varð útibússtjóri Samvinnubankans
á Akranesi við stofnun hans 1964 og
gegndi því starfi til 1981 er hann lét
af störfum fyrir aldurs sakir.
Sveinn gegndi mörgum trúnaðar-
störfum á löngum starfsferli. Hann
var einn af stofnendum Verkalýðs-
félags Fáskrúðsfjarðar og formaður
þess 1935-41, sat í hreppsnefnd
Búðahrepps og var
varaoddviti 1937-41.
Hann sat í bæjarstjóm
Akraness 1946-50, í yf-
irstjórn Vesturlands-
kjördæmis 1959-71 og
1978-91, var formaður
Fræðsluráðs Akraness
1959-71 og endurskoð-
andi Sementverk-
smiðju ríkisins
1971-72. Hann var í
stjórn Andakílsvirkj-
unar 1967-72 og
1978-87, endurskoð-
andi Sparisjóðs Akra-
ness og sat í stjórn
hans um árabil. Hann tók virkan
þátt í starfi Alþýðuflokksins og var
fulltrúi á landsfundum hans um ára-
tugaskeið frá árinu 1938. Hann var í
stjórn kjördæmisráðs flokksins á
Vesturlandi í 16 ár, lengst af for-
maður. Hann var formaður stjórnar
Skallagríms hf. 1979-80, í stjórn
Byggðasafnsins að Görðum
1973-86, lengst af gjaldkeri, í stjórn
Hjartaverndar frá 1978 og í banka-
ráði Seðlabankans 1980-85. Sveinn
starfaði einnig mikið af málefnum
Góðtemplara og Oddfellowregln-
anna auk margra smærri félags-
starfa.
Eiginkona Sveins var Guðrún
Örnólfsdóttir, en hún lést í ágúst á
síðasta sumri. Þau eignuðust fjögur
börn og eru þrjú þeirra á lífi.
)
)
I
)
)
)
)
)
)
)
)
[
)
)
)
)
)
)
)