Morgunblaðið - 20.01.1998, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 20.01.1998, Blaðsíða 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 20. JANÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthias Johannessen, Styrmir Gunnarsson. MISBRESTUR Á FRAMKVÆMD SKATTAMÁLA AUGLJÓST er, að alvarlegur misbrestur er á fram- kvæmd skattamála hér á landi og kemur það m.a. fram í því, að réttur borgaranna er fyrir borð borinn vegna ójafnræðis þeirra og ríkisvaldsins. Lögum um framkvæmd skattamála, sem eiga að tryggja stöðu skatt- greiðenda, er ekki framfylgt. Þetta kom berlega fram á ráðstefnu um skattamál sl. föstudag, sem haldin var af Félagi löggiltra endurskoðenda og Lögfræðingafélagi ís- lands. Tilefni ráðstefnunnar var sú yfirlýsing Davíðs Odds- sonar, forsætisráðherra, undir lok síðasta árs, að undir- búningur væri hafinn að stofnun embættis umboðsmanns skattgreiðenda, sem mundi gæta hagsmuna þeirra og veita því fólki aðstoð, sem telur rétt á sér brotinn. Hörð gagnrýni kom fram á skattayfirvöld og Hæstarétt á ráðstefnunni og voru fjölmörg dæmi nefnd um ójafna stöðu skattyfirvalda og skattgreiðenda. Kristinn Bjarna- son, héraðsdómslögmaður, lýsti því, hvernig ríkissjóður hefði forgang fram yfir skattborgarana og taldi refsi- ákvæði alltof ströng og oft ekki samhengi milli sektar og skattaskuldar. Ólafur Nilsson, endurskoðandi, nefndi dæmi um, hvernig grafið væri undan rétti skattborgara gagnvart skattheimtunni. Skattaðili hefði 30 daga til að kæra eftir álagningu, en skattstjóri 60 daga til að kveða upp úrskurð. Skattstjórar stæðu ekki við þann frest, þótt lög mæli svo fyrir, þeir gætu breytt framtali að eigin mati og fengi skattaðili 15 daga frest til skriflegra athuga- semda, en skattstjóri drægi oft mánuðum saman umfram lögbundinn frest að kveða upp úrskurð. Samt væru oft miklir hagsmunir í húfi. Skattgreiðendur þurfi að greiða dráttarvexti og viðurlög af vangreiddum sköttum, en þeg- ar í ljós komi, að álagning skattstjóra er rakalaus fái þeir ekki dráttarvexti af ofteknum gjöldum heldur spari- sjóðsvexti. Ólafur taldi skilyrðislaust eiga að auka ábyrgð skattyfirvalda á tilviljanakenndum breytingum á framtöl- um og gera þeim að greiða viðurlög og dráttarvexti af ólögmætri álagningu. Þessi ábending Ólafs er réttmæt og má m.a. benda á, að dráttur á að ljúka skattamáli hefur í för með sér mikil útgjöld fyrir skattgreiðandann. Yfirskattanefnd varð fyrir mikilli gagnrýni eins og m.a. kom fram í máli Arna Tómassonar, endurskoðanda. I þau sex ár, sem hún hefur starfað, hefur aldrei verið uppfyllt sú lagaskylda að birta fordæmisgefandi úrskurði. Þá eru allir sex yfirskattanefndarmenn skipaðir af fjármálaráð- herra og undir honum eiga þeir endurskipun til starfa. Nefndarmenn koma þar að auki yfirleitt með bakgrunn úr skattkerfinu og vinnubrögðum þess. Þessi dæmi Árna Tómassonar hljóta að vekja spurningar um stöðu nefnd- arinnar og hann telur, að færa beri yfirskattanefnd undan fjármálaráðuneyti til dómsmálaráðuneytis vegna aug- ljósra hagsmunatengsla. Þær upplýsingar, sem komið hafa fram um starfshætti skattyfirvalda, eru nægjanlegar til þess að hafizt verði handa um endurskoðun á núverandi fyrirkomulagi. Jafn- framt er eðlilegt að flýta setningu laga um embætti um- boðsmanns skattgreiðenda sem kostur er. Höfuðatriði er, að þeir njóti fulls og óskoraðs jafnræðis við ríkisvaldið í meðferð skattamála. Mikilvægt er hins vegar að átta sig á, að sú gagnrýni, sem fram kom á umræddri ráðstefnu beinist ekki sízt að kerfinu sem slíku, þ.e. þeim starfsramma, sem löggjafinn hefur búið til og starfsfólki skattstofa ber að starfa eftir. Þessa gagnrýni ber því að skoða sem gagnrýni á kerfið en ekki sem áfellisdóm yfir starfsfólki skattstofanna, sem áreiðanlega vinnur starf sitt af samvizkusemi. Það liggur t.d. beint við að ætla, að dráttur á afgreiðslum skattayfir- valda umfram lögbundin tímamörk byggist einfaldlega á því, að ekki hefur verið séð fyrir nægilegum fjárveiting- um til þess að skattstofurnar geti sinnt starfi sínu á þeim tíma, sem ætlast er til lögum samkvæmt. Gagnrýnin bein- ist því fyrst og fremst að þeim, sem hafa sett kerfið upp en ekki starfsfólkinu, sem vinnur á grundvelli þess. Þá er líka nauðsynlegt að hafa í huga að mikil breyting hefur orðið á tíðaranda. Fyrir nokkrum árum hefði fáum dottið í hug að hafa uppi gagnrýni á skattayfirvöld á þess- um forsendum. Nú hafa hins vegar orðið svo miklar breytingar í samfélaginu, að skattakerfið er bersýnilega orðið að fortíðarfyrirbæri að sumu leyti, þegar horft er til þeirra breytinga, sem hafa orðið annars staðar. YMIS teikn eru á lofti um, að sprengihreyfillinn, sem knú- ið hefur bílinn í meira en eina öld, sé um það bil að renna sitt skeið á enda. Bullur og sveifarásar eru kannski ekki alveg á förum en bílaframleiðendur víða um heim eru nú á einu máli um, að óhjá- kvæmilegt sé að gjörbylta bílvélinni og þeirri tækni, sem hún byggist á. Fyrir aðeins fáum árum hefði verið litið á hugmyndir af þessu tagi sem hverja aðra villutrú. John F. Smith Jr., forstjóri Gener- al Motors í Bandaríkjunum, segir, að verkefnið framundan sé íyrst og fremst að draga úr eldsneytisnotkun og mengandi útblæstri og hann spáir því, að sprengihreyfíllinn muni hverfa smám saman á næstu 20 til 30 árum. Um þetta virðast allir vera sammála og bílaframleiðendur gera sér grein fyrir því, að taki þeir ekki fullan þátt í leitinni að nýrri tækni, muni þeir einfaldlega verða skildir eftir úti í kuldanum. Veðja á efnarafalinn Sem dæmi um það má nefna, að Ford-bílaverksmiðjurnar tilkynntu í síðasta mánuði, að þær ætluðu að leggja fram rúmlega 30 milljarða ísl. kr. vegna nýs samstarfsfyrirtækis þeirra, Daimler-Benz og kanadíska fyrirtækisins Ballard Power Syst- ems. Markmiðið er að framleiða árið 2004 allt að 100.000 bfla, sem knúnir eru eldsneytissellum eða efnarafal. Þar er um að ræða mengunarlausan orkugjafa, sem breytir vatnsefni og súrefni í raforku. Á bflasýningunni í Tókýó í október kynntu japanskir framleiðendur hvorki meira né minna en sex bfla með nýjum vélum. Af þeim má til dæmis nefna Prius frá Toyota, sem hefur hvorttveggja, bensínvél og raf- mótor, og á þessi fjölorkuvél að kom- ast 100 km á 3,5 lítrum. Kom bfllinn á markað í Japan í síðasta mánuði en verður ekki kynntur í Bandaríkjun- um fyir en 2000. Flestir hinna bfl- anna voru aðeins til kynningar og eru ekki tilbúnir í fjöldaframleiðslu. Fjölorkubíll frá GM I Bandaríkjunum stefnir GM að því að hefja sölu á nýjum fjölorkubfl 2001, sem á að láta sér nægja aðeins 2,9 lítra á 100 km, og 2004 ætlar fyr- irtækið að kynna nýjan rafbfl, sem fær orkuna frá eldsneytissellum. Chrysler lætur heldur ekki sitt eft- ir liggja í þessari samkeppni og hefur kynnt mjög léttbyggðan fjölorkubfl, Dodge Intrepid ESX2, sem er með dísilvél og rafmótor og á að komast 100 km á 3,4 lítrum. Það, sem nú er að gerast, stingur mikið í stúf við það, sem sjá mátti á bflasýningunni í Detroit á síðasta ári, en þar var áherslan á rennilegar lín- ur og bensínfreka og sportlega bfla. Loftslagsráðstefnan í Kyoto í Japan og hertar mengunaireglur víðast hvar hafa gjörbreytt þessu öllu, jafn- vel í hinni íhaldssömu Detroit. Ef sprengihreyfíllinn er í rauninni að syngja sitt síðasta mun það hafa gífurlegar afleiðingar um allan heim. 600 milljóna bfla bíður þá ekkert nema úrelding og óhjákvæmilegt verður að gera miklar breytingar á öllum „bensín“-stöðvum hvar sem þær er að fínna. Mun það og fjárfest- ing í nýjum tækjabúnaði á bílaverk- stæðum að sjálfsögðu kosta geypifé. Orkustöðvar í stað bensínstöðva Þessi þróun mun einnig hafa veru- leg áhrif í mörgum öðrum iðn- og at- vinnugreinum og í Bandaríkjunum eru fulltrúar bílaframleiðenda þegar farnir að ræða við olíufélögin um að komið verði upp svokölluðum orku- stöðvum í stað bensínstöðva. Vilja þeir einnig að dregið verði úr brenni- steinsinnihaldi í bensíninu til að minnka mengun en það hefur nú þeg- ar verið gert að nokkru leyti í Japan og Kaliforníu. Bflaframleiðendur gera sér samt fulla grein íyrir því, að það er ekkert einfalt mál að segja skilið við sprengihreyfilinn, sem var fundinn upp í Þýskalandi á áttunda og níunda áratug síðustu aldar. Hann nýtir sér orkuna, sem verður til þegar raf- neisti kveikir í blöndu bensíns og lofts, en í dísilvélum, sem brenna þykkari olíu, er sprengingin fram- kölluð með miklum þrýstingi en ekki Bylting að verða í bflvéla- framleiðslu Loftslagsráðstefnan í Kyoto og strangari mengun- arlöggjöf virðast vera í þann veginn að kveða upp dauðadóm yfir sprengihreyflinum, sem knúið hefur bílinn í meira en eina öld. Hvað við tekur er ekki al- veg ljóst en helstu keppendurnir nú eru fjölorkuvél- in, efnarafallinn og rafvélin. með rafneista. Dísilvélin er spar- neytnari en bensínvélin og vinsæl í Evrópu en ekki í Bandaríkjunum þar sem bensínið kostar minna en vatn á flösku. Bandaríkjamenn gætu þó líklega sætt sig við nýju vélarnar vegna þess, að koltvísýr ingsmengun frá þeim er lítil. Þótt dísilvélin sé sparneytnari en bensínvélin, gefur hún frá sér meira af öðrum mengandi efn- um. Úrgangiirinn er aðeins vatn Miklar og kannski mestar vonir eru bundnar við eldsneytissellurn- ar eða efnarafalinn vegna þess, að hann er næstum mengunarlaus. I honum er framleitt rafmagn með leiða næstum mengunarlausa bensín- vél. Ki-afan um minni mengun knýr vissulega bflaiðnaðinn áfram í leit að nýrri tækni en auk þess telja for- svarsmenn hans, að miklir framtíðar- möguleikar séu í rannsóknum á þessu sviði. Bflaiðnaðurinn og hags- munir hans ná nú til alls heimsins og menn vita auðvitað sem er, að í flest- um löndum er bensínið fjórum eða fimm sinnum dýrara en í Bandaríkj- unum. Ný tækni er því hugsanlega forsenda þess, að milljónir manna geti látið sig dreyma um að eignast bfl. Sumir, einkum ýmsir umhverfis- verndarmenn, efast vissulega um áhuga bflaiðnaðarins á minni mengun en aðrir hugga sig við, að hann eigi einfaldlega ekki um neitt annað að velja. Rafbfllinn á erfitt uppdráttar General Motors, stærsti bflafram- leiðandi í heimi, hefur farið með hundruð milljarða ísl. kr. í rannsókn- ir á mengunarlitlum eða mengunar- lausum bflvélum en markaðssetning rafbflsins EVl hefur alveg brugðist. Hafa aðeins selst af honum 300 ein- tök síðan hann var kynntur í Kali- forníu og Ai-izona og aðallega vegna þess, að hann er lítill og kemst aðeins 112 km á hleðslunni. Það þykir ekki nógu gott í víðáttunum í Bandaríkj- unum en GM neitar því, að fjárfest- ingin hafi verið misráðin. Ken Baker, aðstoðarforstjóri GM í rannsóknum og þróun, segir, að EVl sé sá grundvöllur, sem byggt verði á, og nú hefur GM kynnt nýjan rafbfl, sem vegur helmingi minna og kostar aðeins þriðjunginn af því, sem EVl kostaði. PRIUS-fjöIorkubíllinn frá Toyota. Kom hann á markað í Japan í siðasta mánuði en verður ekki seldur í Bandaríkj- unum fyrr en árið 2000. EVl-rafbfllinn frá General Motors. Af honum hafa ekki selst nema 300 stykki enda kemst hann ekki nema 112 km á hleðslunni. Nú hefur GM kynnt arftaka hans, sem er helmingi léttari og kostar ekki nema þriðjunginn af verði EVl. efnahvörfum vatnsefnis og súrefnis og úrgangurinn er aðeins vatn. Elds- neytissellurnar eru þó hvorki ný né róttæk tækni. Hin eiginlega bylting hvað þær varðar verður ekki fyrr en þær verða ódýrari í framleiðslu og minni og léttari. Fyrsta eldsneytissellan, sem Mercedes kynnti 1994, fyllti út í bfl- inn þannig að ekkert pláss var fyrir farþega en nú hefur fyi’irtækið komið einni fyrir í einum af litlu A-Class-bfl- unum. Hún er aðeins á stærð við stóra ferðatösku en er of dýr og of óhentug til hversdagslegra nota. Miklar framfarir hafa átt sér stað í smíði rafgeyma en samt eru þeir ekki komnir á það stig, að þeir séu í raun nothæfir sem orkugjafi í bílum. Þess vegna telja margir, að fjölorkuvélin sé framtíðin, að minnsta kosti til að byrja með. Yrði hún búin litlum sprengihreyfli og rafgeymum eða eldsneytissellum. Þeir, sem aðhyllast hana, segja, að unnt sé að draga svo úr mengun frá bensínhreyflum, að hún verði nánast engin og auk þess sé unnt að nýta bensínið miklu betur en nú með tölvustjórn. I þessu sam- bandi má nefna, að Honda-verk- smiðjurnar japönsku tilkynntu ný- lega, að þeim hefði tekist að fram- Chrysler nálgast viðfangsefnið með öðrum hætti og leggur áherslu á að laga nýju tæknina að bflum, sem fólk vill kaupa, í stað þess að ætlast eingöngu til, að kaupendur lagi sig að nýju tækninni. Hefur fyrirtækið var- ið miklu fé í rannsóknir á eldsneytis- sellunum en stefnir að því að knýja þær með bensíni en ekki öðrum orku- gjöfum eins og til dæmis metanóli. Hjá Chrysler er bent á, að bensín sé alls staðar fáanlegt og notkun þess muni geta flýtt þróun þessarar tækni um heilan áratug. Heimild: The Wall Street Journal. + ÞRIÐJUDAGUR 20. JANÚAR 1998 31 RÆÐARAR í höfninni í Þórshöfn. Þinganes í bakgrunni. Morgunblaðið/RAX Þvermóðska Færeyinga - afskiptaleysi Dana Færeyska kreppan átti sér langan aðdrag- anda, sem nýja danska skýrslan um banka- málið varpar ljósi á, eins og Sigrún Davíðs- dóttir rekur í fyrstu grein sinni um skýrsluna. NUVERANDI skuld Færey- inga upp á tæplega sextíu milljarða íslenskra króna safnaðist ekki upp á einni nóttu. Skýrslur danskrar ráðgjafa- nefndar frá síðasta áratug um Færeyj- ar eru eins og framhaldssaga, þar sem sami kaflinn er prentaður aftur og aft- ur með nýjum tölum: Stöðugt var var- að við offjárfestingum og ofveiði og töl- urnar hækkuðu ár frá ári. Færeyingar svöruðu dönskum ábendingum gjarn- an að Danir skildu ekki eðli og náttúru færeysks samfélags. Undir niðri lá tregða Færeyinga til að hverfa frá byggðastefnu sem felur í sér dreifða byggð í kringum smáan og óarðbæran rekstur. Boðskapur eyjarskeggja var því iðulega að allt gengi vel, en það þyrfti bara meira danskt fé. Eftir á er erfítt að skilja af hverju danska stjórnin lét ósómann viðgang- ast, því ekki vantaði viðvaranir frá þeim fáu dönsku embættismönnum, sem höfðu augun á Færeyjum. Vísast var danskt afskiptaleysi blanda af ótta þeirra við að koma fram við Færeyinga sem hofmóðugt nýlenduveldi, og kæiu- leysi því Færeyjar voru svo langt í burtu, en það voru líka dönsk fyiii'tæki sem áttu hagsmuna að gæta við jarð- gangagerð, vegalagningu og skipasmíð- ar fyrir færeysku spúttnikkana. Fyrir íslenska lesendur er auðvitað áhugavert að stunda sagnfræðilega heilaleikfimi og hugleiða hvemig ástandið væri á ís- landi ef Islendingar hefðu ekki fengið sjálfstæðisviðurkenningu 1918 og síðan setið uppi með heimastjómarlög og danskt fjárstreymi. Sérfæreyskar forsendur - ekki almenn viðskiptalögmál Danska skýrslan um bankamálið er gullnáma upplýsinga um ástandið í Færeyjum séð með dönskum augum. Þessi Færeyjasaga kemur annars veg- ar fram í útdráttum úr dönskum skýi-slum og hins vegar framburði þeima dönsku embættismanna, sem komu að færeyskum málefnum. Frá- sögn þeirra ber þess glöggt vitni að Færeyjar voru mál út af fyrir sig, þar sem almenn efnahagslögmál giltu ekki. Allt sem hafði með Færeyjar að gera var tekið fyrir á sérfæreyskum for- sendum. Ráðgjafanefndin varðandi Færeyjai' var dönsk embættismannanefnd, sem eins og nafnið bendh' til átti að vera til ráðgjafar um færeysk málefni. Nefnd- in skilaði skýrslu einu sinni á ári. I skýrslunni 1983 er ályktað að bæði ríkisstyrkir til sjávarútvegsins og rík- isábyrgð fjárfestinga, sem leiði til ein- staklega hás lánahlutfalls í skipum og dragi úr arðsemi sjávarútvegsins, ein- kenni þróun færeysks efnahagslífs og feli í sér mikla hættu á óheppilegum fjárfestingum. Einnig er bent á að gengið sé á fískistofnana með veiðum langt yfir þeim mörkum, sem físki- fræðingai- leggi til. Síðan segir: „Þegar til skamms tíma er litið er örugglega svo komið (í mars 1984, þegar skýrsl- an er skrifuð) að enn eitt nýtt fiskiskip í færeyski-i lögsögu gefur ekki ávinn- ing fyrir færeyska þjóðarbúið í neinu hlutfalli við tilkostnaðinn." I skýrslunni 1983 var áfram varað við styrkjastefnunni, sem aðeins stækkaði fiskiskipaflotann, og stjórn- lausri veiði. Yrði ekkert að gert myndi vandinn vaxa. Árið eftir var enn sama sagan, varað við styi'kjum og ofveiði. Árið 1985 var viðskiptahalli á hvern Færeying tvöfalt meiri en á hvern Dana. Á danskan mælikvarða væni slíkar tölur „öldungis óviðunandi“. I skýi-slunni 1986 hefur mikil þensla bæst ofan á fyrri áhyggjuefni og varað er við vaxandi skuldasöfnun sökum viðskiptahalla. Ái'ið 1987 er ályktað að „skortur á jafnvægi í færeyskum efna- hag er nú orðinn enn meira áberandi en áður ... efnahagsástandið stefnir til verri vegar. Þrátt fyrir einstaklega há- ar tekjur 1987 er hallinn á viðskipta- jöfnuðinum tæpur milljarður danskra ki'óna, sem er meira en nokkru sinni.“ Skuldir á þriðja heims mælikvarða Árið 1988 hefur komið í ljós að er- lendar skuldir við árslok eru tveimur milljörðum hærri en álitið var, svo skuldirnar verða óviðráðanlegar ef viðskiptahallinn, sem hefur verið 15-18 prósent þjóðartekna undanfarin ár, verður ekki lækkaður. „Skuldir Færeyinga eru orðnar svo miklar að óþekkt er í nokkru landi, nema ef vera skyldi í einhverjum löndum þriðja heimsins. Ef jafnvægi á að nást verð- ur að spyrna af krafti við neyslu og fjárfestingum.“ Og enn og aftui' eru styrkir til sjávarútvegs nefndir og að nú þurfi að sýna pólitískan vilja til að leysa vandann. Þegai’ kemur fram á 1989 bendir nefndin á að landstjómin hafi tekið í taumana, en þó sé hallinn enn slíkur að hann myndi „í öðrum löndum vera ástæða til mjög öflugra pólitískra ráð- stafana. Umfang erlenda skulda gerir það mjög brýnt að frekari skuldasöfn- un sé strax stöðvuð ... þótt það geti ekki gerst án sársauka og ekki án óþægilegra hliðaráhrifa eins og gjald- þrota og atvinnuleysis. Það er ekki hægt að framleiða sig út úr eifiðleikun- um... Ef ekkert er að gert vaxa skuld- irnar og það getur leitt til þess að ekki verði hægt að hafa hemil á ástandinu.“ En þrátt fyrir viðvörunarsöng um samdrátt og aðhald tóku færeyskir stjórnmálamenn samt sem áður stefn- una í hina áttina 1990 og hugsuðu sér nú að lækka skatta. í skýrslunni 1990 kallaði ráðgjafanefndin þessa fyrirætl- un „óábyi'ga". „Fyrsta verk hlýtur að vera að greiða niður erlendar skuldir. Ætla má að fiskistofnarnir í hafinu verði eftir sem áður undirstaða gjald- eyrisöflunar Færejnnga. Enn hefur þó ekki verið gripið til ráða til að tryggja skynsamlegri nýtingu fiskistofnanna." Óarðbærar verksmiðjur Þetta er í stuttu máli aðdragandi kreppunnar, þegar Færeyingar þurftu að takast á við aflabrest líkt og Islend- ingar, en voru með í farteskinu ríkis- styi-ktan og óarðbæran sjávaifitveg, hömlulausai' veiðar og erlendar skuld- ir á þriðja heims mælikvarða. Um leið beindust enn sjónir danska forsætis- ráðherrans að Færeyjum þar sem hann var tengiliður danski'a yfii'valda við Færeyinga, eða öllu heldur emb- ættismenn hans. Ái’ið 1992 er allt komið í slflct óefni að danska stjórnin setur á stofn fjár- mögnunarsjóð, „Finansieringsfonden af 1992“, sem Richard Mikkelsen fyrr- um seðlabankastjóri var settur yfir. Honum skildist að sjóðurinn ætti að vera „óhlutdrægur og faglegur milli- liður bankanna og opinberra aðila“, þar sem stjórnmálamenn væru ekki með puttana í spilinu. Hann fann hins ^ vegar fljótt að Færeyingar litu hlut- verk sjóðsins öðrum augum: hann væri „í eigu landstjórnarinnar og sérlega til að gæta færeyskra hagsmuna“. Mikkelsen rak sig fljótt á að það var einkum endurskipulagning sjávarút- vegsins sem olli vanda, því færeyska forsendan var að það yrði áfram bú- seta og atvinnutækifæri á öllum stærri eyjum. Árangurinn var sá að það voru tuttugu flökunarverksmiðjur á eyjun- um, engin þeirra arðbær, nokkrum hafði verið lokað og allar voru þær skuldum vafðar, sem aftur skapaði bönkunum vanda. Að hans mati væri nær að þær væru 7-8 og yrðu arbærar eftir að skuldamálin væru gerð upp. Sjóðurinn átti svo einnig að huga að endurskipulagningu færeysks at- " vinnulífs og þar var við fiskveiðistefnu og offjárfestingar í togurum að glíma. Þá rann upp fyrir Mikkelsen að „hann hafði stungið hausnum inn á svið sem Færeyingar álitu einkaeign sína. Færeyingai' kunnu til dæmis ekki að meta að heyra talað um seljanlegan kvóta.“ Danskir hagsmunir í Færeyjum En það voru einnig ýmsir Danir sem áttu hagsmuna að gæta, þar sem dönsk fyrirtæki komu að framkvæmd- um í eyjunum, til dæmis víðfrægri jarðgangagerð eyjaskeggja. Það kann því að hafa dregið úr þrýstingi Dana um umbætur í eyjunum. Á það hefur einnig iðulega verið bent að danskar <*• minnihlutastjórnir, til dæmis á síðasta áratug, hafi iðulega stutt sig við fær- eyska stjórnmálamenn, sem um leið má ætla að hafi haft sérlega greiðan aðgang að eyra forsætisráðheiTa. Eins og er virðist efnahagslíf eyjaskeggja stefna í jafnvægi, en of snemmt er að álykta hvort það eru áhrif utan að eins og gott fiskverð, eða hvort nóg er að gert í brýnni endurskipulagningu. íslendingar geta hugleitt hvaða at- riði hafa þvingað þá til oft og tíðum sársaukafullrar endurskipulagningar sjávaifitvegs undanfarin ár. Færey- ingar gátu leyft sér að halda uppi sjáv- arútvegi, sem fremur var rekinn á for- sendum byggðastefnu en arðsemi. Eft- ir á að hyggja má leiða að því rökum að heimastjórnarlögin sem gilda fyrir Færeyinga, aðstæður í dönskum stjórnmálum eða hvort tveggja hafi veitt þeim of lítið aðhald til að halda uppi sjálfbæru og raunsæju atvinnu- og efnahagslífi. *”
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.