Morgunblaðið - 20.01.1998, Side 60

Morgunblaðið - 20.01.1998, Side 60
A-» Atvinnutryggingar Við sníðum s- þær að þfnu fyrirtæki. MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF5691181 PÓSTHÓLF 3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.1S, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 ÞRIÐJUDAGUR 20. JANÚAR 1998 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Kristinn annar í Veysonnaz , Vissi að ég gæti þetta KRISTINN Björnsson er í sjötta sæti heimsbikarkeppn- innar í svigi eftir að hafa lent í öðru sæti í Veysonnaz í Sviss á sunnudaginn. Hann endurtók þar með leikinn frá því á fyrsta svigmóti vetrarins í haust, þeg- ar hann fékk silfurverðlaun í Park City í Bandaríkjunum. Kristinn hafði rásnúmer 29 Kog kvaðst hafa verið dálítið kvíðinn fyrir fyrri umferðina. Hann renndi sér þó glæsilega og fékk fimmta besta tímann. „Eg var rólegri fyrir þá seinni; vissi þá að ég gæti þetta,“ sagði hann við Morgunblaðið. Kristinn/Bl Hitaveita Suðurnesja * Sökuð um brot á út- boðsreglum EFTIRLITSSTOFNUN EFTA (ESA) hefur sent íslenskum stjóm- völdum fyrirspurn vegna kaupa Hitaveitu Suðurnesja á túrbínu fyr- ir nýtt orkuver í Svartsengi og hef- ur fjármálaráðuneytið óskað eftir skýringum frá Hitaveitunni. Túrbínan var keypt án undan- gengins útboðs og telja ýmsir að innkaupin séu brot á EES-samning- um um opinber útboð veitufyrir- /.' -Aekia. Pá telur viðskiptafulltrúi franska sendiráðsins að fleiri inn- kaup opinberra aðila hérlendis hafi orkað tvímælis að undanfórnu og telur hættu á að íslendingar verði fyrir álitshnekki vegna þess í Evr- ópusamstarfmu. ■ Brot/18 XJtlit fyrir tap hjá Flug- leiðum á nýliðnu ári ÚTLIT er fyrir að afkoma Flugleiða hf. verði heldur lakari á árinu 1997 en áður hafði verið gert ráð fyrir. Þannig upplýsti félagið í nóvem- ber, þegar það birti níu mánaða milliuppgjör, að reksturinn yrði í járnum á árinu í heild, en núna telja forráðamenn Flugleiða óvarlegt annað en að gera ráð fyrir einhverju tapi. Farþegum Flugleiða í millilandaflugi fjölgaði á síðasta ári um liðlega 13% frá árinu 1996. Hins vegar hefur gengisþróun komið mjög illa við félagið í kostnaði. Verulegur hluti kostnað- ar er í dollurum, en gengi hans hækkaði um- talsvert á síðasta ári. I öðru lagi hækkaði launakostnaður félagsins á Islandi umfram áætlanir. í þriðja lagi verður afkoma Flugfé- lags Islands töluvert lakari en ráð var fyrir gert. Sömu sögu er að segja um hótelrekstur félagsins og fraktflug. Tapið meira á fjórða ársfjórðungi en búist var við „Við gerðum ráð fyrir því í lok september að reksturinn yrði í járnum og miðuðum þá við að áætlanir okkar síðustu þrjá mánuðina myndu standast," sagði Sigurður Helgason, forstjóri Flugleiða, í samtali við Morgunblaðið. „Síðan hafa þær ekki staðist þannig að tapið síðustu þrjá mánuðina er meira en við höfðum áætlað. Það er m.a. vegna þess að frakttekjur eru minni. Fraktgjöld hafa lækkað töluvert vegna vaxandi samkeppni í flutningum milli íslands og annarra landa. Einnig er kostnaður meiri vegna áhrifa gengisþróunar." Flugleiðir hafa að undanförnu leitað leiða til að draga úr rekstrarkostnaði og minnka geng- isáhættu í rekstrinum, að sögn Sigurðar. Um horfur á þessu ári segir hann að bókanir séu þokkalega góðar og gert sé ráð fyrir að fjölga farþegum um 17% á árinu í heild. ■ Afkoman/18 UNDANFARNA daga hafa menn og dýr skemmt sér konunglega á eiga fullt í fangi með að halda í við hundinn sem er ekkert hikandi ísilagðri Tjörninni í Reykjavík. Þessar glaðlegu stelpur virðast á ísnum. Skautaferð í frostinu Morgunblaðið/Ásdís Tilboð í leigu Laugardalshallar opnuð Sjómenn gagnrýna harðlega fjölda fískiskipa án kvóta Sýningar ehf. huðu 24 milljónir SÝNINGAR ehf., nýtt fyrirtæki sem hyggst hasla sér völl á sviði sýningarhalds og Samtök iðnaðar- ins standa að meðal annarra, buðu tæpar 24 milljónir króna í leigu á Laugardalshöll vegna sjávarút- vegssýningarinnar FishTech ‘99, sem þar er fyrirhugað að halda dagana 1.-4. september 1999. Al- þjóðlegar vörusýningar, sem breska fyrirtækið Nexus Media Ltd. stendur að, buðu 14,5 milljónir iar. í leigu Laugardalshallar um- rædda daga, en skv. upplýsingum Morgunblaðsins borgaði fyrirtækið rúmar þrjár milljónir kr. í leigu fyrir Höllina síðast þegar sjávarút- vegssýning var haldin í Reykjavík haustið 1996. Borgarráð ákvað í byrjun árs að efna til útboðs um leigu Hallarinn- ~~7ir þar sem ráðið taldi sig ekki vera í aðstöðu til þess að velja á milli þeirra tveggja fyrirtækja, sem sótt höfðu um afnot Laugardalshallar á sama tíma. Tilboð voru opnuð hjá Innkaupastofnun Reykjavíkur- borgar í gærmorgun og hefur stjórn hennar lagt til við borgarráð að gengið verði að tilboði Sýninga. Þrátt fyrir fengna niðurstöðu benda allar Mkur til að á höfuð- borgarsvæðinu verði haldnar tvær sjávarútvegssýningar á sama tíma þar sem skipuleggjendur Islensku sjávarútvegssýningarinnar, sem urðu undir í samkeppninni um Höllina, hafa ákveðið að halda sýn- ingu þrátt fyrir að þeir fá ekki inni í Laugardalshöll. Undirbúningur sýningarinnar er að sögn þegar langt kominn og munu nú standa yfir samningaviðræður um sýning- arstað. Erum að fjárfesta/19 116 kvótalaus skip eru með veiðileyfi FYRSTA september sl. voru 116 skip með veiðileyfi en engan kvóta. Þetta er 14,1% af öllum skipum sem voru inni í aflamarkskerfinu. Sævar Gunnarsson, formaður Sjó- mannasambandsins, segir að þetta endurspegli umfang kvótaleigu- markaðarins. Stærri útgerðii- hafi keypt mörg þessara skipa og selt þau aftur án kvóta til manna sem geri þau út með því að láta sjó- menn taka þátt í kvótaleigu. Hann vill að búið verði svo um hnútana að þessum mönnum verði gert ómögulegt að gera skipin út. „Þetta eru skipin sem eru hvað hörðust á kvótaleigumarkaðinum. Að okkar mati eiga þessi skip ekk- ert að vera á veiðum og eiga ekki að hafa veiðileyfi. Útgerðarmenn 14,1% skipa innan afla- markskerfísins hafa í stómm stíl keypt til sín skip, hirt af þeim kvótann og selt þau síðan aftur kvótalaus til einhverra ævintýraprinsa sem gera þau út á leigumarkaði. Okkar karlar eru síðan látnir taka þátt í að greiða kostnaðinn við leiguna," sagði Sævar. Sævar sagði að ef farið yrði að kröfum sjómannasamtakanna um breytingar á verðmyndun fisks yrði útgerðarmönnum þessara skipa gert ókleift að láta sjómenn taka þátt í kvótaleigu. Þar með myndu þau detta út úr veiðunum. Lög voru rýmkuð Kristján Ragnarsson, formaður LÍÚ, sagði þennan fjölda skipa lýsandi fyrir stöðuna. „Þessir aðil- ar eru að leigja til sín heimildir, en eftir sem áður hefur útgerð þeirra getað skilað mönnum það góðum tekjum að menn hafa ekki átt kost á öðrum betur launuðum störfum og þess vegna hefur þetta getað gengið." Aður var ákvæði í lögum um að skip gæti ekki flutt til sín meira af aflaheimildum en voru fyrir á því. Kristján sagði að eftir að þetta ákvæði var fellt úr lögunum hefði kvótalausum skipum fjölgað.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.